miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Dagur 265 ár 3 (dagur 995, færzla nr. 489):

Var að velta fyrir mér hvað blöðin heita:

Fréttablaðið, Morgunblaðið, Blaðið...

Þetta eru mjög generic heiti. Svona eins og ef ég færi í Bónus og keypti Bónus Maltöl, Bónus Appesínusafa, Bónus tannkrem osfrv.

Hvað ef sömu aðilar væru að framleiða eitthvað annað, til dæmis bíla? Hvað myndu þeir nefnst?

Bíll 1400 GTi
Bifreið 4X4 Turbo Diesel
Farartæki V-8.

Áhugavert. Hvað ef sömu menn hefðu svo átt IKEA?

Hmmm.... "Stóll" stóllinn, aðeins 1,399, eða "Borð" borðið, kr. 2,500. Jæja...

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Dagur 264 ár 3 (dagur 994, færzla nr. 488):

Sá auglýsingu í fréttablaðinu í morgun. Enn ein sönnun þess að hryðjuverkamennirnir hafi unnið. Þeir gáfu heimasíðuna hjá sér: http://us.is. Það á nappa fleyri fyrir of hraðan akstur, að þrengja refsirammann um 5 kílómetra.

Svo ég settist niður og sendi þeim skeyti, það er us@us.is ef einhverjir fleyri hafa áhuga, en hér er það sem ég sagði við þá:

Góðan daginn

Þar sem ég veit ekki í hverjum öðrum á að nöldra, og ykkar heimasíða var gefin upp í auglýsingunni:

Sá í Fréttablaðinu að nú mætti fara að bösta menn fyrir of hraðan akstur ef þeir væru mældir á 5 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða. Ég hef við það ýmislegt að athuga:

1: annar hver jeppi á Íslandi er á stærri dekkjum en þegar hann var framleiddur, sem veldur skekkju uppá tvo þrjá kílómetra.
2: hraðamælar eru til að byrja með ekki nákvæmir uppá kílómeter.
3: flestir bílar eru með analog-mæli, sem gefur hraða upp í heilum bilum, og venjulega sirka ökumenn bara á að þeir séu á svona 60 +/- 2-3 kílómetrar, svo ég taki dæmi.

Svo samanlögð skekkja getur numið meira en 5 kílómetrum. Skiljiði hvert ég er að fara? Þetta er ekki flókið. En það er meira:

4: hvernig vitum við nema hraðamælingarbúnaður lögreglu sé ekki með skekkju í sér uppá allt að 5 kílómetrum? Jafnvel 1 kílómeters skekkja þar getur farið að kosta mann sem á sér einskis ills von tafir og fjárútlát.

Ég efast um að þið takið mark á mér, en samt, þarna hafiði það. Hugsið til mín næst þegar löggan blikkar ykkur og þið vitið ekki af hverju það er.


Að þetta hafi áhrif held ég ekki. Ríkisstofnanir hafa hingað til ekki komið mér fyrir sjónir sem sérlega sveigjanleg eða skynsöm fyrirbæri. Það er ljóst mál að ef ég verð í framtíðinni stöðvaður fyrir of hraðan akstur muni ég fara með það mál eins langt og hægt er, þó ekki væri nema til þess að valda ríkinu meiri kostnaði en það veldur mér. Orðið sem þið þurfið öll að muna er "Gjafsókn". Maður á undantekningalaust að biðja um slíkt þegar ríkið er á hinum endanum.

Og svo vilja þessir vitleysingar enn hækka bílprófaldurinn. Það mun þýða eitt. fleyri aka um próflausir. Margfalt fleyri.

Og þetta með landflutningana. Strandflutningar lögðust af vegna þess að hafnargjöldin hækkuðu svo mikið. Þetta hefur lítið með "aukinn hraða í samfélaginu" að gera. Það er bara of dýrt að sigla. Lækkið hafnargjöldin, og þá munu þeir sigla, og hafnirnar fara að græða smá peninga aftur.

Hvar í andsk. lærðu þessir menn eiginlega hagfræði?

mánudagur, nóvember 27, 2006

Dagur 263 ár 3 (dagur 993, færzla nr. 487):

Rakst á þetta áðan:Áhugavert, en nokkrir púntar:

Þetta er ekki yggt á neinni sérstaklega vísindalegri aðferð, heldur eru einhverjir hjá SÁÁ spurðir. Ekki til eftirbreytni.

Langtíma neyzla á Nikótíni, Koffíni og alkóhóli hefur ekki virst valda geðveiki. Valíum, (taugaveiklun) Amfetamín og Kókaín (paranoia, jafnvel tímabundin schizophrenia, stundum samtímis) hinsvegar... PCP veldur svo ofsalegri sturlun eftir ekkert of langan tíma. Þeir segja það ekki mjög ávanabindandi, en áhrifin eru slík að best væri að fólk sem hefur löngun til að vera á lyfjum prófi eitthvað annað. Speedball* til dæmis.

Ekki hef ég tekið eftir því hjá sjálfum mér að alkóhól sé mjög vanabindandi. Allavega er ég ekki sífellt fullur. Reyndar afskaplega fáir sem ég þekki. Man ekki eftir neinum í svipinn. Reyndar sækir ekki á mig nein löngun í áframhaldandi fyllerí eftir eitt kvöld af drykkju. Varla er það til marks um mikla ávanabindingu.

Meth kemur fyrir á þremur stöðum á þessum lista. Af hverju? Varla getur það skift miklu máli hvernig sama efnið er tekið, það hlýtur, eðli málsins samkvæmt að vera alltaf jafn ávanabindandi. En hey, ekki vísindaleg könnun, þið munið.

Annað getur spilað inní í öllum tilfellum: til dæmis hefur sumt fólk - þeir sem eru eitthvað veikir fyrir - tilhneigingu til að taka inn allskyns furðu-efni, á meðan "normal" einstaklingur hefur annaðhvort engan áhuga eða prófar þetta einusinni eða tvisvar í einhverjum partíum. Áhrifin af því eru mismunandi, allt frá gleði upp í dauða, fer eftir hver og hvað á í hlut.

Hitt er annað, að það er með öll þessi efni eins og byssur, fólk hefur allt miklar skoðanir á þessu öllu, en fáir vita nokkuð um þetta, og þess vegna byggist öll umræðan á tómum fordómum, hræðzlu og almennri vitleysu.

Kókaín til dæmis, er sagt hið djöfullegasta efni; mun eyðileggja líf hvers sem það prófar á fimm sekúndum, þarf bara að prófa einusinni og þá er maður hooked. Svo kemst maður að því að annar hver nýríkur Landcrusher keyrandi bankamaður á landinu hefur verið að fá hjartaáföll af neyzlu þess, og enginn verður neins var. Fyrir utan þessa hvimleiðu hjartakvilla, er ekkert sjáanlega að þeim. (Að vísu er frekar slæmt að fá hjartaáfall - séstaklega ef því fylgir langtímavist á garði... ég meina í garði) Sigmund Freud var á kókaíni. Það var tímabil hjá honum. Svo hætti hann á því með ekki miklum erfiðleikum. Í raun eru áhrifin háð því hvað þú ert að gera.

Eitt er líka með þennan lista: efst á blaði er stöff sem er tiltölulega ódýrt, auðvelt að verða sér úti um, og hefur ekki svæsin andleg áhrif eins og t.d. LSD eða PCP, og fólk sem tekur það er því húsum hæft - svona inn á milli þess sem það svælir krabbameinsvaldandi sindurefnum um nánasta umhverfi sitt. Fólk sem er veiklundað hættir síður þegar svo er um búið.

Neðst á lista er svo efni sem er unnið úr einhverjum kaktus sem finnst í einhverjum eyðimörkum á Bandaríkjunum. Það hafa fáir greiðan aðgang að því. Ef farið væri að selja Mescal í hagkaup þá þori ég að veðja að þessi listi myndi eitthvað breytast.

*John Belushi drapst víst af því að taka það. Og River Phoenix, sem ég bara veit að gjörsamlega hver maður man nákvæmlega eftir. Þið vitið, hann var í einhverri kvikmynd... með gæjanum þarna... þessum með hárið... þið fattið.

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Dagur 262 ár 3 (dagur 992, færzla nr. 486):

Lesið þetta áður en þið haldið því fram að löggan á Íslandi þurfi að bera vopn.

Svona lagað gerist aldrei - ég hef aldrei heyrt af því, og það yrði sko aldeilis uproar - meðal almennra borgara, sama hve gráir fyrir járnum þeir eru.

En löggan? Alltaf. Og þeir skjóta oft! Einn af þessum gæjum tæmdi 2 magasín á eitthvað sem hann vissi ekki hvað var!

Það eru þó þrjár spurningar sem mér þætti vænt um að fá svar við varðandi þetta mál:

1: afhverju keyrðu þeir á önderkover gæjann?
2: Hvað var önderkover gæjinn að þvælast fyrir framan bílinn þeirra?
3: Hver mikið voru þeri búnir að drekka ef þeim tókst að keyra á tvisvar áður en það var byrjað að skjóta á þá? Eða skil ég eitthvað vitlaust? Óku þeir á eftir að byrjað var að plaffa á þá? Það meikar sens.

Er það eitthvað svona sem greiningardeildin hans Björns Bjarna á að gera? Er það málið? Mig rámar í atvikið þarna í Bretlandi þar sem þeir fylktu liði á eftir einhverjum grunlausum manni út á götu, og skutu hann svo 8 sinnum í hausinn bara af því - og héldu svo fram að þeir hefðu haldið að hann væri með sprengju.

Jæja. Hver verður fyrstur til að fá í hausinn 30 skot úr MP5?

föstudagur, nóvember 24, 2006

Dagur 260 ár 3 (dagur 990, færzla nr. 485):

Vatnsbílar! Gaman að þessu.

***

Horfði á "Alias" í gær. Djöfullinn, það er hugsanlega versti sjónvarpsþáttur sem ég hef séð síðan... Djúpa laugin. Þetta var eins og 20 manns hefðu fengið það verkefni að sulla saman handriti, sem þeir hefðu gert, svo hefði blaðsíðunum verið stokkað saman, og fjórir gaurar í jafnmörgum löndum hefðu leikstýrt mismunandi atriðum sem hefði svo verið púslað saman, af ölvuðum Dönum, á þann hátt sem líktist mest samhangandi atburðarrás.

Ja hérna. Ég ætla að vona að þeir séu ekki að borga mikið fyrir þetta.

***

Þetta er mjög áhugavert. Prófið endilega heima hjá ykkur.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Dagur 259 ár 3 (dagur 989, færzla nr. 484):

Það eru blöðin:

Þetta finnst mér grunsamlegt. Að hafa eitthvað tæki í bílnum sem á það til að hringja í lögguna. Hvað meira gerir þetta? Væri ráð að taka þetta úr sambandi? Ég held það.

Hérna er ein leið til að halda uppi glæpatíðni á landinu; bara sleppa mönnum strax eftir yfirheyrzlu. Hvernig væri að halda mönnum sem þessum yfir nótt? Það myndi lækka glæpatíðni um 70% þann daginn, sýnist mér. þetta eru nefnilega alltaf sömu mennirnir.

Það hlaut að koma að því að þessir terroristar yrðu loksins uppiskroppa með karlmenn til að stunda sjálfsmorðsarásir. Jæja, eftir svona 30 ár verða þeir uppiskroppa með kvenfólk líka. Darwin, sko. Þá er bara að bíða.

***

Ég er ágætlega fljótur að vélrita, veit ég. Nota oftast bara tvo fingur við þetta, en það er bara vegna þess að það er kalt og ég sit rangt við þetta. Næ annars alveg 180+ slögum á mínútu.

Sem er merkilegt miðað við hvernig ég lærði vélritun. Var með þessa forneskju ritvél sem pabbi keypti í kolaportinu á 2000 kall. Ef ég notaði báðar hendur þá flæktist borðinn, og svo varð að slá svolítið fast. Var þessvegna með vettlinga við þetta, til að hlýfa fingrinum. Það kom reyndar á hann gat - þetta var prjónavettlingur, og takkarnir rifu svolítið í hann. Ekki gott að nota lúffur. Hitti of marga takka í einu svoleiðis. Eftir þessa æfingu get ég náttúrlega lamið allhressilega frá mér með fingrunum. Sem hentar vel ef ég hef í hyggju að skemma lyklaborðið.

Andstyggilega þessar ritvélar. Borðinn fer alltaf á flakk.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Dagur 257 ár 3 (dagur 987, færzla nr. 483):

Var úti að keyra í gær. Að sjálfsögðu, fæ víst borgað fyrir það. Var á eina bílnum sem var eftir að setja vetrardekk á. Semsagt, rennislétt súper-ofur-low-profile hraðbrautadrekk. Svo var ég náttúrlega með svona spinnera og slíkt. Það hefði hjálpað að vera með djömp system, en þeir hafa ekki viljað splæsa á það.

Dyrnar á bílnum vildu ekki lokast, svo ég læsti þeim. Þá vildu þær ekki opnast aftur. Mynnir mig á Range Rover. Það kemur víst ekki vetur í Frakklandi heldur.

Svo festi ég bílinn 4 sinnum. Jamm. Fékk lánaðar skóflu í hvert skifti, og mokaði þar til ég var kominn niður á fast, þá komst bíllinn upp. Hann lyktaði af brunnu gúmmíi, en hann var laus. Hann mun brotna í tvennt á morgun. Vona að ég verði ekki viðstaddur það.

Það er sjaldan svona gaman í vinnunni. Að vísu skilaði ég frekar litlum afköstum; ein gatan opnast ekki fyrr en Mars er í sjöunda húsi vatnsberans og ég kann ekki töfraþuluna sem ég á að fara með til að finna þessu hús á völlunum - og mig vantar hænu til að fórna. Svo bilaði Mojoið sem Felix lét mig fá, ég held að það sé farið að slá í þurrkaða hausinn eða eitthvað, en einn pakkinn hvarf úr bílnum og birtist ekki aftur fyrr en ég var kominn langt frá þeim stað sem ég átti að fara með hann á. Sem var náttúrlega óþolandi.

Það þarf sko Vúdú ef maður ætlar að starfa við útkeyrzlu.

laugardagur, nóvember 18, 2006

Dagur 254 ár 3 (dagur 984, færzla nr. 482):

Það er bölvaður skítakuldi úti. Sem betur fer hef ég skipulagt vinnuna þannig að ég þarf sjaldan að taka af mér vettlingana. Svo var það í gær að ég ók þessum gríðarstóra bíl með kæliboxi. Það þótti mér afar sérstakt í öllum þessum kulda - og þó sérstaklega að það virtist hlýrra inní kæliboxinu en úti.

Keyrði með ömmu út í búð í gær. Hún keypti fullt af mat. Það gæti verið ímyndun í mér, en mér virðist að hún geri ráð fyrir bæði Hauk Guðmunds og Hauki Sveins - Afa. Ekki sé ég fyrir mér að hún sé að fara að torga þessu öllu ein. Eða ég. Kannski kemur Hartmann litli og Siggi í mat, eða einhver annar. Hver veit?

Ég hef tekið eftir miklu röfli um slæmar merkingar undanfarið. Það þurfti einhver að deyja til að koma af stað umræðu um það. Hver þorir að veðja að merkingar muni ekkert batna í framhaldinu? Það verður bara umræða, held ég, og svo breytist ekkert. Mig vantar betri merkingar. Allstaðar. Sum hús eru ekkert merkt. Sum eru merkt með frímerkisstórum spjöldum sem eru að auki falin bakvið útiljósin - eða í myrkri. Hvernig á ég, eða nokkur annar að sjá dökkblátt spjalt með einhverjum pínulitlum tölum á sem er sett á grásvart hús á einhverju dimmu horni? Einhver?

Götumerkingar er annað: afhverju er eins og það sé ætlast til að maður aki alltaf inn í götu úr ákveðinni átt? Afhverju eru helv. merkin ekki þar sem þau sjást úr báðum áttum?

Og hvað með merkið þarna sem á stendur "Þorlákshöfn"? Afhverju er það staðsett þar sem það er? Hvernig væri nú að hafa það svona kílómetra nær Reykjavík? Svona svo menn sem hafa aldrei ekið þarna um áður viti í hvaða átt þeir eiga að beygja.

Það er margt sem við getum lært af Ameríkönum. Umferðarmerkingar eru eitt af því.

***

Það er greinilega gúrkutíð. Um daginn kom einhver frétt frá bifröst. Þar var maður sakaður um "eitthvað" - ég lýg því ekki, það kom aldrei fram hvað það var - og svo voru miklar og mjög svo Varis Dírí-legar umræður um þetta "eitthvað", sem var mjög "einhvernvegin".

Ég hlustaði á þetta í bílnum og skildi ekkert. Svo var ég að fylgjast með fréttum með ömmu í gær, og enn kom þetta ekki-mál upp, og viti menn: Engar upplýsingar! Fréttir eru svolítið svona. Það þarf að giska. Stundum fær maður upplýsingar af vefnum í gegnum aðra fréttamiðla, t.d. þegar Ísrael-Palestínu málið er annarsvegar, en stundum ekki. Ég hef ekki nóg infó til að mynda mér aðra skoðun en þá að þetta sé eitthver filler hávaði.

Frjálslyndir vs. allir hinir er annað sérstakt dæmi: við fáum allar upplýsingar í hendurnar beint úr kúnni, en það er eins og enginn skilji þær. Hvernig fá allir út að það sé verið að stunda eitthvert kynþáttahatur? Það er ekkert í gefnum forsendum sem styður það. Allt þetta hróp um kynþáttahatur virðist þó tvíeggjað, því nú styðja allir opinberir kynþáttahatarar á landinu þennan flokk.

Fjölmenningarhyggja og Pólitísk rétthugsun, hvert mun það fara með okkur? Við getum lært af Ameríkönum (Og Bretum, og Frökkum, og Dönum, og svo frv.) hvað það gerir. Ekkert gott. Það er ekki kynþáttahatur, það er raunsæi. En það eru svo fáir raunsæir.

***Allir segja að kvikmyndin "Mýrin" eftir samnefndri bók sé mjög góð. Nú er mig farði að gruna að þar sé á ferðinni versta kvikmynd ever, byggt á því hvað mér hefur fundist um aðrar kvikmyndir sem svipað hefur verið sagt um:

"Með allt á hreinu" var sú kvikmynd sem fékk mesta aðsókn árið 1817, þegar amma var ung. Allir segja að það sé alveg frábær mynd. Ég sá hana, fannst hún langdregin og leiðinleg.

"There's something about Mary" er sögð fyndnasta kvikmynd ever. Sá hana. Ámóta fyndin og slappur spaugstofþáttur, með meiri áherzlu á sársauka. Má ég mæla með Japönsku kvikmyndinni "Audition" fyrir þá sem skemmtu sér mest. Mig grunar að þeim muni fynnast hún fyndin.

"Kill Bill" var úthrópuð sem besta mynd Tarantinos. Aha... neibb. "Pulp Fiction" er hans besta mynd ennþá. Þetta er eins og kvikmynd gerð af 14 ára krakka. Ég er ekki 14 ára. Á móti, þá er hún svo hæg að maður missir ekki af neinu þó maður bregði sér á salernið á meðan hún rúllar í gegn. Ég meina það, ef allir hefðu talað á venjulegum hraða hefði myndin styst um minnst hálftíma. Ef þetta er snilld, þá get ég tekið plottið úr heimsfræga stórvirkinu "Bambó" og gert úr því 3 klukkutíma epic í 2 pörtum með því einu að láta alla tala hægar. Jess! Ég verð fokking ríkur!Svo eru myndir sem miklir fordómar eru fyrir en hafa komið þokkalega út fyrir mig:

"Börn náttúrunnar" mætti hugsuninni "ef það er tilnefnt til óskarsverðlauna er það varla gott" sem er alveg réttmæt hugsun með hliðsjón af fyrri reynzlu. Málið er, að það er bara fyrsti hálftíminn sem er svolítið slappur - jafnvel kvalafullur, en svo breytist þessi mynd í súrrealíska grínmynd sem er svo fáránleg og skrítin að það er ekki hægt að gera grín að henni. Það var reynt, en orginallinn er miklu fyndari.

"Waterworld" er þrusugóð. Ekki er mér ljóst af hverju hún kostaði svo mikið í framleiðzlu, þó ég geri mér grein fyrir að það kosti eitthvað að halda svona ruslahrúgu á floti. Samt - B-mynd sem kostar 200 milljón dollara í framleiðzlu? Og hún er miklu skemmtilegri en Titanic. Það sekkur meira, það eru sprengingar, og flugvélar og menn með vélbyssur... hvað meira gæti maður viljað?

***

Var næstum búinn að klikka á þessu...Það er ekki kalt allstaðar í heiminum.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Dagur 252 ár 3 (dagur 982, færzla nr. 481):

þetta um daginn, og þá fór ég að velta fyrir mér hve raunsær þáttur CSI á skjá einum er í raun.

Ekki mjög. En það er ekki bara að kerfið hjá þeim virkar fullkomlega, nákvæmlega eins og það gerir ekki í raun og veru. Það vinnur líka skuggalega hratt. Hver þáttur virðist gerast á svona 2 dögum, kannski mest svona viku, en alltaf eru þeir búnir að framkvæma DNA rannsóknir bara strax. Eins og það sé eitthvað sem er bara klárað af fyrir hádegi.

Law and Order virkar betur. Þar segja þeir bara "fingraförin þín voru á þessu".

Annars horfi ég ekki á neitt sem er fyrir klukkan 22:00. Þannig slepp ég við alla þessa megrunarþætti. Maður sem er 65 kíló í fötum þarf ekki slíkt. Kobbi Bóndi er nú meiri steypan. Þátturinn um stelpuna sem er alltaf að detta í drullupoll gæti verið athyglisverður. Gleymum RÚV, ekki bara er dagskráin óttalegt krapp, heldur næst hún líka illa vegna loftnetsins.

Var annaras að leas gamla bók sem ég fékk lánaða úr safninu. Var geymd í lofttæmi og segulsviði sko. Segi kannski frá því seinna.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Dagur 248 ár 3 (dagur 978, færzla nr. 480):

Ég hef verið að velta svolitlu fyrir mér alltaf öðru hvoru:

Afhverju er kötturinn í Friskies auglýsingunni blár? Eru margir svona? Var hann kannski litaður blár fyrir þessa auglýsingu? Hvar fær maður svona bláan kött ef hann er ekki litaður?

laugardagur, nóvember 11, 2006

Dagur 247 ár 3 (dagur 977, færzla nr. 479):

Áhugavert: Um hættur þess að hita hlaupið of mikið.

Lítill steingerður Beavis finnst í Chile.

Lítið test sem segir hvar þú stendur í pólitík.Svona kem ég út úr því. Þá skulum við skoða hve mikla samleið ég á með þessum ferlegu flokkum sem eru að bjóða sig fram í kosningum eftir hálft ár. Gerum það með því að renna yfir hvernig D, B, F, VG & S kæmu út, miðað við hvað ég hef heyrt þá segja og séð þá gera, og setja það inn í þetta test:Sjálfstæðisflokkurinn er staðsettur cirka þarna. Þeir virðast á báðum áttum með hvort það á að styrkja innlend fyrirtæki, SUS vill lögleiða eiturlyf, flokkurinn ekki, þeir vilja hafa velferðarkerfi, en styrkja það ekki of mikið... þetta virðist koma nokkurnvegin rétt út.Samfylkingin er á svipuðum slóðum, nema með meiri áherzlu á ríkisafskifti. Þeirra ungliðahreyfing myndi til dæmis aldrei láta sér detta í hug að lögleiða eiturlyf.Þegar ég var búinn að setja inn gildin fyrir framsókn sá ég að það var tilgangslaust að setja inn gildin fyrir VG, þeir segja og gera sömu hlutina. Báðir vilja hömlur gegn innflutningi og styrkja innlend fyrirtæki með íslensku skattfé. Áherzlurnar eru bara svolítið aðrar - það, og Stalín er dauður og getur ekki lengur hringt í forystu VG til að segja þeim hvað þeir eiga að hugsa, sem er ástæða þess að þeir eru umhverfisverndarsinnar en ekki virkjanasinnar. Sami hlutirinn, Framsókn og VG. Þessvegna flýja gamlir stuðningsmenn Framsóknar til Vinstri grænna. Þessvegna stækkar VG þegar B minnkar. Þetta er svarið.

Ég tek eftir að enginn vill drafta neinn, enda er enginn her og því engar upplýsingar um það, og þeim er nokk sama hvað fullorðið fólk gerir við hvert annað í rúminu, þó mig gruni að þeir myndu reyna að stjórna því ef þeir gætu.

Í ljósi umræðunnar undanfarin ár held ég að þeir vilji allir eitthvað potast í hvað fjölmiðlar segja og gera, þó mismikið. Nefni ég þar helst áfengisauglýsingar, kæru á hendur Íslenska þjóðernissinnanum sem hélt því fram að það væri munur á negra í Afríku með prik í hendinni og venjulegum Íslending, og upphlaupum undanfarið í nafni pólitískrar rétthugsunar - nei, nefnum það sínu rétta nafni: skoðanakúgun.

Ég hef voða lítið data um Frjálslynda, en þeir kæmu sennilega út á svipuðum slóðum og Sjálfstæðisflokkurinn, jafnvel ofar, eða lengra til hægri, þó ég geti ekki verið viss. Það er svo erfitt að eiga við svo nýja flokka.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Dagur 246 ár 3 (dagur 976, færzla nr. 478):

Er það einhver kaldhæðni í mér að trúa þessu ekki? Eftir áramót þá verða svona fréttir alltaf mánaðarlega:

"Greiningardeild hefur tekist að koma í veg fyrir 3 hryðjuverk"

Enginn rökstuðningur, engar sannanir. Munt þú trúa því? Kannski flytja þeir inn nokkra múslima til að geta handsamað og geymt í einangrun í Örfyrisey, svona til að sýnast. Ég yrði ekki hissa á því.

Önnur sniðug frétt:

Allt í lagi þetta er ekkert fyndið, fyrr en það rennur upp fyrir manni að fólk á köku og byrjaði að æla í Uppsölum. Næst verður kannski sett upp frétt þar sem einhver drukknaði á fylleríi í Sundsvall.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Dagur 245 ár 3 (dagur 975, færzla nr. 477):

Það hringdi í mig í gær einhver aðili sem var að sníkja 5 sætið í einhverjum lista. hvað er eiginlega með það? Afhverju er ætlast til þess af okkur að við röðum þessu pakki inná lista eins og er forystusauðunum þóknanlegt?

Ég vil ekkert einhverja "paint by numbers" lista! grámenn, alltsaman.

***

Var að fylgjast með umræðunni sem spannst vegna þess að Frjálslyndir vilja ræða aðeins um alla þessa útlendinga sem við erum að fá til okkar. Þetta flæðir útum alla fjölmiðla núna. En mest þótti mér merkilegt hvar fordómalausasta umfjöllunin fór fram: Á Radíó-X!

Hvernig stendur á því að einu óvilhöllu aðilarnir í þessu máli eru einhver alternative-rock útvarpsstöð?

***

Ég var að hugsa, þegar Leynilega ríkislögreglan... ég meina greiningardeildin er búin að skandalisera alvarlega með sínar frjálsu valdheimildir (ég giska á að það líði ekki ár áður en grunur fellur á þá), verður þá hægt að leggja það batterí niður? Er það ekki komið til að vera, líkt og Lifrarbólga?

Ég held ekki.

***

Spádómur:

Niðurstöður komandi kosninga eftir sex mánuði verða svona:

D: 40%
B: 10%
S: 25%
F: 10%
VG: 10%
auðir og ógildir: 5%

Skekkjumörk þessarar spár eru svona 3-5% til eða frá.

Þetta fer svona, sama hvað þeir segja. Þó allir í D verði uppvísir af peningaþvotti, allir í S stundi barnaníð og allir VG séu brennuvargar, þá fá þeir samt svona mikið fylgi.

Vegna þess að þið eruð öll rollur.

mánudagur, nóvember 06, 2006

Dagur 242 ár 3 (dagur 972, færzla nr. 476):

Það valt bíll í hverfinu mínu í gær. Einhver kelling á Terranó-jeppa. Sá þegar hann fór á toppinn og rann tvo metra eftir götunni. Fór yfir á gulu, og lenti í árekstri við einhvern annan sem var líka að fara yfir á gulu. Mig grunar að það hafi nú verið rautt hjá henni.

Mjög áhugavert. Virðist hafa skrikað til, en leiðrétt sig of mikið. Heyrði höggið bara og leit við þegar hann var að fara á hvolf. Það brotnuðu allar rúðurnar nema ein: sú aftasta hægra megin.

Og svo sluppu allir óskemmdir.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Dagur 241 ár 3 (dagur 971, færzla nr. 475):

Las í fréttablaðinu í morgun pistil um hvernig má bera sig að til að verjast ofbeldi. Hér fer upptalning á þeim aðferðum og athugasemdir mínar við þær:

Að halda sig frá skemmtistöðum: líklegt að nokkur fari eftir því. Á móti sagði löggi að það væru voða mikið sömu mennirnir sem eru að láta berja sig, svo eitthvað í þeirra fari hlýtur að valda þessu.

Brosið bara, eða lyftið augnbrún og segið róleg: "Nú já," þegar einhver segir eitthvað militant við ykkur. Fasismi veldur ofbeldi. Ekki predika ykkar eigin vafasama siðaboðskap um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Það er svo gaman að lemja predikara.

Ég held að sumt fólk hafi mjög gaman af að láta lemja sig. Samkvæmt ritgerðinni hennar Sólveigar Önnu sem ég las hér um árið er orsök mikils hluta heimilisofbeldis einmitt það að kona hefur valið sér mann sem hún getur látið misþyrma sér. Ég er viss um að barðar eiginkonur allra landa fái mikið kikk út úr umræðunni núorðið, þar sem er sífellt verið að fordæma meðferðina á þeim. Þetta er tilfinningaklám fyrir þær, held ég. (Hafið uppá þessari ritgerð fyrst og lesið hana áður en þið farið að blása skoðunum út úr rassinum á ykkur.)

Það á ekki að vera einn á ferð.

Hmm? Alltaf er ég einn á ferð og oft um nótt... kannski er ég bara svona óárennilegur. Ég meina, ef þú værir siðblindur óþokki, hvort myndir þú frekar ráðast á stelpu sem væri ein á ferð, að læðast uppvið vegg, skimandi óttaslegin umhverfis sig með hendur í skauti, eða alveg eins stelpu sem væri alveg jafn ein, en gengi bein í baki og með bros á vör úti á miðri götu?

Hugsið aðeins um þetta.

Kallið á hjálp.

Hmm... Hafa þeir aldrei heyrt um Kitty Genovese? Það kom enginn að hjálpa henni.

Annað, ég tók eftir því hér í gamla daga að fólk kallar ekki á neinn eða neitt þegar það er verið að lumbra á því. Öskrin koma fyrst, en svo hljóðna þau. Nauðgarar, hafið það í huga: lemjið stelpuna í harðfisk og nauðgið henni svo, þá þegir hún. Þetta er ekki eins og í sjónvarpinu þar sem öskrin óma um allt.

Hlaupið í burtu.

Ágætt. En frá hverjum? Meðal kona hleypur miklu hægar en meðal karlmaður. Yfirleytt reyna fórnarlömb að fela sig, oftast inni á klósetti eða öðru herbergi sem þau vonast til að hægt sé að læsa. Stundum virkar það, stundum ekki. En ef hópur fólks er á eftir þér, er eins gott að það sé hópur af annáluðum lúserum, því ef þeri ná þér ertu núna þreyttur og í minna standi til að berjast en áður.

Það sem ég er að segja er: ef þið getið hlaupið í burtu, gerið það. Annars verður þetta flókið.

En ef löggan fer að ganga um vopnuð, og því verður svarað af bófum, þá deyjið þið bara þreytt.

Seinasta ráðið var að ráðast á veika bletti á árásarmanninum. Ég get satt að segja ekki mælt þeð því að þið sparkið í punginn á nokkrum manni, vegna þess að einfaldlega þetta virkar ekki eins og í bíó: sumir verða bara reiðari, og það viltu ekki.

Reyndu bara að enda ofaná, ná að bíta einhversstaðar í viðkomandi, og ef hægt er, bíta eitthvað af. Þeir segja að maður vilji ekki meiða andstæðinginn. Það er kjaftæði. Málið er að meiða hann sem mest, svo hann muni eftir þessu. Vandamálið er að þetta pakk er svo oft með stafróf af lifrarbólgum svo að það er ekkert óhætt að snerta það.

Þannig að ef þú sérð frammá bardaga, fáðu þér prik einhversstaðar, og reyndu að sveifla því eins hratt og þú getur fyrir framan þig. Mundu, að takmarkið er ekki að ekki meiða andstæðinginn, heldur þvert á móti að valda honum sem óbætanlegustum skaða.

Best er að hreinlega skjóta fíflið. Það er langáhrifaríkast. Hey, nauðganir og líkamsárásir eru færri allstaðar þar sem menn bera vopn á sér, og þeim fjölgar ef vopnin eru tekin af þeim.

Viljið ofbeldið í burt? Það er hverfandi eins og er, svo við þurfum engar áhyggjur að hafa af því. Uppgangur sko. Allir fá vinnu, líka glæpamenn, og það ber svo rammt að að flytja þarf inn Pólverja til að vinna í Bónus.

Viljið ofbeldið í burt? Minnkið ríkisafskifti svo við getum verið meiri elíta í heiminum, og látið Pólverja vinna fyrir okkur. Seljum RÚV, Póstinn og Símann til einkaaðila. Þannig ættu fleyri að verða ríkir. Það er það sem gerðist þegar bankarnir voru seldir.

Þannig verður ekkert eftir nema heimilisofbeldi, og það er skv. þeim heimildum sem ég hef enginn raunverulegur vilji til að hætta því. Yfirborðsvilji já, en það er bara klám, í rauninni.

Eða bjóðið uppá að bera skammbyssu í vasanum. Lord Byron var alltaf með tvær, eina í hvorum vasa. Þær ballanseruðu svo vel jakkann hans.

(Viðurkennið það bara, þið viljið ekkert ofbeldið burt, þið þurfið eitthvað til að hneikslast á, eitthvað sem þið getið skilið, eitthvað annað en nýjasta útspil Ríkisins sem þið skiljið bara ekkert. Svona nú, komið hreint fram.)

laugardagur, nóvember 04, 2006

Dagur 240 ár 3 (dagur 970, færzla nr. 474):

Allir vilja harðari refsingar. Af hverju? Hverju skilar það? Nú, dauðarefsing veldur því að við sjáum þrjótinn aldrei framar - nema einhver setju skrokkinn í krukku og geymi hann á safni.

En hvað um það. Nú ætla þeir að hækka refsingar við smávægilegum brotum eins og umferðarlaga brotum, af þeirri ástæðu að banaslysum, og slysum í umferðinni hefur fækkað hlutfallslega frá því 1980. Anno Domini 1980 þá fórust að jafnaði 20-30 í umferðinni á hverju ári, þó íslendingar væru færri en 250.000, en nú erum við fleyri en 300.000, og sama tala látinna. Það sér það hver maður að það er miklu meira!

2/3000 er miklu meira en 2/2500! Sko! 3000 er hærri tala en 2500! !!! #@*!!!

Og það er enn eitt átakið í gangi sem mun engu valda öðru en meiri ofsóknum á ökumönnum. (Í útvarpinu heyrði ég nefnilega að refsiramminn skuli þrengdur þannig að í stað þess að menn sleppi meða að aka á 100 þar sem hámarkshraði er 90 og 40 þar sem hámarkshraði er 30, þá má víst ekki muna meir en 5 kílómetrum.

Og hvað er rangt við það? Jú: hraðamælar í bílum eru sjaldan nákvæmir, og veldur þar ýmislegt, td dekkjastærð. Jafnvel á réttum dekkjum má búast við villu uppá 2 km. Segjum sem svo að þú sért úti að aka og þú heldur að þú sért á slétt 90. Þú gætir allt eins verið á 92. Innan ramma.

Nú færðu þér ný dekk, og þau eru 2 tommum stærri en gömlu dekkin, því þú sérð frammá snjóþungan vetur á fjöllum. Nú kemst bíllinn allt í einu miklu hraðar, en mælirinn sýnir enn 90 - þó þú sért í raun á 95. Þá má ekki mikið útaf bera til að þú veriðir böstaður af löggunni. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að venjulegur analog hraðamælir gefur í raun bara hraða í 10 km bilum, svo ef þú sérð hann ekki frá alveg 100% réttu horni getur skeikað, og gerir það oft. Þannig að þú laumast yfir 96... og voila, löggan sektar þig um allt að 110.000 krónum, og gæti gert bílinn upptækian til heimilis og einkanota fyrir sig.

Má ég benda á að síðustu 3 banaslys hafa ekkert með hraðakstur að gera? Sennilega ekki, en ég ætla samt að gera það: síðustu þrjú dauðsföll í umferðinni komu hraðakstri ekkert við! Hættið að ofsækja okkur! Við hegðum okkur betur en forfeður okkar! Við erum fleyri nú en völdum ekki fleyri slysum!

***

Róbert Marshall sendi mér skeyti. Hann er í samfylkingunni. Sá auglýsingu samfylkingarinnar í vaktinni, þegar ég var hjá ömmu í gær að ræða við hana um ástandið á miðöldum. Ég tók eftir því að á listanum eru 2 fótboltamenn.

Aha... fótboltamenn kunna svo vel að fara með almannafé. Einmitt.

Nei, ég þverneita að kjós samfylkinguna. Ég sé nefnilega hvað þeir bjánar hafa stjórnað borginni. Ég get séð það á vegakerfinu. Allstaðar þar sem umferð hefur aukist undanfarin 10 ár (sem er allstaðar) hafa þeir tekið uppá því að þrengja göturnar. Ekki veit ég hvernig það á að liðka fyrir umferð, og mig grunar að þeir geti ekki útskýrt það sjálfir.

Hver er sagan á bak við þetta bílastæði/hjólabraut þarna um hlíðarnar? Hvað á það að þýða? Ég er ekki að segja að hlíðarnar séu eitthvað frábærlega vel skipulagt hverfi frá upphafi, þvert á móti, það hefur bara verið gert verra með þessu. Eins er þessi runni þarna sem var settur milli akreina þarna við Langholtsveginn. Einmitt þegar þurfti að hafa þann veg 4 akreinar.

Og þessi þvæla með hringbrautina... og þetta röfl um stokka... þetta eru fífl. Allt saman. Afhverju veljast bara fífl í pólitík? Og afhverju þurfa þau alltaf að fikta í umferðinni? Hvers eigum við að gjalda?

Hvað sem þið gerið, kjósið eitthvað annað! Þeir væru vísir til að skafa malbikið af þjóðvegunum og mjókka brýrnar aftur ef þeir komast til valda um allt land. Það væri sambærilegt við hegðun þeirra í Reykjavík.

Og nei, ég held ekki í alvöru að R-listinn sé eitthvað annað en Samfylkingin undir öðru nafni. Hundaskítur er alltaf hundaskítur, þó þú spreyir hann grænan og kallir hann Ingibjörgu.

Amen.

föstudagur, nóvember 03, 2006

Dagur 239 ár 3 (dagur 969, færzla nr. 473):

Ég tek eftir því að nú er farið að fækka þeim hlutum sem maður getur gert við fólk. Nú er nefnilega til siðs að vinna gegn fólki. Sko:

Það er aldrei talað um að brjóta á mönnum rétt. Það er brotinn gegn þeim réttur. Ekki veit ég hvernig, hvort staðið er fyrir framan menn og réttur brotinn fyrir framan þá eða hvað, ég er ekki viss.

Svo er ofbeldi alltaf farið að snúast gegn hinum og þessum. Hvenær nákvæmlega hætti fólk að berja á hvort öðru, og byrjaði að berja gegn hvert öðru?

Sko, fólk lemur hvert annað, eða lætur höggin dynja á hvort öðru. Það að berja gegn öðru fólki er þegar maður stendur fyrir framan það og slær vindhögg í átt til þess. Það er það sem það merkir. Að berjast gegn öðru fólki er annað mál, en það er að hindra það í að koma yfir á okkar svæði.

Í gær heyrði ég svo Helga Hjörvar tala um ótta gegn útlendu fólki. Mér féllust hendur, og það lá við að ég keyrði gegn ljósastaur, svo var ég gáttaður gegn þessari orðnotkun. Maður er hræddur við eitthvað, það er gjörsamlega ómögulegt að vera hræddur gegn einhverju. Ég get a.m.k ekki ímyndað mér hvernig það fer fram.

Ofbeldi gegn konum, mótmæli gegn XXX, ótti gegn útlendingum... hvað verður það næst? Veiðar gegn hvölum? Djöfulsins!

Svo er náttúrlega það sem fólk gerir gegn borgun, en hvað þýðir það núorðið? Þegar einhver mætir til þín og bíðst til að slá lóðina hjá þér gegn greiðzlu, þá er viðkomandi ekkert að meina að hann ætli sér að hindra borgun á lóðinni þinni eða af henni né heldur vill hann berja greiðzlu á þínu svæði. Hann vill fá greitt fyrir að slá grasið. Það er rétt merking.

Það sem ég er að reyna að segja við ykkur, krípin ykkar, er þetta: Talið fokking Íslensku! Við getum ekkert ætlast til að allir þessir Pólverjar og Tælendingar sem eru alltaf að flytja til okkar tali málið ef við kunnum það ekki einusinni!

Hverskonar fífl vaða eiginlega uppi í fjölmiðlum?

Úr blöðunum:

Ég sá að það hefur komið til stympinga á vellinum. Það er nefnilega alveg rétt að það er strangt til tekið bannað að flytja ofur-ölvi fólk með flugi. Maður veit ekkert hvað það gerir; hvort það verður vitlaust og ætlar út yfir hafi, eða hvort það ælir yfir hina farþegana. Það virðist samt sem þetta hafi ekki verið sumum ljóst. Meira segja á þjóðhátíð hef ég séð fólk kyrrsett þar til nægjanlega var runnið af því.

Og hvað þarf oft að segja við fólk að standa ekki úti á miðri götu?

***Klámvæðingin... verð að halda í við hana.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Dagur 238 ár 3 (dagur 968, færzla nr. 472):

Fór í bíó í Stúdentakjallaranum um daginn. Horfði á hina merku, en afar lélegu kvikmynd Suspiria. Aftur. Það þarf að horfa á svona myndir tvisvar.

Allavega: sama soundtrack og í Harry Potter myndunum, svipað plott: stelpa fer í sérstakan skóla sem er rekinn af nornum til að læra ballet (sic). Nemendurnir eiga það til að deyja á hræðilegan og kvalafullan hátt ef þeir gera eitthvað vitlaust.

Kunnuglegt? Hogwartsskóli, augljóslega. Engir drekar þó.