mánudagur, desember 28, 2009

Dagur 299 ár 5 (dagur 2123, færzla nr. 858):

Jæja, þá eru að koma áramót. Ætli ég gleðji þá ekki fólkið með þessari mjög svo æðislegu kvikmynd:

Þessi ræma var gerð 1993-1994, minnir mig. Hún var 27 mínútur, eða lengri. Man ekki nákvæmlega. En hvað um það, ég stytti myndina allverulega. Það tekur enginn eftir því; það sem ég fjarlægði voru kreditlistar (þeir eru stórlega allt of langir í þessum myndum) og meira en 5 mínútur af þeim kumpánum Bogga og Bjarka bara að labba í hringi um bæinn.

Annað sem ég gerði var að setja epískt sándtrack (AKA óviðeigandi músík) undir hér og þar. Tónlistin er, fyrir þá sem kæra sig um þær upplýsingar: Carnival overture op 92 eftir Dvorak, spilað af USMC band, Highway Blues eftir Marc Seales (fylgdi með tölvunni) og 9 simfónía Beethovens (fylgdi líka tölvunni).

Myndin er ekki í bestu gæðum. Það er vegna þess að hún var tekin upp á 8mm, færð yfir á VHS með myndbandstæki í gegnum SCART, þar var hún lageruð í 10 ár eða meira, eða þar til ég lét setja hana á disk og fór að fikta í henni.

Kostnaður við gerð myndarinnar var ekki reiknaður saman, en ef maður ætlaði að borga fyrir eina svona mynd... þá ætli það væru ekki 1000 krónur. Filma, sprengiefni, bensín. Þið vitið.

Hvað um það, hér er hún, en fyrst! Treiler! (Því það verður að vera treiler.)



Já...

Utan úr Geimnum. 1994.

Alien movie from asgrimur hartmannsson on Vimeo.



Þessi mynd mun aldrei græða upp í kostnað.

miðvikudagur, desember 23, 2009

Dagur 294 ár 5 (dagur 2118, færzla nr. 857):

Annað jólalag:



Gleðileg jól.

sunnudagur, desember 20, 2009

Dagur 291 ár 5 (dagur 2115, færzla nr. 856):

Þessi er góð:



Þetta er úr japanskri sjónvarpsseríu sem heitir Nekomimi Kaibutsu... eða eitthvað svoleiðis. Þættirnir eru ekki nema 5 mínútur hver, og voða ójafnir að innihaldi og gæðum.

Þetta er örugglega til með texta einhversstaðar, en þennan ákveðna þátt þarf ekki að hlusta á til að skilja.

þriðjudagur, desember 15, 2009

Dagur 286 ár 5 (dagur 2110, færzla nr. 855):

Kvikmynd kvöldsins aftur, en fyrst:

Treilerar:



Wild zero. Kvikmyndin þar sem einskonar Singapore Sling hljómsveit berst við zombíur, og það kemur eldur út úr gjörsamlega öllu.



Zombie vs. Ninja. Já, alvöru kvikmynd.



Riki oh.

Og Kvikmynd kvöldsins:



Street Fighter, frá 1974, með Sonny Chiba. AKA: "Gekitotsu! Satsujin ken" sem þýðir eitthvað allt annað.

Þetta er ágætis slagsmálamynd. Mæli með því að þið fáið ykkur popp á meðan.

laugardagur, desember 12, 2009

Dagur 283 ár 5 (dagur 2107, færzla nr. 854):

Þessi mynd er svolítið mögnuð:



AK-47 bolta riffill. Merkilegt mix, þetta.

mánudagur, desember 07, 2009

Dagur 278 ár 5 (dagur 2102, færzla nr. 853):



Ég skil ekki alveg þessa mynd.

***

Hvað um það. Það eru að nálgast jól, og eins og gefur að skilja er þá kominn tími til að spila nokkur jólalög. Svo hér kemur eitt alveg einstaklega jólalegt til að koma okkur í rétta fílinginn:



Annihilator. King of the kill.

Jóla.

fimmtudagur, desember 03, 2009

Dagur 274 ár 5 (dagur 2098, færzla nr. 852):

Hey, Illugi á afmæli í dag. Hmm... setjum nokkur Illuga-leg vídjó inn:



Byssukúlur að lenda á hlutum, tekið upp milljón rammar á sekúndu.



Ekkert stoppar hið máttuga 7.63X39... nema 23 cm af sandi.



9mm vs .357 vs .44mag vs .460 vs .500



Illugi sjálfur. Og Davíð. 1993, held ég. 16 ára mynd. Já, ég setti á þetta mjög kung-fu legan titil. Hann á vel við.

þriðjudagur, desember 01, 2009

Dagur 272 ár 5 (dagur 2096, færzla nr. 851):



Þetta tók 30 daga. Og leit svona út:

sunnudagur, nóvember 29, 2009

miðvikudagur, nóvember 25, 2009

Dagur 266 ár 5 (dagur 2090, færzla nr. 849):

Allt í lagi, af hverju eru 7 mismunandi tegundir af sjampó niðri í sturtu? En hvað með þessar 5 tegundir af hárnæringu? Og hvað er "sturtugel?"

Kenning:

Sumir nota eitt sjampó ár hárið á höfðinu, og eina gerð á hárið undir vinstri hendinni, aðra á þau undir hægri hendinni og þar fram eftir götunum. Það gæti verið. Sami díll með hárnæringuna.

Sturtugel... pass. Dettur helst í hug að það sé sett á sturtuna einhverntíma. Eða inn í sturtuhausinn. Það er mjög sniðugt. Freyðir dáldið.

***

Svo var það þetta merkilega te sem mamma fjárfesti í. Ég skoðaði innihaldslýsinguna. Teið inniheldur allt milli himins og jarðar til bragðbóta... nema te.

Það eru pipar, kardimommur og negull í því, en ekki te. Ekki eitt. Það er lakkrís, kanill og túlipanablöð í því, en ekki te.

Magnað alveg.

Svo bragðast það eins og svona tyrkisk peber.

miðvikudagur, nóvember 18, 2009

Dagur 259 ár 5 (dagur 2083, færzla nr. 848):

Jæja. Enn og aftur er komið að... treilerum:



Svo þetta er ekki treiler. Þetta yrði líka mjög stutt kvikmynd.



Repo! The genetic opera. Sem er ópera.



Happiness of the Katakuris. Nákvæmlega jafn bjánaleg og treilerinn gefur til kinna.



Code Geass. Þáttaröð. Betri en hún lítur út fyrir að vera.

Og kvikmynd kvöldsins: Pulgasari, frá 1985.



Já. 1985. Ekki 1973.

Sko... þetta er Norður Kóreisk kvikmynd. Þeir fóru sérstaklega til Suður Kóreu til þess að ræna leikstjóranum. Eitthvað af leikaraliðinu er líka svoleiðis til komið. Þeim tókst einhvernvegin að plata einhverja Japani til að taka þátt í kostnaðinum, sem er líklega eina ástæðan fyrir að við sjáum þessa mynd. Vegna þess að þegar þeir horfðu á hana tilbúna sáu þer að hún meikaði engan sens og neituðu að sýna hana.

Á endanum tókst japönunum með nöldri að fá myndina sýnda - 10 árum síðar - þeir þurfti það til að fá eitthvað af peningunum til baka. Eitthvað segir mér að það hafi gengið hálf erfiðlega.

Hvað um það: plott: Hinn Illi kóngu vill allt járn í landinu til að búa til vopn fyrir herinn, svo auðvitað býr járnsmiðurinn til skrímsli sem borðar járn.

Mmm...

Fokk it. Það er fokking huge skrímsli, það stompar einhverja random höll, það er nóg.

sunnudagur, nóvember 15, 2009

Dagur 256 ár 5 (dagur 2080, færzla nr. 847):

Ég rakst á þessa mynd um daginn. Eða reyndar leitaði ég þessa mynd sérstaklega uppi vegna þess að ég sá þessa fíguru (þær voru 4, mjög svipaðar, allar eins merktar).

Ef þið horfið mjög vel á hana, þá sjáiði hvað hún er að gera hérna.

Ég ætla að vona að ég þurfi ekki að benda á þetta fyrir ykkur.

Þetta er karakter úr Umineko no naku koroni. Reyndar einn af bjánalegri karakterunum. Það er enginn skortur á sérkennilega útlítandi karakterum í þessu þáttum.

Plottið er einhvernvegin þannig að 18 manns fara á einhverja eyju. Svo byrjar einhver að drepa þau, eitt af öðru og/eða í hópum. Aftur og aftur og aftur forever.

En það útskýrir ekki af hverju þessi stelpa með bláa hárið og rauðu augun er með Íslenska fánann á hendinni. Ég veit það ekki. Af hverju er hún ekki með Sænska fánann, eða þann Albanska. Þjóðfáni Íslands birtist á fleiri stöðum í þessu. Veit ég ekki af hverju. Bara út af lúkkinu? Eða er landkynning byrjuð að skila sér á ófyrirséðan hátt?

Kannski má búast við meira svona í framtíðinni. Anime karakterum í Íslensku fánalitunum af engri sérstakri ástæðu.

Veit ekki.

fimmtudagur, nóvember 12, 2009

Dagur 253 ár 5 (dagur 2077, færzla nr. 846):



YMO. "Rydeen." Ég held að þú eigir að kannast við þetta ef þú hlustar á Bylgjuna á laugardögum.

Nóg af svona hljómsveitum sem heita 3 stafa nöfnum: ELO, PHD, XTC, Yes, OMD... Nú og GCD.

laugardagur, nóvember 07, 2009

Dagur 248 ár 5 (dagur 2072, færzla nr. 845):



OMD - souvenir

Fínn bíll. Karmann Ghia, held ég.

föstudagur, október 30, 2009

Dagur 240 ár 5 (dagur 2064, færzla nr. 844):

Það kemur að því að rafbílar fara að fást. Ég spái því að þeir muni allir líta eins út, þ.e. eins og afkvæmi hamsturs og bólgins nýra, og þeir munu allir verða gráir á litinn, en mis-gráir til að þekkjast í sundur.



Með heppni verður bíll framtíðarinnar bara 35% ljótari en þessi.

En hvernig veit maður þá hvar bílinn sem maður ekur er framleiddur? Jú, ég get hjálpað:

Rafbíllinn þinn r sennilega amerískur ef:

Rafmagnsdótið inni í bílnum (sat-nav, rúðuupphalararnir, loftljósin osfrv)notar meiri orku en vélin.
Þú getur komið IKEA húsgögnunum inn í hann. Samsettum.
Það myndast dularfullur olíupollur þar sem þú leggur honum yfir nótt.

Rafbíllinn þinn gæti verið Ítalskur ef:

Hann virkar ekki.

Rafbíllinn þinn gæti verið breskur ef:

Það kemur blár reykur úr honum. Og daginn eftir virkar hann ekki. Og svo myndast olíupollur...

Þýski rafbíllinn virkar mjög vel svona á pappírunum, en þú færð ekki að keyra hann út af einhverju bírókratísku vandamáli.

Rafbíllinn þinn er örugglega Franskur ef:

Hann gengur fyrir Diesel.

Rafbíllinn þinn gæti verið Rússneskur ef:

Hann er búinn til að miklu leiti úr blýi, það þarf aldrei að setja hann í hleðzlu og það er gríðarstór kassi aftan á honum sem þú veist ekkert um, nema að í notendaleiðbeiningunum stendur: Не беспокойтесь об этом. Выпей водки и забыть о нем.

Rafbíllinn þinn gæti verið japanskur ef:

Það er ekkert að bílnum per se, en í hvert skifti sem þú ferð út að keyra ræðst zaku á þig.

Það fylgdi með honum afar krípí vélmenni sem þráir ekkert heitar en að hreinsa úr eyrunum á þér með eyrnapinna.

þriðjudagur, október 27, 2009

Dagur 236 ár 5 (dagur 2061, færzla nr. 843):

Topp 10 vísbendingar um að þú horfir á of mikið af anime:

1: þú heldur að stelpan sem þú nefbraust þegar þú skallaðir hana í andlitið þegar þú hljópst í hugsunarleysi fyrir horn sé nú kærasta þín.

2: þú ert að horfa á einn af þessum "greatest ever" þáttum á Discovery, og ferð að velta fyrir þér af hverju það er ekki einn svoleiðis um risa-vélmenni.

3: þú ferð á rakarastofu til að láta lita hárið á þér, og litirnir sem koma til greina eru: svart, ljóst, rautt, brúnt, fjólublátt, blátt, bleikt og grænt. Og þú ákveður að velja ekki ljóst, því það er eitthvað svo ónáttúrulegt.

4: Þú hefur verið að fylgjast með hernaðinum í Afganistan, og skilur ekki af hverju kaninn sendir ekki inn mecha-sveitirnar sínar.

5: þú talar ekki japönsku en endar samt allar setningar á "nano desu."

6: þú neitar að sætta þig við að Moe Szyslac sé "moe," þó hann heiti það.

7: þú heldur að "Yuri Andropov" sé lesbíu-bar með vélmenna þema.

8: þú neitar að fara í bólusetningu vegna H1N1 vegna þess að þú heldur að það sé samsæri til að breyta þér í vélmenni.

9: kunningi þinn sýnir þér sniðuga asíska tattóið sitt, og þú sérð strax að það snýr öfugt.

og númer 10: þú ert að spila Ólsen-Ólsen, og andstæðingur þinn setur niður laufa gosa á hjarta gosann. Þá stendur þú upp, tekur spaða-áttuna upp úr vasanum og sveiflar henni fram, hrópandi: "HAHA! ÉG er með LAUFA-ÁTTUNA! Hún fannst við fornleyfauppgröft í Egyptalandi og býr yfir dulmögnuðum kröftum! Hún er búin til úr RISAEÐLUM! Og ÉG BREYTI Í HJARTA! In the name of the MOON! Hvað ætlar þú að gera við því!?! IN YOUR FACE!" Og skellir spilinu ofaná hin spilin.
Kunningi þinn hristir bara hausinn og setur út hjarta fjarkann. Hann er orðinn vanur þessu.

sunnudagur, október 25, 2009

Dagur 234 ár 5 (dagur 2059, færzla nr. 842):

Jæja, hvað er langt í að landið fari á hausinn? 2010? 2024? Ég hef nægan tíma, ég get beðið.

Sumir eru að spá því að Bandaríkin fari á hausinn, jafnvel bara á þessu ári. Byggt á einhverju. Jú, þeir skulda, sum fylki meira en önnur - Kalífornía nokkuð meira en flest. Önnur eru bara á góðri leið með að renna niður í þriðja heim. Þetta verður stór Brazilía eftir svona 50 ár. Með favelum og allt.

Við hinsvegar, við fáum að vera í kreppu smá stund. Lengur en Evrópa, sennilega. Við erum líka með verðbólguaukandi aðgerðir, fælandu burt fjárfesta og olíuleitendur og iðnaðarmenn.

Það er ekkert langt í meira hrun hjá okkur. Það verður þegar stjórnin kemst að því, empírískt, að fjárlögin eru byggð á draumórum en ekki raunsæi. Það sem þeim finnst að eigi að vera hægt, vs. það sem er hægt í alvöru.

Hér er mynd til að draga athyglina frá þessum ferlegu hugleiðingum:



Hugsum bara um að fara í sólbað.

þriðjudagur, október 20, 2009

Dagur 229 ár 5 (dagur 2054, færzla nr. 841):

Þá er komið að því aftur - þó það kæmi betur út á föstudegi: Kvikmynd kvöldsins. Eftir þessa treilera:



Stacy. Kvikmynd sem skoðar hvað gerist ef allar stelpur á milli 15-17 ára breytast skyndilega í zombíur. Og ég sem hélt að Saikano væri með dáldið absúrd plotti.



Six String Samurai. Er það bara ég, eða lítur þessi náungi út eins og Guðni?



Star Crash

Og kvikmyndin:



Death Rage, frá 1976, með Yul Brynner.

Ekki al-slæm mynd. Hún hreyfist stundum. Eins og síðasta kvikmynd kvöldsins er hún, ja, B-mynd. Það eru þarna einhverjir mafíósar með hatta. Verður að hafa svoleiðis. Svo keyrir einhver fyrir björg, sem er líka nauðsynlegt.

Poppið bara fyrst.

föstudagur, október 16, 2009

Dagur 225 ár 5 (dagur 2050, færzla nr. 840):

Er þá ekki kominn tími til að fara að undirbúa Páskana? Ég meina, sumir eru þegar búnir með jólaundirbúninginn, búnir að hrista rykið af jólaskrautinu og búnir að búa til smákökur. Þá er spurning að fara að huga að páskunum.

Hvað gerir fólk á páskunum? Jú, það borðar súkkulaði, tilbiður hænuunga og irriterar kínversk stjórnvöld með gulum borðum út um allt. Því eins og allir vita, þá kom Falun Gong með páskana.

Á sama tíma er kannski athugandi að byrja að undirbúa sprengidaginn. Það þarf að lagera kjötið aðeins svo það verði eins og í gamla daga. Það voru engar frystikistur þá.

Vissuð þið, að þegar amma var ung, þá voru gafflarnir til þess að halda matnum föstum til þess að hann skriði ekki af disknum á meðan maður var að borða hann?

Söguleg staðreynd.

þriðjudagur, október 13, 2009

Dagur 222 ár 5 (dagur 2047, færzla nr. 839):



Hmm... Lát oss sjá...

AK-47, M-16, FN-eitthvað, Mini-Uzi, .50 cal eitthvað, Walther PPK, CZ-75, RPG-7, eitthvað, Ford Cortina.

***



Ford Cortina MK III. Það var slatti af þessu á götunni svolítinn tíma. Það var voða markt MK þetta og MK hitt þá: Lincoln MK V, Toyota Mark II, osfrv.



Einfaldur bíll að innan og utan. Búnir til úr álpappír eins og allt annað þá. Þeir hættu að framleiða þá svona 1976. Entust að jafnaði í svona 8 ár, sem þýðir að síðustu eintökin fóru af götunni rétt fyrir 1990. Sem er svolítið gott.

Hmm... verstu bílarnir núna endast alltaf 10 ár. Ef maður nennir að teipa á réttum stöðum og veit hvar maður á að nota hamarinn.

föstudagur, október 09, 2009

Dagur 218 ár 5 (dagur 2043, færzla nr. 838):

Mikið er stelpan hennar Kristínar hárprúð. Eitthvað meira, og það væri hægt að vefja hana inn í þetta.

Til samanburðar er hér vídjó af Birni þegar hann var nokkurra mánaða:

mánudagur, október 05, 2009

Dagur 214 ár 5 (dagur 2039, færzla nr. 837):

Mamma sendi mér um það skeyti rétt fyrir 10:30 - tvö reyndar, með mínútu millibili - að Kristín væri búin að eignast afkvæmið sitt.

Ágætt.

Skála fyrir því á eftir.

Það þurfti tvö skeyti. Annað með broskalli.

föstudagur, október 02, 2009

Dagur 211 ár 5 (dagur 2036, færzla nr. 836):

Einn af þessum dögum mun hundurinn andast. Ég tek eftir því hvað hægir á tíkinni.

Þá er málið, held ég, að stoppa hana upp. Setja undir hana hjól, nokkra mótora á viðeigandi stöðum, og servóa. Hafa svo kvikyndið bara fjarstýrt.

Verður flott. Útfæri það betur seinna.

þriðjudagur, september 29, 2009

Dagur 208 ár 5 (dagur 2033, færzla nr. 835):

Af vefnum:



1959 Bel Air vs. 2009 Malibu.

Ég tékkaði, báðir bílarnir eru ámóta þungir. (~3400 pund) Báðir á 40 mílna hraða - þ.e 64 kmh, eða samanlagt 128 kmh.

Ef Bel Air hefði stýri sem leggst saman, og ramminn kringum framrúðuna sneri hinsvegin, þá væri hann jafn öruggur og Toyota Yaris ... Sem segir meira um Yaris en Bel Air, reyndar:



2009 Camry vs. 2009 Yaris.



Honda vs. Honda



Sama - nema með bílum frá 1971-2, og 1995. Þetta vídeo sýnir manni að hér í denn þá voru krumpusvæðin hinn bíllinn. Ambassador vs. Gremlin kom vel út. Ef maður á AMC, þá gengur maður í burtu frá svona. (Gremlin var/er unibody, og byggður á töluvert stærri bíl upprunalega.)

1959 voru engin belti, 1971 var hægt að fá þau. Árið '59 skifti það bara engu máli. Sjá mynd.



Þetta er 198X Holden Commodore (Opel) að keyra á vegg á 120 kmh. Þetta var gert til að prófa græjurnar, ekki til að prófa bílinn - sem var orðinn gamall þá...

Við nánari skoðun, þá sýnist mér að best se að aka bíl framleiddum eftir 1970, helst uniboddý (Chrysler, AMC, allir bílar núorðið), og aðeins stærri en hinn bíllinn. Ef það er ekki hægt - allt yfir 1200 kílóum er gott.

Og ekki keyra á neina steinveggi á 120.

laugardagur, september 26, 2009

Dagur 205 ár 5 (dagur 2030, færzla nr. 834):

Jæja, þá er laugardagur. Og þá er góður dagur fyrir þá sem ekki nenna að fara út á leigu og taka spólu, því það er komið að kvikmynd kvöldsins - og að venju byrjum við á treilerum, sem eru eins og allir vita nauðsynlegur hluti af því að taka spólu:



War-Gods of the deep.



Saishu Heiki Kanojo.



Pulgasari.

Og þá er það kvikmynd kvöldsins: Cold Sweat með Charles Bronson.



Mér er ekki fulljóst af hverju þessi mynd er public domain, en hún er mjög gömul, og það man enginn eftir henni. Reyndar þá held ég allt með Bronson sé gleymt nema Death Wish & Telephon.

Það gerir enginn svona myndir lengur.

Þetta er ekki alvond mynd, og torfæru-Opelinn er þess vrði að sjá að minnsta kosti einu sinni. Einu sinni var sena þar sem einhver keyrði lélegum bíl ofsalega hratt um hlykkjóttan fjallveg á annarri hvorri Rivierunni í þriðju hverri kvikmynd. Ekki lengur.

Ef fólk er ekki í stuði fyrir Bronson, þá er Saikano-ræman sem er treileruð hér fyrir ofan til á Jútúb... með spænskum texta.

miðvikudagur, september 23, 2009

sunnudagur, september 20, 2009

Dagur 199 ár 5 (dagur 2024, færzla nr. 832):

Það var ágætlega heitt í gær. Miklu hlýrra en ég bjóst við. Góður dagur til að plaffa aðeins á rafmagnstæki. Fékk nóg af þeim þegar það var hreinsað út úr geymzlunum um daginn.



Það var minna af fólki með hunda. Held að það hafi ekki fattað að það var svona veður. Yfirleitt er allt vaðandi í þessum kvikyndum, öll með sama markmið í lífinu: að verða fyrir bíl.

Af hverju velja þessi heimsku dýr annars alltaf að hlaupa yfir veginn rétt áður en maður ekur framhjá þeim? Hvað er eiginlega með það?

Kannski er bara ekkert gaman að vera hundur. Kannski bölva þessi kvikyndi manni fyrir að vera að bremsa. Hver veit?

föstudagur, september 18, 2009

Dagur 197 ár 5 (dagur 2022, færzla nr. 831):



Haukur Sveinsson lifir enn!

mánudagur, september 14, 2009

Dagur 193 ár 5 (dagur 2018, færzla nr. 830):

Skemmtilegt veður.

Góður tími til að hanga inni og gera sem minnst. Horfa á meiri teiknimyndir, spila tölvuleiki, sörfa netið...

Ég fæ hausverk af því.

Þá er einmitt málið að standa upp aðeins, fara niður og fá sér te. Horfa á krakkann hennar Guðlaugar elta hundinn og köttinn til skiftis.

fimmtudagur, september 10, 2009

Dagur 189 ár 5 (dagur 2014, færzla nr. 829):

Árið 1996 var stefnan heimsyfirráð. Eða amk yfirráð yfir skandinavíu. Ég held ekki að það væri verra fyrir íbúa skandinavíu - væri bara til bóta fyrir Íslendinga eins og er, ef ég tæki upp á einhverju slíku.

Hve erfitt væri það?

Norðmenn hafa aðgang að svona 1 - 2 milljón manns til að verjast, svíar hafa 1.7 - 3.4 milljónir. Sem sagt, 2.7 - 5.4 milljónir. Til að yfirbuga slíkt þarf svona 10 milljón manna her. Ég get fengið 27 milljón manns í Tælandi. (Undarleg skifting - 13 milljón karlar, 14 milljón konur. Skrítið... (og nei, þetta er ekki herinn per se, bara sá mannskapur sem á að vera "fir for service")) Get floodað pleisið með liði.

Á meðan leggur einhver Tæland undur sig, er ég viss um. Burma, til dæmis. Þeir hafa 18 milljón manns í þetta. Þá hef ég afsökun til að mæta þangað með liðið mitt - þarf bara helminginn af því þegar ég er búinn að leggja undir mig Bofors verskmiðjurnar og SAAB. Tek bara Burma líka. Gef Tælendingum sem borgun fyrir að taka skandinavíu.

Þetta að sjálfsögðu gerir ráð fyrir að Burma geri innrás. En þeir sem þar ráða eru nógu miklir skúrkar til þess, sérstaklega þegar helmingur landsmanna er að dunda sér við að gera innrás hinumegin á hnettinum. Ekkert eftir nema ellimenn og smábörn.

Vinn betur úr þessu seinna.

mánudagur, september 07, 2009

Dagur 186 ár 5 (dagur 2011, færzla nr. 828):

Jæja.

Þá er búið að klessa bílinn minn. Það var ekki mikið högg, en samt koma skruðningar þegar afturstuðarinn rekst utaní dekkið. Það hristist eitthvað til í gírkassanum líka, en það virðist hafa gengið til baka.

Virðist. Kannski verða eftirköst af þessu... Satt að segja er þynnra í bílnum en ég hélt - hann er skráður jafn þungur og Dodgeinn sem ég var á fyrir nokkrum árum. Ég bjóst við minna tjóni, byggt á því. En nei.

Ég þurfti þetta ekki. Nú á ég bara eftir að fá upphringingu frá tryggingafélaginu. Hvað bjóða þeir?

***

Svo var árgangsmótið. Fólkið eldist misvel, eins og gengur. Kannaðist lítillega við suma síðan seinast. Djöfull eru margir farnir upp á land.

Sólrún kennari úr barnó mætti. Hún hefur nú lítið breyst.

Ég vann eitthvað. Tók ekki eftir fyrir hvað hinsvegar. Ég var úti þegar það byrjaði - breytir ekki öllu.

Já. Sé þetta fólk aftur 2014. Þá mun eitthvað af því kannski koma frá Noregi.

þriðjudagur, september 01, 2009

Dagur 180 ár 5 (dagur 2005, færzla nr. 827):

Treilerar:



Street fighter



Caboblanco



Zardos. (Sagan segir að leikstjórinn hafi verið í vímu allan tímann. Sem gæti útskýrt ýmislegt.)

Þá er kominn tími á kvikmynd kvöldsins:

The Lost World, frá 1925.

Þetta er kvikmyndin þar sem risaeðla rústar London. Sem gerir þetta að fyrstu kvikmynd í sögunni þar sem riastórt eitthvað rústar borg. Seinna, eins og frægt er orðið komu Godzilla og félagar og hafa síðan rústað Tokyo alloft, sem gerir Tokyo að þeirri borg sem oftast hefur verið rústað af einhverju stóru. En London er fyrsta borgin til að verða fyrir slíku áfalli.

Tilbúin með poppið?

föstudagur, ágúst 28, 2009

Dagur 176 ár 5 (dagur 2001, færzla nr. 826):



Já. 2001 dagur síðan ég byrjaði á þessu. Vá. Og það líða 2.4 dagar milli færzlna. Hvernig ætli það verði við 3000 daga markið? Svipað? Líklega. 3 ár í viðbóð?

Á þessum tíma hefur ýmislegt gengið á. Jarðskjálftar... ísbirnir - raunverulegir og ímyndaðir - landið varð gjaldþrota eins og það lagði sig. Eftir 3 ár í viðbót - 1000 daga - spái ég því að landið verði enn á hausnum. Hagstjórnin er bara ekki betri en það Hefur aldrei verið, sýnist mér.

Ég skal segja ykkur hvað ég hef fyrir mér í því: við erum örfá, með helling af iðnaði sem græðir á tá og fingri (eða ætti að gera það ef allt væri með felldu) en samt hefur verið umtalsvert meiri verðbólga hér en allstaðar annarsstaðar í heiminum, að Zimbabwe undanskildu.

Nú er liðið byrjað að mótmæla aftur niðri á austurvelli. Sniðugt. Hefði mátt gerast fyrr. Og var reyndar fyrirsjáanlegt. Hélt fólk í alvöru að ÞETTA lið myndi laga eitthvað?

Hvar er annars þetta eldgos sem ég er búinn að vera að bíða eftir síðan fyrir 2001 degi? Eða lengur. Hvernig geta liðið næstum 5 ár án þess að það verði eldgos?

Ég er búinn að trassa þetta of lengi:

sunnudagur, ágúst 23, 2009

Dagur 171 ár 5 (dagur 1996, færzla nr. 825):

Hafiði séð þessar auglýsingar í sjónvarpinu þar sem einhver hoppar ofan af perlunni? Svo er sagt: "árekstur á 55 kmh er sambærilegur við það að detta ofan af perlunni."

Sem er rétt. Ef manni tekst að lenda í árekstri við steinvegg eða eitthvað sambærilegt á 55 kmh án þess að vera í bíl. Harry Potter gæti þetta á kústskafinu sínu. Klesst á FESið eða eitthvað.

Sko; sá sem hoppar af perlunni lendir á hellulögðu plani sem gefur nákvæmlega ekkert efir. Það getur vel verið banvænt - þarf ekkert að vera það, en líkurnar á að sleppa við beinbrot eru hverfandi. Ef maður keyrir á steinvegg á 55, þá er þessi metri af járni fyrir framan að dempa höggið talsvert. Það er töluvert minna banvænt, jafnvel þó maður hafi gleymt beltunum.

Í raun er árekstur (við bíl) á 55 kmh sambærilegur við það að aka bíl fram af perlunni, og lenda ofan í sundlaug. Að keyra í hliðina á bíl á 55 kmh er svo öllu minna högg. Vatn gefur ekki svo mikið eftir, sjáið til.

Í raun ætti þetta að vera:

Árekstur á 55 kmh er svipað eins og að hoppa ofan af perlunni ofan á hrúgu af kössum.

Hugsið aðeins um þetta.

föstudagur, ágúst 21, 2009

Dagur 169 ár 5 (dagur 1994, færzla nr. 824):

Í dag var góður dagur til að horfa á sjónvarpið. Versta var að það var ekkert í því. Og ég hélt það ætti að vera föstudagur.

Í gær var einhver kvikmynd. Menn á hestakerrum að keyra yfir ávaxtakörfur. Ja, eina ávaxtakörfu. Og það voru pýramídar. Verður að hafa pýramída. Það vantaði bara múmíur, og eitthvað almennilegt aksjón. Láta eina af þessum hestakerrum fara í svona corscrew-flip, og jafnvel springa í loft upp.

Það vantar alveg svoleiðis senur. Ég hef tekið eftir því. Man bara eftir einni í svipinn.

þriðjudagur, ágúst 18, 2009

Dagur 166 ár 5 (dagur 1991, færzla nr. 823):

Þá er eitthvað af fólkinu komið aftur. Og þeim er slétt sama þó kötturinn hafi soltið heilu hungri í meira en sólarhring niðri í dimmum kjallara.

Verra er með hundinn, sem missir rúmmetra af ári á viku, og enn ber ekkert á skallablettum. Þetta er ekki teppi í forstofunni, bara hundshár sem hafa verið tröðkuð niður. Við pössum uppá að snitta af þessu reglulega svo þetta sé ferkantað.

Og hvað á ég nú að gera af mér?

Sennilega bara það sama og venjulega... stefna að heimsyfirráðum.

laugardagur, ágúst 15, 2009

Dagur 163 ár 5 (dagur 1988, færzla nr. 822):

Ég fann köttinn. Málið var að þau vissu ekki hvar dýrið var þegar þau fór, en ypptu bara öxlum, og héldu af stað. Um kvöldið fór ég niður í kjallara. Þá fannst mér sem ég heyrði í kvikyndinu. Ég hélt það héldi bara til þarna undir einhverju. Svo ég hafði engar áhyggjur af því.

Svo fór mér nú að þykja undarlegt að dýrið skyldi ekki láta sjá sig uppi. Svo um kvöldið daginn eftir datt mér í hug að kíkja niður í bílskúr.

Þar var kötturinn. Gaman af því.

***

Nú skilst mér að verið sé að samþykkja Æseivið. Samkvæmt þeim fregnum sem hafa borist frá þeim samningi - sem annars er að öllu leynilegur - þá verður Ísland nýlenda Breta ef Drottningin fær ekki konfektkassa með reglulegu millibili. Fyrsti afhendingardagur var í gær.

Svo, gott fólk, búum okkur undir að taka aftur upp akstur á vinstri vegarhelmingi, aukna tedrykkju, RÚV verði fellt nður og BBC sett í staðinn og Þorlákshöfn verði endurnefnd "New Blackpool."

All hail Britannia.

***

Aftur að teiknimyndum:

Það er ekki hægt að nefna anime án þess að fjalla aðeins um risastór vélmenni. Það væri eins og að tala um Grænland og sleppa að nefna jökulinn. Helsta risa-vélmenna þáttaröðin er Gundam serían. Hún er að megninu til hér. Þetta er eins og Star Trek - nema öðruvísi. Nördarnir eru eins, en allt hitt er öðruvísi.

Þættirnir sem slíkir eru stórfurðulegir. Plottið og framvindan í þessu minnir miklu meira á Sharpe's myndirnar en nokkurntíma venjulega teiknimynd. Svo er útlitinu meira og minna stolið úr 2001, Star Wars og Flash Gordon. (Maður myndi halda að útlitinu væri öllu eins og það leggur sig stolið úr Sharpe's líka, en þetta byrjaði 1979, og Sharpe byrjaði 1994.)

Það eru þarna gaurar sem geta séð nokkrar sekúndur fram í tímann, lesið hugsanir, og svo eru geislasverð. Jedi risa-vélmenni.

Fyrsta serían floppaði algjörlega. Krakkar nenntu engan vegin að sitja undir kuldalegu og niðurdrepandi prógrammi um stríð, þar sem aðalpersónan er frekar pirrandi (kannski skiljanlega) og allir eru óttalegir skúrkar. Vélmennin verða skotfæralaus, bensínlaus... Svo bilar allt. Þá deyr hellingur af liði. Ekki beint Transformers.

Ef ekki hefði verið fyrir nörda, og áhuga þeirra á módelum, sem hægt er að fá hér, meðal annars, þá hefði enginn gert fleiri þætti. Það kom sára lítill peningur inn af því að sýna þessa þætti. Hinsvegar halda módelin þessu öllu uppi, og vel það.

Og ef ekki hefði verið fyrir alla þessa nörda sem eru tilbúnir til að fjármagna vélmenna-kit iðnaðinn, og þar með vélmenna teiknimynda iðnaðinn, þá væru vélmenna teiknimyndir öðru vísi. Klysjurnar væru aðrar.

Til dæmis þá er nokkuð ljóst að ef plottið snýst um risastór vélmenni á einhvern hátt, þá deyr alltaf megnið af karakterunum. Þetta nær súrrealískum hæðum í Neon Genesis Evangelion, þar sem gjörsamlega allir á jörðinni farast. En ekki fyrr en allir hafa snappað og reynt að drepa alla. Svo varð fyrirtækið sem framleiddi þættina gjaldþrota og síðustu tveir þættirnir eru teiknaðir með vaxlitum. Illa.

Sko, evangelion eru þættirnir þar sem risastórt vélmenni, sem er með framlengingarsnúru eins og ryksuga, drepur helling af englum, og notar til þess dúkahníf. Það er plottið. Bara...

Nei, gaurarnir sem stóðu á bakvið þetta voru ekkert í andlegu jafnvægi.

Gaurarnir sem gerðu Tengen Toppa Gurren Lagann, hinsvegar... með öllum mjalla og edrú.

Sama fyrirtæki og gerði Gundam þættina gerði svo Code Geass. Nei... þetta. Þetta er nokkurnvegin það sama og Gundam, en...

Hvaðan fá þeir öll þessi vélmenni? Kannski fylgja þau með pizzunum... nóg er borðað af þeim. Pizza Hut er svona eins og kakkalakki, það er sama hvur andskotinn kemur fyrir á jörðinni, það er bara söguleg nauðsyn að Pizza Hut mun alltaf lifa.

Hvað er ég að meina?

Jú, Code Geass gerist í undarlegum heimi þar sem Bretar (!) hafa lagt undir sig Norður Ameríku og gert þaðan innrás í Japan. Á Risavélmennum, auðvitað. Og þeir hafa rifið öll hefðbundnu japönsku húsin og smíðað litlar eftirlýkingar af Versölum allstaðar í staðinn. Og allir borða Pizzu.

Og aðal gaurinn er í skóla þar sem nemendaráðið hefur aðgang að risastóru vélmenni... til þess að geta gert risastórar pizzur. Ef Pizza Hut gaurinn er í fríi.

Og aðal gaurinn er göldróttur, þannig að hann getur gert svona jedi-mind trick við alla. En ekkert annað. Þvílíkur töframáttur, það. Og hann notar það ekki á sama hátt og maður myndi búast við af framhaldsskólagutta. Nei, hann notar það til að ná heimsyfirráðum.

Háalvarlegt prógramm, þetta. Og einna skásta vélmenna prógrammið. Þó það fjalli um pízzu-étandi Batman-wannabe sem keyrir risa vélmenni. Eða kannski af því...



Pizza Hut styður byltinguna.

þriðjudagur, ágúst 11, 2009

Dagur 159 ár 5 (dagur 1984, færzla nr. 821):

Teiknimyndir eru ekki miðill sem dregur að sér mikið af alvarlegu efni, og langflestar eru eðli málsins samkvæmt barnaefni. Þetta er algilt, hvar sem er. Örfáar höfða samt til eldri hóps - Plague Dogs, Watership Down, Secret of NIMH (Lóa & leyndarmálið) eru nokkur dæmi. Góð dæmi meira að segja. Þið eruð að missa af einhverju ef þið hafið ekki séð þessar sem ég taldi upp. Bætum Felidae við - það er sci-fi/serial killer kvikmynd með köttum í öllum hlutverkum.

Japanir eru grófari. Satt að segja er flest sem þeir gera barnaefni - Pokemon, til dæmis. Svo er hentai... ekki boðlegt jafnvel fullorðnum, það stöff. En ef það er einhver jaðar-hópur, þá er til teiknimynd sem höfðar til þess hóps.

Vitandi þetta, fór ég að leita að teiknimynd sem væri minna looney tunes, og meira raunsæ. Aðallega vegna þess að kvenpersónurnar hljóma allar alveg eins og Chipmunk í þessum venjulegu, og það fer í taugarnar á mér stundum. Þar til einhver sagar hausinn af þeim... Þessi er ennþá það besta sem ég hef fundið, og það þó titilpersónan sé næstum því Kalli kanína. Vantar bara eyrun. Næsti bær við er þetta.

Hvorugt af þessu er sérlega misheppnað, hefur báða fæturna algjörlega á jörðinni, er sögulega rétt... Já, það má víst gera rip-off teiknimyndasögu upp úr hvaða þætti sem er í Japan og selja afraksturinn á Comiket. En það má ekki nefna þáttinn með nafni í öðrum þætt. Merkilegur andskoti. Þetta er alveg þveröfugt í Evrópu & USA.

Það er lítið mál að finna drama með engum eldspúandi vélmennum, skrækum stelpum með grænt hár of RISASTÓR skoppandi brjóst og einhverju sem rústar Tokýó.

Maramite er bara eitt dæmi. En fjandinn hafi það, eftir smá stund á fer sá þáttur að verða mjög súr, og á óvenjulegan hátt.



Þetta er Yuri Andropov, fyrrverandi yfirmaður KGB.

Marimite er líka yuri, en með litlum staf. ("Yuri" er japanskt orð sem þýðir "lilja".) Og það er barnaefni. Sem hefur áhugaverðar aukaverkanir á seríuna. Gera hana óviljandi mjög fyndna, eins og það þurfi eitthvað, eins og það er mikið bathos í henni til að byrja með.

Enginn er með grænt hár.
Enginn hljómar eins og chipmunk.
Enginn rústar Tókýó.

Og um hvað er þetta? Ekkert, þannig. Engin vélmenni að rústa Tokýó allavega. Bara nokkrar skólastelpur sem ganga um hægum skrefum, fá sér te og ræða saman í rólegheitunum lágum rómi, áreita hvor aðra kynferðislega, plana tómstundir og mæta í tíma. Þið vitið, þetta venjulega.

Þetta fer allt fram í risastórum katólskum framhaldsskóla, þar sem nemendaráðið hefur aðsetur í frekar stórri byggingu, og það er gefið út dagblað. Sem er einskonar Dayly Mirror/National Enquirer/séð & heyrt.

Allt hálf litlaust, það virðist vera vaselín á linsunni og allir eru á valíum. Hlýtur að vera í Teinu. Það er mikið te drukkið í þessu. Sem er nokkuð viðeigandi, því þetta eru hugsanlega virðulegustu fígúrur sem fyrirfinnast.

Þetta er örugglega hræódýr sería. Allir eru kjurir, sem er ódýrt. Það kostar fullt af pening að animeita vélmenni að rústa Tokýó. Það kostar slikk að pana bara upp einhverja fígúru. Effektinn er áhugaverður... sérstaklega í ljósi þess að þetta er einskonar standard anime trikk. Bara pana upp þegar einhver er þarna. Algengara með kvenpersónur samt.

Pan upp. Pan til hægri. Pan til vinstri. Teiknararnir gætu þess vegna allir hafa verið á valíum. Og það er einstaklega róandi að horfa á þetta líka.

Öll fyrsta serían gengur út á að horfa á persónurnar frá tánum og upp. Æðislegt.

Ég tók mig til og athugaði hvort þetta væri ekki örugglega bara barnaefni. Svo mun vera. Sem gerir þetta mest fleiming barnaefni sem ég veit um. Hve slæmt er það? Ja, ég tók eftir því. Það er svo slæmt.

Og hvað er það sem gerir þessa þætti svo frábæra? Jú, öllum viðeigandi klysjum og steríótýpum eru gerð skil, algjörlega án þess að breyta neinu. Allt er stillt á 11, en engu er breytt, þannig. Til dæmis þá hleypur aðalpersónan aðeins of stelpulega. (Það er hægt. Hendur upp og út... og svo tipla. Það er fyndið.)

Og svo er plottið... agh...



Feimin smávaxin stelpa með óvenjulega stór augu jafnvel miðað við karakter í japanskri teiknimynd byrjar í Lilian skólanum. Þar hittir hún hávaxnari stelpu með smærri augu. (Í lokakreditlistanum í 3. þáttaröð lítur hún út eins og eitthvað sem Mulder & Scully ættu að vera að rannsaka.) Útlitið á þeim er mikilvægt, s.b.r myndin hér að ofan. Sem er koverið af bók sem þessi blessaða teiknimynd er að vitna í í sífellu - amk ef eitthvað er að marka Wiki.

Sú hærri gefur þeirri litlu hálsmen og er góð við hana. Dregur hana inn í Yamayurikai, sem er eins og nafnið bendir til, mafíusamtök. Nei, reyndar ekki, en það hljómar þannig. Þetta verður alltaf vinalegra og vinalegra, svo maður hálfartinn býst við að sú stóra ætli með þá litlu inn í skáp að gera gera hluti við hana, en áður en það nær fram að ganga fattar þátturinn að hann er barnaefni, og það sem þá gerist er mjög...

Sá einhver Íslensku kvikmyndina Agnes? Þar er einhver gaur sem fær áhuga á stelpu, svo hann bókstaflega kaupir hana og fer með hana heim. Það er voða ljúft og rómó, þar til allt í einu, alveg án nokkurs aðdraganda, byrjar hann að kýla hana eins og harðfisk. Enginn veit af hverju, og kvikmyndin gefur engar vísbendingar um af hverju maðurinn byrjar allt í einu að hegða sér svona.

Þetta sama gerist í Marimite. Mínus barsmíðarnar. En þetta minnti mig svo mikið á Agnesi að upp frá því var ég alltaf að bíða eftir að einhver væri laminn. Það hjálpaði ekki að þessi hávaxna var alltaf frekar illileg á að líta.

Seinna tekur serían sig til og segir okkur að 15 ára stelpum fynnist eftirsóknarvert að fara á stefnumót með öðrum 16 ára stelpum. Ég neita að tjá mig um það frekar. En það leiðir af sér röð af mjög skoplegum senum, (hvernig borðar maður hamborgara án þess að nota hnífapör?) sem ná hámarki þegar yuri-parið okkar verzlar skó á meðan epískt sountrack glymur.

Vegna þess að það að kaupa skó er fokking stórviðburður.

Það besta við búðaferðina þeirra er samt hve allt fer að minna óþyrmilega mikið á Tarzan: Þarna er þessi stelpa sem gjörþekkir afar framandi umhverfi; skólann sinn, en ekkert annað. Svo kemur einhver sem dregur hana út úr frumskóginum... ég meina skólanum, og kennir henni að velja á sig gallabuxur.

Svone svipað eins og þegar Tarzan var dreginn úr skóginum til Englands, þar sem honum var sýnt hvernig á að vera brezkur aðalsmaður.

En að niðurstöðunni: hefur eitthvert ykkar langað til að sjá hvernig standard rómantísk vella væri með eingöngu kvenpersónum? Jæja? Byrjið að horfa.



Ó nei, þetta er hvorki hómóerótík né pedófílía. *hrm*

Þetta er eitthvað aðeins tónað niður eftir fyrstu 13 þættina, en nær samt alltaf að vera mjög furðulegt. Til dæmis þegar eldri stelpurnar fara að flytja sig yfir í háskóla. Því er tekið eins og þær séu að fara yfir á næsta tilverustig, með tilheyrandi melódrama. Og veikindum. (Doom doom doom.)

Er líf eftir skóla? Maria-sama ga miteru segir svo ekki vera.

Ég veit ekki hvort þetta á að vera einhverskonar paródía eða ekki. Þetta er eiginlega svo mikil vitleysa að ég aðhyllist það helst.

sunnudagur, ágúst 09, 2009

Dagur 157 ár 5 (dagur 1982, færzla nr. 820):

Smári læknir stoppaði mig þar sem ég var á vappi úti á götu, og spurði mig hvort væri mikilvægara: hvort það er búið að tæma úr kömrunum eftir þjóðhátíðina, eða óendanleiki alheimsins.

Ja, það er skemmtilegra að hugsa um óendaleika alheimsins en einhverja kamra, býst ég við...

***

Kariokí... já.

Eins og það er nú lúmskt gaman af því að fara í ölver og fylgjast með mis-ölvuðum mönnum gera tilræði við hin og þessi misgóð lög. Þetta sport ku vera tekið mjög alvarlega í asíu.

Mjög svo. Svo mikið að það er texti með upphafsmúsíkinni í sjónvarpsþáttunum þeirra. Eða bara teiknimydunum. Þetta er það fyrsta sem maður tekur eftir, því þættirnir byrja langfelstir á upphafskreditlistanum.

Svo er þetta stundum þýtt, sem þýðir að það getur vel verið þrefaldur texti á þessu: japanska skrifuð með myndletri, japanska skrifuð með rómversku letri, og svo enska þýðingin á öllu saman. Þetta gildir líka fyrir lokalagið. Eða bara fyrir alla tónlyst í þættinum. Þetta var úr "Melancholy of Suzumiya Haruhi," ef einhver hefur áhuga á að eltast við þá vitleysu.

Oftast er þetta slæmt eins og flest sem maður heyrir í Júróvisjón. Stundum verra, og stundum betra.

Það er sjaldgæft að sama lagið sé látið endast alla 24 - 26 þættina. En það gerist. (Higurashi no nako koroni fyrst, sem er þessi þar sem krakkarnir kála hvor öðrum með 4 þátta millibili; svo Evangelion - sem er þessi þar sem risastór vélmenni skera risastóra "engla" sundur með dúkahnífum.)

Skuggalega oft þess eðlis að það festist milli eyranna á manni og vill ekki fara. Og það hjálpar ekki að hlusta bara á eitthvað annað í staðinn. Það strokast ekkert yfir þetta. Neibb. Það kemur bara playlisti. Svo verður þessi andskoti bara þarna næsta mánuðinn eða svo.

Azumanga Daioh ræðst á eyrun á ykkur.



Uninstall. (úr Bokurano) Ef þið hafið verið að klikka eitthvað á linkana, þá muniði óska þess...

Stundum er ekki texti, (Monster - sama instrumental lagið alla 74 þættina.) þá getu náttúrlega ekki verið Karíóki, og í örfáum tilfellum er bara ekki texti. Vegna þess að... bara. Textinn bara skiftir ekki máli. Síðasti linkur hér á undan er á lag með Juno Reactor sem var notað ú byrjunina á Texhnolyze. Og á þokkalega vel við. Það er hálf tilgangslaust að reyna að syngja með.

Hve ölvaðir eru menn eiginlega þegar þeir koma heim og fara að glápa á sjónvarpið, ef þeir finna hjá sér hvöt til að syngja með upphafsmúsíkinni?



Hafiði nokkuð velt fyrir ykkur hvað gerist ef það er einhver í símaklefanum þegar Súperman þarf að skifta um föt?

fimmtudagur, ágúst 06, 2009

Dagur 154 ár 5 (dagur 1979, færzla nr. 819):

Á þessum degi fyrir 64 árum var ekki þoka í Hiroshima. Ef svo hefði verið, þá myndu allir eftir núna annars óþekktri borg sem heitir Kokura. Þremur dögum seinna var svo þoka í Kokura. Heppnir andskotar.

Jæja... ég sagði í gær að ég myndi kannski nefna dæmi um andstyggilega hluti sem birtast í teiknimyndum.

Hvar á maður að byrja?

Við þurfum ekkert að spá í af hverju japanskar teiknimyndapersónur eru með grænt hár. Það er vegna þess að þær eru geislavirkar. Þess vegna eru líka fígúrurnar í The Simpsons með blátt hár. Allt mr. Burns að kenna. Við vitum þetta, það er ljóst.

Eins og í Simpsons þá eru aðalpersónurnar sjaldnast dýr, þó það geti komið fyrir, og eins og í Simpsons getur húmorinn verið svolítið súr.

En allt fellur í skuggann af áhrifum menningarmunar. Miðaldir eru nefnilega nær þeim í tíma en hér... Það tíðkast enn meðal ríkari og voldugri ætta í Japan að ákveða hverjum afkvæmin mega giftast. Þetta var mjög algengt fyrir heimstyrrjöld, en er að hverfa. Eins og allt annað þá er þetta of nálægt í tíma, og elstu menn muna enn þá tíð bara ágætlega. Það er plottið í Ranma 1/2. Og sá þáttur gerist að því er virðist upp úr 1990.

Á sama hátt virðist vera allt í lagi fyrir frændfólk að ganga í hjónaband. Sem er fyrirbæri sem kemur sterkt inn í Maria sama ga miteru, þar sem ein aðalpersónan lendir í því að ættingjar hennar ákveða upp á sitt einsdæmi að hún eigi bara að giftast frænda sínum. Hún kærir sig ekki um það, en samt ekki af *augljósum* ástæðum. Það er hægt að fara með langt mál um allt sem er rangt við Maria sama ga miteru, þetta atriði er ekki það versta. Og hér erum við að tala um þátt þar sem Tokyo er ekki rústað með reglulegu millibili.

Og það versnar. Maður þarf ekkert að horfa of lengi á Rozen Maiden til að sjá að það vantar nokkrar blaðsíður í Nori. Horfið bara, ég er ekkert í stuði til að útskýra þetta neitt frekar. Sami hlutur er í gangi með systur einnar aðalpersónunnar í Kujibiki Unbalance. Nema bara enn ýktara, því það á að vera fyndið. Nori á bara að vera krípí. Vona ég.

Það þarf heldur ekkert að horfa á neitt rosalega marga þætti til þess að koma auga á klæðskifting. Tökum þetta bara í stafrófsröð: Aðalpersónan í 3X3 eyes vinnur á hommabar. Giskið þrisvar hvernig vinnufötin eru.
Einn af aðalkarakterunum í Genshiken tekur sig til einu sinni og dubbar sig upp sem karakter úr Kujibiki Unbalance. (Já, ég er með link inn á þá teiknimynd líka. Ég veit.)
Integra Hellsing í Hellsing gengur um þannig. (Það eru mjög kinky þættir, þó maður geti aldrei sett fingurinn alveg nákvæmlega á af hverju...)
Aðal illmennið í Maria+holic er mjög sannfærandi.
Það kemur að því á endanum að það er klæðskiftingur í Maramite, en ekki fyrr en eftir langan tíma. Og nei, það er ekki þessi sem lítur út eins og karlmaður.
Aðalpersónan í Mnemosyne er ekki mjög kvenlega klædd. En hún er líka alveg þveröfug.
Monster. Einn raunsæasti þáttur sem japanir hafa gert. Nema ein persónan, sem hefur ofurkrafta, svona svipað og Kalli kanína.
Það er plottið í Otome wa boku ni koishiteru. Betra en það hljómar samt.
Ranma gæti talist með... stundum. En það er flókið.
Rozen Maiden er líka erfitt dæmi, vegna þess að meirihlutinn af persónunum eru göldróttar þjóðbúningadúkkur.

Þetta er ekkert tæmandi listi, og bara af því sem ég hef séð. Má vera að ég hafi gleymt einhverju.



Það er hættilegt að vera japönsk skólastelpa.

Meira af klæðaburði: mér er ekki ljóst af hverju 90% af öllu stelpur í anime er í þessum Andrésara Andar peysum. Þið vitið: ferkantaður, röndóttur kragi. Þetta er einhver perversjón sem ég skil ekki. Það tekur styttri tíma að telja upp undantekningarnar: School Days, Genshiken & Serial Experiments Lain. Og drengir líta allir út eins og Neo í Matrix. Með sömu undantekningum.

Og svo er þetta.

Enn eitt sem birtist ágætlega oft - samt eingöngu í minna alvarlegum þáttum, er Dating Sim. Það eru tölvuleikir sem eru vinsælir í Japan. Hvergi annarsstaðar mér vitanlega. (Minna er vitað um hinn dularfulla katta-pyntinga simulator, en orðrómur er uppi að hann sé hægt að nálgast leiti maður að honum með vissum indverskum leitarvélum.)

Hvað um það, þessi týpa af tölvuleik er nógu vel þekkt til að hægt sé að vitna í hana og allir fatti brandarann. School Days er byggt á einum svona. Eina ástæðan til að horfa á þetta er að þetta er eins og Grískur harmleikur.

Þetta stöff einfaldlega gengur ekki upp á vesturlöndum, því við höfum óslökkvandi þörf til að sprengja, drepa og eyðileggja, ólíkt þessum furðulegu asíumönnum sem hafa einhverja aðra tendensa sem við skiljum bara ekki.

Jú jú, það er nóg af pyntingum, það vantar ekki.

Hvar byrjar maður? Ja... Mnemosyne hefur lesbíur vafðar inn í gaddavír. Margar. Alveg hrúga. Bókstaflega. Horfið bara. Svo er aðalpersónan ódrepandi - svo það er hægt endalaust að búta hana niður henni að meinalausu. Svo það er gert nokkrum sinnum.
Það er ekkert hægt að tala um pyntingar án þess að nefna Higurashi no nako koro ni. Sú sería hefur græju til að fjarlægja neglur. Það er ekkert þægilegt að horfa á það atriði.

Akkúrat á hinum endanum í vitleysunni er Lucky Star. Fyrsti þátturinn í heild sinni fjallaði um á hvaða enda best bæri að byrja að borða vínarbrauð. Rökstutt.

Einu sinni voru Samúræjar í japan. Svo þeir fá sinn referens eins og allt annað.

ég er með mynd:



Gundam. Lítur út svipað og samúræji, ekki satt? Með þessi horn á hausnum.

Þetta kvikyndi er svo aftur úr Mobile Suit Gundam, sem stelur alveg helling úr Flash Gordon. Til samanburðar: Mobile Suit Gundam. Mobile suit gundam er bara Flash Gordon með vélmennum. Og engum Ming... skiljanlega.

En þetta er ekkert endilega í hverjum einasta þætti af einu eða neinu. Það er vel hægt að finna af handahófi anim seríu sem er ekki með hrúgu af lesbíum vöfðum inn í gaddavír, Samúræja vélmennum, skólastelpum að spá í hvernig best sé að borða snúð, Dating sim, klæðskiftingu eða sifjaspellum.

En það er algengt. Aðeins of, kannski. En það er eitt sem kemur alltaf, og það er engin leið að losna við:

Karíókí!

Meira um það seinna.

miðvikudagur, ágúst 05, 2009

Dagur 153 ár 5 (dagur 1978, færzla nr. 818):

Þá er þessi þjóðhátíð loksins búin. Síðustu eftirlegukindurnar að tínast í burtu. Mishressar. Ekkert um það að segja svosem. Það verður þá kannski hægt að slappa aðeins af.

Horfa á teiknimyndir. Nægur friður til þess. Það þýðir ekkert að horfa á sjónvarpið. Nei. Það kemur alltaf einhver og fer að nöldra. "Ertu að horfa á ÞETTA?" Voða hissa.

Svosem lítið að hafa í sjónvarpinu, en ef það er þó eitthvað, þá fyrst byrjar fólk að nöldra út af því. Svo það er best að glápa bara á teiknimyndir. Þær eru frekar stuttar, sem er plús.

Þær er meðal annars hægt að nálgast hér, þökk sé einhverri holu á höfundarréttarlögum. Rétturinn er allur í Asíu. Þar eru svona 500.000.000 áhorfendur að þessu, á meðan hér eru svona 1-2 milljónir, ef þá svo mikið. Aðeins færri. Kannski ekki skrítið að þeir séu ekki mikið að eltast við þetta.

Þetta er allt japanskt. Ekki allt á japönsku þó, en vissulega allt framleitt í Japan. Ég man að þessi tegund af teiknimyndum rataði oft inn í barnatímann á rúv, og var þá titlað sem "Hollensk teiknimynd." Sem olli smá heilabrotum þegar loka kreditlistinn var allur á myndletri.

Annað sem gerir þetta stöff svolítið illseljanlegt er að þetta er gert fyrir allt annan menningarheim. Og svo er tungumálið:

Vitiði að það eru meira en 10 orð yfir "Ég" á Japönsku? Það eru ekki ýkjur. Ég skal telja upp nokkur:

Atashi (ef þú ert kvenkyns)
Boku (ef þú ert unglingstrákur, mjög óformlegt. Sá sem notar þetta orð á á hættu að hljóma eins og teiknimyndapersóna.)
Jibun
Ora (ef þú ert sveitavargur)
Ore (ef þú lítur stórt á þig)
Sessha (Það hefur enginn notað þetta síðan á 16. öld)
Soregashi
Uchi (Ef þú ert kvenmaður frá Osaka. (Osaka er einskonar hliðstæða Selfoss, eða Akureyrar þarna úti))
Wagahai (Þú lítur mjög stórt á þig, og varst uppi á 14. öld.)
Warawa
Ware ("Vér")
Washi (ef þú ert gamlingi)
Watakushi (aðeins of formlegt)
Watashi (Mátulega formlegt við allar aðstæður)
Yo (bara notað við einhvejar mikilvægar serímóníur.)

Þetta er ekkert mál, þeir nota bara svona helminginn af þessu. Svo eru allavega 15 orð fyrir "Þú", ég nenni ekki að telja þau upp, svo hér eru þau helstu:

Anata: Standard "Þú"
Kimi: ef þú ert yngri en ég.
Omae: Ef ég þekki þig persónulega, annars er þetta mjög gróft.
Temee: ÞÚ!!!! (svo hendir maður grjóti...)

Svo getur maður fengið hausverk ef maður fer að velta sér upp úr öðrum viðbótum. Það er ekkert nóg fyrir Japana að hafa bara "Hr" & "Fr." Nei nei.

Þetta hafa þessir pjakkar. Svo er ekki til orð yfir fullt af mikilvægum hlutum, svo þeir sletta bara ensku þegar það á við eða það verður bara að ráða í út frá samhengi.

Það er 3 tegundir af myndletri: eitt fyrir skrautskrift, eitt sem er bara kínversk tákn, og eitt sem er notað til að stafa tökuorð. Það er hvorki R né L í tungumálinu. Hvorugt. Það er hinsvegar eitthvað sem er bæði. Sem útskýrir ýmislegt...

Kristnir eru svona ámóta algengir í Japan og Gyðingar hér. Það er ágætt að vita það fyrirfram svo maður fari ekki að misskilja neitt. Megnið af þeim eru Búddistar, eða aðhyllast Shinto. Það er eitthvað sem maður þarf að stúdera nánar... eitthvað í sambandi við 8 milljón guði. Sem betur fer skiftir það nær engu máli í framvindunni svona yfirleitt.

Allt þetta dót birtist í þessum teiknimyndum, og veldur undrun þeim sem ekki eru vanir þessu öllu.

Og það versnar: hvaða bjáni sem er virðist geta komist í að gera teiknimynd. Sem er strangt til tekið ekki rétt, það er fokdýrt að gera jafnvel mjög vondar teiknimyndir. Nei nei. Hinsvegar getur bókstaflega hvaða bjáni sem er gefið út myndasögu. Sem verður svo nógu vinsæl til að einhver sjái sér hag í að gera 20 þátta teiknimynd upp úr henni.

Ef þetta væri svona hér þá væri búið að gera 40 þátta teiknimyndaseríu upp úr símaskránni núna.

Og allar persónurnar eru nákvæmlega eins. Sem er bæði Japönum að kenna, og bandaríkjamönnum: Japanir vilja ekki skera sig uf mikið úr, svo þeir gera allt í sama stíl. Og sá sem allir apa allt eftir var mjög hrifinn af Bamba og Betty Boop.

Sko: allt of stór haus, risastór augu, líkami í svolítið ýktum hlutföllum.


80 árum seinna, síað gegnum kynslóðir af misrugluðum Japönskum myndasöguhöfundum, þá er þetta orðið svona:



Of stór haus, allt of stór augu, undarlegt hár... Svipað, ekki satt?

Munurinn á teiknimyndunum um Betty og þessum Japönsku er helst sá að það er aldrei hætta á að hausinn á Betty springi í loft upp, klofni eða verði fyrir öðru hnjaski, henni verði nauðgað, það verði kveikt í henni, hún étin af úlfum, pöddum, vélmennum eða einhverju, né heldur fer hún að reyna við aðrar kvenkyns teiknimyndapersónur, nú eða bróður sinn. Krípí.



Í meðallagi rólegur dagur á skrifstofunni.

Þetta er svona. Ég gæti nefnt dæmi. Geri það næst.

þriðjudagur, júlí 28, 2009

Dagur 145 ár 5 (dagur 1970, færzla nr. 817):

Trailer:



Gone in 60 seconds.

Radarkallarnir, lokaþáttur:



Næst verður það bara sama gamla... klám og splatter. Og ekkert annað.

föstudagur, júlí 24, 2009

Dagur 141 ár 5 (dagur 1966, færzla nr. 816):

Treiler:



Astro Zombies.

og kvikmynd kvöldsins: Radarkallarnir, pt 11.

þriðjudagur, júlí 21, 2009

Dagur 138 ár 5 (dagur 1963, færzla nr. 815):

Treiler:



The Thing with 2 heads.

Radar kallarnir, 10 þáttur:

laugardagur, júlí 18, 2009

Dagur 135 ár 5 (dagur 1960, færzla nr. 814):

Þá er þakið komið á. Ég negldi megnið af því fast. Það voru örugglega 500 naglar. Svo fékk ég bara hausverk af þessu og forðaði mér niður. Helvítis flensa veldur því.

Jæja, ég er a.m.k ekki með eins magnaða hálsbólgu núna og í gær eða daginn þar áður. Giska á að þetta verði orðið nokkurnvegin fínt á morgun. Þangað til ætla ég að gera sem minnst. Til að sleppa við að vera með flensu í eitthvað meira en viku.

Þangað til geta þau hérna nöldrað í Birni, sem reynir að fara helst ekki á fætur fyrr en sól er hnigin til viðar. Sem sagt í vetur. Já. Björn, sem leggst í hýði yfir sumarið.

Hér er smá músík fyrir Björn:



Disneyland After Dark.

Og treiler:



Evil Dead.

En þá að kvikmynd kvöldsins: Radar menn frá Tunglinu, 9. þáttur.

fimmtudagur, júlí 16, 2009

Dagur 133 ár 5 (dagur 1958, færzla nr. 813):



Þetta mun vera annar hluti 9. symfóníu Dvoraks. Það eru hugsanlega svona 4 aðilar þarna úti sem fatta hvað ég er að fara með þessu.

Hvað um það...



Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þetta.

En þá er það kvikmynd kvöldsins: 8 þáttur. (af 12)

sunnudagur, júlí 12, 2009

Dagur 129 ár 5 (dagur 1954, færzla nr. 812):

Jæja... ég lét um daginn setja 2.19 klukkutíma af efni sem ég átti til á VHS á DVD. Fótó reddaði því. Svo ég hef verið að fikta í þessu. Bita þessa tvo tíma í frumeindir sínar. Get væntanlega farið að sýna eitthvað slíkt hér í framtíðinni.

Í gær tók ég fyrstu kvikmynd sem ég gerði hér í eyjum, lagaði hana aðeins til og setti músík undir hana. Það var ekki mikið talað í henni til að yrja með... og músíkin er vægast sagt óviðeigandi. Beethoven. 9. symfónían fylgdi með tölvunni í einhverjum folder.

Ég er búinn að útbúa gamla mynd með mér og Hauk. Ég var ekkert að fikta í henni. Það er mjög sérstakur stíll yfir þeirri mynd. Mjög.

Jæja, þá að kvikmynd kvöldsins, með treiler:



Þriðja móðirin.

Og þá, B-myndin:

Radarmenn frá tunglinu, 7 þáttur:



Hver lifir af? (Allir, sennilega, því þetta er fyrir yngri aldurshóp.)

þriðjudagur, júlí 07, 2009

Dagur 124 ár 5 (dagur 1949, færzla nr. 811):

Það er fulllangt um liðið síðan seinast, en... bætum það upp með fleiri og súrari treilerum:



Hryllingsmynd um hárlengingar.



Spírall. Þessi kvikmynd meikar engan sens. ENGAN! Gaman að horfa á þetta samt.



"Þegar söngtífurnar væla," the movie. Gert eftir teiknimynd, sem er gerð eftir tölvuleik. Ja... það er þó allavega enginn með blátt hár.

Og þá er komið að hinu einstaka listaverki: Radar menn frá tunglinu, 6 þáttur:



Hver lifir af?

þriðjudagur, júní 30, 2009

Dagur 117 ár 5 (dagur 1942, færzla nr. 810):

Þá hafa fjölskildumeðlimir mínir gerst sekir um að bjarga einhverjum úr sjónum. Sagan af því hljómar reyndar frekar óspennandi eins og þau segja hana, svo ég skal gera hana aðeins betri:

Þau Hólmfríður, Björn Virgill & Bjarni voru á ferð í hriplekum bát sínum, sem varð að blása í alltaf jafnóðum svo hann sykki ekki, í miðju þrumuveðri þegar þau rákust á mann sem svamlaði í sjónum umkringdur hákörlum sem glefsuðu til hans. Maðurinn barði þá af sér með ár sem hann hafði meðferðis, en hún var farin að minnka eitthvað eftir öll hákarlabitin, og þetta var farið að líta heldur illa út.

Þau sigldu til mannsins og kipptu honum uppí. Það var þá er Sjóræningjarnir birtust! Og þeir eltu þau, alveg þar til Geimverurnar komu siglandi... á geimskipinu sínu. Og það sló í mikinn bardaga á milli þeirra, svo Hólmfríður, Björn & Bjarni og náunginn þarna gátu laumast í land.

Miklu betra.

En þá að kvikmynd kvöldsins.

En fyrst: treiler.



Accion mutante

Og svo Radarmenn frá tunglinu, fimmti þáttur:



Þar höfum við það.

föstudagur, júní 26, 2009

Dagur 113 ár 5 (dagur 1938, færzla nr. 809):

Höldum bara áfram:



Repo: the genetic opera. Yup. Þetta er ópera.

Og þá að Radarköllunum frá tunglinu:



Ég veit ekki hvað þeir voru að hugsa þegar þeir skelltu þessum titli á þessa þáttaröð - það er enginn radarmaður í þessum þáttum. Ekki einn. Jæja...

þriðjudagur, júní 23, 2009

Dagur 110 ár 5 (dagur 1935, færzla nr. 808):



Red Sand

Radar men from the moon, 3 þáttur:



Dum dum dum!

laugardagur, júní 20, 2009

Dagur 107 ár 5 (dagur 1932, færzla nr. 807):

Trailer:



Legend of Zelda. (Ekki bíða eftir þessari.)

Radar men from the moon, annar þáttur: