laugardagur, september 26, 2009

Dagur 205 ár 5 (dagur 2030, færzla nr. 834):

Jæja, þá er laugardagur. Og þá er góður dagur fyrir þá sem ekki nenna að fara út á leigu og taka spólu, því það er komið að kvikmynd kvöldsins - og að venju byrjum við á treilerum, sem eru eins og allir vita nauðsynlegur hluti af því að taka spólu:



War-Gods of the deep.



Saishu Heiki Kanojo.



Pulgasari.

Og þá er það kvikmynd kvöldsins: Cold Sweat með Charles Bronson.



Mér er ekki fulljóst af hverju þessi mynd er public domain, en hún er mjög gömul, og það man enginn eftir henni. Reyndar þá held ég allt með Bronson sé gleymt nema Death Wish & Telephon.

Það gerir enginn svona myndir lengur.

Þetta er ekki alvond mynd, og torfæru-Opelinn er þess vrði að sjá að minnsta kosti einu sinni. Einu sinni var sena þar sem einhver keyrði lélegum bíl ofsalega hratt um hlykkjóttan fjallveg á annarri hvorri Rivierunni í þriðju hverri kvikmynd. Ekki lengur.

Ef fólk er ekki í stuði fyrir Bronson, þá er Saikano-ræman sem er treileruð hér fyrir ofan til á Jútúb... með spænskum texta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli