sunnudagur, október 17, 2004

Dagur 228:

Það eru 2 kjaftaþættir í sjónvarpinu á sunnudögum: Egill, og þessi þarna á skjá einum. Var að flaka á milli þeirra áðan. Það vakti spurningar eins og:

Afhverju er Egill að tala við Ingibjörgu S? Er hún ekki bara nóboddý núna? Væri ekki vitrænna að tala við Helga Hó?

Afhverju er verið að röfla um Georg Bush, og afhverju er öllum svo hrikalega illa við hann?

Afhverju er það álitin gífurleg snilld að spyrja Charlton Heston afhverju ofbeldi er beitt í USA? Ég fæ ekki séð hvernig hann á að vita eitthvað um það. Það er eins og að yfirheyra mömmu Bogga um hvaða félagslegu þættir fá fólk til að misnota eiturlyf.

Afhverju er alltaf verið að hrista Siv Friðleifs framaní okkur? Vita þessir bósóar ekki að hún missti allt sexappíl skömmu eftir að hún komst í embætti?

Hvað er málið með skattaumræðu? Afhverju er alltaf fyrst byrjað að röfla um að við þurfum að hafa háa skatta til að velferðarkerfið hrynji ekki? Vita þessur asnar ekki að 80-90% af skattfé fer í eitthvað allt allt annað en velferðarkerfið?

1%??? Það er verið að ræða um 1% skattalækkun! Gah! Ég vil amk 5% lækkun! Einhversstaðar. Það skiftir engu hvar, það er til góða hvar sem er.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli