Dagur 210:
Þetta er mynd dagsins. Hún hefur ekkert með daginn að gera annað en að vera mynd dagsins.
Sá um daginn undarlega íþrótt í sjónvarpinu. Þetta var einskonar demolition-derby á hjólastólum. Já, það voru örugglega 20 manns á parketlögðu gólfi, og þeir voru allir á hjólastólum, og voru að klessa hver á annan á handahófskenndan hátt. Afar sérstakt. Hef ekki séð svona áður.
Það eru sko ólympíuleikar fatlaðra. Hvar annarsstaðar sér maður mann með bara eina hendi stökkva langstökk? Ætli hann geti nokkuð stokkið lengra því hann er léttari?
Ég nennti ekki að horfa á venjulegu ólympíuleikana. A: því þeir snerust nær eingöngu um handbolta, og handbolti er alltaf hvort eð er, og B: þeir voru bara ekki nógu skrýtnir fyrir mig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli