sunnudagur, nóvember 28, 2010

Dagur 269 ár 6 (dagur 2461, færzla nr. 968):

Þetta blogg er að verða arftaki MTV:The postal service. "We will become silhouettes"Timbuk 3. "The future's so bright"Nene. "Neun und neunzig luftballons" (Það er eitthvert hátíðni-píp í þessu sem mér líkar ekki. Kannski heyriði það ekki.)

Já, það er þema. Bara af því.

fimmtudagur, nóvember 25, 2010

Dagur 266 ár 6 (dagur 2458, færzla nr. 967):

Ekkert að segja, þannig. Hér, fáið músík. Þetta er betra en það sem fæst á Bylgjunni:ManowarMajestyPersuader.

Þetta er miklu betra. Fann það út að Rás 2 næst ágætlega þar sem ég er. Þá fæst frí frá Björgvin Halldórs. Hvað er eiginlega með hann og Bylgjuna? Hann er einskonar plága þar.

Bylgjan þarf meira af Manowar og minna af Bjögga.

sunnudagur, nóvember 21, 2010

Dagur 262 ár 6 (dagur 2454, færzla nr. 966):7-10 September 1939 fór fram orrustan við Wizna í Póllandi. Þar áttust við annars vegan Nazistar; með 42.200 manns, 370 skriðdreka, 110 Howitzer-fallbyssur, 58 stærri fallbyssur, 195 anti-skriðdrekabyssur, 108 mortar rör, 188 sprengjuvörpur, 288 stórar vélbyssur and 689 vélbyssur af smærra kaliberi; og hinsvegar Pólverjar, með 720 menn 6 76 mm byssur, 42 vélbyssur (sennilega Maxim) og 2 anti-skriðdreka riffla. Enga skriðdreka. Báðir aðilar notuðust við sömu gerð af infantry-rifflum.

Merkilegt nokk, þá náðu Pólverjarnir að drepa 900 nazista. Segja nazistarnir... hmm. Segið svo að Pólverjum hafi gengið illa. 60 á móti 1, en samt... Á móti Wehrmact, ekki einhverjum aulum. Reyndar ef maður minnist á hlutfallið 40-1 við Pólverja, þá á þessi bardagi að koma upp í hugann, þó það hafi verð, eins og ég sagði áðan, 60-1.Sabaton. Sænsk hljómsveit sem syngur bara um sögulegar orrustur. (Þetta verður uppáhalds hljómsveitin hans Illuga ef hann les þetta.)

mánudagur, nóvember 15, 2010

Dagur 256 ár 6 (dagur 2448, færzla nr. 965):

Fyrst, að útskýra brandarann:The OC. Þetta er mjög bjánalegt atriði sem slíkt, en þetta mjög svo óviðeigandi lag hjálpar ekkert. (Reynið að leita að "dear sister" á jútúb. Það er fullt af paródíu-útgáfum af þessari senu þar.)

AMV:Ja... lag úr anime... með vídjói... Þetta er úr Chobits. Sungið af Pokahontas. Mér virðist sem japanskt popp hafi mjög ríkan tendens til að hljóma eins og Írafár.

AMV hell 11:

föstudagur, nóvember 12, 2010

Dagur 253 ár 6 (dagur 2445, færzla nr. 964):

12 tíma vaktir... það er alltof langt.

***

Jæja:Red Hill. Veit ekki meir...

Þetta er mynd sem við félagarnir gerðum á því herran ári 1993. Minnir mig. Ég held þetta hafi verið mynd nr 2 eða 3 í röðinni.

Plott: þjófur stelur grjóti úr vörzlu manns sem virðist búa yfir mörgum persónuleikum. Spæjari er sendur á staðinn að rannsaka. Svo drepur þjófurinn eina "vitnið." Og svo framvegis.

Allt alveg háalvarlegt að sjálfsögðu.

Það eru slagsmál. Þau koma rangt út. Rangar ef þau eru spiluð á eðlilegum hraða. Slagsmál komu alltaf rangt út.

En það var ekki ástæðan fyrir að ég neitaði að hafa svo mikið sem eina slagsmálasenu eftir þetta. Ástæðan var að ég sá að þetta kom illa út, voru langdregin og leiðinleg atriði. Það er ekki fyrr en nú, sem ég fæ þetta á DVD að ég sé aðra vankanta á þessu. Ég er viss um að þessi atriði eru að gera það fyrir einhvern, en ég segi nei takk: síðan í byrjun 1994 voru engin f@#$! slagsmál í mínum kvikmyndum.

Hvað um það:

Boggi kemur bara vel út að mestu leiti, og er meira normal í þessari mynd en flestum örðrum sem við gerðum. Sem segir meira um hinar kvikmyndirnar kannski...

Gylfi hinsvegar er all-hörmulegur. Sem reyndar bjargar myndinni frá því að vera jafnvel glatari.

Bjarki Týr... er jafnvel verri en Gylfi. Hann tollir ekki í karakter milli atriða. Seinna meir fékk hann þá flugu í höfuðið að hann væri karakter í Takeshi Miike kvikmynd, og var þannig, alltaf. Ekki svo hér.

Arnar Valgeir... sést í tveimur atriðum. Og virðist, ólíkt öðrum, vita nákvæmlega hverskonar rusli hann er í.

Já. Hér er hún:Gangstermynd!

Og hér er hún á veoh ef jútúb er með stæla:


Watch Gangstermynd in Action & Adventure  |  View More Free Videos Online at Veoh.com

Njótið vel.

þriðjudagur, nóvember 09, 2010

Dagur 250 ár 6 (dagur 2442, færzla nr. 963):

Fék æpotið hans Björns lánað til að hlusta á í vinnunni. Það er allt fullt af jólalögum. Gróflega áætlað þá er annað hvert lag á æpotinu hans jólalag. Af hverju? Ég sé Björn fyrir mér í anda á vappi niðri í bæ einhversstaðar um sumar, hlustandi á jólalög...

ÉG var að pæla í að fá hann til að dánlóda einhverju með Stravinsky eða Holst. Vinnan væru miklu tilkomumeiri með slíku sándtrakki. En þá var drengurinn hrofinn.

***

Hér er einhver speki:Dara O'Briain talar um hómópata.Hér er trúarlegt tónverk sem mun enduróma í hausnum á ykkur ef þið nennið að hlusta."Panda, no panda"

Annað jafn gáfulegt, þetta er kreditlisti úr einhverjum tölvuleik sem ég veit ekkert um. Kreditlistinn er mjög frábær hinsvegar. Hlustið á textann.Looking for group, með hugljúft lag.

Og að lokum eitthvað meira bara af því:Therion. (Ekki einusinni heyrt um þessa, ekki satt?)Sirenia. Það er svona heavy metal útgáfa af Írafári.Nightwish. Það er finnsk hljómsveit. Þessvegna meika textarnir hvorki sens né skiljast þeir... eins og bent er á.Kamelot. Þegar þeir eru búnir að sjónvarpa veðurfréttunum þarna í noregi, fá allskyns hljómsveitir að nota green-screenið til að búa til vídeó. Augljóslega.

Og fyrst ég er byrjaður á svona músík, þá skulum við enda á gæjanum sem startaði þessu öllu saman:Igor Stravinsky. Ekkert green-screen.

fimmtudagur, nóvember 04, 2010

Dagur 245 ár 6 (dagur 2437, færzla nr. 962):

Nú eru innan við 2 mánuðir eftir af árinu 2010. Ýmsu var nú búið að spá, til dæmis áttu Sovétríkin og Bandaríkin að fara í smá skreppitúr til Júpiters. Til þess að það megi verða þá þarf víst að stofna sovétríkin aftur:Það varð líka frekar lítið úr HAL 9000. Til eru forrit á netinu sem geta spjallað við þig, en þau eru frekar sauðsk og ruglast auðveldlega.

Mér er svosem sama um ferðir annarra til Júpiters. Hér er önnur kvikmynd sem sýnir okkur að við höfum ennþá sloppið ágætlega:Fínt að vera laus við svona vírusa, finnst ykkur ekki? 2 mánuðir eru engan vegin nóg til að fá þetta til að rætast.

Og ég er ansi hræddur um að Breska heimsveldið þurfi að drífa sig ef það ætlar að fylgja þessu eftir:10 ágúst 2010? Þeir eru þear 3 mánuðum eftir áætlun. Þeir eru ekki einu sinni byrjaðir að leggja undir sig meginland N-Ameríku. Bölvaður slóðaskapur og leti.

Fólk batt svo miklar vonir við árið 2000. Jæja... það verður á bara að bíða til ársins 3000. Ég efast um að CCCP verði stofnað á því bili. Eitthvað í líkingu vil HAL 9000 kannski, en ekkert CCCP.

mánudagur, nóvember 01, 2010

Dagur 242 ár 6 (dagur 2434, færzla nr. 961):

Enn meiri fjölskildumyndir:Ekki viss hvað ég á enn til af þessu. Það er eitthvað. Ég held þetta sé með því síðasta.