sunnudagur, febrúar 27, 2011

Dagur 360 ár 6 (dagur 2552, færzla nr. 997):

Á Vísi.is er einhver fítus sem þykist geta spáð í spil. "Skrifaðu spurningu hér & dragðu spil."

Allt í lagi, ég prófa þetta.

Spurt er:

Rignir á morgun?

Svarað er:

Friður, hvíld og vellíðan einkenna þig. Vandamál heyra sögunni til.

Þú veist að lausnir fást ekki fyrir kraft viljans heldur með því að láta undan og þess vegna ertu fær um að hafa fullkomna stjórn á tilveru þinni. Þú verður leidd/ur í gegnum jákvæða reynslu sem ýtir undir vellíðan þína og ekki síst velgengni næstu misseri.

Hreysti, innri friður og jákvætt viðhorf eru áherslur stjörnunnar sem þú valdir rétt í þessu. Þú ættir um þessar mundir að taka opnum örmum á móti því sem stjarna þín færir þér en hér er á ferðinni jákvæð reynsla sem ýtir undir velgengni þína og ekki síst viðurkenningu.

Þú átt aðgang að hinu fullkomna jafnvægi hugar og hjarta og ert fær um að skapa hvaðeina sem hugur þinn stendur til.


Það var og. Er þetta já eða nei?

***

föstudagur, febrúar 25, 2011

Dagur 358 ár 6 (dagur 2550, færzla nr. 996):

Þá er komið að einn einu ódauðlegu listaverki úr smiðju Eyjafilm... en fyrst, treiler:



Marimite.

Þessa mynd gerðum við árið 1995.... þessa hér að neðan, þ.e.... við komum ekki nálægt Marimite. Æ, fokk it. Jú við gerðum Marimite bara í dauða tímanum á milli. Gylfi leikur hávöxnu stelpuna, augljóslega. Allt tekið niðri í kjallara. Alveg magnað hvað hægt er að gera með smá teipi og vaxlitum.

Hvað um það:

Tixe fjallar um það. Augljóslega. Eins og tönnlast er á allan tímann. Við sögu koma einkaspæjari, sem er líka lögfræðingur; Náunginn sem stal því og náunginn sem er að leita að því.

Vitrænt.

Ég skellti texta á þetta upp á fönnið. Veitir ekki af. Það er vel mögulegt að fá höfuðverk af því að horfa á þetta.

Tixe:



Tixe.

"Ég er einkaspæjari, ég get hjálpað þér."

þriðjudagur, febrúar 22, 2011

Dagur 355 ár 6 (dagur 2547, færzla nr. 995):

Það lítur út fyrir að við fáum að kjósa um æseivið aftur.

Stjórnin segir að við þurfum að samþykkja, en þau halda að þá komist þau í feit embætti í Brussel. Annað hvort það, eða Brezka leyniþjónustan á myndir af Steingrími J & Jóhönnu Sig í þrísom með dauðum ladyboy. Sem er góð kenning líka.

Það á að fórna öllum í landinu fyrir einhverja fáeina rykfallna embættismenn. Það verður æseiv 5 nema Bretar & Hollendingar standi við hótanirnar og neiti að semja aftur - en mig grunar að það geri þeir ekki.

Annars hefur deilan tekið á sig merkilegar myndir:

Bretar & Hollendingar hóta að við fáum ekki að fara í ESB nema við borgum. Fæstir landsmenn kæra sig um að fara í ESB.

Íslensk stjórnvöld halda því fram að íslensk fyrirtæki eigi erfitt uppdráttar úti vegna æseiv. Ekki kvartar Össur. Ísfélagið er í miklum viðskiftum við lönd utan evrópu - og Rússland - en Rússum er nákvæmlega sama um allt.

Og að fylgjast með þeim Steingrími & Jóhönnu... þegar þau halda ræðu, er alltaf eins og þau séu þruma yfir söfnuð í einhverri afdalakirkju. Þetta er sami ræðustíll hjá þeim og Mússólíni hafði, Hitler, og margir minni spámenn.

Mig grunar sterklega að þau finni sig sem mikla leiðtoga. Svo ég túlki það myndrænt:

Steingrímur J vildi óska að hann væri þessi:



en er í raun þessi:



Jóhanna Sig. vildi óska að hún væri þessi:



en er í raun þessi:



Það er ekki furða að það gangi illa.

laugardagur, febrúar 19, 2011

Dagur 352 ár 6 (dagur 2544, færzla nr. 994):

Magnað hvað maður kemst yfir að lesa mikið í pásum. Búinn að klára núna 5 bækur á þessari vertíð. Tvær var ég að vísu meira en hálfnaður með.

***

Merkilegt:

Fyrir 5000 árum, ef maður vaknaði, og einhver var að nauðga hestinum manns, þá fór maður bara og grýtti þann sem fyrir því stóð, fór svo heim til hans og brenndi fjölskildu hans inni. Og það var rétt, móralskt.

Móse & Konfúsius voru ekki á sama máli. Allt þetta auga fyrir auga dæmi var til þess að tryggja að menn yrðu ekki Darwineitaðir fyrir glæpi sína.

Fyrir 1000 árum, ef maður drap ættingja þinn, þá gastu farið og drepið einn af hans ættingjum, og það var rétt.

Eitthvað fór þetta í brjóstið á upprennandi konungum, af einhverjum orsökum.

Fyrir 150 árum, ef einhver var að stela af þér hestinum, þá skaustu hann bara og tókst hestinn aftur. Og það var rétt.

Þetta fór í taugarnar á yfirvöldum.

Fyrir 60 árum, ef einhver stal af þér bílnum, þá var viðkomandi skotinn af lögreglunni, og það var rétt.

Þetta fór í taugarnar á sumu fólki.

Nú, ef einhver stelur af þér húsinu, þá er það rétt.

Hér hefur eitthvað farið mikið úrskeiðis í gegnum tíðina, grunar mig.

þriðjudagur, febrúar 15, 2011

Dagur 348 ár 6 (dagur 2540, færzla nr. 993):

2009

Ísland fær verstu ríkisstjórn síðan 2009... sem var alveg nógu slæm. En þessi nýja var & er verri.

Allir panikkuðu út af svínaflensunni.

Jarðskjálftar drápu ca 1500.

Þetta var lélegt ár.

Dauðir á árinu:

Les Paul, gítar-gúrú; Aage Bohr, sonur Niels Bohr - kjarnorkuvísindamaður; Louis Rosen, fann upp áhugaverða kjarnorkutengda græju; JG Ballard, skrifaði "Crash" & "Empire of the sun"; Kim Peek, "Rain Man" & Beltran Leyva, bófi.

Kvikmyndir ársins:

2012, Avatar, Mega shark vs. Giant octopus, Vampire Girl vs. Frankenstein Girl (!!!)... og fullt af öðru rusli hágæða stöffi.

Og góð músík:



Týr.



Nile.



Fleshgod apocalypse. (Það er eins og þessir geti ekki ákveðið hvort þeir ætla að vera dauðarokkarar eða kammersveit. Svo þeir eru bæði - samtímis.)



Manowar.

sunnudagur, febrúar 13, 2011

Dagur 346 ár 6 (dagur 2538, færzla nr. 992):

Skrifið undir þetta. Annars....

2008

Allur heimurinn nema Kína & Norge fór á hausinn, og hefur verið að síga dýpra síðan.

Fidel Castró hætti sem forseti Kúbu - enn skuggalega lifandi.

130.000 Búrmamenn fórust í fellibyl.

Akihabara fjöldamorðið: Japani sýnir fávísum heimsborgurum að það er líka hægt að fremja fjöldamorð þó maður eigi ekki Glock.

CERN græjan var tekin í notkun. Heimsendir hlaust ekki af.

80.000 manns (+/- 5K) fórust í jarðskjálfta í Kína.

Dauðir á árinu:

Edmund Hillary, prílari; Bobby Fischer, vinur Sæma rokk; Arthur C. Clark, rithöfundur & uppfinningamaður; Albert Hofmann, fann up LSD (og nei, það er ekki hægt að deyja úr of stórum skammti af LSD); George Carlin, spaugari; Aleksandr Solzhenitsyn, sagði okkur frá Gúlaginu; Don LaFonaine, "In a World - One Man"; Paul Newman, poppari; og Derrick.

Kvikmyndir ársins:

The good the bad and the weird, Pineapple express, Rambo 4 (Fokk Yeah!), Red Cliff, og fullt af öðru ágætu stöffi.

Músík:



Sabaton.



Metallica. Þeir kunna þetta ennþá.



Dir en grey



Dark Fortress.

föstudagur, febrúar 11, 2011

Dagur 344 ár 6 (dagur 2536, færzla nr. 991):

2007

Síðasta Harry Potter bókin kom út.

"Yazidi communities bombings" hryðjuverkamönnum tókst að sprengja yfir 700 manns til dauða samtímis. Og öllum var sama.

Jarðskjálfti upp á 8 á Richter hristi perú, drap 500.

Appelsínugula byltingin.


Dauðir eru nafnkenndir:

Andō Momofuku, fann upp instant núðlurnar; Alan MacDiarmid, fann upp plast sem leiðir rafmagn; Robert Adler, fann upp sjónvarpsfjarstýringuna; Kurt Vonnegut, rithöfundur; Boris Jeltsin, alki og forseti Rússlands.

Kvikmyndir ársins:

3:10 to Yuma, Grindhouse, Hot Fuzz, Machine girl, Sukiyaki Western Django & the Simpson movie.

Músík:



Therion.



Manowar.



Type O negative. Dead again... ja... hann er víst dauður núna. Síðan 2009.



Marduk.



Dethklok. Duncan hills coffee jingle. Já...

þriðjudagur, febrúar 08, 2011

Dagur 341 ár 6 (dagur 2533, færzla nr. 990):

2006

Meira en 400 fórust í Mekka í ýmsum slysum - tróðust undir, hótelið þeirra hrundi, taldir djöfullinn og grýttir... þið vitið, þetta venjulega.

Meira en 1000 fórust í skriðu á Filipseyjum.

6000 fórust í jarðskjálfta á Jövu.

Fjöldinn allur af meiriháttar flugslysum um víðan völl leggja að velli vel yfir 500 manns.

Að örðu leiti skeði mest lítið.

Dauðir það árið:

Wilson Pickett, söngvari; Peter Banchley, Rithöfundur (Jaws); Stanislaw Lem, rithöfundur (Solaris, etc...); James van Allen, sem van Allen beltin eru kennd við (þau eru úti í geimnum); Basil Poledouris, tónskáld; Miltin Friedman, hagfræðingur; Barbera úr "Hanna - Barbera" og Saddam Hussein.

Kvikmyndir ársins:

Borat, Happy feet, Idiocracy, Pan's labyrinth & Snakes on a mutherfuckin' plane.

Músík:



Celtic Frost



Grave



Amon Amarth



Blind Guardian.

föstudagur, febrúar 04, 2011

Dagur 337 ár 6 (dagur 2529, færzla nr. 989):

2005

Vann á Flytjanda það árið, og hitti þar mikið af karakterum.

Byrjað að reyna að uppfylla Kyoto samkomulagið. Það segir í stystu máli að það átti að minnka útblástur CO2, NOX, metans og kolefnisflúorsambanda. (Þar af eru NOX & Kolefnisflúrosamböndin í raun eitruð mönnum og dýrum, hitt ekki svo mjög, og CO2 nokkuð sem jurtir hreinlega þurfa til að lifa.)

Karen Danielsen sigldi á Stórabletisbrúna.

Steve Fossett flaug umhverfis jörðina í einum rykk.

Hryðjuverkamenn sprengja í London, og drepa fáeinar hræður.

Hátt í 1000 manns tróðust undir í tveimur-þremur mismunandi tilfellum.

80.000 farast í jarðskjálfta í Kasmír, + 500 í Íran.

Dauðir á árinu:

Jóhannes Páll páfi 2, Páfi í Róm; Richard Pryor, svertingi; Pat Morita, gaurinn í "Karate Kid"; Rosa Parks, fræg fyrir að hafa neitað að færa sig í strætó; Símon Wiesenthal, nazistaveiðari; John DeLorean, bílagúrú.

Kvikmyndir ársins:

Lord of war, Serenity, A Sound of thunder, Star Wreck & Wallace & Gromit.

Músík:



Avenged sevenfold.



Kreator.



Hammerfall.



Stratovarius.



Nile. (Auðvitað!)

fimmtudagur, febrúar 03, 2011

Dagur 336 ár 6 (dagur 2528, færzla nr. 988):

2004

Þetta blogg sett á laggirnar.

NASA lendir einhverju á Mars.

Hvalur sprakk í loft upp í Taivan.

Facebook stofnuð.

Fyrsti fellibylur sem vitað er um að hafi lent í S-Ameríku lendir í S-Ameríku.

Síðasti Oldsinn framleiddur.



Olds. (Engin vélsög sjáanleg.)

Bæði EU & NATO stækkuðu meira í einu en nokkru sinni fyrr eða síðar.

Loftsteinn lenti á húsi í Nýja Sjálandi.

Fyrsta geimskip í einkaeigu komst út í geim.

Téténskir terroristar taka skóla í Rússlandi. 300+ farast.

Davíð Oddson hætti sem Forsætisráðherra. Það hefur ekki verið hæfur maður í því djobbi síðan. Ekki einu sinni nálægt því.

Jarðskjálfti olli flóðbylgju í Indlandshafi, sem drap 200.000 manns.

Dauðir á árinu:

Ove Sprogoe, "Egon Olsen"; Charles Sweeney, flaug "Bockscar", sem aftur droppaði "Fat man" á Nagasaki; Ray Charles, blindi söngvarinn; Ronald Reagan, forseti... og fullt af öðrum.

Kvikmyndir ársins:

Kung fu hustle, Shaun of the dead, Sky Captain and the world of tomorrow & Team america.

Músík:



Mastodon: "Blood and thunder" (Síðan 2002 - platan kom út 2004.)



Dragonforce: "Soldiers of the wasteland." Allir þurfa 9+ mínútur af metal. Og 2 mínútna sóló.



Megadeth: "Die dead enough." Músík sem fælir burt úlfa.



Necrophagist: "Only Ash remains."



Killswitch Engage: "Rose of Sharyn."

Við skulum ekki hafa meira núna.