þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Dagur 174 ár 3 (dagur 904, færzla nr. 444):

Í gær komst ég að því að ekki er hægt að þinglýsa eignum í öðrum bæ en eignin er. Alveg finnst mér það óskiljanlegt. Ég innti pakkið í afgreiðslunni að þessum undarlega sið, og þær sögðu að skjalið yrði að vera í sama bæ og eignin.

Sem þýðir einfaldlega að hugmyndin um "co-mail" er alveg óþekkt fyrirbæri innan sýslumannsembættisins. Að það skuli ekki vera hægt að ganga frá þessu í gegnum netið veldur líka nokkrum undrum.

Hvernig stendur nú á því, að ég get, í gegnum bankann, keypt heilu fyrirtækin í útlöndum, sama hve langt þau eru frá mér, og gengið frá því í gegnum útibú í vestmannaeyjum, en ég get ekki þinglýst einhverju sem er í RKV í VEY?

Nú, vegna þess að það var ekki hægt fyrir 200 árum! það er ástæðan!

Talibanar.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Dagur 173 ár 3 (dagur 903, færzla nr. 443):Chrysler 300. Aftur tók ég mig til og teygði aðeins á myndinni. Það veitti ekki af.Það er ekki eins og það sé neitt mikið mál að fiffa saman bíl. Sko, maður byrjar með þetta nauðsynlegasta, 4 hjól, dyr, þak, skott... etc.Maður gerir ráð fyrir framrúðu, opnanlegum afturgluggum, og því að skott og húdd halli aðeins - þetta á ekki að vera alveg eins og eldspítustokkur.Svo er að fínisera þetta. þakið var alltof hátt - reyndar allur bíllinn, svo ég þynnti hann svolítið, lengdi hér, stytti þar, kom fyrir grilli og loksins ornamenti. Nú er þetta miklu flottara.Enn er hægt að gera betur. Svo er bara að bæta við bakgrunni og lita þetta, og sjá, það lítur betur út en nýjasta týpa af Chrysler.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Dagur 170 ár 3 (dagur 900, færzla nr. 442):Dodge Charger. 2006 model. Fínn bíll, fullt af hestöflum. Þurfti samt að fiffa þessa mynd aðeins svo hann liti betur út. Skottið var of stutt, húddið er enn svolítið snubbótt. Það eru ekki whitewall dekk á þessu.

Já. Svo er skottið aðeins of hátt líka. Mér líkar ekki þessi tendens að hafa svo hátt skott að ekkert sést útum afturrúðuna. Mér lýst einnig ekki of vel á þegar ekki sést almennilega hvar húddið endar. Veldur mér miklu hugarangri að þurfa að giska hvar bíllinn er staðsettur þegar ég er að leggja.

Jæja. Það gæti verið verra. Það gæti verið nýjasta dellan: brynvagnar.

Hummer var bara ekki nógu stór og þungur fyrir þessa vitleysinga.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Dagur 166 ár 3 (dagur 896, færzla nr. 441):

Vaktin í gær kann ekki að búa til kaffi. Ekki almennilegt kaffi. Bara dökkleitt vatn sem lyktar ekki ósvipað og kaffi.

Það er ekkert í fréttum sem hefur ekki verið þar undanfarna viku - fyrir utan þennan gæja sem lenti flugvélinni sinni úti í á.

Í blaðinu stendur að fíflið þarna, hvað heitir það... ég fletti því upp... Valgerður, ætli að senda meira fallbyssufóður.. ég meina friðargæzluliða til vígvalla í útlöndum, nú óvopnaða og jafnvel kvenkyns.

Jup. Búist við fréttum af því í framtíðinni að íslenskum friðargæzluliðum hafi verið nauðgað af barbörum. Frábært. Valgerður Utanríkisráðherra hefur ekkert vit á hernaði.

Ég hinsvegar veit allt sem þarf að vita um hernað. Sko, það er bara ein regla: ekki taka þátt í hernaði.

Ég er búinn að fara yfir þetta áður; það er staðreynd, ekkert ríki á jörðinni hefur í alvöru efni á því að standa í stríði. Við Íslendingar erum blessunarlega lagt frá öðrum löndum. Ég sé ekki afhverju það eitt og sér er ekki næg ástæða til að taka ekki þátt í erjum manna á milli.

Þegar þú hefur fyrir eigin heimsku álpast í hernað, þá er slæm hugmynd að mæta á blóðvöllinn óvopnaður. Vegna þess, að þegar þú ert byrjaður að herjast, ertu þegar búinn að tapa. Amen! Það að mæta vopnaður hjálpar þér að tolla lifandi.

Þetta skrifað, þá tek ég EKKI undir þetta baul í niðurrifsmönnum sem heimta að Íslendingar verði vopnlaus þjóð. Það er slæm hugmynd. Ég bendi bara á fíflin hér fyrir sunnan okkur, Breta, í því samhengi. Þar er allt krökkt af morðingjum og terroristum. Að ég tali ekki um múslimska öfgamenn með sprengjubelti og kóran í hvorri hönd.

Ekki til fyrirmyndar.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Dagur 163 ár 3 (dagur 893, færzla nr. 440):

Í fréttum heyri ég alltaf undarlega hluti.

Þar heyrði ég nýlega af þessum náunga sem ætlar að sögn að synda yfir ermasundið. Til að æfa sig, ætlaði hann að synda frá bryggjuhverfinu og eitthvað meðfram Borg Óttans. Hann varð að hætta þegar það varð skyndilehga dimmt.

Ekki veit ég hvernig maðurinn ætlar að synda yfir úthaf, ef honum lýst ekki á að synda í myrkri.

Íslenskum friðargæzluliðum fjölgað á Sri Lanka. Hvað í helvíti er friðargæzluliði? Nú, það er hópur manna sem stríðandi fylkingar fela sig á bakvið á víxl þegar þær plaffa hvor á aðra. Sem sagt, mannlegur skjöldur. Ekki myndi ég skrá mig í slíkt verkefni.

Mikið var mótmælt um daginn þegar Bush Fosseti sagðist eiga í höggi við Íslamska fasista. Allt í lagi, það er ekki alveg rétt hjá honum. Hann á í höggi við Íslamska Lénsræðissinna. Ekki alveg það sama og fasisti.

Svo ég útskýri, með hliðsjón af íslenskri pólitík: Samfylkingin er fasískur flokkur - þ.e. Sósíal-Demókratar, sem vilja að við búum öll í eins húsum með okkar eigin löggu í bakgarðinum. Framsókn er lénsræðisflokkur: bændur vinna fyrir mat, flestir eiga að vera bændur. Það á að vera kvóti, úthlutað af næsta leveli fyrir ofan, svona svo bændur auðgist ekki um of og næsta level fyrir ofan hafi stjórn á þeim.

Ekki fasistar. Ekkert betri, bara frumstæðari.

Um daginn var þetta: 4. Júní: Bretar hafa áhyggjur af"hnífamenningu".
15. Júlí: Bretar hvetja fólk til að skila inn hnífum til lögreglu til að sporna við almennum hnífaburði í tilraun til að minnka ofbeldi.
9. Ágúst: Hnífstunguárásum og vopnuðum ránum á Bretlandi fjölgar gífurlega í kjölfar stórfelldrar afvopnunarherferðar.

Ef maður reiðir sig um of á ríkið...

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Dagur 160 ár 3 (dagur 890, færzla nr. 439):

Þetta. Rafmagnsbíllinn er þá loksins kominn, eins og hann á að vera. Þetta gæti vel virkað hér á landi. Ekið á daginn, hlaðið á nóttunni fyrir þá sem keyra mikið. Ég held ekki að ég þyrfti að hlaða þetta nema einusinni í viku eða svo.

Á móti: það fer oggulítið meiri orka í að smíða slíkan bíl.

Með: Svo smíðum hann hér! Hah! Við höfum orkuna. Við þurfum ekki öll þessi álver. Hugsið ykkur havð við gætum sparað!

Að vísu færu olíufélögin svolítið á hausinn... en eigum við að gráta þau?

mánudagur, ágúst 14, 2006

Dagur 159 ár 3 (dagur 889, færzla nr. 438):

Allir sem þekkja Reyni, treysta Reyni. Það er farið að verða augljóst.

Ég fékk upphringingu hjá náunga hér um helgina, sem ætlar að leigja mér íbúð byggt á því að Reynir segir að ég komi ekki til með að hella rauðvíni á veggina eða kveikja í henni. Og maðurinn treystir Reyni eins og nýju neti.

Hvað er hægt að segja þetta um marga?

Annað sem ég lærði um helgina:

Ef maður auglýsir lausa íbúð í RKV, þá hringja 200 manns í mann á klukkutíma. Af hverju? Satt að segja er það ekki eingöngu íbúðaskortur. Þegar ég var seinast í RKV sá ég nóg af auðum húsum. Það orsakast af of háum verðhugmyndum.

Sko, þegar verðið er orðið visst hátt (sökum græðgi), þá hafa engir efni á að leigja. Þetta orsakar það að menn hafa hús frekar auð og tapa meira á þeim, en lækka verðið og tapa minna eða standa á sléttu.

Þetta er græðgi. Fá menn pening frá ríkinu fyrir að hafa húsin sín auð eða hvað? Undarlegt.

Annað sem veldur, er að seinasta borgarstjórn stóð í vegi fyrir uppbyggingu. Það myndi vera Imba Solla og Co. Samkrull Framsóknar, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og hvers annars, sem kallað var "Samfylking" eða "R-listi". Gleymdi hvað það heitir núna. Það er alltaf verið að breyta þessu.

Já. Batnar þetta núna? Efast um það.

Ég mæli enn með því að höfuðborgin verði flutt til Egilsstaða. Þið á Egilsstöðum, ekki klúðra þessu með of mörgum umferðarljósum, hrúgu-hringtorgum og einstefnum sem skifta um skoðun á miðri leið.

Og treystið Reyni. Spyrjið hann bara ekki út í rafmagnstæki.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Dagur 155 ár 3 (dagur 885, færzla nr. 437):

Fór með hundinn út í gær. Niður í fjöru. Leist ekki á að fara í dalinn. Ef ég hefði gert það, þá væri dýrið þar ennþá að þefa allstaðar þar sem einhver hefur kastað vatni.

***

Var að ræða við stúdentagarðana. Mig er nefnilega farið að lengja eftir íbúð. þeir segja að ég sé á biðlista hjá þeim, og fái kannski ekki íbút fyrr en eftir dúk og disk. Mér skilst á þeim að 40 reykvíkingar hafi fengið íbúðir hjá þeim. Það finnst mér mjög undarlegt.

Þannig er nefnilega, að ég bý í vestmannaeyjum. Þessir 40 reykvíkingar búa í reykjavík. Afhverju þurfa þeir íbúð í RKV ef þeir nú þegar búa í RKV?

Heimilisaðstæður, segja þeir. Nú, ég hef miklu óhentugri heimilisaðstæður en þeir: ég bý í Vestmannaeyjum!

Ég hef bent þeim á þetta, en ekki mætt neinum skilningi. Þeim þarna í RKV finnst greinilega miklu verra að búa í foreldrahúsum, innan göngufæris frá háskólanum, en í Eyjum í lágmark klukkutíma fjarlægð, einungis á vissum tímum, með möguleika á ófærð, og kostnaði aldrei undir 3000 kalli í hvert skifti, bakaleiðin ekki talin með.

Þeir sögðu mér að ég gæti þurft að redda mér íbúð sjálfur. Ég sagði þeim hve vel það hefur gengið. Ekkert svar.

Allt fyrirkomulagið finnst mér sambærilegt við að greiða vinnandi manni atvinnuleysisbætur.

Ég er gáttaður á þessu.

Reykjavíkur-pakk.

laugardagur, ágúst 05, 2006

Dagur 150 ár 3 (dagur 880, færzla nr. 436):

Í tilefni útihátíða:

Fyrir mörgum árum var svo mikið um slagsmál, bæði um venjulegar helgar og á útihátíðum, að það þótti ekki fréttnæmt nema í framhjáhlaupi. Þá var alltaf "nokkuð um slagsmál", eins og það var orðað.

Síðan þá eru liðin mörg ár, og margt hefur breyst. Núna er svo lítið um slagsmál að það þarf að fylla upp í fréttir með nákvæmum lýsingum á einu slagsmálunum sem fóru fram þessa vikuna/þennan mánuðinn.

Hvað veldur? Við vitum það öll: Það er aukinn aðgangur að og lægra verð á brennivíni.

Svo ég útskýri:

Fyrir 20 árum var bjór bara ólöglegur. Fólk var talið svo vitlaust að því var hreinlega bannað að neyta drykkjarins innan lands. Ef ríkið hefði fengið að ráða hefði það verið ólöglegt utan lands líka.

Og verð á brennivíni hefur alltaf verið hátt og það hefur ýtt undir landabrugg, sem er bara hið besta mál; eini ljósi púnturinn á málinu. Þetta olli því (og veldur enn) að í stað þess að drekka smá öl með mat stundum, þá er lagt fyrir til að geta hellt ærlega í sig á vissum tímum.

Nú er það svo að fólk er líklegra til ofbeldisverka þegar það er blindfullt. Sem þýðir, að hér til forna, á miðöldum meina ég, fyrir 20 árum, þá hellti fólk sig svo fullt að það vissi varla í þennan heim, og svo var barist. Þá var gaman, er ég viss um.

Svo var bjórinn leyfður, með semingi þó, og nokkru seinna var farið að leyfa skemmtistöðum og krám að hafa opið allan sólarhringinn. Við þetta dreyfðist drykkja nokkuð, auk þess sem hún færðist frá brennivíni yfir í bjór, sem er talsvert léttara stöff. Rússar standa í þeirri meiningu að bjór sé gosdrykkur, svo þar hafiði það.

Allt þetta róaði fólk. Allt í einu fékk fólk að hanga á barnum, þar sem það gat sopið öl í rólegheitum, í stað þess að hella í sig af áfergju fyrir lokun. Munurinn er augljós þeim sem sáu rúntinn bæði fyrir og eftir.

Nú er fólk farið að drekka smá vín líka. Mest er það fyrir snobb. Fólk er enn að hella sig fullt, en það þykir fínna að lyggja í rauðvínsælu en landaælu. Bara rónar lyggja í landaælu.

Svo er líka borðað með víni. Það tíðkaðist ekki á mið... fyrir 20 árum. Matur er góður fyrir þig. Það langar engann að berjast á fullan maga.

Og nú?

Það er búið að skemma útihátíðir. Þetta var flott stríðsástand hér á miðöl... fyrir 20 árum. Nú, þá eru slagsmál svo fátíð að þau eru fréttnæm en ekki bara tölfræði. Nauðgun er bara orð sem femínistar segja. Bílslys hefur ekkert með vatn að gera lengur, og fólk lifir þau skuggalega oft af.

Náðarhöggið væri að lögleiða eiturlyf, og þá er ekkert gaman lengur; engir eiturefnavoffar, engir spennandi eltingarleikir við hugsanlega morðóða smyglara, engar fáráðlegar aðferðir til smygls.

Það verður ekkert eftir fyrir veiklundað fólk að nöldra yfir nema mótorhjólamenn.


Það er of kalt á Íslandi. Augljóslega.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Dagur 147 ár 3 (dagur 877, færzla nr. 435):

Það er einhver ískyggileg sjópadda inni í ísskáp. Mér lýst ekkert á hana. Mig grunar að hún geti á hverri stundu skriðið af stað og drukkið alla mjólkina, borðað allan ostinn.

Ég veit ekki hvernig skal lýsa þessari pöddu. Þetta er líkt snigli, eða blóðsugu, eða jafnvel lifur í laginu. Svona einskonar svört eða brún klessa. Ekki veit ég svo gjörla hvað snýr fram og hvað aftur á þessu, eða hvað er upp eða niður, eða hvað telst hlið. Fyrir allt sem ég veit gæti það sem lýkist hlið verið fram á þessu.

Mamma var eitthvað að pota í þetta í gær, og þá dróst þetta saman og varð hnöttótt. Og nú liggur Þetta hreyfingarlaust, og býður færis...

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Dagur 146 ár 3 (dagur 876, færzla nr. 434):

Sól og blíða. Fór af því tilefni með hundinn út. Hún þefaði náttúrlega af öllum hornum þar sem einhver eða eitthvað hefur kastað vatni. Og nú veit ég allt um það.

Tíkin fer svo úr hárum, að hvar sem hún fer er eftir henni svona loðský. Mig undrar að hún skuli ekki verða sköllótt, eins og hárin falla af henni.

Ég skil ekki af hverju fólk leyfir hundum að sleikja sig. Þeir hafa verið með nefið í hvers manns koppi, bókstaflega. Ég geri mér grein fyrir því að fleiri tegundir gerla eru uppi í venjulegum manni en uppi í hundi, en þegar ég hugsa til þess að uppi í hundi eru saurgerlar.... þá hljómar það ekki svo vel.

Tegund skiftir nefnilega máli. Ostar og hverskyns mjólkurvörur innihalda fjölbreytt magn gerla, en við myndum samt öll frekar fá okkur ost með smá AB-mjólk en sleikja petrískál sem á væri bara ein gerð gerla: kamfílóbakter.

Pælið aðeins í þessu.