þriðjudagur, október 05, 2004

Dagur 216:

Veturinn læðist yfir landið, hægt en örugglega. Fiðrildin eru samt ekki farin, ekki alveg strax. Köngulærnar giska ég á að muni svelta. Stórar eru þær og feitar, kannski hafa þær nægan forða. Kannski eru pöddur á stangli innan dyra fyrir þær.

Tréin halda áfram að hrynja. Hafa verið að hrynja síðan í ágúst. Þau gefa af sér minnst kíló af sprekum á dag, samt sér ekki á þeim að neitt vanti.

Vindinn hefur lægt. Það var gott. En það kólnar. Og rignir meira. Og það dimmir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli