sunnudagur, mars 31, 2013

Dagur 27 ár 9 (dagur 3313, færzla nr. 1185)

Jæja, kvikmynd fyrir ykkur:  Þið vitið hvernig þetta gengur, fyrst þrír treilerar:



The Black Hole.  Mikil snilldar ræma, það.


Lifeforce.  Frá gaurunum sem færðu okkur "The Texas Chainsaw massacre" og "the return of the living dead."


Prince of Darkness.  Allir löngu búnir að gleyma þessari.

Og þá er það kvikmynd kvöldsins: The House of Usher.  AKA the fall of the house of Usher.

Sem er alveg ágætlega gerð mynd af þeim Roger Corman og félögum.  Þetta er í meðallagi nákvæm útgáfa af upprunalegu sögunni, litrík og hreyfist á þægilegum hraða.  Aldrei leiðinleg.  Svolítið OTT kannski, en þetta er jú eftir Poe.


House of Usher.  Njótið poppkornsins.

föstudagur, mars 29, 2013

Dagur 25 ár 9 (dagur 3311, færzla nr. 1184)

Rakst á þennan vasareikni í eldhúsinu um daginn, og þótti hann magnaður:


þriðjudagur, mars 26, 2013

Dagur 22 ár 9 (dagur 3308, færzla nr. 1183)

Það eru að koma páskar.  Það þýðir... að það eru að koma páskar.


Höldum uppá það.


Teiknimynd.  Músík?

 Niarn - Unskyld.  Útskýrir allt.

Hvað með eitt íslenskt?


Eiríkur Hauksson

laugardagur, mars 23, 2013

Dagur 19 ár 9 (dagur 3305, færzla nr. 1182)

Í byrjun árs fórum við í enn eitt námskeiðið, þar sem brýnt var fyrir okkur að berjast ekki með frosnu fiskunum og murningnum og annað slíkt.

Eitt af því sem við vorum þvinguð til að gera var að plotta fiskvinnzlufyrirtæki.

Við gerðum það:




Eins og glöggir sjá, þá gerðum við ráð fyrir bæði bjór-drykkju aðstöðu og svæði fyrir sálir framliðinna fiska.  Við vorum líka þeir einu sem gerðum ráð fyrir umbúðalager.
Spes.

fimmtudagur, mars 14, 2013

Dagur 10 ár 9 (dagur 3296, færzla nr. 1181)


Þetta mun vera 1983 módel Ford LTD Landau.  Ekki 1970.  Svona var þetta gert í Brazilíu.

En hey, þeir eru ekki enn hættir að framleiða hippa VW Rúgbrauð.  Það verður gert á næsta ári.

laugardagur, mars 09, 2013

Dagur 5 ár 9 (dagur 3291, færzla nr. 1180)

Ég þarf að endurstilla teljarann. Þetta varð 9 ára í síðasta bloggi. Það verða alltaf villur í talningu.

En hvað um það:

Ég var mikið minntur á það undanfarið að ég hef ekki staðið mig í að klámvæða þetta blogg.  Hérna, þessi litla mynd bætir úr því sem misfarist hefur undanfarin ár:


Þetta mun vera úr franskri kvikmynd sem heitir Contes Immoraux.  Augljóslega mikið listaverk sem allir ættu að sjá.

Hmm... já...

Músík:


Dark Chest of Wonder.

Og ein fyrir svefninn:


Ennio Morricone - Bad orchestra

þriðjudagur, mars 05, 2013

Dagur 362 ár 8 (dagur 3283, færzla nr. 1179)

Arnórsbakarí er skrítið. Það eru engar dyr framan á húsinu, svo að ef maður kemur labbandi frá sjónum, þá er eins og það sé engin leið inn. Svo, við nána skoðun sér maður að dyrnar eru inni í einhverju skuggasundi. 

Hver hannaði þetta eiginlega?

Öll byggingin er ein sú klaufalegasta sem ég man eftir að hafa séð. Og í ofanálag er hún ljót og fráhrindandi. Ég meina: hver lætur sér detta í hug að smíða svona líflausan dökkgráan kumbalda þarna? Húsin á móti eru kannski rytjuleg, en þau virka að minnstakosti lifandi.

laugardagur, mars 02, 2013

Dagur 359 ár 8 (dagur 3280, færzla nr. 1178)

Ég man í gamla daga, þegar Mexíkónar voru kallaðir Mexíkanar.
Þegar menn fóru í mál við hvern annan, en ekki gegn hver öðrum.
Þegar menn brutu lög, en ekki gegn lögum.
Þegar menn brutu á hver öðrum, en ekki gegn hver öðrum.
Þegar menn áttu úrval af vörum, en geymdu þær ekki í úrvali.
Þegar ég var spurður hvað ég vildi hafa í matinn, en ekki hvað ég vildi hvað varðaði mat.

Svona lagað heyrir maður í fréttum ef maður nennir að hlusta á þær, og les í blöðunum.  Enginn virðist sjá neitt athugavert við svona málfar.

Ég bara bíð eftir að þeir fari að taka um manninn sem hlaupti í mark, kaupti hvað varðar appelsína og átti vekjaraklukka gegn sofa hvað varðar að sofa yfir sig.

Fólk, þetta verður framtíðin.  Þið talið, og ég mun ekkert botna í ykkur.  Því þið munið hljóma eins og fífl.  Gott málfar er auðvelt.  Það er allt í úlnliðnum.