Dagur 205:
Það er ógurlegt veður þarna úti. Og þetta hristir duglega úr trjánum. Það verða ekkert nema greinar á bílastæðinu á eftir. Hvað þá úti í garði. Þetta er einn af þessum dögum þegar gott er að eiga bíl.
Það er fátt eins dásamlegt og að sitja í bíl, í hlýjunni, og vera að fylgjast með einhverjum sem er að hjóla. Á móti vindi. Í rigningu og roki. Eins er gaman að hugsa til fólksins sem þarf að nota strætó. Það fer út, og gengur óravegu í regninu, til þess að bíða í korter úti í slagveðri -því í íslenskri veðrátt blæs regni og kulda inn í skýlin, gefið að það séu skýli- og hundblotnar.
Haha! Hí á ykkur!
Hmm... skyndilega lítur þetta ekki svo illa út, er það? Svona er þegar maður hefur eitthvað til að gleðjast yfir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli