Dagur 232:
Er smám saman að verða kominn inní Reykvízka umferðarmenningu. Það tók mig meira en ár bara að hætta að gefa stefnuljós svo fíflin vita ekki lengur hvað ég ætla að gera, og geta ekki gert neitt við því! Hah!
Hef smám saman verið að komast uppá lag með að svína á fólk. Hef samt ekki náð því að gefa liðinu fingurinn eftir að ég svína á það. Næsta skref yrði að stoppa úti á miðri götu, og taka mér smá tíma til að íhuga pínulítið á meðan ég tek uppí eða skila af mér farþegum - alveg eins og strætó. Keyra svo yfir á rauðu.
Það auðveldar mér þetta mikið, að ég hef aldrei horft neitt á umferðarskilti, né skift mér mikið af því hvar þau eru.
Það er hinsvegar eitt við Reykvízka umferð sem ég er ekki alveg sáttur við: ef ég ætlaði að falla í hópinn, yrði ég að hægja svo mikið á mér áður en ég fer yfir hraðahindranir. Af hverju? Ég er enn að vonast til að stökkva á einni - stökkva, ekki detta niður af henni einsog þarna í Hafnarfirði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli