fimmtudagur, september 09, 2004

Dagur 190:

Vaknaði aftur fyrir allar aldir... þarf þess... ég hefi talið mér trú um að ég þurfi að mæta í tíma.

Veðrið hefur batnað síðan áðan. Það var leiðinda rigning. Þetta ætlar að vera eins og í gær; ógurleg rigning fyrir hádegi, svo jafnast þetta, og verður þolanlegt.

Lendi í eintómu snatti í dag. Þarf að laga póstinn, geri það á leiðinni heim. Svo þarf ég að ná í bíl. Veit ei svo gjörla hvað ég á að gera við hann. Sé frammá að fyrirbærið bverði bara til trafala.

Svo var ég að koma af leiðinlegum leiðinlegum fyrirlestri, með samt mjög athyglisverðri yfirskrift:

Er siðmenning ónáttúruleg?

Merkilegt nokk, komst ég að því að hann var haldinn af femínista. Femínista hef ég aldrei skilið. Þetta lið hefur til dæmis aðra skilgreiningu á "náttúrulegt" heldur en ég.

Verst líkaði mér samt, að það var ekki mikið fjallað um hvernig siðmenning á að vera ónáttúruleg. Og það var lítið imprað á því í mjög löngu máli. Af æ lengri reynzlu er mig byrjað að gruna að femínistar séu upp til hópa mjög leiðinlegt fólk.

En nú hef ég eitthvað til að hugsa um: er siðmenning ónáttúruleg? Ég aðhyllist þá kenningu að hún sé það ekki.

En, ég er náttúrlega ekki femínisti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli