laugardagur, janúar 24, 2015

Dagur 325 ár 10 (dagur 3977, færzla nr. 1355

Frá alda öðli hafa menn sagt að músíkin *nú til dags* sé hin versta sem gerð hefur verið frá upphafi.

Nú til dags segja menn að músíkin nú til dags sé ekki mjög góð.  Svo við skulum skoða þetta:


Þetta kom út 2014.  Hefur þú smekk fyrir þessu?


Þetta er mjög tölvuleikjalegt...


What...???


Þetta hljómar nokkuð normalt.


Þetta vissi ég heldur ekki að væri til.


Þetta hef ég aldrei heyrt og veit ekki af hverju.


Calle 13.  Veit ekki meir.


Þetta er til.


Skrillex.


Þetta er líka ágætlega þekkt band.


Todd Terje.  Sem er einhver gaur.


Þetta.


Svolítið spes, þessi.


Heyri svona lagað í útvarpinu næstum alltaf þegar ég kveiki á því.


Þetta er ekki héðan.


Hljómar kunnuglega.


Mjöður frá helvíti.


Þetta er eitthvað allt annað.


Techno.


Psychostick.

Já... það er ekki alveg nógu mikið úrval af dóti í útvarpinu.  Svindl, held ég.

fimmtudagur, janúar 15, 2015

Dagur 316 ár 10 (dagur 3968, færzla nr. 1354

Fyrir nokkrum árum lagði spænska armadan af stað til þess að gera innrás í England.

Armadan samanstóð af 130 skipum,   Sum voru af stærri gerðinni - ca 45-60 metra löng, og ~12 á breidd, og með 40-50 fallbyssur, en fleist voru milli 30-40 metrar um með svona ca. 15 fallbyssur.

Þessar fallbyssur voru flestar af langdrægari gerðinni, til þess ætlaðar að plaffa á skotmörk sem voru langt í burtu.

Um borð voru sjómenn annarsvegar, sem sáu um að sigla, og hinsvegar hermenn, sem áttu að berjast.

Þegar þeir birtust undan strönd Englands lagði enski flotinn af stað og tók ámóti þeim.

Enski flotinn samanstóð af 197 skipum og 30 bátum - svona á stærð við PH Viking og þaðan af minni.  Um borð voru sjómenn sem ætluðu sér að berjast.

Um borð í þessum 197 skipum voru fallbyssur sem ætlaðar voru til að plaffa á hluti sem voru innan sjónmáls.

Svo hittust þessir flotar, og upphófst mikill bardagi sem stóð yfir dögum saman.

Hann fór þannig fram, að Spánverjarnir skutu í átt að Englendingunum, en þar sem ekki var hægt að miða fallbyssunum niður, til að hitta það sem var innan kílómeters færi, þá flugu flestar kúlurnar yfir ensku skipin, sem voru heldur nálægt.

Ensku skipin skutu þá á móti úr skínum kanónum, en þær skoppuðu bara af Spænsku skipunum.

Þá voru músket-hólkarnir teknir fram, og menn plöffuðu á hvern annan af miklum móð.  Englendingar skutu þannig úr möstrunum marga sjómenn, en hittu ekkert af hermönnunum.  Þannig fór það svo að þeir náðu að tæma crewið alveg af einum herskipi spánverja, svo það sat bara og komst hvorki lönd né strönd.

Einnig tókst þeim að kveikja í einu eða tveimur skipum, og sökkva að auki amk einu öðru.

Önnur merkileg bardagaaðferð sem var notuð þarna, aðallega af spánverjum, vegna þess að þeir voru á hærri skipum, var að þeir notuðu krana til þess að droppa allskyns drasli opaná ensku skipin.  Það olli einhverju tjóni, en engu svo alvarlegu í stóra spilinu.

Þar sem spánskir hittu ekkert með sínum kanónum, þá urðu þeir að lokum frá að hverfa, og lentu þá í miklu stormi sem sökkti nær melmingi flotans sem þá var eftir.

Og þannig fór um sjóferð þá.

fimmtudagur, janúar 08, 2015

Dagur 309 ár 10 (dagur 3961, færzla nr. 1353

Á Íslandi:


Toyota Avensis: 1800 cc, 147 hp.  ssk.  5.090.000 kr.

Fyrir rétt undir 5.000.000 í USA færð þú:


Cadillac ATS: 2000 cc, Turbo, 270 hp, ssk, AWD.

Á Íslandi:


SsangYong Rexton.  2000 cc diesel.  ssk.  155 hp.  6.890.000 kr.

Í USA færðu fyrir 6.500.000
  

Chevrolet Tahoe.  5300 cc BENSÍN!  ssk.  355 hp.

Á Íslandi:


Toyota Rav4 (bensín): 5.870.000 kr

Í USA:


Toyota Rav4 (bensín, vegna þess að kaninn er ekki fífl): 3.100.000 kr.

Best í heimi?

mánudagur, janúar 05, 2015

Dagur 306 ár 10 (dagur 3958, færzla nr. 1352

Einu sinni í fyrndinni voru gaurar eins og Siskel & Ebert og Leonard Maltin í því að gagnrýna kvikmyndir, svo maður vissi kannski að hverju maður gekk áður en maður fór í bíó eða út á leigu.


Maltin.

Þeir voru í stuttum þáttum þar sem þeir sögðu frá einhverjum kvikmyndum sem þeir höfðu séð, um hvað þær fjölluðu og hvort þeim þóttu þær góðar og af hverju.

Þetta er öðruvísi núna.  Og ég veit ekki af hverju.

Nú til dags er plott í þessum gagnrýnendaþáttum, sem vill teygja sig yfir  fleiri þætti, stundum þannig að plottið í fjandans review þættinum er betra en í kvikmyndinni sem verið er að gagnrýna.

Dæmi um þetta eru Red Letter Media, sem fjallar um kvikmyndir, Atop the fourth wall, þar sem fjallað er um myndasögur, og fleira, sem finna má meðal annars hér.

Það er mikið haft fyrir þessari vitleysu núorðið.

Svo er MST3K....