Dagur 203:
Gúllasið gekk bærilega upp. Það var svolítið salt, en ekki svo mjög að það væri farið að verða óþægilegt. Hvað næst? Ég var að pæla í að rista brauð.
Og hvernig gerir maður svo gúllas, myndi einhver spyrja? (Þó ég einhvernvegin efist um það, en ég segi það samt.)
Maður tekur kjötið, og setur það í pott með sjóðandi olíu. Ekki mikilli, bara svona slettu. Þar til kjötið brúnast. Svo setur maður nóg vatn í til aðrétt standi upp úr efstu bitarnir, og síður. Gott er að krydda. Sumir setja gulrætur. Ég hvorki nennti því né hef áhuga á að borða gulrætur.
Þetta kryddar maður með salti og pipar (hverslags piparsveinn væri ég ef ég ætti ekki pipar?) og lárviðarlaufi. Reyndar setti ég fullt af allskonar meira kryddi oní þetta, og maísmjöl (til að þykkja sósuna, hún var eitthvað svo vatnskennd).
Þetta bragðaðist ágætlega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli