laugardagur, febrúar 19, 2011

Dagur 352 ár 6 (dagur 2544, færzla nr. 994):

Magnað hvað maður kemst yfir að lesa mikið í pásum. Búinn að klára núna 5 bækur á þessari vertíð. Tvær var ég að vísu meira en hálfnaður með.

***

Merkilegt:

Fyrir 5000 árum, ef maður vaknaði, og einhver var að nauðga hestinum manns, þá fór maður bara og grýtti þann sem fyrir því stóð, fór svo heim til hans og brenndi fjölskildu hans inni. Og það var rétt, móralskt.

Móse & Konfúsius voru ekki á sama máli. Allt þetta auga fyrir auga dæmi var til þess að tryggja að menn yrðu ekki Darwineitaðir fyrir glæpi sína.

Fyrir 1000 árum, ef maður drap ættingja þinn, þá gastu farið og drepið einn af hans ættingjum, og það var rétt.

Eitthvað fór þetta í brjóstið á upprennandi konungum, af einhverjum orsökum.

Fyrir 150 árum, ef einhver var að stela af þér hestinum, þá skaustu hann bara og tókst hestinn aftur. Og það var rétt.

Þetta fór í taugarnar á yfirvöldum.

Fyrir 60 árum, ef einhver stal af þér bílnum, þá var viðkomandi skotinn af lögreglunni, og það var rétt.

Þetta fór í taugarnar á sumu fólki.

Nú, ef einhver stelur af þér húsinu, þá er það rétt.

Hér hefur eitthvað farið mikið úrskeiðis í gegnum tíðina, grunar mig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli