fimmtudagur, október 28, 2004

Dagur 239:

Amma gamla er ekki mikið fyrir nútímann. Hún er til dæmis alltaf að nöldra yfir matarræðinu nú til dags. Ég held hún horfi til fortíðar með miklum söknuði. Sem ég get aldrei skilið. Amma fílaði heiminn eins og hann var fyrir stríð.

Fyrir stríð var kaldara á Íslandi en er núorðið. Þá voru hús ekki eins hlý, og maturinn var verri. Ó já. Maturinn var oft farinn að súrna, og þótti enn nýr. Reyndar þótti matur nýr þar til búið var að renna honum í gegnum meltingarfærin.

"Það var ekki til mataereitrun!" segir amma með áherzlu alltaf þegar hún mynnist gömlu daganna. Ég veit. Í gamla daga herjaði undarlegur en jafn-óþægilegur, stundum banvænn sjúkdómur oft á fólk: Innatökur.

Já. Í gamla daga var mjólk allri steypt saman í stórt ker, og úr þessu var drukkið, þartil stöffið var fyrir löngu orðið seigfljótandi. Ekkert mál, sagði liðið, á meðan það blandaði smá vatni útí til að hægt væri að drekkja þá leðju sem mjólkin var orðin.

Í gamla daga var fólk nægjusamara, segir amma. Í gamla daga nægði fólki alveg að dvelja í hulda og óþef inni í moldarkofa. Því nægði að borða myglaðan mat. (Samt svalt fólk einusinni frekar en að borða síld... skrítið. Merkileg þessi nægjusemi þarna í gamla daga. Úldið kjöt er ætt, en eki ný síld?)

Eftir því sem ég hlusta meira á ömmu þusa um hina dásamlegu gömlu daga, þeim mun ánægðari er ég að hafa ekki fæðst fyrr. Fyrir ekki nema hálfri öld var Ísland helvíti á jörð miðað við hvernig það er nú. Og þar áður var það verra. Og þessar framfarir getum við þakkað Bretum og Ameríkönum. Ekki hefðu þeir sem hér réðu látið sér detta í hug að bæta ástandið sjálfviljugir. En þannig hefur það alltaf verið. Umbætur verða aldrei viljandi hér á landi.

Hugsið til Norður-Kóreu. Þannig var Ísland fyrir 100 árum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli