föstudagur, október 01, 2004

Dagur 212:

Gekk upp Baldursgötu í gær. Sá húsið sem ég bjó einusinni í, og hugsaði með mér: Þarna bjó ég fyrir 20 árum eða svo. Þá skaut strax upp í kollinn annarri hugsun: 20 ár? Hve gamall er ég eiginlega orðinn?

Já. Fyrir 20 árum. Man voða lítið eftir þeim tíma. Þá var miklu fínna að drekka bjór, því hann var bannaður. Þá stunduðu venjulegir menn ekki viðskifti með hlutabréf, þessvegna voru allir ríku kallarnir aðeins fátækari en þeir eru nú. Hafskipsmálið var fyrir 20 árum. Það var þegar fyrirtæki sem gekk ágætlega var skyndilega sett á hausinn af ríkinu. Þá kostaði bensínið 50 krónur lítrinn. Sem framreiknað miðað við núverandi gengi er 500 kall. Þá var Kringlan ekki til. Þá var ekkert sjónvarp á fimmtudögum. Þá voru íslensk leikrit í sjónvarpinu í hverri viku. (Þið munið eftir þeim? Close up af andliti, í fílu, þyljandi upp einhverjar bölbænir... Oj, Oj Oj!)

Nú, er enn nokkuð fínt að drkka bjór, enda er hann svo dýr. Nú stunda margir viðskifti með hlutabréf, þessvegna eru ríku kallarnir í dag miklu ríkari en í gamla daga. Meira að segja ég er ríkari en í gamla daga. Nú eru stórfyrirtæki búin að sýna það og sanna að þau eru betri en ríkið, og eru smátt og smátt að taka yfir verksvið þess, með miklum bölbænum frá ríkinu. Nú kostar bensínið 100 kall lítrinn, sem reiknað aftur miðað við gengi yrði tíkall. Nú er komin kringla, og smáralind, og fullt af minni eftirhermum. Nú er sjónvarp langt fram á nótt, alla daga. Nú eru íslenskir þætti í hverri viku. (Svínasúpan. Menn hlaupandi um alsberir. Oj, Oj, Oj... OK, eitt hefir versnað... ég viðurkenni það.)

Hvernig ætli hlutirnir verði eftir 20 ár? Ég spái:

Það verður ekki lengur fínt að drekka bjór, hann fæst of ódýrt úti í búð, líkt og mjólk. Hlutabréfaviðskifti munu halda áfram, og ég mun (vonandi) geta lifað af því sem ég hyggst eiga þá. Stórfyrirtæki taka algerlega við af ríkinu, en halda því uppi á punt, og láta sem það hafi valdið svo það móðgist ekki eins og einhver illa upp alinn krakki. Bensínið mun verða úrelt, en samt selt þeim sem aka enn um á gömlu landcrusherunum og Hondunum. Það giska ég á að muni þá kosta 500 kall, afturreiknað 200 kall lítrinn. Vetni mun trúlega vera að fara á þetta 100-150 kall. Það munu verða komnir verzlunarklasar í öll bæjarlög. Sjónvarpað verður alvöru dagskrá allan sólarhringinn, ekki bara tónlistarmyndböndum. Það munu halda áfram að vera íslenskir þættir í hverri viku. Við getum aðeins vonað að þeir innihaldi alsbert kvenfólk hlaupandi um.

Tékkum á þessu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli