þriðjudagur, mars 29, 2011

Dagur 24 ár 7 (dagur 2582, færzla nr. 1004):

Á þessum degi fyrir 100 árum byrjaði bandaríski herinn að nota þetta:1911 model .45.

Algengasta tegund af skammbyssu í heimi. Og ekki úrelt ennþá. Magnað.

mánudagur, mars 28, 2011

Dagur 23 ár 7 (dagur 2581, færzla nr. 1003):

Hér höfum við þriðja hluta heimildarmyndarinnar Vestmannaeyjicus.

Þetta var mest runnið undan ryfjum Bjarka Týs, en þar sem við höfðum ekkert betra að gera...

Í þessum hluta er ryfjaður upp partur úr kvikmynd sem við kláruðum aldrei, sökum einhvers. Það er orðið langt síðan. En það man ég, að þessi mynd hefði orðið lengsta mynd sem við hefðum nokkurntíma gert, vegna þess að bara það sem við vorum búnir með þegar við nenntum þessu ekki lengur var í kringum 40 mínútur. Allt háskalega vont stöff.

Myndbrotið er ekki nándar nærri það versta.

Í seinni hluta þáttarins sýnir Haukur Guðmundsson nokkur törfrabrögð.

Hér er hún:Eins og sjá má þá er ekki gott að taka mynd upp á 8mm, færa hana yfir á VHS, lagera allt draslið í 15 ár og færa það af DVD yfir á WMV með moviemaker. Myndgæðin dofna svolítið.

fimmtudagur, mars 24, 2011

Dagur 19 ár 7 (dagur 2577, færzla nr. 1002):

Nældi mér í eintak af Moby Dick. Sem hljóðbók. Hlusta á þetta í vinnunni.

Ég hef tekið eftir því að mörgum köflum er ofaukið. Til dæmis "prologue."

Svo ég vitni í þann part:

""WHALE. ... It is more immediately from the Dut. and Ger. WALLEN; A.S. WALW-IAN, to roll, to wallow." —RICHARDSON'S DICTIONARY"


Svo skánar þetta aðeins:

"Landlord," said I, going up to him as cool as Mt. Hecla in a snowstorm-"landlord, stop whittling.

Og seinna:

"He bolts down all events, all creeds, and beliefs, and persuasions, all hard things visible and invisible, never mind how knobby; as an ostrich of potent digestion gobbles down bullets and gun flints."


En þá eru enn eftir hlutarnir þar sem hann fer að röfla um hvali almennt, litinn hvítan og annað í þeim dúr:

"Or, to choose a wholly unsubstantial instance, purely addressed to the fancy, why, in reading the old fairy tales of Central Europe, does "the tall pale man" of the Hartz forests, whose changeless pallor unrustlingly glides through the green of the groves-why is this phantom more terrible than all the whooping imps of the Blocksburg?"

(um "hvítleika hvalins.")

Stór-undarlegt stöff.Kvikmyndin er líklega þægilegri fyrir flesta. Svo eru sjónvarpsþættir....

laugardagur, mars 19, 2011

Dagur 14 ár 7 (dagur 2572, færzla nr. 1001):

Kol eru ekki öll þar sem þau eru séð:

Þegar kolum er brennt skilst úr þeim slatti af Þóríum-232 og Úraníum-238. Þetta dreifist yfir nálægar byggðir.

Hér er málið: kolaorkuver dreifa í kringum sig meira af geislavirkum efnum en kjarnorkuver. Og - það kemur ekkert Úran úr kjarnorkuverum. Sesíum og Strontíum, kannski, en ekki Úran. Úran fer inn í kjarnorkuver, ekki út úr þeim.

"For the year 1982, assuming coal contains uranium and thorium concentrations of 1.3 ppm and 3.2 ppm, respectively, each typical plant released 5.2 tons of uranium (containing 74 pounds of uranium-235) and 12.8 tons of thorium that year. Total U.S. releases in 1982 (from 154 typical plants) amounted to 801 tons of uranium (containing 11,371 pounds of uranium-235) and 1971 tons of thorium. These figures account for only 74% of releases from combustion of coal from all sources. Releases in 1982 from worldwide combustion of 2800 million tons of coal totaled 3640 tons of uranium (containing 51,700 pounds of uranium-235) and 8960 tons of thorium."

Ég hef lúmskan grun um að kolaorkuverið sem þeir hafi notað til grundvallar þessum útreikningum sé að nota óvenjulega geislavirk kol. Þetta er farið að verða grunsamlega mikið.

Svo er fólk að hafa áhyggjur af CO2, sem gerir ekkert. Hækkar *kannski* hitastig jarðar... með smá heppni.

En hvað um það:

"An average value for the thermal energy of coal is approximately 6150 kilowatt-hours(kWh)/ton. Thus, the expected cumulative thermal energy release from U.S. coal combustion over this period totals about 6.87 x 10E14 kilowatt-hours. The thermal energy released in nuclear fission produces about 2 x 10E9 kWh/ton. Consequently, the thermal energy from fission of uranium-235 released in coal combustion amounts to 2.1 x 10E12 kWh. If uranium-238 is bred to plutonium-239, using these data and assuming a "use factor" of 10%, the thermal energy from fission of this isotope alone constitutes about 2.9 x 10E14 kWh, or about half the anticipated energy of all the utility coal burned in this country through the year 2040. If the thorium-232 is bred to uranium-233 and fissioned with a similar "use factor", the thermal energy capacity of this isotope is approximately 7.2 x 10E14 kWh, or 105% of the thermal energy released from U.S. coal combustion for a century. Assuming 10% usage, the total of the thermal energy capacities from each of these three fissionable isotopes is about 10.1 x 10E14 kWh, 1.5 times more than the total from coal."

Þetta þýðir: geislavirku efnin sem eru í kolarykinu sem kemur úr strompum kolaorkuvera innihalda margfalt meiri orku en kolin sem voru brennd til að dreifa þeim um allt.

Eða: "coal-fired power plants are not only generating electricity but are also releasing nuclear fuels whose commercial value for electricity production by nuclear power plants is over $7 trillion, more than the U.S. national debt."

Ryk. Sóun að henda því bara.

Já - ORNL: Oak Ridge National Laboratory.

laugardagur, mars 12, 2011

Dagur 7 ár 7 (dagur 2565, færzla nr. 1000):

Ég hef tekið eftir því undanfarið, að japanskir bílar virðast fljóta afskaplega vel.

***Þetta verður komið á göturnar innan skamms (10-15 ár).

Hérna? Sennilega ekki, ef ég þekki landsmenn rétt. Þessi bíll er of töff fyrir Ísland. Þetta er ekki bíll kommúnistans.Þetta er bíll kommúnistans. Ef hann er með nógu góð sambönd, hefur efni á að taka prófið og lofar að keyra ekki of hratt, vera alltaf með tvo hjálma, einn yfir öðrum, glitaugu og blikkljós. Hinir verða bara að labba. Þeir munu ekki hafa neitt að fara, svo það er alveg nóg fyrir þá.

mánudagur, mars 07, 2011

Dagur 2 ár 7 (dagur 2560, færzla nr. 999):

Bolludagur. Alveg er það merkilegur dagur - ekki dagurinn sem slíkur eða hefðin á bak við hann, heldur það hvar í röðinni hann er - Bolludagur, sprengidagur, öskudagur.

Takið eftir að sprengidagur, með öllu sínu saltkjöti og baunum kemur á eftir. Mér hefur lengi þótt ótækt að hafa hann á undan, enda finnst mér réttara að hafa desertinn á eftir aðalréttinum.

***

Hrogn. Þau eru keypt fyrir of fjár í nokkrum útlöndum. Þetta er einhver ávaninn smekkur, held ég.

Rússar eru hrifnir af þessu, og hafa sent einn gaur til að fylgjast með vörunni.
Japanir eru enn hrifnari, og hafa sent einhvern ótölulegan fjölda manna til þess að skoða þetta. Ég hef ekki talið þá, en mér sýnist þeir fleiri en fimm.

Lönd utan evrópu eru mjög mikilvæg í öllum fisk-iðnaði.

***

Hlustum aðeins á meistarakokkinn Fuad Ramses:

miðvikudagur, mars 02, 2011

Dagur 363 ár 6 (dagur 2555, færzla nr. 998):

Fyrst ég var að spá í hvað skeði undanfarin 10 ár, og þar áður, hvað skeði milli 1990 & 1999, þá er ekki úr vegi að skoða hvað skeði fyrir 100 árum:

1911:

Flugvél lenti á skipi í fyrsta sinn. Það er rútína núna.

Fyrsta Monte Carlo Rallið.

Þá var í gangi bylting í Mexíkó.

Machu Picchu fannst aftur það ár.

Ítalir fóru í stríð við Ottómanaveldið þá. Og unnu.

Wuchang uppreisnin
hefst í Kína - sem úr varð mikil bylting, sem aftur leiddi af sér Kína eins og það er núna.

Maria Curie fékk nóbelinn fyrir nokkuð sem átti eftir að gefa henni krabbamein.

Colt 1911 kom á markað. Og er enn framleiddur og er í miklum metum.

Það ár dóu Pulitzer & Mahler.

Í staðinn fæddust Ronald Reagan, Bernard Hermann, Vincent Price, L. Ron Hubbard, Siemens, Josef Mengele ... og nafni minn og afi.

Og nú sýni ég ykkur hve langt er síðan 1911:

Músík ársins:"Rússneskur dans" eftir Stravinsky. Úr "Petrúshka." Sama ár gaf hann út "Eldfuglinn," sem er mikið listaverk. Tékkið á því, það er gott stöff.Irving Berlin - "Alexander's Ragtime band."

Já...