Dagur 206:
Það rignir enn. Þegar ég kom út voru fleyri lauf á framrúðunni hjá mér en á trjánum. Þetta er plúsinn við eyðimerkur, engin lauf. Heldur engin rigning. Þegar ég hugsa út í það, eru eyðimerkur hreint ekki svo slæmar. Ef það væri ekki fyrir þennan hita... En hvað með Góbí-eyðimörkina? Mér skilst hún sé ekki svo heit. Og svo er það Atacamaeyðimörkin í Chile. Hún er það sunnarlega, að þar er varla of heitt. Þar rignir heldur aldrei.
Kannski yrði svolítið langt fyrir mig að fara í skólann þaðan.
Svo er nú að byrja í Tívinu fyrsti kappakstur sem haldinn hefur verið í Kína. Kínverjar eru smátt og smátt að verða hægrisinnaðri. Eins og er eru fleiri mjög vel stæðir og ríkir kínverjar en eru bretar á öllum Bretlandseyjum. 200 milljón manns hafa aðgang að internetinu, og það verður alltaf erfiðara og erfiðara fyrir kommana að stjórna því hvað fólkið sér og heyrir.
Já. Núna er Kína land tækifæranna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli