Dagur 230:
Það er kalt, það er rok, það er ... amk ekki rigning.
Einhverjum í borginni er voðalega vel við grænu ljósin. Einhver háttsettur. Þau eru alveg ótrúlega björt núna, eins og þau séu ætluð sem viti svo menn villist ekki af leið, heldur haldi sig á gangstéttinni þar sem þeir eiga að keyra.
Þetta er blindandi. Hvað ef einhver hleypur yfir á grænu? Þá sést hann ekki. Hefur einhver hugsað út í það? Sennilega ekki. Reyndar sést fátt annað í myrkrinu en þessi ljós. Bíll gæti hafa bilað þarna, og þá sér enginn hann, og þá verður slys.
Þetta er samsæri. Til að valda slysum. Því ríkið græðir á slysum. Það er hagvöxtur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli