þriðjudagur, júní 30, 2009

Dagur 117 ár 5 (dagur 1942, færzla nr. 810):

Þá hafa fjölskildumeðlimir mínir gerst sekir um að bjarga einhverjum úr sjónum. Sagan af því hljómar reyndar frekar óspennandi eins og þau segja hana, svo ég skal gera hana aðeins betri:

Þau Hólmfríður, Björn Virgill & Bjarni voru á ferð í hriplekum bát sínum, sem varð að blása í alltaf jafnóðum svo hann sykki ekki, í miðju þrumuveðri þegar þau rákust á mann sem svamlaði í sjónum umkringdur hákörlum sem glefsuðu til hans. Maðurinn barði þá af sér með ár sem hann hafði meðferðis, en hún var farin að minnka eitthvað eftir öll hákarlabitin, og þetta var farið að líta heldur illa út.

Þau sigldu til mannsins og kipptu honum uppí. Það var þá er Sjóræningjarnir birtust! Og þeir eltu þau, alveg þar til Geimverurnar komu siglandi... á geimskipinu sínu. Og það sló í mikinn bardaga á milli þeirra, svo Hólmfríður, Björn & Bjarni og náunginn þarna gátu laumast í land.

Miklu betra.

En þá að kvikmynd kvöldsins.

En fyrst: treiler.



Accion mutante

Og svo Radarmenn frá tunglinu, fimmti þáttur:



Þar höfum við það.

föstudagur, júní 26, 2009

Dagur 113 ár 5 (dagur 1938, færzla nr. 809):

Höldum bara áfram:



Repo: the genetic opera. Yup. Þetta er ópera.

Og þá að Radarköllunum frá tunglinu:



Ég veit ekki hvað þeir voru að hugsa þegar þeir skelltu þessum titli á þessa þáttaröð - það er enginn radarmaður í þessum þáttum. Ekki einn. Jæja...

þriðjudagur, júní 23, 2009

Dagur 110 ár 5 (dagur 1935, færzla nr. 808):



Red Sand

Radar men from the moon, 3 þáttur:



Dum dum dum!

laugardagur, júní 20, 2009

Dagur 107 ár 5 (dagur 1932, færzla nr. 807):

Trailer:



Legend of Zelda. (Ekki bíða eftir þessari.)

Radar men from the moon, annar þáttur:

miðvikudagur, júní 17, 2009

Dagur 104 ár 5 (dagur 1929, færzla nr. 806):

Þá er komið að því: kvikmynd kvöldsins. En fyrst, treiler!



Dead Snow.

Bara einn, því kvikmynd kvöldsins er Republic seríal, og verður tíndur til hér eftir í allt sumar. Eða á meðan byrgðir endast.



Radar men from the moon.

Titillinn meikar engan sens, plottið fjallar um geimmenn, tunglið, fólk sem sleppur alltaf fyrir horn og gaur sem getur flogið með svona djettpakki, sem er svo háþróað að það hefur bara 2 stillingar: hratt/hægt & Upp/niður.

Fokk je!

sunnudagur, júní 14, 2009

Dagur 101 ár 5 (dagur 1926, færzla nr. 805):

Hundurinn er orðinn eitthvað hægfara. Og hún stoppar mjög lengi við sum horn - lengur en venjulega.

Þetta er sennilega eins og þetta með ömmu og kjötborðið í nóatúni - Amma stoppaði alltaf extra lengi við kjötborðið, til að horfa á nýrun og lifrarnar og láta einhvern hræra í farsinu. Hundkvikyndið hefur ekki aðgang að neinu kjötborði, en í staðinn hefur það þessi horn, þar sem dýr af öllum stærðum og gerðum hafa létt á sér.

Voða gaman í langan tíma.

***

Það fer hlýnandi. Bráðum verður svo hlýtt að vindkæling hefur ekkert að segja. Það verður bara volgur vindur. Svona eins og á spáni - eða fyrir aftan þotuhreyfil.

sunnudagur, júní 07, 2009

Dagur 94 ár 5 (dagur 1919, færzla nr. 804):

Boltamenn kalla Makedóníumenn Makedóna. Á sama hátt kalla þeir Mexíkana Mexíkóna. Af hverju? Nú eru þessir "Makedónar" engir annálaðir séntilmenn svosem, en er þörf á að kalla þá dóna á landsvísu?

Hvaða landsmenn verða næstir? Spánverjar? Þeir yrðu kallaðir Spánar, nú, og Austurríkismenn Austurríkir. Svo yrðu Svíþýðingar, Svissar, Noregingar, Montenegrar og Bretlandar.

Spái ég.

föstudagur, júní 05, 2009

Dagur 92 ár 5 (dagur 1917, færzla nr. 803):

Hér er nokkuð sem enginn tekur mark á:

we might also consider the possibility that some drivers have caused accidents precisely because they were wearing seat belts.

This counterintuitive idea was introduced in academic circles several years ago and is broadly accepted today. The concept is that humans have an inborn tolerance for risk—meaning that as safety features are added to vehicles and roads, drivers feel less vulnerable and tend to take more chances. The feeling of greater security tempts us to be more reckless. Behavioral scientists call it "risk compensation."


Now researchers are positing a risk compensation corollary: humans don't merely tolerate risk, they seek it; each of us has an innate tolerance level of risk, and in any given situation we will act to reduce—or increase—the perceived risk, depending on that level.

Hvað þýðir þetta? Jú, munið hvernig fjöldi alvarlegra umferðarslysa jókst eftir að farið var að halda hraðanum niðri með harðri hendi? Þetta er ástæðan.

Meira tjón fyrir samfélagið.

Það er fullt af mannlegri hegðun sem er gerð skaðleg á þennan hátt. Verið að reyna að potast eitthvað í fullkomlega eðlilegri hegðun sem er lítillega pirrandi í augum gamalla, hræddra húsmæðra á öllum aldri og af báðum kynjum, með slæmum afleiðingum fyrir alla.

Bannárin fóru svona. Drykkja versnaði. Núverandi bann á neyzlu (merkilegt nokk, LÖGLEGRA fíkniefna - ó já, þú getur fengið amfetamín löglega) er byggt á þessari hugmynd: bönnum það, gerum það erfitt, og heimurinn mun batna. Ja, ef meira ofbeldi, fleiri innbrot og aukin ásókn í eiturlyf eru merki um betri heim... þá hefur heimurinn sko aldeilis batnað.

Það þarf að breyta aðeins um taktík. Prófa eitthvað nýtt. Eitthvað sem er ekki beinlínis skaðlegt. Það verður samt ekki gert.

Skaðlegt er hagvöxtur.