sunnudagur, október 24, 2004

Dagur 235:

Fann Þetta í gær. Afar athyglisvert. Allan tímann hugsaði ég: Hvaða geðsjúklingur gerir svona. Svarið blasti við: þessi geðsjúklingur. Jæja.

Í gær kláraðist kókómjólkurduftið. Sem var slæmt. En ég var ekki í stuði til að örvænta. Nei, ekki ég. Ég tók mig til, og gramsaði uppi í skáp eftir efnum sem hægt væri að nota í staðinn fyrir kókómjólkurduft. Fann kakó, tvær gerðir. Nei, þrjár, en ég áræddi aðeins að nota tvær. Blandaði einni skeið af púðursykri samanvið, og einni af instant-kaffi. Bara uppá kikkið.

Svo setti ég blönduna í hristarann, og hristi aðeins. Blandan ókst að rúmmáli um 1/3, og gaus upp þegar ég opnaði hristarann, og flæddi í gífurlegum straumi um allt borð. Náði að fylla glasið engu að síður, en var samt kominn með litla útgáfu af Þingvallavatni uppi á borði. Ekkert mál. Verst ég á engan kött til að redda svona hlutum. Fíla kettir ekki annars kókómjólk?

Þetta sull hjá mér bragðaðist furðu vel. það var milt, sem verður að teljast undarlegt. Ég hef aldrei áður búið til neitt matarkyns sem var milt á bragðið.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli