sunnudagur, september 26, 2004

Dagur 207:

Fann 15.000 kall inná bankabók sem ég hélt ekki að innihéldi svo mikinn pening. Ekki slæmt. Nú er að sjá hvort ég geti ekki breytt þeim pening í 20.000 kall.

Það er þessi heimabanki. Sniðugt dæmi. Ég skráði einn slíkan á mig fyrir meira en ári, en hef ekkert fiktað í því fyrr en nú. Merkilegt lítið helvíti. Nú get ég leikið mér að peningunum, eins og Jóakim aðalönd. Ja, kannski ekki alveg eins. Ég held það verði snúið að synda í þessu... Svo vantar mig svona peningatank. Það væri flott.

Svo var ég að horfa á formúluna. Hún var frekar slöpp, að vanda. Ekkert nema þessir bílar, keyrandi í hringi. Engin flott kröss eða neitt. Tímasóun.

This site is certified 52% EVIL by the Gematriculator

Muahahahaha!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli