þriðjudagur, nóvember 29, 2011

Dagur 270 ár 7 (dagur 2825, færzla nr. 1061)Kominn af evrusvæðinu. Og úr siðmenningunni. Það var merkilegt, en á meðan Sveitir Danmerkur líta út eins og eitthvert konfektkassamálverk, rétt eins og Þýzkaland, bara aðeins ýktara, þá er tilfinningin að fara frá Þýzkalandi til Danmerkur svona eins og að fara frá Spáni og til Afríku.

Nema hvað Afríka lyktaði ekki eins og æla.Hótelið var grámyglulegt.Lítur út alveg eins og Amerískt plan, ekki satt? Gæti alveg eins verið í Ann Arbor.Ég var eitthvað að ráfa í kringum hótelið.Þá kem ég auga á þetta. Þetta er bara rétt bakvið þetta hótel.Þetta er historíska míníbíið.Magnaður anskoti.Mig hefur alltaf langað til að vera stór í Danmörku.

Ég á svo margar myndir af þessu...

fimmtudagur, nóvember 24, 2011

Dagur 265 ár 7 (dagur 2820, færzla nr. 1060)

Ég held að Björnsson eigi að heita Þangbrandur. Eða Dufþakur. Hvað heldur þú?

***Einhver afar mikilvæg bygging í Hamborg.Í kirkju sem var sprengd í heimstyrrjöldinni. Það stöðvar engan í að mæta til messu.Í Flensborg.Ég á vappi um Flensborg.Leit mín að lestarstöðinni barst í gegnum þennan frumskóg. Að lokum nennti ég ekki að standa í þessum þvælingi lengur og veifaði leigubíl.Lestin fór ekki fyrr en eftir dúk & disk.Danmörk.

laugardagur, nóvember 19, 2011

Dagur 260 ár 7 (dagur 2815, færzla nr. 1059)

Björnsson er lítill og lágvær.

***Hamborg, séð út um kirkjuglugga.Bjalla.Stairway to heaven.Ca. fyrir miðju.Hamborg.Ofar í kirkjunni. Þessi turn var endalaust hár.Kominn á toppinn eftir langa mæðu og illan leik.Útsýnið frá toppnum.Þá var bara að fara niður.

þriðjudagur, nóvember 15, 2011

Dagur 256 ár 7 (dagur 2811, færzla nr. 1058)

Þá er Björnsson kominn í heiminn. Hvað svo?

Skoðum hann nánar seinna.

***KirkjaTurn.Módel af kirkjunni.Kirkjan sjálf að innan.Hringstigi. Þessi var mjög langur.Lá þangað.Ekki einu sinni hálfnaður upp.

föstudagur, nóvember 11, 2011

Dagur 252 ár 7 (dagur 2807, færzla nr. 1057)

Átti ekki loftsteinn að rekast á jörðina í dag, hvernig var það? Eða var það í gær? Eða á morgun?

Hvað um það: Tökum frí frá kyrrmyndunum til að horfa á kvikmynd:Julias eyes.Cat IIIBarbarossa.

Kvikmynd kvöldsins er "The shape of things to come," frá 1936. Hún byrjar á upphafi seinni heimstyrrjaldar, sem heldur áfram lengi lengi... þangað til mikil drepsótt gengur endanlega frá næstum öllum. Svo skjóta þeir sjálfum sér út í geim með risastórri fallbyssu.

Það er langt síðan ég sá þessa, þá var google-video til ennþá... en hvað um það, þetta er stórundarleg ræma, sem gerist í framtíðinni, eins og millistríðsárafólk sá hana fyrir sér.

Geimbyssa. Já. Gott stöff.

Munið eftir poppinu.Things to come, 1936.

sunnudagur, nóvember 06, 2011

Dagur 247 ár 7 (dagur 2802, færzla nr. 1056)HamborgAllt fullt af ám þar.Þessi turn, sem er það eina sem er enn uppistandandi af þessari kirkju.Á sem rennur þarna gegnum.Ég var þarna líka.Þennan turn klifraði ég uppí. Kem að því seinna.

þriðjudagur, nóvember 01, 2011

Dagur 242 ár 7 (dagur 2797, færzla nr. 1055)Einhversstaðar í Vestur-Þýzkalandi.Nokkurnvegin fyrir miðju.Það var stærðar svæði fullt af svona.Þetta var rosalega góð steik. Þykk, safarík... með osti. Einhverjar kartöflu-bollur með henni. Haake beck bjór.Síðasta hótelið sem ég gisti á í Þýzkalandi. Þetta var með köldum míníbar.Daginn eftir fór ég til Hamborgar.