mánudagur, október 04, 2004

Dagur 215:

Það var rok í gær, það er rok í dag. Mikið rok. Svo mikið, að brátt fara leðurblökur að berast hingað frá suðlægum löndum. Svo munu þær allar svelta, því eins og við öll vitum lifa þessi kvikindi á ávöxtum og pöddum sem eru af skornum skammti hér á skerinu.

Svo var ég að horfa á fréttir í gær, eins og stundum. Fréttir eru oft merkilegar, ekki endilega fyrir það sem er sagt, heldur oftar fyrir það sem er ekki sagt. Ég var nefnilega að horfa á frétt frá Ísrael, en slíkar fréttir tröllríða okkur hvern dag, í svo miklu magni að maður verður dofinn fyrir þeim og hættir að taka eftir. Stundum þó kemur eitthvað sem grípur athyglina:

Þeir voru með myndir, teknar úr mikilli hæð, af nokkrum gaurum að bera eitthvað langt. Þeir hlupu með þetta langa, og fóru með það um borð í sendibíl sem var greinilega merktur UN.

Ísraelar vilja meina að þar hafi verið á ferð skæruliðar, og þetta langa hafi verið eldflaugabyssa. Svo segir UN, að svona eldflaugar séu 30-50 kíló, og enginn nema kannski Hjalti úrsus geti hlaupið svona með þær, og þetta á myndinni sé örugglega burðarrúm. Sem er ekkert ólíklegt.

Ísraelar segja hinsvegar, að svona rakettubyssur séu til í mörgum gerðum, allt niður í 12 kíló.

En er það rétt? Ég tékkaði á þessu
þessu og þessu. Það er rétt. Meira að segja stórar eldflaugabyssur eins og á myndinni eru ekki endilega svo þungar.

Einhverjar spurningar? Ég hef eina: hvernig hafa þessir gaurar alltaf efni á öllum þessum eldflaugum sem þeir eru með, burtséð frá því hvort þetta er eldflaug eða eitthvað annað sem er á einmitt þessari mynd?

Hvað framleiða þessir palestínuarabar eiginlega? Eða eru þeir bara svona rosalega naskir að spara? Ef svo, afhverju gera þeir ekki eins og ég, og reyna að eignast heiminn?



Svona hlutir eru ekkert ódýrir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli