sunnudagur, apríl 30, 2006

Dagur 53 ár 3 (dagur 783, færzla nr. 405):

Það er ekkert að marka fréttir. Ég las í blaðinu áðan að einhver kelling hefði verið tekin fyrir það að keyra á löggubíla, eða öfugt, eftir því hvaða blað er vitnað í. Í fréttablaðinu var mynd af vetvangi. Það var mynd af stórum gráum Dodge döbbúlkab. Í fréttinni stóð að þetta væri stór Ford.

***

Ég hef skoðað heimasíður stúdentagarðanna, bæði háskólans og kennaraskólans. Þeir eiga það sameiginlegt að það má ekkert sækja um fyrr en í Júni, og leigutíminn er frá Seftember til einhverntíma. Á veggnum niðri var líka auglýsing frá einhverjum sem bauð herbergi frá Ágúst til Desember.

Hvernig er það, búa engir námsmenn í Borg Óttans yfir sumarið? Það endar á því að ég neyðist að fara til Eyja. Sem mynnir mig á hve hvimleitt það er að ferðast þangað með allt hafurtask. Hvenar koma göng? Mig vantar þau sárlega.

***

Og að vinnu. Það er ekkert á vellinum. Í fiski? Seinast þegar ég sótti um í fiski var ekkert að hafa þar. Hjá bænum? Fú.

Hér get ég auðveldlega unnið hjá Flytjanda. Þarf ekkert að hafa fyrir því. get haldið því áfram yfir veturinn, sem er eins gott, því mig veitir ekkert af peningunum. Veit ekki hvort ég get fengið sama djobbið aftur ef ég hætti því í sumar. Og þó, kannski verða þeir bara glaðir að sjá mig aftur.

laugardagur, apríl 29, 2006

Dagur 52 ár 3 (dagur 782, færzla nr. 404):

Dagurinn í dag... er leiðinlegur. Og hvað gerir maður þegar manni leiðist? Spilar tölvuleiki auðvitað!

Þessi er athyglisverður. Mikið skotið. Ekkert meir. Alveg nóg, ekki satt?

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Dagur 50 ár 3 (dagur 780, færzla nr. 403):

Hey, nú á að koma annað fjölmiðlafrumvarp. Alveg eins og hið fyrra. Það má enginn eiga meira en 25% í fjölmiðli. Sem þýðir, að ef Jónas úti í bæ ætlar að setja upp sjónvarpsstöð í framtíðinni, má hann það ekki nema hann geti fengið 3 aðra gaura með sér til að eiga hin 75 prósentin.

Og þar sem RÚV er ekki fjölmiðill, þá má einn aðili eiga RÚV. Hmm. Af hverju? Hvaða raunverulega rök hníga að þessu? Nú er RÚV ekkert spes, alveg jafn mikið fyrirtæki og öll hin, nema hvað það er rekið af mafíunni... ég meina ríkinu. Þetta verður gróft. Ég sé kærur til alþjóðadómstóla í framtíðinni.

***

Samsærið gegn flugvellinum heldur enn áfram. Hvaða jólasveinar standa að baki þessu? Það hljóta að vera hinir háværu kaffihúsastundandi íbúar 101. Allir aðrir virðast vera á móti því að flugvöllurinn fari: fólk ofanaf landi af því að það er svo stutt úr Reykjavík til Reykjavíkur, fólk af Álftanesi og úr Kópavogi vill ekki borga tugi milljarða bara til að fá flugumferð yfir hausinn á sér, og ég geri ekki ráð fyrir að fólk í breiðholtinu vilji í alvöru punga út pening, púntur.

Og nú er kominn nýr frasi í málið: flugtæknilega mögulegt. Það er víst flugtæknilega mögulegt að skella vellinum út í sjó. Það er alveg rétt. Það er á sama hátt alveg flugtæknilega mögulegt að búa til flugvöll ofaná húsi verzlunarinnar, og sennilega alveg jafn dýrt. Eins væri flugtæknilega mögulegt að skella vellinum upp á Esjuna, eða hafa hann á Grænlandi. Það gengur betur að fljúga þar sem er kalt, þið vitið.

***

Þetta tvennt eru dæmi um hluti sem pólitíkusar hafa bitið í sig. Alveg eins og óvinu okkar skólamanna, Þorgerður Katrín, hefur bitið í sig að hækka eigi innritunargjöldin. Já.

Nei, við menntamenn getum ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn. Þar er nefnilega óvinur okkar. Við ráðum engu um hvort hún er inni eða úti, svo við verðum bara að gleyma þessu. Og er það er ekki nóg, þá býr þar líka kellingin á gullkamrinum, og fullt af liði sem hefur verið búið til í tilraunaglösum til þess að vinna við hryðjuv... stjórnmál.

Talandi um hryðjuverk: Björn Bjarna er í sjálfstæðisflokknum. Hann styður aukið öryggi. Öryggi þýðir að við megum búast við að símarnir okkar verði hleraðir, við verðum gegnumlýst á flugvöllum og gæjarnir í sprengjuleit munu stela af okkur mynjagripum frá útlöndum. Það er öryggi.

Samfylkingin fékk úr tilraunaglösunum það sem sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki. Samt er enginn sjáanlegur né heyranlegur munur á þeim milli flokka. Kannski voru tilraunaglösin ekki í réttum lit eða eitthvað. Það sem helst ætti að fæla fólk frá að kjósa samfylkinguna er hvernig þeim tókst til með borgina: síðustu 2 borgarstjórarnir voru ekki kosnir af neinum. Afar lýðræðislegt.

Framsókn. 15% fylgi. Öll völdin. Afar lýðræðislegt.

VG: Einusinni hét þetta Kommúnistaflokkur íslands. Svo hætti það að hljóma vel, og hét þá Alþýðuflokkur. Svo hætti það að hljóma vel. Svo hrundi Sovétið, og þá var enginn lengur til að segja þeim fyrir verkum, svo þeir hafa verið hjakkandi í sama bullinu síðan 1990.

Frjálslyndir. Hafa enn ekki komist til valda, og hafa því ekki náð að skemma neitt. Helstu skandalar eru þeir að einn þingmaður þeirra sagði einusinni stutta furðusögu um Spitfire í pontu. Mæltist það illa fyrir. Annar er sá að einn þeirra, gott ef ekki sá sami, var nappaður fyrir að hafa viðurkennt að hafa hent fiski til að vera ekki nappaður fyrir að veiða utan kvóta.

Ah... pólitík. Hvort viljið heldur vera skotin eða stungin?

mánudagur, apríl 24, 2006

Dagur 47 ár 3 (dagur 777, færzla nr. 402):

Síðasta vörn okkar gegn hinni ógnvænlegu fuglaflensu er komin fram á sjónarsviðið: Ofurkötturinn!

Hann flýgur um himininn og nær í fuglana áður en þeir geta lent á jörðinni og dreyft banvænum vírusum um allar jarðir.

Já, allir kettir vildu vera ofurkötturinn. Geta flogið á eftir fuglunum, geta komist inn um glugga á þessum nýmóðins sléttu byggingum til að sníkja mjólk, geta gert loftárásir á hunda. Já, það væri allt annað líf að vera ofurköttur.

***

Allt þetta tal um ketti mynnir mig á nokkuð. Hafiði séð kattarmatarauglýsinguna með bláa kettinum? Hvaðan koma svona bláir kettir? Hvernig stendur á því að ég hef aldrei séð neinn? Gæti Friskies valdið þessu? Ef ég borða Friskies, verð ég þá blár?

Sem færir mig að öðru: ef svertingjar eru kallaðir blámenn, hvað getur maður þá kallað menn sem eru bláir? Rauðskinna?

laugardagur, apríl 22, 2006

Dagur 45 ár 3 (dagur 775, færzla nr. 401):

Hérna: köttur. Af því að það er laugardagur. En líka því það er ekkert að segja. Leti bara. Og gangurinn heima er fullur af drasli sem er í hrúgum sem sumir vilja eiga, aðrir ekki. Brotajárn, þið vitið.

Já, svo eru þarna hjólkoppar undan fólksvagen rúgbrauði ef einhvern vantar. Passar örugglega undir bjöllu líka. Hringið bara, eða mætið. Þið megið eiga þá. Fljót, áður en þeim verður hent.

föstudagur, apríl 21, 2006

Dagur 44 ár 3 (dagur 774, færzla nr. 400):

Vinna vinna vinna.... verð líklega hjá Flytjanda aftur í sumar. Þarf þá væntanlega að finna íbúð. veit ekki hve lengi, en giska á á milli 3 mánuði eða 2 ár. Fer eftir ýmsum breytum. Og til þess þarf óneitanlega smá pening. Aðeins meira en 100.000 kall á mánuði. Hjá Flytjanda er ég með skattkort, svo í það heila ætli ég borgi þá ekki 30-40% í skatt, vs 80% eins og allir aðrir. (Já, ímyndiði ykkur bara að það sé eitthvað minna.)

Mig vantar svona fjármagnstekjur. Maður borgar bara 10% af þeim. Ég er að vinna í því. Það gengur hálf illa því ég hef smá útgjöld. Það líður að því að ég kem út í mínus. Sé til í sumar hvernig það á eftir að fara.

Mér finnst einhvernvegin eins og flugsamgöngur séu eitthvað að hrörna. Einusinni var flogið til eyja allt að 4 sinnum á sólahring, með Fokker frá RKV. Núna er gott ef það er flogið tvisvar, með Dornier. Úr 50 sætum 4 sinnum á dag, niður í 19 sæti 2 á dag. Svei.

Svo eru þessir asnar enn með þá meinloku að færa flugvöllinn einhvert út á land. Og ég veit að þeir eru fífl því amma tekur mark á þeim. (Hún er fyrirtaks bullshit-detector. Ef Amma heldur það, er það vitleysa).

Svo er þetta drasl af háaloftinu. Ég veit að kristín og Guðni vilja hirða eitthvað af þessu. Nanna bjó sér til hrúgu. Hólmfríður Bassa á 2-3 kassa. Það má sennilega kveikja í þeim. Ég veit ekki með allt hitt. Pakkið mitt skildi allt þetta eftir á ganginum. Mjög svo kurteisleg hegðun gagnvart öðrum íbúum. Og svo fussa þau og sveia í kór þegar afkvæmunum kemur illa saman við annað fólk...

Ég segi ykkur eins og er, kæru foreldrar, ég hegða mér bara alveg eins og þið.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Dagur 41 ár 3 (dagur 771, færzla nr. 399):

Í fréttum í gær heyrði ég það fáráðlegasta sem ég hef heyrt lengi: Það voru einhverjir bófar gripnir niðri í kjallara, þar sem þeir voru með smá þýfi, slatta af dópi og.... andarunga.

Andarunga? Hvurn djöfulinn voru þeir að gera með andarunga?

Ég get séð þetta fyrir mér: tveir útúrdópaðir vitleysingar, sitjandi ofaná hrúgu af stolnum DVD spilurum og heimabíóum, að klappa andarungum þegar löggan bankar uppá.

Kannski voru þeir líka að syngja "litlu andarungarnir"? Hver veit?

mánudagur, apríl 17, 2006

Dagur 40 ár 3 (dagur 770, færzla nr. 398):

Ég hef verið að fylgjast með fréttum yfir páskana, og mér virðist sem ekkert merkilegt hafi gerst. Ekkert.

Verðbólga, segja þeir, er á leiðinni. 11-13% er mér tjáð að megi búast við. Ríkið veldur þessu að miklu leyti, enda er það nú svo og hefur verið að góðir hlutir gerast þó ríkið reyni að hindra það, en ekki öfugt.

Auðvitað er þetta ríkinu að kenna. Það er jú 24.5% virðisaukaskattur á öllu sem ekki er 17.eitthvað% VSK á. Hvað er með það?

Það er ekki eins og það sé mikið mál fyrir ríkið að spara heldur. það er einfalt: bara leggja niður öll sendiráðin, og í leiðinni leggja niður bæði útvegs og landbúnaðarráðuneitin. Ekki veit ég afhverju hver grein iðnaðar þarf sér ráðuneyti. ég er bara ekki í stuði til að borga undir það.

En það á að kenna okkur um. Svei.

Fólk ímyndar sér að íbúðaverð muni hækka. Það er bull. Íbúðaverð mun ekkert hækka, vegna þess að fólk hefur einfaldlega ekki efni á að borga meira. Og ég veit að það er hægt að fá lán, en það eru afborganir af lánum, og það eru einmitt þær sem fólk getur ekki borgað meira af.

Þetta mun því fara svona: verðbólgan mun valda því að 20 millu íbúð mun halda áfram að kosta 20 millur, á meðan kóka kóla hækkar úr 180 kr í 200 kr. Skiljiði? Ef laun hækka í takt við það verðlag, sem þau verða að gera, verður allt í lagi, annars eruði öll í vondum málum.

þannig mun íbúðaverð sem sagt lækka, ekki öfugt. Og það verður eiginlega að gerast, og það verður að gerast svona svo fólk geti haldið áfram að ímynda sér að íbúðirnar sem það keypti á yfirverði hafi ekki lækkað þó þær hafi einmitt gert það.

Amen.

laugardagur, apríl 15, 2006

Dagur 38 ár 3 (dagur 768, færzla nr. 397):

Bússi kom í gær. Og í dag. Hann tilkynnti komu sína á sama hátt í bæði skiftin: reyndi að hringja dyrabjöllunni 200 sinnum á sekúndu. Gefur að skilja að það hafi ekki tekist, en, á móti kemur, enginn annar hamast á bjöllunni eins og hann. Mann gæti grunað að hann sé eitthvað taugaveiklaður. Ég þori að veðja að hann fær annað hjartaáfall innan 5 ára.

En, á móti kemur að hann er hættur að stinka upp húsið í hvert sinn sem hann kemur, sem mér finnst benda eindregið til þess að hann sé búinn að draga umtalsvert úr reykingunum. Og þar sem nikótín gerir fátt annað en að þrengja æðarnar, þá flæðir blóðið örar um á meðan ekki er reykt, sem veldur kannski því að okkar maður getur hreyft sig öllu hraðar en áður. Þ.e. hann getur hringt bjöllunni einu sinni oftar á sekúndu en hann gat áður.

Mér varð hugsað til íþróttaálfsins. Ég sá nefnilega þátt um kauða í sjónvarpinu í gær. Eða fyrradag, er ekki viss. Hvað um það, þessi öllu fjarskildari ættingi minn á nefnilega við sama vanda að etja og náskildari frændi minn: hann getur ekki setið kjur. Þó er einn munur á íþróttaálfinum og óhollustuálfinum... ég meina Bússa, að annar hefur aldrei reykt og virðist í þokkalegu líkamlegu ástandi, á meðan hinn... já, býr við önnur kjör.

Þeir eru báðir óþyrmilega strekktir, og mega því báðir búast við hjartaáfalli í framtíðinni, nema þeim takist á einhvern undraverðan hátt að slappa af.

Og þessir gaurar eru skildir mér. Mér. Ég á stundum í erfiðleikum með að halda mér vakandi, hvað þá meira. Og þarna eru einhverjir pjakkar sem æða sennilega um á handahlaupum allan sólarhringinn.

***

Í tilefni páskanna sýndi RÚV í gær kvikmyndina Spartakus. Sem var yfir 3 tímar að lengd. Full af effexum, þó ekki hafi verið búið að finna upp almennilegar tölvur þegar hún var gerð. Sem gerir effexana bara tilkomumeiri.

Í lokin voru allar helstu persónur krossfestar. Það var afar Páskalegt. Ég er enn að bíða eftir að þeir renni The Last temptation of Christ í gegn. Núna, anno domini 2006 er hún varla guðlast ennþá, líkt og hún hefur verið undanfarin 10 ár eða svo. Það endar á því að ég þarf að taka hana á leigu.

En svona eru Íslendingar nú miklir talibanar inn við beinið. Við erum ekki mjög trúað fólk, en samt eru innan við 10 ár síðan einhver var síðast kærður fyrir guðlast, og málinu var ekki bara vísað frá áður en það fór fyrir dómstóla.

Athyglisvert.

***

Mynd vikunnar.Að vísu er mynd vikunnar ekki uppfærð í hverri viku. Hmm. Ímyndiði ykkur bara að þið lesið einn pistil á dag.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Dagur 35 ár 3 (dagur 765, færzla nr. 396):

Í dag var ég að spá í að reikna út hvað olía kostar í raun og veru.

Nú, dollarinn er í dag 76 krónur, og fatið, sem olíuverð er mælt samhvæmt, er tunna, eða ca 200 lítrar.

Í dag er tunnan á um 70 dollara, eða 5320 krónur. Það eru því ca 27 krónur á lítra. Af hráolíu. Sé hún hreinsuð má gera ráð fyrir að verðið fari upp í 35 krónur lítrinn. Það er bensín og dísel.

Samkvæmt heimasíðu OB kostar lítrinn í dag 118 krónur - námundað að næstu krónu. Það þýðir að við borgum 83 krónum meira fyrir olíuna hér en olíufélögin eru að greiða úti í heimi.

Að sjálfsögðu kostar eitthvað að flytja sullið inn. Örugglega 5 krónur á hvern lítra. Og við vitum vel að ríkið hirðir strax í formi virðisaukaskatts 24.5%, eða 29 krónur.

Það eru þá 49 krónur sem samt þarf að gera grein fyrir. Þar af er ríkið enn að hirða olíugjald, sérstakt olíugjald, afar sérstakt olíugjald og gjald vegna þess að olía er olía, en ekki td sinnep.

Ob gæti verið að græða allt að 4 krónum fyrir hvern lítra.

mánudagur, apríl 10, 2006

Dagur 33 ár 3 (dagur 763, færzla nr. 395):

Og nú er kominn tími fyrir annað leikrit:

HIN GÍFURLEGA ÓVIÐJAFNANLEGA TRAGEDÍA UM FÓLKIÐ Á STÖÐINNI.
(AKA: DAUÐINN Á ENGAN HEST)

PERSÓNUR:

JÓN: AULALEGUR NÁUNGI MEÐ SKÆRFLÚORESENTBLEIKT HÁR.
DJONNÍ: ENNÞÁ AULALEGRI FEITUR NÁUNGI MEÐ AFRÓHÁR.
STELLA: FERTUG KELLING MEÐ SAUÐASVIP, Á AÐ VERA SEXTÁN ÁRA.
ÓLÍNA: ÖNNUR FERTUG KELLING, NEMA MEÐ FYRIRLITNINGARSVIP.
DABBI: GRÁHÆRÐUR KALL.
TOLLI: STÓR STERKLEGUR NÁUNGI Á FERTUGSALDRI. ALLTAF Í SVÖRTUM LEÐURFRAKKA, LEÐURBUXUM, LEÐURJAKKA, LEÐURSKYRTU OG MEÐ LEÐURBINDI.

1. ÞÁTTUR
JÓN OG DJONNÍ SITJA INNI Á SKRIFSTOFU/KAFFISTOFU/EINHVERSSTAÐAR ÞAR SEM ERU STÓLAR OG BORÐ.

JÓN: DJONNÍ!
DJONNÍ: FOKKJÚ!
JÓN: PISS OFF MOÐÐERFOKKER!
DJONNÍ: FOKKJÚ DJÍSUSKRÆST ESHÓL!
JÓN: Ó FOKK.

ENTER DABBI

DABBI: AMOEBAE THORAX MAGNUS.
DJONNÍ: SJITT
JÓN: FOKK
DJONNÍ: AFHVERJU ÞARF ALLTAF EINHVER ÓLDGÆ AÐ LABBA INN?
JÓN: ÉG FOKKÍNG VEIT ÞAÐ EKKI.
DJONNÍ: HÖLDUM BARA ÁFRAM AÐ VINNA.
JÓN: ÓKEY FOKKFEIS.

EXIT JÓN OG DJONNÍ.

DABBI: ABI MALE SPIRITUS.

ENTER STELLA OG ÓLÍNA. STELLA TEYMIR ÓLÍNU.

STELLA: ÉG DEY! (LEGGST Í GÓLFIÐ)
ÓLÍNA: Ó KRAPP!
STELLA: ÉG ER HANDLEGGSBROTIN!
ÓLÍNA: ÉG FER Í MÁL VIÐ ÞIG, ÞÚ ÞARNA FOKKIN ÓLDGÆ! (BENDIR ÓGNANDI Á DABBA)
DABBI: PAX VOBISCUM PEREAT GÚMMÍKALLAR. (GERIR KROSSMARK MEÐ FINGRINUM ÚT Í LOFTIÐ)

EXIT DABBI.

STELLA: FARÐU MEÐ MIG BURT HÉÐAN ÁÐUR EN EINHVERT KRÍP NAUÐGAR MÉR.
ÓLÍNA: MÉR VAR EINU SINNI NAUÐGAÐ Í RIGNINGU. SVO STYTTI UPP. ÞÁ VAR MÉR NAUÐGAÐ Í EKKI RIGNINGU HELDUR HINU, ÞÚ VEIST... INNÍ HÚSI.
STELLA: NÓ VEI.
ÓLÍNA: JESS VEI.
STELLA: KRÆST MAÐUR. HRINGDIRU Í LÖGGUNA?
ÓLÍNA: NEI ÉG GAT ÞAÐ EKKI. KRÍPIÐ SEM NAUÐGAÐI MÉR VAR AÐ NOTA SÍMANN.
STELLA: ÉG ÁTTI EINUSINNI KISU.
ÓLÍNA: VÁ.

ENTER DJONNÍ OG JÓN.

JÓN:(VIÐ DJONNÍ) FOKKÍNG HEY MAÐUR SJITT VÍST!
DJONNÍ: (VIÐ JÓN) NÓ FOKKIN VEI MOÐÐERFOKKER!
JÓN:HEY FOKKER! ÞAÐ ER FÓLK HJÁ OKKUR!
DJONNÍ: VÁ!
JÓN: NEI SJITT MAÐUR! ÖNNUR ER DAUÐ!
ÓLÍNA: HÚN ER BARA HANDLEGGSBROTIN!
STELLA: DRULLAÐU ÞÉR Í BURTU SÆKÓ EÐA ÉG HRINGI Í LÖGGUNA.
DJONNÍ: HÚN ER ÖRUGGLEGA Í DÓPI. KOMUM OKKUR ÁÐUR EN HÚN KOMBÖSTAR.
STELLA: ÉG ER EKKERT Í DÓPI. E ER EKKERT DÓP. BARA PILLUR. FOKK OFF.
ÓLÍNA: SKO! HÚN VEIT ÞAÐ BETUR EN ÞIÐ!
JÓN: HEY, ÉG Á BÍL FULLAN AF PILLUM!
STELLA: VILTU GEFA MÉR SMÁ?
JÓN: HEY. EKKERT ER ÓKEYPIS.
STELLA: ÉG SKAL GERA HVAÐ SEM ER.
JÓN: ÓKEY.(JÓN TOGAR STELLU Á FÆTUR, OG ÞAU FARA SAMAN Á SALERNIÐ)
ÓLÍNA: EKKI FÁ NEIN ÍDÉ MOÐÐERFOKKER.
DJONNÍ: ÞEIGIÐU BITCH!

ENTER DABBI

ÓLÍNA: Ó NEI. ÞETTA KRÍP AFTUR.
DABBI: ABE MALE MALE MA DUS.
DJONNÍ: SLAPPAÐU AF DABBI OG FÁÐU ÞÉR SMÓK.
DABBI: NEGATIVE, DJONNÍ. ÉG REYKI BARA PAKISTANSKA VINDLA ÚR SÉRVÖLDUM KÓKALAUFUM. (DREGUR UPP GÍFURLEGA STÓRAN VINDIL, KVEIKIR Í OG SÝGUR MEÐ ÁFERGJU.)


2. ÞÁTTUR.

JÓN STENDUR VIÐ HLIÐINA Á STÍFBÓNUÐUM JEPPA INNI Í BÍLSKÚR/VÖRUSKEMMU/FRISTHÚSI/HLÖÐU, OG ER AÐ BORÐA PILLUR UPPÚR LITLUM GRÆNUM POKA EINS OG ÞÆR SÉU SMARTÍS. TOLLI KEMUR INN.

TOLLI:(STENDUR ÓGNANDI ALVEG UPPÍ JÓNI OG BELGIR SIG ÚT)
JÓN: HÆ TOLLI.
TOLLI: ERTU AÐ REYNA AÐ VERA EITTHVAÐ FYNDINN?
JÓN: ÉG? NEI!
TOLLI: ÞEGIÐU Á MEÐAN ÉG ER AÐ TALA VIÐ ÞIG!
JÓN: ÓKEY.
TOLLI: EKKI SKIFTA UM UMRÆÐUEFNI!
JÓN: EKKI LEMJA MIG!
TOLLI: KOMDU MEÐ AFGANGINN AF PILLUNUM MÍNUM.
JÓN: ÉG GET ÞAÐ EKKI. ÉG GRÆDDI EKKI NÓG AF BÍLNUM SEM ÉG STAL LÍKA AF ÞÉR.
TOLLI: EKKI SKIFTA UM UMRÆÐUEFNI! ÉG VEIT ÞÚ FELUR ÞÆR HÉR EINHVERSSTAÐAR!
JÓN: NEI!
TOLLI KYRKIR JÓN. ÞAÐ TEKUR SVONA TVÆR SEKÚNDUR.

EXIT TOLLI.
ENTER ÓLÍNA OG DABBI

ÓLÍNA: JÓN ER DAUÐUR!
DABBI: GLUTIUS MAXIMUS! HVAÐ EIGUM VIÐ ÞÁ AÐ GERA.

ENTER STELLA OG DJONNÍ

STELLA: JÓN ER DAUÐUR!
DJONNÍ: SJITT........FOKK!
DJONNÍ FAÐMAR STELLU, SVO ÓLÍNU OG SVO DABBA.
STELLA FAÐMAR ALLA
ÓLÍNA FAÐMAR ALLA
ALLIR FAÐMA DABBA
DABBI FAÐMAR JÓN

EXIT DABBI

ÓLÍNA: VIÐ FÁUM BLEIMIÐ FYRIR ÞETTA.
DJONNÍ: FELUM LÍKIÐ ÚTI Í KAPELLUHRAUNI.

EXIT ÓLÍNA OG DJONNÍ MEÐ LÍKIÐ AF JÓNI, OG STELLA.


3. ÞÁTTUR

ÓLÍNA OG DJONNÍ ERU ÚTI Í HRAUNI MEÐ JÓN HEITINN. STELLA BÍÐUR Í BÍLNUM.

ÓLÍNA: SETJUM HANN BARA HÉR
DJONNÍ: ÓKEY, ÉG NENNI HELDUR EKKI AÐ BERA HANN LENGRA.

ÞAU KOMA JÓNI FYRIR Á LÍTIÐ ÁBERANDI STAÐ UPPI Á HÓL.

Á MEÐAN Í BÍLNUM:

STELLA FER ÚT ÚR BÍLNUM, OPNAR SKOTTIÐ, FINNUR ÞAR GARÐSLÖNGU OG LÍMBAND.
STELLA: ÉG ER ÞUNGLYND, SVO ÉG HELD ÉG FREMJI SJÁLFSMORÐ.

STELLA LÍMIR SLÖNGUNA FASTA VIÐ ÚTBLÁSTURSRÖRIÐ ÚR BÍLNUM.

STELLA: ÉG ÁTTI ALDREI HEST.

STELLA OPNAR RÚÐU Á BÍLNUM, LEIÐIR SLÖNGUNA INN, LOKAR RÚÐUNNI TIL AÐ SKORÐA SLÖNGUNA, OG SKELLIR HURÐINNI.

STELLA: NÚ MUN ÉG HEFNA MÍN Á YKKUR ÖLLUM! HAHAHAHAHA!

STELLA RÆSIR BÍLINN.

ÓLÍNA OG DJONNÍ KOMA AFTUR AÐ BÍLNUM.
ÓLÍNA: Ó NEI! STELLA ER DÁIN!
DJONNÍ: HÚN HEFUR FRAMIÐ SJÁLFSMORÐ! EN HRIKALEGT.
ÓLÍNA: OKKUR VERÐUR BLEIMAÐ Á ÞETTA LÍKA!
DJONNÍ: FELUM LÍKIÐ ÚTI Í KAPELLUHRAUNI!

DJONNÍ OG ÓLÍNA FELA STELLU ÚTI Í HRAUNI, SKAMMT FRÁ JÓNI.

Á MEÐAN INNI Á KAFFISTOFU

DABBI:(BINDUR KAÐAL VIÐ LOFTBITA) ÉG ER AÐ FARA Á HAUSINN OG ALLT UNGA FÓLKIÐ ER AÐ FLYTJA SUÐUR.
DABBI:(BREGÐUR SNÖRUNNI UM HÁLSINN) ÉG HEF SELT BÍLA Í 12 VINSTIGUM.
DABBI HOPPAR.

ENTER ÓLÍNA OG DJONNÍ

ÓLÍNA: Ó NEI! THAT KRÍPÍ ÓLDGÆ ER DAUÐUR!
DJONNÍ: HANN HEFUR FRAMIÐ SJÁLFSMORÐ!
ÓLÍNA: VIÐ VERÐUM BLEIMUÐ FYRIR ÞETTA!
DJONNÍ: FELUM LÍKIÐ ÚTI Í KAPELLUHRAUNI!

ENTER TOLLI

TOLLI: KOMIÐ MEÐ MÚLANN MINN!
DJONNÍ: NEI! LÖGGAN!
TOLLI: Ó SJITT! HVAR?

TOLLI DREGUR UPP VASAHNÍF OG STINGUR DJONNÍ TIL BANA. SVO GRÍPUR HANN ÓLÍNU.

TOLLI: LÖGGAN NÆR MÉR SKO EKKI LIFANDI!
ÓLÍNA: EKKI DREPA MIG! ÉG ER BARA SEXTÁN ÁRA!
TOLLI: ÉG ÞOLI EKKI FANGELSI....ÉG ÞOLI EKKI AÐ FARA Í FANGELSI.
ÓLÍNA: EKKI NAUÐGA MÉR! ÉG ER OF UNG!

TOLLI DREPUR ÓLÍNU

TOLLI: Ó SJITT! (KRÝPUR VIÐ HLIÐ ÓLÍNU.)
TOLLI: ÉG GET EKKI FARIÐ Í FANGELSI.....ÉG HEF ALDREI ÁTT HEST.

TOLLI FREMUR SJÁLFSMORÐ.

ENDIR

HINT: VIRKAR LÍKA SEM ÍSLENSK BÍÓMYND EF HÚN ER LÁTIN BYRJA Á ÞVÍ AÐ JÓN LABBAR ÚT ÚR FLUGSTÖÐ LEYFS EIRÍKSSONAR Í BYRJUN)

föstudagur, apríl 07, 2006

Dagur 30 ár 3 (dagur 760, færzla nr. 394):

Ferðalög. Tómt vesen. Sérstaklega þegar mamma kemur eitthvað þar nálægt. Mig grunar að það verði ófært á morgun, byggt eingöngu á því að mamma pantaði flugið undir mig og hún vill að ég sé á ferðinni.

Veður og vindar virðast nefnilega snúast svolítið um hana: ef hún vill ferðalög, skiftir engu máli hvort það eru hennar eða annarra, þá kemur eitthvað veður og hindrar það. Þannig hefur það alltaf verið.

***

Það var nýr gæi að byrja í vinnunni í gær, og ég lenti í að þurfa að útskýra fyrir honum hvernig þetta allt virkaði. Þetta er ekki flókið mál, ég segi það ekki, en það hringdu ákveðnar viðvörunarbjöllur strax þegar ég heyrði að þessi pési he3fði misst leyfið í nokkra mánuði.

Hmm... afhverju ætli það hafi verið?

Jæja. Ekki batnar ástandið mikið þegar pésinn mætir. Ég sýni honum pakkana, og bendi honum á að aðstoða mig aðeins við þetta. Hann gerir það, enda ekki flókið. Allt í lagi, hugsa ég, hann getur lært þetta. Þetta ætti að vera einfalt.

En svo þegar hann er búinn, þá hverfur hann, og kemur aftur svona hálftíma seinna. Það var mjög í anda Þrastar Johnsen. Að vísu hefði Þröstur ekki birtst aftur fyrr en eftir minnst 45 mínútur.

Ekki mjög traustvekjandi. En hey, hann náði því sem ég sagði honum fyrst.

Svo kemur DHL-ið. Þá er okkar maður enn horfinn, sem er ekki mjög gott, því DHL gæjinn vildi hitta hann.

En hvað um það, ég og vinnufélagarnir dundum okkur við það í svona korter að segja nýja gæjanum frá hvernig hlutirnir virka. Til dæmis posinn. Það tók eina mínútu að útskýra fyrir mér hvernig posinn virkaði og hvernig á að rukka þetta DHL. Ekkert mál, ekkert flókið. Þetta eru 2 takkar sem þarf að ýta á.

Svo dreyfast pakkarnir á milli hverfa, og menn leggja í'ann, nokkuð vissir um að okkar maður kynni nokkurnveginn á þetta.

Nú kemur á daginn að svo er ekki. Það sem við tuggðum oní hann oftast skilst mér að hafi klúðrast á stórfenglegastan hátt.

Mynnir mig svolítið á ömmu reyndar. En hún er að nálgast nírætt. Þessi gæi er öllu yngri. Sem segir mér, ef eitthvað hljómar ekki sérlega vel í ferilsskránni, þá er einhver ástæða fyrir því.

Ég ætla samt að bíða með það aðeins lengur að pirra mig á þessu. Sjá hvað fór ekki rétt.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Dagur 28 ár 3 (dagur 758, færzla nr. 393):

Afhverju er alltaf talað um Reykjavík sem ameríkaniseraða bílaborg?

Þetta er kort af bandarísku borginni eau Claire. það er bara einhver borg í USA. Sem slík er hún alveg enstaklega amerísk, full af drive-through áfengisverzlunum og kjörvörubúðum þar sem hægt er að kaupa haglabyssur. Þar eru heldur engin umferðaröngþveiti. Enda var hún skipulögð sem amerísk bílaborg.

Og þetta er kort af RKV. Ég nenni ekki einusinni að merkja inn allar einstefnurnar, þar sem er ekki aðeins illa merkt, og þar sem hraðbraut breytist skyndilega í göngustíg út í Gróttu.


Svo ég beri þetta betur saman: Amerísk borg (uppi) er skipulögð sem grid, eða hnitakerfi. Besta dæmið er NY, þar sem eru ekki götunöfn, heldur bara númer. Að vera leigubílstjóri þar er auðveldast í heimi. Þar að auki eru allar merkingar í Amerískum borgum sjáanlegar og skýrar. Versus Reykjavík (niðri) sem er ekki skipulögð, og merkingar, ef einhverjar eru eru í smáu letri líkt og undir tryggingarsamningum eða lánum, eða þær eru faldar, og kerfi einstefnugatna meikar engan sens.

Þú verður bara að vita fyrirfram hvernig á að komast þangað.

Reykjavík er EKKI eftir neinni amerískri fyrirmynd. Hættið að segja það, fíflin ykkar. Því væri Reykjavík að amerískri fyrirmynd, þá væri hún grid, allar götur væru tvístefna, það lægi ekki hraðbraut út í Gróttu og það væru almennilegar merkingar.

Ég hef talað. Amen.

mánudagur, apríl 03, 2006

Dagur 26 ár 3 (dagur 756, færzla nr. 392):

Athyglisverðir hlutir í fréttum:

Við þekkjum ekki jörðina. Við höfum sent græjur út í geim til að skoða hana, og höfum glápt í mörg ár, en nú fyrst eru menn að komast að því að Níl er 100 km lengri en við héldum. Og hvernig komust menn að þessu? Nú, þeir löbbuðu að uppsprettunni. Ef einhverjum hefði dottið það í hug fyrr...

Svo eru það Kárahnjúkar. Nú hafa hlutfallslega fleiri farist við að smíða Kárahnjúkastífluna en í ófriðnum í Írak. Kanar eru 1000 sinnum fleyri en Íslendingar. Reiknið þetta út.

Þetta... er eiginlega ekki mjög merkilegt, en á undan þessu sá ég auglýsingu frá American Airlines. Sem er nokkuð gott, á undan þessari frétt.

í sun-sentinel er þessi undarlega setning:
"Kin of 2 Mexican workers killed in Hobe Sound building collapse to get money". Ég velti mikið fyrir mér afhverju ættir þessara tveggja mexíkönsku verkamanna sem fórust í þessari byggingu féllu saman til að fá pening. Var lengi að fá botn í það.

BBC segir okkur að dauðaslysum ungmenna fari fjölgandi í réttu hlutfalli við fækkun ungmenna með ökuréttindi. Skrítið? Kannski gera þeir þetta viljandi.

Meira um bíla: Kínverjar aka um á bílum með vélar minni en 1 lítri! Ég vissi ekki að svoleiðis væri framleitt lengur! Hvar nær maður í svona? Þetta hlýtur að vera plott olíufélaganna, að halda svona hlutum frá okkur, svo við förum ekki öll að aka bílum sem vega minna en 700 kíló og eyða um og undir 5 á hundraðið innanbæjar. Hlýtur að vera.

Og meira um kínverska bíla, þetta hlýtur að vera the ultimate pimpwagon. Samkvæmt greininni er þessi bíll víst jarðskjálftaheldur. Okkur vantar það.

Og hvar værum við ef ekki væru nokkur orð um heimsins hraðskreiðasta tundurskeyti? Við þurfum öll svoleiðis, er það ekki? Ég er viss um að landhelgisgæzlan væri alveg til í að splæsa á svona tíu stykki til að plaffa á þessa Norðmenn, Rússa og hvað þetta heitir nú alltsaman sem er að laumast inní landhelgina í sífellu.

Já.

laugardagur, apríl 01, 2006

Dagur 24 ár 3 (dagur 754, færzla nr. 391):

Haha! Þarna plataði ég ykkur! 1. Apríl!

Verst mér datt ekkert gott í hug til að láta ykkur hlaupa svolítið. Þið hefðuð nefnilega gott af smá hreyfingu, fitubollurnar ykkar. Jafnvel bara létt rölt út í sjoppu væri til bóta.

Afi gamli gerði það alltaf. Rölti út í búð eftir sígarettum og bakkelsi. Sígarettur og vínarbrauð: lykillinn af langri ævi. En bara ef þið gangið eftir því.

Ekki hef ég efni á að reykja, og ég er ekkert sérlega hrifinn af vínarbrauði. Steik, það er málið. maður á alltaf að byrja daginn á steik segi ég. Ef það er hægt. Ef ekki er til steik, nú, þá verður að borða eitthvað annað. Ef maður borðar ekki morgunmat getur dagurinn orðið sársaukafullur.

Fólk er alltaf að segja að steik sé svo þung í maga. Kjaftæði. það er það auðmeltanlegasta sem hægt er að borða. Að undanskildum vínarbrauðum. Sykur meltist nefnilega að fullu í munninum.

Ég fékk mér pylsur þegar ég vaknaði. Það var ágætt. Verst að pylsur eru 3. flokks kjöt. Aðeins skör ofar kjötbollum, sem eru unnar úr 4. flokks kjöti. Bjúgu, líka eru unnar úr 4. flokks kjöti.

Hundamatur er líka úr frekar vafasömum efnum. veit ekki hvort það er allt 4. flokks samt. Í Kína er það lostæti. Það er víst ódýrara og öruggara að gera þetta svona.

Mér verður hugsað til Svía. Svíar eru undarlegt fólk, til dæmist voru þeir með þeim fyrstu til að nýta lík til orkuframleiðzlu. Mér dettur í hug að þeir verði fyrsta þjóðin á vesturlöndum sem nýtir lík til manneldis. Ja, það væri þó vissulega mannamatur. Við erum öll það sem við borðum, er það ekki?