föstudagur, október 29, 2010

Dagur 239 ár 6 (dagur 2431, færzla nr. 960):

Einu sinni fyrir langa löngu áttum við félagarnir það til að sjóða saman kvikmyndir. Það gekk svona la-la. Það varð til alveg hellingur af efni, sem ég á enn til, en veit ekki alveg hvað ég á að gera við, eins og þessi bull-heimildamynd um "Homo-vestmanneyicus" (sem er alveg frábær latína) sem við gerðum.

Ég ætla að kenna Bjarka Tý um það.



Ég á 21 mínútu af svona löguðu. Ég geri ráð fyrir að ca 90% af því endi á jútúb. Eða minna. Þessi körfuboltaleikur var ekki það spennandi.

Hvað vorum við að hugsa? Það versta: þetta er það skásta af þessu.

þriðjudagur, október 26, 2010

Dagur 236 ár 6 (dagur 2428, færzla nr. 959):

Þann 9.10.10 fór fram afmæli Eddu Bjarkar yngri. Hér er vídjó af þeim atburði:



Sjáið alla þessa krakka hlaupa um:



Og hér er "project flugbíll;" Þeim Birni & Bjarna Braga leiddist eitthvað svo þeir lögðust í þróun nýs ferðamáta. Hér er prótótýpan í þróun:



Mér fannst betra að hafa svona vísindalegt sándtrack undir þessu hjá þeim.

mánudagur, október 25, 2010

Dagur 235 ár 6 (dagur 2427, færzla nr. 958):

Ekkert að segja. Svo:



Upphafslagið úr Kimi ni todoke, sem eru betri þættir en maður þorði að vona. Fjalla um stelpu sem lítur út eins og Sadako, og hvernig rætist úr henni. Engin vélmenni eða geimverur eða neitt slíkt. Betra en það hljómar. Mamma gæti horft á þetta án þess að ranghvolfa augunum.

Þetta er nokkuð annars eðlis:



AMV hell minis nr. 10.

Eitthvað gáfulegra næst.

föstudagur, október 22, 2010

Dagur 232 ár 6 (dagur 2424, færzla nr. 957):

Treiler:



Þessa mynd gerðum við fyrir 15 árum af því við höfðum ekkert betra að gera það kvöldið. Eftir enga umhugsun eða undirbúning réðumst við í verkið og kláruðum það á svona klukkutíma. Eða minna, man ekki alveg, það eru jú 15 ár síðan.

Plott: hlið vítis er undir rúmi hjá einhverjum.

Leó á þarna stórleik, en Illugi er í mynd megnið af tímanum. Gylfi og Helgi skila sínu *venjulega.*

Leó á byrjunina. Endirinn hinsvegar... það vill enginn kannast við hann.

Kostnaður við gerð þessarar myndar var... enginn. Hvað kostaði filma? 900 kall? 10kr mínútan þá. Þessi mynd er undir 4 mínútum. 40 kr sem sagt, ef þið viljið hafa að þannig.

Þrátt fyrir allt, þá kemur þessi mynd bara ágætlega út. Það að enginn tími eða peningur fór í hana útskýrir alla vankantana, og gerir það sem þó virkar miklu merkilegra. T.d að það skuli vera byrjun, miðja og endir a þessu.

Eins og venjulega endurgerði ég kreditlistann og breytti músíkinni. Nú er það Berlioz, en ekki White Zombie, vegna þess að Berlioz er public domain. Það, og kreditlistarnir voru all of langir. Myndin var 6 mínútur með þeim.

En hvað um það, hér er hún: "Undir Rúminu:"



Takið eftir hve miklu yngri við vorum þegar við vorum yngri.

þriðjudagur, október 19, 2010

Dagur 229 ár 6 (dagur 2421, færzla nr. 956):

Það er komið að Kvikmynd kvöldsins. Sem þýðir:



Four lions. Örugglega mikil snilld.



Cat o'nine tails. Giallo. Það er allt svona.



Evil dead trap. Sama og giallo, nema bara japanskt. (Ef það er ekki fálmara-hentai eða eitthvað með samúræjum, þá er það rip-off af einhverju ítölsku eða amerísku.)

Og þá er það myndin: Profondo Rosso, aka Deep Red.

Það eru svo margar kvikmyndir þarna úti sem eru algjört ripoff af þessu að hluta eða öllu að þær eru ekki teljanlegar á fingrum beggja handa. Sú augljósasta er "Saw." Svo er Halloween 2, Kill Bill pt.1 (auðvitað), Law & Order þættirnir eiga til að vitna í þetta osfrv. Allar slasher myndir síðan 1980 hafa verið að vitna í Dario Argento meira og minna, og það má sjá allskyns hluti ættaða beint frá honum hjá Miike Takeshi og í Sailor Moon - merkilegt nokk. (þeir þættir virðast vera á fullu að stela úr "Suspiria" & "Inferno") Veit hinsvegar ekki hvort það er viljandi, en það kemur allt á eftir, og settin eru stundum grunsamlega lík.

Hvað um það, þetta er ein af hans skárri myndum. Hún meikar næstum því sens.



Þetta er 101 mínútna útgáfan. Sú 127 mínútna er á youtube í 13 hlutum. Með mjög röngum enskum texta.

laugardagur, október 16, 2010

Dagur 226 ár 6 (dagur 2418, færzla nr. 955):

Sjáið þennan kött:



Sjáið nú Illuga fikta í kettinum:



Og þetta er Björn, niðri í fjöru, einhverntíma í sumar:

miðvikudagur, október 13, 2010

Dagur 223 ár 6 (dagur 2415, færzla nr. 954):

The Peter principle: "in a hierarchy every employee tends to rise to their level of incompetence."

Drake's corollary: "In any bureaucratized organization, the longer the organization has been in existence, the further it will sink into disorganization and incompetence, because managers refuse to hire anyone smarter than they are."

Útskýrir ýmislegt, ekki satt?

sunnudagur, október 10, 2010

Dagur 220 ár 6 (dagur 2412, færzla nr. 953):

10.10.10 í dag. 101010, það er 42. Það er svarið við öllu. Bara gaman af því.

Höfum eitthvað hér:



Voltaire; USS Make shit up. Þetta er fyrir Star Trek aðdáendur. Segir allt sem segja þarf um það.

Hvað meira... Ah!



Kei$ha, með meira viðeigandi myndbandi. Star Trek myndbandi! Sem er viðeigandi. Og nú finnst ykkur þetta lag allt í einu frábært, sama hve ömurlegt það var áður.

Hér er annað:



Þetta er Evanescence, spilað undir brotum úr Re-Animator - sem er góð mynd, þó einhvern vegin efast ég um að Þórgunnur hafi áhuga á að sjá hana. Það kemur furðu vel út. Textinn passar - ja... þannig séð...

Svo er náttúrlega Slayer + Sesame street = gott stöff:



Metal.



Weird Al. Sailor Moon. Texti sem passar aðeins of vel við. Já, Sailor Moon er nógu mikið rugl til að geta verið í Jerry Springer. (Sennilega margfalt fyndnara fyrir þá sem hafa séð eða vita um enska döbbið af þeim andskota.)



Og svo þetta. "I feel fantastic," með Jonathan Coulton. Gert af einhverjum gaurum. Annar minnir voða mikið á Hauk Guðmunds í útliti.

föstudagur, október 08, 2010

Dagur 218 ár 6 (dagur 2410, færzla nr. 952):

Mótmæli á Stakkó.



Vegna þess að yfirvöld hafa ákveðið að hætta með fæðingardeildina hérna í Eyjum.



Sem er vond hugmynd, vegna þess að þetta er *eyja.*



Héðan verður stundum ófært. Oftar með flugi en Herjólfi.



Þeir segja að þá sé lausn að senda barnshafandi konur upp á land 2 mánuðum fyrir fæðingu.



Hver borgar það?



Hvað þá með fyrirbura?



Ég meina, ég fæddist 4-5 vikum fyrir tímann, það er ekkert það óalgengt.



Hvað með þá sem birtast 2 mánuðum fyrir?



Ég er ekki viss um að þetta hafi verið hugsað alla leið.



Stundum grunar mig að þeir þarna í RKV hugsi ekkert almennt, heldur leiki sér bara í Excel.



Þess vegna er mótmælt.



Friðsamlega eins og er.



Þetta er nú svo friðsælt fólk.



Eddu er ekki skemmt.

miðvikudagur, október 06, 2010

Dagur 216 ár 6 (dagur 2408, færzla nr. 951):

Eymundsson er búinn að selja minnst 4 eintök. 996 eintök eftir. Þetta á eftir að taka ár.

***



RKV.



Runnarnir eru litríkir á haustin.



Sérvitru heilsufríkin okkar í tennis.



Afmælisbarnið.

* Vissuð þið að það er einhver ungversk hljómsveit sem heitir Edda? Related vids.

laugardagur, október 02, 2010

Dagur 212 ár 6 (dagur 2404, færzla nr. 950):

Þá er ég búinn að fá bókina afhenda.



Þetta eru eintökin, í skottinu á Yaris farartækinu. Þau komust öll þar fyrir, merkilegt nokk.



Hér er amma með fyrsta eintakið.

Nú er bara að sjá hvernig gengur að selja þetta. Er mest í umboði Eymundsson, verður sennilega komið í hillur þar á mánudaginn, svo á netið. Lét líka nokkur eintök í bóksölu stúdenta.

Sjáum hvernig það fer.