sunnudagur, október 03, 2004

Dagur 214:



Ég held ég hugsi bara um þetta út árið.

Í vikunni þurfti ég að labba nærri 30 kílómetra. Já. Ca. 12 á fimmtudaginn, aðra 12 á föstudaginn, og u.þ.b 6 í gær. Af hverju? Bíllinn nennti ekki í gang. Sem er skrýtið. Hann var og er ekki bilaður. Hann fór í gang áðan. Afhverju ekki á fimmtudaginn? Nennti hann ekki að fara þetta eða hvað? Stundum velti ég því fyrir mér...

Mig verkjaði í liðina í gær. Gekk of langt. Og ég er ekki bara að segja þetta. Ég fann það að ég bókstaflega gekk of langt. Ég er vanur smá labbi, en ekki 30km á innan við viku, og ekki svona hratt heldur.

Slæmt mál. Hinsvegar veit ég nú að ég er við mjög góða heilsu, sem er gott.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli