mánudagur, febrúar 28, 2005

Dagur 361:

Rambaði frammá þetta:

Ester

Ég hef ekki séð jafn mikið af brosköllum síðan seinast að ég kíkti á úrvalið á VKB spjallvefnum.

Þarf að bæta henni inn einn af þessum dögum - þar sem hún er nú ekkert of fjarskildur ættingi. Skifti kannski einhverjum út fyrir hana. En samt, hafa ber í huga að litli bróðir er ekki á lista, og ekki heldur þær Hólmfríður og Guðlaug, systur. Ég skil heldur ekkert hvað þau eru að skrifa.

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Dagur 360:



1984 Grand Wagoneer með 360 cid mótor. Það er 5.9 lítrar.

Það er að fara að koma að því að þetta blogg verði 1 árs hjá mér. Það verður í næstu viku. Er að pæla í að bjóða upp á mynd af köku þá. Og kannski mynd af mjólk líka, svona sem meðlæti.

Að nenna þessu...

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Dagur 357:



357. Auðvitað. Það sér hver maður.

Annars nenni ég voða lítið að tjá mig í dag. Það er búið að vera að reyna að segja mér að slím sé eitthvað fallegt, eitthvað eftirsóknarvert. Oj, segi ég. Slím! Jukk.

Nei. Ég er ekkert hrifinn af slími. Allir sem eru hrifnir af slími geta bara farið og velt sér uppúr sniglum og nuddað andlitinu á sér uppvið ungabörn með hor. Ég er ekki hrifinn. Stopp segi ég.

Ekkert slímugt fólk! Það þýðir þið, krakkar sem nennið ekki að strjúka horið af smettinu!
Engan slímugan mat! Það þýðir engar ostrur, engar hráar eggjahvítur, ekkert... hvað meira sem er slímugt.
Ekki borða slímugt fólk! Sem þýðir, ekki velta kjötinu af því uppúr ostrum eða öðru slíku. Bjakk!

Höldum slímlausan dag! Hvern dag, alla daga, helst.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Dagur 356:

Vesturbærinn lyktaði eins og Þorlákshöfn þegar ég kom hingað áðan. Hvað kemur til? Hafa skólpdælurnar (þessar sem er svo fínt að búa í grennd við) bilað, sem veldur því að allur fiskur í skerjafirðinum hefur dáið, og liggur því rotnandi úm allar jarðir?

Eða er það eitthvað annað? Kannski er þetta tilraun. Já. Sjá hvað hægt er að bjóða Reykvíkingum uppá. Ég get séð það fyrir mér núna:

Einhverjir skuggalegir menn akandi um á stórum trukk spýjandi óþef út í loftið um allan vesturbæinn:

"Ef það er hægt að bjóða þeim þetta, hugsaðu þér þá hvað annað er hægt að bjóða þeim!" segir skuggalegi maður 1 við skuggalega mann 2.

Kannski er þetta lykt af nýju efni sem er verið að þróa til að fæla burt þoku. Ef svo er, þá held ég nú mér lítist betur á þokuna. Nema þeir geti framleitt þokueyði með mentóllykt. Það væri flott.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Dagur 355:

Þoka. það er örugglega ófært í dag. Í Reykjavík! Hah!

Það var alltaf milu meira gaman að segja það: Nei, því miður er ófært vegna veðurs í Reykjavík. Athugun klukkan 15:00.

Já. Viss bjartur punktur það.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Dagur 353:

Kvikmynd kvöldsins. Kemur víst betur út með hljóði. Minnti mig ögn á Börn náttúrunnar. Nema það að það eru engar lestir í börnum náttúrunnar. Og það eru engin gamalmenni í þessu klippi. Það er bara þetta eina atriði þarna undir lokin.

Spáið í því.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Dagur 351:



Er henni ekki kalt? Hún ætti að minnsta kosti að setja á sig húfu.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Dagur 350:

Negotium perambulans in tenebris - Latína, þýðir "Viðurstyggðin sem gengur um í myrkrinu".

Þá vitið þið það. Þetta er upphaflega í biblíunni, 91 sálminum. Eða eins og E.F.Benson orðaði það: "it was the Thing, the Creature, the Business that trafficked in the outer Darkness, a minister of God's wrath on the unrighteous ..." (E.F.Benson -Negotium Perambulans - linkur hér til hliðar ef einhver hefur áhuga - þó ég hafi ástæðu til að ætla að slíkur sé ekki fyrir hendi.)

Og hér er sálmurinn í heild sinni... á ensku, því slík er illska íslendinga að þýða ekki hina helgu bók og skella henni á netið, þó ekki væri nema bara fyrir mig.

Psalm 91
1 He who dwells in the shelter of the Most High

will rest in the shadow of the Almighty. [m]
2 I will say [n] of the LORD , "He is my refuge and my fortress,
my God, in whom I trust."

3 Surely he will save you from the fowler's snare
and from the deadly pestilence.
4 He will cover you with his feathers,
and under his wings you will find refuge;
his faithfulness will be your shield and rampart.
5 You will not fear the terror of night,
nor the arrow that flies by day,
6 nor the pestilence that stalks in the darkness,
nor the plague that destroys at midday.
7 A thousand may fall at your side,
ten thousand at your right hand,
but it will not come near you.
8 You will only observe with your eyes
and see the punishment of the wicked.

9 If you make the Most High your dwelling-
even the LORD , who is my refuge-
10 then no harm will befall you,
no disaster will come near your tent.
11 For he will command his angels concerning you
to guard you in all your ways;
12 they will lift you up in their hands,
so that you will not strike your foot against a stone.
13 You will tread upon the lion and the cobra;
you will trample the great lion and the serpent.

14 "Because he loves me," says the LORD , "I will rescue him;
I will protect him, for he acknowledges my name.
15 He will call upon me, and I will answer him;
I will be with him in trouble,
I will deliver him and honor him.
16 With long life will I satisfy him
and show him my salvation."

Fræðandi, það er ég.

Biblía á netinu

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

laugardagur, febrúar 12, 2005

Dagur 345:

Ég er yfirleitt góður náungi, virðist vera, ef eitthvað er að marka græjuna hér til hliðar.

This site is certified 30% EVIL by the Gematriculator
This site is certified 70% GOOD by the Gematriculator

Já. En til samanburðar er Boggi:

This site is certified 13% EVIL by the Gematriculator

Það er gaman að þessu.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Dagur 344:

Í gær fór ég að drekka með pólitísku flokkunum. Á celtic var mér sagt að hefðust við liðsmenn alþýðulistans, eða Y. Svo ég fór þangað. Þar var boðið upp á fyrirlestur um hugmyndir Rawls yfirfærðar á allan heiminn. Gaman gaman.

Næst á dagskrá var röskva, eða... einhver stafur. Man ekki. Þar var boðið uppá ódýran bjór, fríar flögur og ólöglega dánlódaða músík. Hóf stutt spjall við frambjóðendur, einhverja menn sem ég ber engin kennsl á, utan hvað einn var skeggjaður.

Að þeirri skemmtan lokinni var rölt niður á búlluna þarna... við hliðina á prövdu. Það er eins og mig mynni að pravda hafi verið miklu meiri klassastaður. Allavega, þarna hafðist vaka við, og var alveg pakkað. Veit ekki hvort það eru stuðningsmenn vöku, allt saman, en það fer illa saman við niðurstöður kosninganna. Þar hitti ég fólk sem ég kannaðist við, en veit ekki hvað heitir. Þegar hér er komið við sögu fara hlutir að verða þokukenndir, enda ég farinn að verða meira en kenndur.

Að síðustu fór ég ofaní kjallara til að hitta háskólalistann. Ég held þeir hafi bókstafinn H. Þar drakk ég þartil ég ældi.

Það var mikil stemming allstaðar.

Og nú, nú líður mér ömurlega í maganum, úlpan er í þvotti - ekki að ég hafi ælt á hana, það er bara stybban sem settist á hana á öllum þessum krám - og... ekkert og.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Dagur 343:

Hitti Þórönnu á förnum vegi áðan, og hún sagði mér hvernig hún stundaði njósnir um fólk í þágu hinnar pólitízku hreyfingar "Vöku". Meðal annars hlerar hún síma og böggar ráðstefnusali þar sem óákveðnir kjósendur hinna ýmsu mögulegu hreyfinga koma saman til að ráða skoðunum sínum. Njósnir ganga svo langt, að fyrir utan að fela sig stundum inni í skáp á heimilum fólks, og stundum undir rúmi, þá innir hún fólk á gangi eftir hvort það setur sykur í kaffið sitt. Í hvaða tilgangi allt þetta er svo gert er óljóst með öllu.

Já. Ti að komast til botns í þessu dularfulla máli ákvað ég að tékka á hvað hin heimsfræga leitarvél Google segði um málið. Svo ég skrifaði inn orðið "vaka", og ýtti á enter. Þá fann ég þessa mynd, sem segir allt sem segja þarf.



Þetta er sem sagt flokksfundur hjá vöku.

Nú, til að gæta fyllstu sanngirni, þá skrifaði ég líka inn orðið "Röskva", og fékk þá út þetta:



Ekki veit ég hvað flokkur háskólanema hefur með eldflaugar að gera, en hvað veit ég? Kannski vilja þeir setja á sporbaug gervitungl, til að fylgjast með okkur? Hver veit?

Og ef ég skrifa "háskólalistinn", kemur þetta:



Dularfull skilaboð...

Alþýðulistinn fannst ekki. Sem ég er viss um að þeir taka sem merki um samsæri. Og það er örugglega rétt hjá þeim líka.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Dagur 341:

Í dag legg ég til að sett verði á fót ný ríkisstofnun til að sólunda fé skattgreiðenda. (að vanda sleppa skattsvikarar við að vera bendlaðir við vitleysu).

Ég hefi nefnilega tekið eftir því, að það er engin stofnun innan ríkisins sem fæst við snjó. Það vantar tilfinnanlega svoleiðis. Ég legg til að þessi stofnun verði nefnd: "Snjóhús", í samræmi við núverandi tízku í nafngiftum stofnana.

Í snjóhúsi skal fjallað um snjó og snjótengt málefni svo sem: snjóíþróttir; skíði, snjóbretti, skíðastökk, snjókast; snjófarartæki eins og snjóbíla og vél- og hundasleða; og snjó fyrirbæri hverskonar eins og snjókorn og snjóflóð.

Eins mætti hugsa sér að í snjóhúsi mætti fjalla um hálku, en það má bíða betri tíma.

Nú, til að hindra að sá sem er í forsvari fyrir snjóhús verði uppnefndur "Ekimóinn" eða "Inúk-maðurinn", þá skal starfsheiti hans vera "Snjókall", nema jafnréttis-stofa mótmæli, en til vara legg ég til heitið: "Snjó-persóna".

Með eða á móti?

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Dagur 339:



Þetta er jeppi. Þessi bíll hefur allt sem þarf til að vera jeppi. Millikassa, lágt drif, létta yfirbyggingu. Vegleysur voru fundnar upp fyrir þessa tegund af bíl.

Það er ekki þar með sagt að ekki sé rúm fyrir umbætur: til dæmis mætti þessi bíll alveg við læsingum bæði framan og aftan, léttari og sparneytnari vél -td 2 lítra Suzuki. Sjálfskifting gæti líka hjálpað. Orginallinn eyðir talsverðu, kannski 20 á hundraðið. Svo má örugglega létta grindina.



Þetta er Landcruiser. Þessi bíll er með millikassa, lágu drifi, mjög líklega eru læsingar í þessu ákveðna eintaki. Ég væri hissa ef svo væri ekki.

Samt eru líka í þessum bíl allslags óþarfa hlutir. Til dæmis hljóðeinangrun, rafmagn í hinu og þessu, 200 kíló af extra járni sem bara er þarna en er ekki að gera neitt annað. Sem veldur því, að sama hvaða mótor er í þessu, þetta eyðir alltaf bara 20 á hundraðið, eða meira.



Þetta er það sem Landcruiser er að reyna að vera um leið og það er vissulega jeppi. Þetta er ekki jeppi. Þetta er Cadillac. Þægilegasti bíll í heimi. Allt annað er traktor.

Ekkert óþarfa krapp eins og millikassi eða lágt drif. Bara dót sem gerir lífið þægilegra. Og það besta: eyðir ekkert meiru en Landcruiser, en tekur minna pláss. Svo ég bendi á nokkuð sem ég hef tekið eftir: Breyttu jepparnir taka oft 2 stæði.

En menn koma enn til með að kaupa Landcruiser. Vegna þess að menn eru kindur.

Ert þú kind?

***

No comment.

laugardagur, febrúar 05, 2005

Dagur 338:

338. Þversumman af því er 14. Þversumman af því er 5. Það er 5. Feb í dag. Það eru 2 "F" í Fimmti Febrúar. "Febrúar" er 7 stafir. 2+5=7.

Nóg af þessu.

Það hlýtur að vera ofsalega gaman að búa í Japan. Ekki. 24 af hverjum 10.000 fremja sjálfsmorð stendur þarna. Það er 1 af hverjum 416.

Kannski er það matarræðið. Ef ég myndi borða hráan fisk og þang þá myndi mig trúlega líka langa að deyja.

Já. Hvað meira? Jú. 25 ára í dag. Og hverju hef ég komið í verk á minni löngu ævi? Jú, ég hef málað ca. 1/3 af staurunum sem eru fyrir neðan höllina.

Hvað sé ég svo í framtíðinni? Ég hugsa að ég verði gamall. En þar áður? Þar áður þarf ég að fara heim og borða, ég er svangur.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Dagur 336:

Fékk kökur. Og hnetur. Og eitthvað nammi sem ég ber ekki alveg kennsl á. Fékk í magann af þessu öllu saman. Eða kannski var það kókið?

Smakkaði þetta nýja dæet kók. Fékk það hjá röskvu. Merkilegt nokk... bragðaðist óvenjulega ó-hræðilega, miðað við hvernig svona hlutir vilja yfirleitt verða. hryllir hálfpartinn við tilhugsuninni um öll efnin sem eru í þessu til að fá fram rétta bragðið.

Held ég drekki þetta ekki í framtíðinni, nema ég verði skyndilega sykursjúkur. Verð að fá mína orku. Er hálf-háður sykri.

Þyljið eftir mér: sykur er góður. Og aftur: Sykur er góður.

Aspartam er Illt.

Aspartame is, by far, the most dangerous substance on the market that
is added to foods. Aspartame accounts for over 75 percent of the
adverse reactions to food additives reported to the U.S. Food and
Drug Administration (FDA). Many of these reactions are very serious
including seizures and death as recently disclosed in a February 1994
Department of Health and Human Services report.[1] A few of the 90
different documented symptoms listed in the report as being caused by
aspartame include:

Headaches/Migraines Dizziness
Seizures Nausea
Numbness Muscle spasms
Weight gain Rashes
Depression Fatigue
Irritability Tachycardia
Insomnia Vision Problems
Hearing Loss Heart palpitations
Breathing difficulties Anxiety attacks
Slurred Speech Loss of taste
Tinnitus Vertigo
Memory loos Joint Pain

According to researchers and physicians studying the adverse effects
of aspartame, the following chronic illnesses can be triggered or
worsened by ingesting of aspartame[2]:

Brain tumors Multiple sclerosis
Epilepsy Chronic faigue syndrome
Parkinson's Disease Alzheimer's
Mental retardation Lymphoma
Birth defects Fibromyalgia
Diabetes

Aspartame is made up of three chemicals, aspartic acid,
phenylalanine, and methanol. The book, "Prescription for Nutritional
Healing" by James and Phyllis Balch lists aspartame under the category
of "Chemical Poison." As you shall see, that is exactly what it is.

Aspartic Acid (40% of aspartame) & Glutamic acid (99% of MSG
)

um aspartam.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Dagur 335:

Heyri allt of oft þennan frasa í fjölmiðlum: "Þessi orð dæma sig sjálf".

Einmitt. Samhvæmt því þarf ég ekkert að lesa orðin til að sjá hvað mér finnst um þau. Neibb. Þau hafa þegar dæmt sig. Þau hafa nefnilega sjálfstæðan vilja þessi orð.

Sem er auðvitað kjaftæði. Orð dæma sig ekki frekar sjálf en beikon smakkar sig sjálft eða lykt finnur sig sjálfa.

það er sá sem heyrir orðin eða sér þau á prenti sem dæmir þau, á sama hátt og það er sá sem borðar beikonið sem finnur hvernig það smakkast, og sá sem finnur lyktina sem veit hvernig hún er, og ber dóm á hvaða álit sá hinn sami hefir á henni.

Afhverju segir fólk ekki bara "Þetta var illa sagt hjá þér"? Afhverju þarf það að flækja hlutina svona?

Sama fólk hefur tilhneigingu til að nota frasana: "sem betur fer" & "því miður" í sömu setningunni. Sem er alveg jafn óhreinskilin aðferð við að tjá sig.

Notkunin var svona þegar menn byrjuðu á þessu: "Sem betur fer eru ekki allir á sömu skoðun, en því miður eru ekki allir á sömu skoðun og ég."

Þetta fannst mér aldrei hljóma rétt. Reyndar hljómar þetta alveg skuggalega fasískt. Eða eins og nazistarnir voru alltaf að segja: "frelsi er að gera það sem manni er sagt."

Prófið þetta í staðinn: "Mér finnst þetta slæmt."

Betra?

Já, ég veit ég hef rætt um þetta áður. En þetta fer virkilega í taugarnar á mér, mest vegna þess að bölvuð fíflin virðast meina það sem þau segja 100%.