Dagur 181:
Svangur. Það er matur heima. Vona ég. Kjöt, sýndist mér, nema Hólmfríður hafi gefið hundinum það. Mikið lostæti, þetta kjöt. Þetta var kjöt af einhverju dýri. Auðvitað. Gat ekki verið af ódýri. Minnir mig á það... gott er að drekka gos með þessu. Annað hvort það, eða mjólk. Svo er til hálf flaska af amontillado, en mig grunar sterklega að það fari ekki eins vel með kjötinu og gos.
Ahh...
hefur ykkur aldrei fundist að þið gætuð hreinlega bara dottið út í geiminn?
þriðjudagur, ágúst 31, 2004
mánudagur, ágúst 30, 2004
Dagur 180:
Ekkert gerðist í dag. Ekkert mér viðkomandi, það er að segja. Það sökk skúta, og það hrundi krani. En var ég á svæðinu? Nei.
Minnir mig á, einusinni, þegar heimins stærsti katamaran-bátur brotnaði í sundur hér fyrir sunnan einu sinni.
Þessi katamaran var smíðaður á Bretlandi, og samkvæmt fréttum, sem ég horfði á á sky, þá var þetta stærsti katamaran í heimi. Smíðaður úr trefjum, og með svona spöngum á milli, sem héldu uppi langri langri siglu, með einu stóru segli.
Katamaran eru mjög stöðugir bátar. Ekki mjög sterkir, en stöðugir.
Enda brotnaði þessi í sundur úti á miðju Atlantshafi, og flutu brotin um, en sum sukku.
Eitt brotið barst til eyja, og var dregið til hafnar. Langt langt stikki úr öðrum bolnum. Þegar það hafði legið við bryggju það lengi að það var farið að angra menn, var stykkið tekið upp, sagað í sundur, flutt í gryfjuna á vörubíl og urðað.
Ég fór og skoðaði brotin. Þau voru stór, stærri en meðal fólksbíll hvert. Svolítið brotið á þessu stefnið, enda búið að velkjast í hafi marga mánuði áður en það var dregið til hafnar.
Já. stórt stikki úr heimsins stærsta katamaran-bát liggur grafið í gryfjunni hérna í Heimaey. Það er eitthvað sem við getum öll verið stolt af.
Ekkert gerðist í dag. Ekkert mér viðkomandi, það er að segja. Það sökk skúta, og það hrundi krani. En var ég á svæðinu? Nei.
Minnir mig á, einusinni, þegar heimins stærsti katamaran-bátur brotnaði í sundur hér fyrir sunnan einu sinni.
Þessi katamaran var smíðaður á Bretlandi, og samkvæmt fréttum, sem ég horfði á á sky, þá var þetta stærsti katamaran í heimi. Smíðaður úr trefjum, og með svona spöngum á milli, sem héldu uppi langri langri siglu, með einu stóru segli.
Katamaran eru mjög stöðugir bátar. Ekki mjög sterkir, en stöðugir.
Enda brotnaði þessi í sundur úti á miðju Atlantshafi, og flutu brotin um, en sum sukku.
Eitt brotið barst til eyja, og var dregið til hafnar. Langt langt stikki úr öðrum bolnum. Þegar það hafði legið við bryggju það lengi að það var farið að angra menn, var stykkið tekið upp, sagað í sundur, flutt í gryfjuna á vörubíl og urðað.
Ég fór og skoðaði brotin. Þau voru stór, stærri en meðal fólksbíll hvert. Svolítið brotið á þessu stefnið, enda búið að velkjast í hafi marga mánuði áður en það var dregið til hafnar.
Já. stórt stikki úr heimsins stærsta katamaran-bát liggur grafið í gryfjunni hérna í Heimaey. Það er eitthvað sem við getum öll verið stolt af.
sunnudagur, ágúst 29, 2004
Dagur 179:
Fer til RKV innan viku. Ekki að það breyti neinu fyrir bloggið... eða hvað? Kannski hugsa ég öðruvísi í RKV. Hver veit?
Það ætti að vera hægt að kanna þetta. Hvað áhrif hefur að þurfa að keyra allar þessar vegalengdir? Allur þessi fjöldi fólks sem maður þekkir ekki alltaf morandi um allt? Mengunin?
Þetta hlýtur að hafa eitthvað að segja.
Fer til RKV innan viku. Ekki að það breyti neinu fyrir bloggið... eða hvað? Kannski hugsa ég öðruvísi í RKV. Hver veit?
Það ætti að vera hægt að kanna þetta. Hvað áhrif hefur að þurfa að keyra allar þessar vegalengdir? Allur þessi fjöldi fólks sem maður þekkir ekki alltaf morandi um allt? Mengunin?
Þetta hlýtur að hafa eitthvað að segja.
föstudagur, ágúst 27, 2004
Dagur 177:
72 kíló. Skrítið. ég var 75 þegar ég kom hingað - það var í mai, ef ég man rétt, sem ég geri trúlega ekki. Er samt alltaf saddur. Skortur á snúðum og öðru slíku krappi býst ég við. Amma heimtar alltaf að ég borði yfir mig. Veit ekki af hverju.
Svo var ég að glápa á fréttirnar, að venju.
Ríkið lánar fólki pening, með vöxtum. Þetta gerist í gengum íbúðarlánasjóð, eða einhverja aðra stofnun sem heitir sjóður. Ríkið sér að vextirnir eru að sliga fólk. Svo ríkið gefur fólki vaxtarbætur.
Afhverju ekki bara að lækka vextina? Vegna þess að þetta er Ríkið. Ekki fyrirtæki. Þetta var svona með brennivínið líka. Um leið og bjórinn var leyfður bötnuðu drykkjusiðir íslendinga til muna. Drykkja jókst jú, auðvitað, það þarf meira magn í lítrum af bjór til að ölva sig upp, en líðan manna almennt á fylleríum batnaði.
Þegar börum var leyft að vera opnum alla nóttina minnkuðu lætin í miðbænum um meira en helming.
Segið svo að frjálshyggja borgi sig ekki.
Á hinn bóginn fannst mér mjög gaman að fylgjast með barbörunum koma út af börunum, ofurölvi af kappdrykkju, skapvondir, ælandi, óstöðugir... Mikið fjör á að horfa. Þessi skemmtun leið undir lok þegar barirnir fengu leyfið.
Ah, skuggahliðar frjálshyggjunnar... maður verður að fá sína sadísku ánægju annarsstaðar frá.
72 kíló. Skrítið. ég var 75 þegar ég kom hingað - það var í mai, ef ég man rétt, sem ég geri trúlega ekki. Er samt alltaf saddur. Skortur á snúðum og öðru slíku krappi býst ég við. Amma heimtar alltaf að ég borði yfir mig. Veit ekki af hverju.
Svo var ég að glápa á fréttirnar, að venju.
Ríkið lánar fólki pening, með vöxtum. Þetta gerist í gengum íbúðarlánasjóð, eða einhverja aðra stofnun sem heitir sjóður. Ríkið sér að vextirnir eru að sliga fólk. Svo ríkið gefur fólki vaxtarbætur.
Afhverju ekki bara að lækka vextina? Vegna þess að þetta er Ríkið. Ekki fyrirtæki. Þetta var svona með brennivínið líka. Um leið og bjórinn var leyfður bötnuðu drykkjusiðir íslendinga til muna. Drykkja jókst jú, auðvitað, það þarf meira magn í lítrum af bjór til að ölva sig upp, en líðan manna almennt á fylleríum batnaði.
Þegar börum var leyft að vera opnum alla nóttina minnkuðu lætin í miðbænum um meira en helming.
Segið svo að frjálshyggja borgi sig ekki.
Á hinn bóginn fannst mér mjög gaman að fylgjast með barbörunum koma út af börunum, ofurölvi af kappdrykkju, skapvondir, ælandi, óstöðugir... Mikið fjör á að horfa. Þessi skemmtun leið undir lok þegar barirnir fengu leyfið.
Ah, skuggahliðar frjálshyggjunnar... maður verður að fá sína sadísku ánægju annarsstaðar frá.
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Dagur 176:
Það var einhver gæi að reyna að lifa af Macdónalds hamborgurum eingöngu í mánuð. Gerði mynd um það. Hann varð veikur af því. Hann vill sjálfur meina að þeir séu eitraðir.
Að einhverju leiti er það rétt hjá honum. Hamborgarinn sjálfur, kjötið, er bara kjöt. Brauðið er bara brauð. Sósurnar eru mestmegnis kólestról, nema tómatsósan, hún er bara tómatsósa.
Frönskurnar hinsvegar, stór hluti af máltíðinni, eru deadly.
Þær eru soðnar uppúr feiti. Feiti breytist við suðu. Því meira sem feitin er soðin, því meira breytist hún. Og hún breytist í allskyns krabbameinsvaldandi efni, próteinin í henni lengjast og/eða styttast, atóm sem mynda hringi slitna og mynda strengi.
Eftir viku suðu eða svo er olían enn olía, bara ekki matarolía. Þetta hefur verið vitað lengi. Og í þessu eru frönskurnar steiktar.
Engin furða að manninum hafi liðið hálf-illa.
Það var einhver gæi að reyna að lifa af Macdónalds hamborgurum eingöngu í mánuð. Gerði mynd um það. Hann varð veikur af því. Hann vill sjálfur meina að þeir séu eitraðir.
Að einhverju leiti er það rétt hjá honum. Hamborgarinn sjálfur, kjötið, er bara kjöt. Brauðið er bara brauð. Sósurnar eru mestmegnis kólestról, nema tómatsósan, hún er bara tómatsósa.
Frönskurnar hinsvegar, stór hluti af máltíðinni, eru deadly.
Þær eru soðnar uppúr feiti. Feiti breytist við suðu. Því meira sem feitin er soðin, því meira breytist hún. Og hún breytist í allskyns krabbameinsvaldandi efni, próteinin í henni lengjast og/eða styttast, atóm sem mynda hringi slitna og mynda strengi.
Eftir viku suðu eða svo er olían enn olía, bara ekki matarolía. Þetta hefur verið vitað lengi. Og í þessu eru frönskurnar steiktar.
Engin furða að manninum hafi liðið hálf-illa.
miðvikudagur, ágúst 25, 2004
Dagur 175:
Loksins loksins! Veðrið breyttist. Í rigningu, að vísu. Jæja. Það er tilbreyting. Þú get ég áhyggjulaus hangið inni eins og venjulega.
Þegar maður var yngri, þá var þetta stuð, fullt af pollum til að hoppa í, drulla til að malla í; hægt að vaða og hvaðeina.
Og þar sem það er byrjað að rigna, þá er hægt að fara aftur að stunda hina aldagömlu iðju: að nöldra yfir veðrinu.
Geymum það samt til morguns.
Í dag ætla ég að... byrja á því að hætta að skrifa í bloggið.
Loksins loksins! Veðrið breyttist. Í rigningu, að vísu. Jæja. Það er tilbreyting. Þú get ég áhyggjulaus hangið inni eins og venjulega.
Þegar maður var yngri, þá var þetta stuð, fullt af pollum til að hoppa í, drulla til að malla í; hægt að vaða og hvaðeina.
Og þar sem það er byrjað að rigna, þá er hægt að fara aftur að stunda hina aldagömlu iðju: að nöldra yfir veðrinu.
Geymum það samt til morguns.
Í dag ætla ég að... byrja á því að hætta að skrifa í bloggið.
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Dagur 174:
Það er að kólna. Loksins. Ég var nú búinn að spá því að framtíðin yrði hlý; næstu 4-600 ár eða svo. Vegna hitasveiflna sem verða í gegnum árþúsundin. Það var hlýtt hér á landnámsöld, þið munið. Grænland stóð undir nafni til 13hundruð og eitthvað. Svo kólnaði, og veðrið varð eins og það hefur verið fram að þessu. Smá auka-kuldakast í kringum 1600-1700, ef mér skjöplast ekki.
Það eru ekki allir jafn bjartsýnir og ég. (Og hér er ég, haldandi að ég sé bara mjög svartsýnn). Sumir halda því fram að bráðnun jökla eigi eftir að breyta hafstraumum, og koma af stað nýrri ísöld, svona eins og í teiknimyndinni. Sem þýðir, að það verður bara til ein hneta, og hún verður stór, og óbrjótandi.
Já. Sömu aðilar eru alltaf að tala um að einn daginn, sennilega á mánudaginn, muni halastjarna rekast á jörðina, og við munum öll deyja. Þar áður muni vissar eyjar í miðju Atlantshafi hrynja til grunna, og koma þannig af stað gífurlegri flóðbylgju sem mun eyða öllum byggðum bólum sem snúa að Atlandshafinu. Hvort þetta allt gerist svo fyrir eða eftir að ísöld skellur á veit ég ekki.
Og djöfull er ég búinn að skrifa mikið núna.
Það er að kólna. Loksins. Ég var nú búinn að spá því að framtíðin yrði hlý; næstu 4-600 ár eða svo. Vegna hitasveiflna sem verða í gegnum árþúsundin. Það var hlýtt hér á landnámsöld, þið munið. Grænland stóð undir nafni til 13hundruð og eitthvað. Svo kólnaði, og veðrið varð eins og það hefur verið fram að þessu. Smá auka-kuldakast í kringum 1600-1700, ef mér skjöplast ekki.
Það eru ekki allir jafn bjartsýnir og ég. (Og hér er ég, haldandi að ég sé bara mjög svartsýnn). Sumir halda því fram að bráðnun jökla eigi eftir að breyta hafstraumum, og koma af stað nýrri ísöld, svona eins og í teiknimyndinni. Sem þýðir, að það verður bara til ein hneta, og hún verður stór, og óbrjótandi.
Já. Sömu aðilar eru alltaf að tala um að einn daginn, sennilega á mánudaginn, muni halastjarna rekast á jörðina, og við munum öll deyja. Þar áður muni vissar eyjar í miðju Atlantshafi hrynja til grunna, og koma þannig af stað gífurlegri flóðbylgju sem mun eyða öllum byggðum bólum sem snúa að Atlandshafinu. Hvort þetta allt gerist svo fyrir eða eftir að ísöld skellur á veit ég ekki.
Og djöfull er ég búinn að skrifa mikið núna.
mánudagur, ágúst 23, 2004
Dagur 173:
Ólympíuleikar. Þeir eru frekar leiðinlegir. Ekkert nema sund og handbolti. Lítið fútt í því. Sá fimleika um daginn. Skildi ekkert í þeim, annað en að þessar rússnesku líta betur út en allar hinar, og þessar amerísku eru allar hræðilegar herfur.
Ekkert mótorsport. Enginn kappakstur - það sem kom næst því var einhver bátakeppni, en hún var frekar slow-mo eitthvað og óspennandi.
Það jafnast ekkert á við þetta crap þarna á júrósport þar sem 100 Ford Fiestur æða af stað allar samtímist. Fjör. Ekki ólympískt sport þó.
Hef heldur ekki orðið var við keppni í keilu. Er keila kannski ekki ólympíuíþrótt?
Ólympíuleikar. Þeir eru frekar leiðinlegir. Ekkert nema sund og handbolti. Lítið fútt í því. Sá fimleika um daginn. Skildi ekkert í þeim, annað en að þessar rússnesku líta betur út en allar hinar, og þessar amerísku eru allar hræðilegar herfur.
Ekkert mótorsport. Enginn kappakstur - það sem kom næst því var einhver bátakeppni, en hún var frekar slow-mo eitthvað og óspennandi.
Það jafnast ekkert á við þetta crap þarna á júrósport þar sem 100 Ford Fiestur æða af stað allar samtímist. Fjör. Ekki ólympískt sport þó.
Hef heldur ekki orðið var við keppni í keilu. Er keila kannski ekki ólympíuíþrótt?
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Dagur 172:
100 bloggið. Þvílík gífurleg tímamót. Að nenna þessu. En svo hugsa ég: hey, ef ég hefði skrifað alltaf 1 síðu af svona þvaðri, þá væri ég nú kominn með bók sem ég gæti gefið út um jólin. Geri það næst.
Jæja, ég gróf upp... fékk upp í hendurnar smá lesefni: http://www.johntaylorgatto.com/underground/toc1.htm
Jæja. Hvað um það. Lundapysjutíminn stendur yfir. Hef séð nákvæmlega eina pysju á röltinu, og sú stökk út í sjó og synti burt svo ég náði henni ekki. Hún fór þó út í sjó. Var það ekki anars hugmyndin?
Annars hafa flestar þær pysjur sem ég hefi séð verið dauðar. Fann eina uppi í klettum. Það var sú eina sem var ekki hauslaus. Hún var ámóta dauð fyrir því. Hefur trúlega flogið á bjargið ofan úr heimakletti. Svo lá hún bara þarna eins og fugl á eggi.
Og það er ennþá svona gott veður, heitt og sólríkt.
100 bloggið. Þvílík gífurleg tímamót. Að nenna þessu. En svo hugsa ég: hey, ef ég hefði skrifað alltaf 1 síðu af svona þvaðri, þá væri ég nú kominn með bók sem ég gæti gefið út um jólin. Geri það næst.
Jæja, ég gróf upp... fékk upp í hendurnar smá lesefni: http://www.johntaylorgatto.com/underground/toc1.htm
Jæja. Hvað um það. Lundapysjutíminn stendur yfir. Hef séð nákvæmlega eina pysju á röltinu, og sú stökk út í sjó og synti burt svo ég náði henni ekki. Hún fór þó út í sjó. Var það ekki anars hugmyndin?
Annars hafa flestar þær pysjur sem ég hefi séð verið dauðar. Fann eina uppi í klettum. Það var sú eina sem var ekki hauslaus. Hún var ámóta dauð fyrir því. Hefur trúlega flogið á bjargið ofan úr heimakletti. Svo lá hún bara þarna eins og fugl á eggi.
Og það er ennþá svona gott veður, heitt og sólríkt.
laugardagur, ágúst 21, 2004
Dagur 171:
Aftur of heitt. Með þessu áframhaldi er spurning að flytjast til Alaska. Eða síberíu. Las í fréttablaðinu að hitinn í Vostok á suðurskautinu gæti farið niður í -89°C. Við þangað. Þar er greinilega lífvænlegra en hér. Hægt að hanga inni í tölvunni allan daginn án þess að fyllast löngun til að fara út einhverntímann. Og alltaf nóg af ís í kókið. -eða vískíið ef maður er svoleiðis innstilltur.
Aftur of heitt. Með þessu áframhaldi er spurning að flytjast til Alaska. Eða síberíu. Las í fréttablaðinu að hitinn í Vostok á suðurskautinu gæti farið niður í -89°C. Við þangað. Þar er greinilega lífvænlegra en hér. Hægt að hanga inni í tölvunni allan daginn án þess að fyllast löngun til að fara út einhverntímann. Og alltaf nóg af ís í kókið. -eða vískíið ef maður er svoleiðis innstilltur.
föstudagur, ágúst 20, 2004
Dagur 170:
Heitt. Of heitt. En samt, af einhverjum orsökum er eitthvað sem dregur mig til aðfara út, og vera í þessu, þó það sé of heitt.
Hef hundinn með. Fer niður í fjöru, og fylgist með dýrinu hlaupa út í sjó.
Hundurinn þefar alltaf af öllum dauðu fuglunum. Var þarna um daginn. Þá höfðu hestamenn verið á ferli. Maður þekkir hestamenn alltaf úr. Þeir fíla sig best í djúpum skít. Skilja hann eftir hvar sem þeir geta komið því við.
En hvað um það. Hestamenn höfðu skilið eftir sínar afurðir, og þetta sér hundurinn. En sniðugt, hugsar dýrið; ég held ég taki þetta upp og labbi með það smá spöl.
Ógeðslegt.
Heitt. Of heitt. En samt, af einhverjum orsökum er eitthvað sem dregur mig til aðfara út, og vera í þessu, þó það sé of heitt.
Hef hundinn með. Fer niður í fjöru, og fylgist með dýrinu hlaupa út í sjó.
Hundurinn þefar alltaf af öllum dauðu fuglunum. Var þarna um daginn. Þá höfðu hestamenn verið á ferli. Maður þekkir hestamenn alltaf úr. Þeir fíla sig best í djúpum skít. Skilja hann eftir hvar sem þeir geta komið því við.
En hvað um það. Hestamenn höfðu skilið eftir sínar afurðir, og þetta sér hundurinn. En sniðugt, hugsar dýrið; ég held ég taki þetta upp og labbi með það smá spöl.
Ógeðslegt.
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Dagur 165:
Stundum er eina ástæðan fyrir því að maður vaknar sá að maður þarf að mæta í vinnu. Eins og núna. Það er sunnudagur. Sunnudagar eru leiðinlegustu dagar sem fyrirfinnast. Ekkert í Tívinu, ekkert í útvarpinu, ekkert á seyði almennt. Hlutir eiga enn eftir að rúlla yfir á mánudag. Mánudagar eru svo ekkert betri. En munurinn er, að á sunnudegi á maður mánudaginn eftir.
Stundum er eina ástæðan fyrir því að maður vaknar sá að maður þarf að mæta í vinnu. Eins og núna. Það er sunnudagur. Sunnudagar eru leiðinlegustu dagar sem fyrirfinnast. Ekkert í Tívinu, ekkert í útvarpinu, ekkert á seyði almennt. Hlutir eiga enn eftir að rúlla yfir á mánudag. Mánudagar eru svo ekkert betri. En munurinn er, að á sunnudegi á maður mánudaginn eftir.
laugardagur, ágúst 14, 2004
Dagur 164:
Ég er svangur. Og mér verður hugsað til allra letidýranna, sem hanga bara uppi í tré á hvolfi og borða ávexti. Hið ljúfa líf. Ég gæti verið letidýr. Prófa það næst, ef eitthvað slíkt býðst.
En letidýr eru í heitari löndum, sem er slæmt. Ég er ekki fyrir þennan hita. Hvernig væri þá að vera grábjörn? Búa í Alaska þar sem er kalt. Sofa allan veturinn, og gera svo ekkert annað yfir sumarið en að éta túrista.
Já. Þarf að spá í þessu.
Ég er svangur. Og mér verður hugsað til allra letidýranna, sem hanga bara uppi í tré á hvolfi og borða ávexti. Hið ljúfa líf. Ég gæti verið letidýr. Prófa það næst, ef eitthvað slíkt býðst.
En letidýr eru í heitari löndum, sem er slæmt. Ég er ekki fyrir þennan hita. Hvernig væri þá að vera grábjörn? Búa í Alaska þar sem er kalt. Sofa allan veturinn, og gera svo ekkert annað yfir sumarið en að éta túrista.
Já. Þarf að spá í þessu.
föstudagur, ágúst 13, 2004
Dagur 163:
Þoka.
Þoka og það er ekkert á seyði. Er eins og undanrenna, þetta. Og hvað svo? Nú athugun klukkan X auðvitað! Fjör.
Getur Árni Jónsen ekki reddað svona lendingarbúnaði eins og herinn er með, svo hægt sé að lenda í Þessu? Hvernig væri það? Hann reddaði jú einhverjum ljósum uppá Bakka. Það var mjög sniðugt.
Þoka.
Þoka og það er ekkert á seyði. Er eins og undanrenna, þetta. Og hvað svo? Nú athugun klukkan X auðvitað! Fjör.
Getur Árni Jónsen ekki reddað svona lendingarbúnaði eins og herinn er með, svo hægt sé að lenda í Þessu? Hvernig væri það? Hann reddaði jú einhverjum ljósum uppá Bakka. Það var mjög sniðugt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)