miðvikudagur, apríl 29, 2009

Dagur 55 ár 5 (dagur 1880, færzla nr. 790):

Nú þykjast allir vera að deyja úr svínaflensu. Það var og. Hve margir eiga að vera dauðir? 150? Hvaða fólk er það? Bara einhver og einhver, eða er það aðallega fólk í svínaiðnaðinum? Alveg eins og þeir sem fórust úr hinni banvænu fuglaflensu hér um árið. Eins og staðan er fáum við engar vitrænar upplýsingar, svo þetta gæti bara verið misskilningur allt saman.

Gerum okkur grein fyrir því að venjuleg, ó-dýratengd flensa drepur á hverju ári 1000 manns í Svíþjóð. Og enginn segir neitt.Þessi mynd (stolin frá BBC) segir allt sem segja þarf.

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Dagur 54 ár 5 (dagur 1879, færzla nr. 789):

Hvernig komu svo kosningarnar út? Ja, fólk kaus allt það sama og venjulega sýnist mér - að mestu leiti. 90% af fólki er jú íhaldsmenn.

Sko: þeir sem kusu áður samfylkinguna gerðu það bara aftur. Hvaðan þeir fengu auka fylgi veit ég ekki, en grunar að fleiri hafi hreinlega mætt. Einhverjar örfáar hræður gætu hafa komið til þeirra frá Sjálfstæðisflokknum, D er jú líkari S en VG; báðir svona þrifalegir sósíalistaflokkar. Aðal munurinn er að annar hefur verið í stjórn, hinn ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miklu til Borgarahreyfingarinnar, alveg eins og þeir höfðu áður tapað fylgi til Frjálslyndra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka alltaf dregið til sín fylgi frá hægri kantinum, og ef hann er ekki að standa sig þar þá má búast við að frjálshyggjuliðið reki annað.

VG var að stela fylgi frá Framsókn. Kannski ekki skrítið, því það er nánast eins flokkur. Þeir gætu allt eins runnið saman í einn, og verið þá með 35% fylgi, eða svo.

Nú situr allt þetta blessaða fólk heima og vonast eftir að sem minnst breytist. Ja, 90% af þeim, allavega. Dream on.

föstudagur, apríl 24, 2009

Dagur 50 ár 5 (dagur 1875, færzla nr. 788):

Nú er góður tími fyrir smá splatter anime:Og syngið núna með:
"The first cut is the deepest, baby I know
The first cut is the deepest
'cause when it comes to being lucky she's cursed
when it comes to lovin' me she's worst"


(Cat Stevens, AKA Yussuf Islam.)

Hér er önnur, úr sama tölvuleik:Þetta er hægt að sjá í allri sinni dýrð hér.

Það er líklega best að ég skýri út hvaða bull þetta er: Þetta eru 2 mögulegir endar á furðulegum sér-japönskum tölvuleik sem heitir "School days". Einhversstaðar er til teiknimyndasería gerð upp úr þessu. Hún er líka mjög fyndin, en ekki alveg jafn blóðug - fyrir utan síðasta þáttinn.Þetta hreinlega birtist ef maður skrifar "splatter anime" inn á youtube. Þetta er úr "þegar söngtífurnar væla." Það er sambland af Groundhog Day & Happy tree friends, og ca. fjórði hver þáttur er svona.Happy Tree Friends til samanburðar. Happy tree friends á að vera fyndið, Söngtífurnar ekki. Það er allur munurinn.Þetta er úr Elfenlied. Það er ekkert nema svona. Aflimanir og blóð frussast í allar áttir - vegna þess að japanskar teiknimyndafígúrur eru með svo háan blóðþrýsting.Jæja, þá er nóg komið af þessari vitleysu.

miðvikudagur, apríl 22, 2009

Dagur 48 ár 5 (dagur 1873, færzla nr. 787):

Þetta eru hálfvitar.


"Aðgerð Landhelgisgæslunnar í smyglskútumálinu kostaði 10 milljónir króna, að því er stjórnendur Landhelgisgæslunnar telja."


Vegna þess að þeir notuðu meira en eina þyrlu og skip og meira en 20 manns til að næla í 6 menn á 1 bát og bíl með kerru.

Það þurfti bara 15 menn, mest, og leyfi til að nota tvær trillur.

"Halldór Nellett, ... sagði ... að aðgerðin í smyglskútumálinu hafi ekki verið hættulaus en búið sé að æfa þetta mikið..."

Mikið æft en ekkert hugsað.

"...og Landhelgisgæslan hafi átt mikil og góð samskipti við sérsveit Ríkislögreglustjóra."

Alveg örugglega, og skal enginn um það efast, en um hvað? Kaffi og snúða?

"Hann segir að slíkar æfingar og aðgerðir eins og þessi sem farið var í séu kostnaðarsamar."

Það var óþarfi að kalla út ALLT liðið! Og þyrlur!

„Vissulega kostaði þetta okkur peninga - þessi aðgerð. Við erum að skjóta á einhverjar 10 milljónir og ég sé ekki eftir þeim pening. Ég held að þeim sé vel varið," segir Halldór Nellett."

Vegna þess að þetta var ekkert þinn peningur fokking hálfvitinn þinn!

Sko, svona hefðu þeir geta gert þetta:

Þeir hefðu getað rennt á staðinn á 3 bílum, 5 manns í hverjum bíl, með gas og nokkra riffla. Ég held að M-4 hefði virkað alveg nógu vel í þetta mission.

Til að byrja með bösta þeir gaurana í landi bara á bryggjunni í stað þess að elta þá langar leiðir. Með 15 manna lið með sér er það ekkert mál. Það er hægt að geyma þá einhversstaðar á meðan 10 þeirra fara og elta skútuna. Það er gert svona:

Þeir rölta í bæinn og fá lánaðar 2 trillur.Svona trilla er miklu hraðskreiðari en einhver skúta. Um borð í hvorri skútu þurfa þeir tvo sérsveitargaura með riffla (af hverju við erum einusinni að bothera með sérsveit er mistery.) Svo ná þeir einfaldlega skútunni, og gera á hana tangarsókn:Þegar hér er komið við sögu þurfa þeir ekkert annað en að kalla á dílerana og heimta að þeir gefist upp. Ef þeir gera það ekki er hægur vandi bara að leggja að þeim, nú, eða ef þeir skjóta á þá, skjóta á móti:Skothríðin er bara optonal extra ef allt klúðrast. Með 10 á móti 3 er þetta afar vinnanlegt scenario.

Svona hefði ég gert þetta. Þetta hefði kostað miklu minna en 10 milljónir. Engar þyrlur, ekkert varðskip, afar takmörkuð áhætta. Engir menn rappelandi úr þyrlu niður á skip á ferð. Ekkert showoff. Bara niðurstaða.

Hvað myndu þessir asnar eiginlega gera við alvöru innrás? Ef þeir bregðast svona við 6 mönnum, hvernig yrði þeim við að fá svona 20? Og vopnaða í þokkabót? Ég held þeir fengju taugaáfall.Amen.

mánudagur, apríl 20, 2009

Dagur 46 ár 5 (dagur 1871, færzla nr. 786):

2009, landið er farið á hausinn og lögreglan hefur ekkert betra við tíma sinn að gera en að uppræta grænan iðnað og sökkva spíttbátaútgerðum.

Við þurfum að gera Vestmannaeyjar að fríríki í því skyni að græða á spíttbátasjómönnum og sprotafyrirtækjum. Svo setjum við upp spilavíti - getum kallað það Icesave, til dæmis, þar sem verður súludans og vændi - og laðað að túrista. Svo verðum við með hvalaskoðun og dorgveiði og svoleiðis drasl.

Fullt af pening í því. Nóg fyrir þessar 4500 hræður allavega.

Mynd vikunnar:Auðvitað fengjum við aldrei að stíga fæti upp á meginlandið aftur... en hvað er svosem þangað að sækja? Ikea húsgögn? Bónus appelsínusafa?

Árið 1944 sótti Ísland um fullveldu undan Dönum á meðan þeir voru busy við að vera herteknir af Þjóðernissinnuðum Sósíalistum, svo nú þegar Ísland er upptekið við að fara á hausinn smátt og smátt er tækifærið til að segja sig úr lögum við það.

Eða þið getið beðið þar til þeir taka kvótann. Ekki miklar líkur á því samt. VG er alveg opinn fyrir smá mútum. Alveg eins og allir hinir.

laugardagur, apríl 18, 2009

Dagur 44 ár 5 (dagur 1869, færzla nr. 785):

Þá er komið að kvikmynd kvöldsins:

En fyrst, treilerar!Pac-Man. (Næst - Tetris, the movie.)Sá góði, sá vondi, sá skrýtni.Bokurano. (Ekki kvikmynd, heldur sjónvarpsþættir, þar sem aðalpersónunum fækkar afar hratt.)The brain that wouldn't die, frá 1962.

Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, þessi mynd er vond. Alveg voðaleg. En... Það er rannsóknarstofa, það eru bollar með reyk í og slíkt. Þetta er mynd þar sem maður er með hausinn á kærustu sinni inni á rannsóknarstofu, og öðru hvoru kemur hendi út um svona glugga á einhverri dýflissu sem hann er með þarna og grípur í einhvern.

Svo þetta er ekki alvond mynd. Vona að þið hafið aðgang að bjór.

miðvikudagur, apríl 15, 2009

Dagur 41 ár 5 (dagur 1866, færzla nr. 784):

Sjálfsalinn í kjallaranum er mesta furðusmíð. Þetta er með einhverjum skynjurum, en ekki tökkum, og svo koma ljós á þetta við vissar aðstæður. Það er heilmikið show að opereita þessu dóti.

Þetta er svona eins og spilakassi, nema maður fær oftast nær eitthvað út úr þessu, og þá eitthvað sem er að megninu til ætt.

Það sniðugasta er samt að flest í honum er á venjulegu sjoppuverði, eða þar um bil, nema kókómjólk, sem er seld með meira en 100% álagningu. Enda er alltaf til kókómjólk þarna.

Kemur sér vel á helgidögum, þegar maður nennir ekki að rölta heim til að snæða.

sunnudagur, apríl 12, 2009

Dagur 38 ár 5 (dagur 1863, færzla nr. 783):

Um helgina hefur verið og verður rauðvín með öllu. Ja, a.m.k morgunmatnum. Það þarf ekki nema eitt glas af því með matnum. Það fer misvel með því sem ég hef í matinn - kjúklinga gordon blö í gær... ekki alveg að gera sig. Kjúklinga bollur í dag - miklu betra.

Það er hvítlaukur og allskyns annað dót í þessum bollum, svo þær eru ansi bragðsterkar. Þetta verður aftur á morgun, mínus hrísgrjón. Þau fara ekki jafn vel með drykknum.

***

Það er ekkert í sjóvarpinu. En það gerir svsem ekkert til, ég nenni ekki að horfa á það hvort eð er. Hef nóg með að sörfa netið, milli þess sem ég dunda mér við að klára þetta sem ég á að skila eftir páska. Því miðar.

Fyrir ykkur hin sem vantar eitthvað að horfa á, þið getið horft á þetta:Evil Brain from Outer Space! (Japan, 1964)

Þessi mynd hefur það allt: geimverur, ofurhetju, heila í skjalatösku, kjarnorkuhandsprengju og meiri slagsmál en ég hef séð í langan tíma. Og þau eru vel útfærð, merkilegt nokk. Horfið á þetta, þetta verður það frábærasta sem þið sjáið yfir páskana.

Ég ætla að fara að horfa á teiknimyndir.

föstudagur, apríl 10, 2009

Dagur 36 ár 5 (dagur 1861, færzla nr. 782):

Árið 1861 hættu Bretar að taka menn af lífi fyrir annað en morð, landráð, njósnir, ofbeldisfull sjórán og því að kveikja í hafnarmannvirkjum eða skotfærageymzlum. Allt fram að því var þetta bara eins og Kína: þú labbaðir yfir götu þar sem ekki var gangbraut og þá fékkstu að hanga.

Alveg eins og fólk vill hafa það hér.

Eftir þetta fækkaði morðum umtalsvert í Bretlandi.

Sama ár fæddist maður að nafni Svínshaus, en hann var víst forseti Finnlands 1931-1937. Já. Allt er nú til.

Þá fæddist líka Hannes Hafstein. Hann vann sér það til frægðar að vera ljóðskáld. Hann var líka á þingi, en gerði ekkert gagn þar frekar en aðrir fyrr eða síðar. Enginn man eftir honum fyrir það, og mun ganga verr og verr að kenna börnum um hann eftir því sem frá dregur vegna þess hve litlaus hann var.

Amma verður alltaf brjáluð þegar ég segi henni hver litlausir og ómerkilegir allir þessir glæpam... stjórnmálamenn fortíðarinnar eru fyrir mér. Ég man ekkert hvað þeir gerðu. Ég bara veit að 500 kallinn var með sýfilis. Það er ekki afrek, nota bena, ekki frekar en það væri sérstakt afrek að fá AIDS.

Ef einhver þeirra hefði heitið Svínshaus er mögulegt að eftir honum hefði verið munað - en þá bara fyrir það. Svona eins og allir muna eftir Þangbrandi, þó enginn muni nákvæmlega hvað hann gerði.

Förum bara yfir feril landsins síðan 1944: höft. Meiri höft. Bönn. Svo upp úr 1980 fer að draga úr bönnum og höftum. Svo 2009: aftur meiri höft og bönn.

Fokking æðislegt. Það er beinlínis merkilegt hve vel okkur hefur þó gengið þrátt fyrir þessa aula.

***

Það er föstudagurinn langi og ekkert að gerast.

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Dagur 34 ár 5 (dagur 1859, færzla nr. 781):Er ekki kominn tími til að velta fyrir sér gangi himintunglanna?

Sennilega ekki.

***

Norður-kóreiska eldflaugin sem allir höfu svo miklar áhyggjur af (mest Japanir, sem voru nokkuð vissir um að hún lenti í garðinum hjá einverjum) brotnaði víst í tvennt og hrapaði í sjóinn. Hitti hvorki geiminn né japan.

Það besta við fréttir frá N-kóreu er þessi asnalegi þulur sem þeir hafa: það er nokk sama hver það er, hann hljómar alltaf eins og hann sé með harðlífi, og það sem hann segir sé mjög alvarlegt. Hann geltir orðin, mjög hátt og snjallt.

Hér er fréttaþulurinn úr N-Kóreiska sjónvarpinu að segja nokkra hluti við okkur:Þessi gaur hefur sama ræðustíl og forkólfar íslensku vinstriflokkanna*. Fylgist með því næst þegar þig sjáið Jóhönnu, Steingrím, eða þennan litla leiðinlega þarna.

Og hér er ein teiknimynd:


Ég held ekki að það væri neitt meira vit í henni með réttum texta. Jæja...Hér er önnur sem fjallar um mikilvægi þess að læra hornafræði til þess að geta skotið risastórum blýöntum á bandariskar skipalestir. Þarna er líka andlegur tvíburi Dukes of Hazzard á ferðinni, keyrandi færanlegum eldflaugaskotpalli.

Jæja - einn af þessum dögum koma þessir gaurar einhverju á sporbaug. Gaman er að hugsa til þess að það gæti einmitt verið kjarnorkusprengja sem á að lenda á Tokyo. Slíkur hlutur væri einmitt best geymdur í orbit. Við getum öll vonað að tækniþekking þeirra sé einmitt á því leveli.

Svo segja þeir bara að sprengjan hafi hitt, og það þori enginn að gera árás á þá á móti.N-Kórea verður líklega ekki valdur að neinu stríði alveg strax. Ég bind enn miklar vonir við Kínverja. Mér finnst það einvernvegin liggja í loftinu.

*þeir sem skilgreina sig sjálfir til vinstri - allir flokkar á landinu eru de facto til vinstri.

sunnudagur, apríl 05, 2009

Dagur 31 ár 5 (dagur 1856, færzla nr. 780):

Það eru enn sjóræningjar á þvælingi fyrir utan Sómalíu. Sem er náttúrlega dásamlegt. Við skulum öll halda með þeim, og ég skal segja ykkur af hverju: þeir sem þeir eru að herja á eru svo miklir lúðar að það er ekki hægt annað en að halda á móti þeim. (Nema þessir norður-kóreisku fraktgaurar. Þeir eru töffarar á heimsmælikvarða.)

Sko: þetta eru bara nokkrir negrar á árabátum, sumir eru með sprengjuvörpur, flestir hafa AK-47 riffla. Það er varla nóg firepower til að gera innrás í Færeyjar, satt að segja.Ein af þessum mönnum er vopnaður deadly kræklóttri grein.

Fyrir hvert skip sem þeir taka má búast við að þeir fái að meðaltali hálfa milljón dollara - þetta eru ekkert allt það merkileg skip. Ef þeir taka svona 100 á ári, þá gerir það $50.000.000.

Á móti þeim eru heilu flotarnir. Það er Danski flotinn, Sænski flotinn, Norski flotinn, Japanski flotinn, Breski flotinn, Franski flotinn... margir flotar.Flotinn við Sómalíu.

Tökum bara Danska flotann.

Á svæðinu er Absalon. Það er 6300 tonna, 137 metra langt, 19 metra breitt og hefur í áhöfn 169 manns.

Hvað kostar það?

Ja, það drekkur nokkur tonn af olíu á klukkutíma. lát oss reikna (bara eins og þetta sé bíll) það er 6.300.000 kíló. Þá ætti það að nota 63.000 lítra á hverja 100 km. Ætli það dóli ekki um á svona 25. Það gera 2.5 tonn á klst. Sem er kolvitlaus tala miðað við skip, en það er það sem bíll af þessari þyngd myndi eyða.

Það eru 60.4 tonn á sólarhring. Þau kosta líkllega um 25 krónur lítrinn, eða 15 milljónir. Sem eru $12.500. Á mánuði gerir það $370.000. Það er bara eldsneytiskostnaðurinn. Eitt skip. Á mánuði. Það eru meira en fimm skip þarna. (Kringum 15 skv. Wikipediu) Og þyrlur. Og meira en 1000 manns á launum. Kostnaðurinn á mánuði er miklu meira en 1 milljón Bandaríkjadalir á mánuði. Sennilega yfir 50. Til að spara sér 50 milljónir á ári.

AK-47 riffill kostar 15.000 krónur á heildsölu, beint frá rússanum, þakinn feiti. Þeir eru örugglega til í að henda tveimur þremur kössum af ammó með í kaupbæti.

M-16 herriffill kostar bandaríkjaher eitthvað undir 30.000 krónum. Það tæki er verulega langdrægt og nákvæmt.

Svissnesku STG 90 kosta einhverja hrúgu af peningum, en eru miklu betri tæki en þetta sem ég hef enn nefnt.Tigr 308. Gott tæki.

BMG kostar hátt í milljón kall.

Það fara eitthvað um 1000 skip þarna um í mánuði, kannski 12.000 á ári. Um borð eru í kringum 20 manns. Að gefa öllum riffil myndi kosta $60.000.000. Það er endanlegur kostnaður yfir árið. Næstu 10 ár jafnvel - sem gerir 6 milljónir á ári. 6 milljónir er minna en 21.6, ekki satt?

Hvernig þetta myndi virka: sjóræningjar birtast, einhver plaffar á þá, þeir fara. Þetta gerist nokkrum sinnum, eða þar til þeir fatta að það gæti verið erfitt að standa í ránum.

Sjáiði hvað ég er að fara?

Þetta eru sauðir. Sauðir og aular. Að geta ekki skotið nokkra sjóræningja...

Svo maður heldur bara með ræningjunum. Það þýðir ekkert að halda með lúðu sem æða á svæðið með yfir 20 herskip til að redda máli sem hefði verið hægt að redda á miklu áhrifaríkari og ódýrari hátt með örfáum rifflum.

(Editað einu sinni því ég er voða slæmur í reikningi stundum.)

föstudagur, apríl 03, 2009

Dagur 29 ár 5 (dagur 1854, færzla nr. 779):

Ræðum aðeins um peninga:Þetta er 5.000.000 dínara peningur frá Júgóslavíu síðan í borgarastríðinu. Þá var voða lítill markaður fyrir júga-pening, enda ekki alveg ljóst hvort það yrði nokkur efnahagur þarna. Það var voða lítið svoleiðis á meða stríðið stóð yfir.

Á þessum pening er mynd af Tesla, en hann er frægur fyrir að hafa búið til svona dót sem skaut eldingum. Flestir þekkja nafnið út af þessum tölvuleik, Red Alert.Þetta er 10 milljóna dollara seðill frá Zimbabve. Landi Múgabes. Skömmu seinna kom þessi:fylgt eftir af þessum:Eins og er, þá er ódýrara fyrir fólkið að nota þetta en kaupa klósettpappír.

Ef allt væri eðlilegt hér hjá okkur (miðað við núverandi stöðu) þá værum við búin að láta prenta 10.000 krónu seðla, eða eitthvað eins og til dæmis þennan:vegna þess að genginu er haldið of háu. Ekki veit ég hvort það sígur hægt og bítandi niður, eða hvort það lækkar skyndilega með ansi katastrófískum afleiðingum. Miðað við hvaða lið er að stjórna hlutunum fer ég að aðhyllast seinni kenninguna.

Eftir ekkert of langan tíma verðum við kannski komin með Zim-pening:Ég yrði ekkert hissa. Hagstjórnin á bara eftir að versna. Fólkið mun kjósa harðari félagshyggjumenn yfir sig, einhverja sem eru alveg eins og Mugabe eða jafnvel Chaves, lið sem með snilldartöktum getur fælt burt jafnvel olíubaróna.

Einmitt þegar okkur vantaði nokkra svoleiðis. Þessir gaurar voru tilbúnir til að sætta sig við 59% skattheimtu. Það hefði dekkað Icesave á nó tæm.

Þetta er eins og að vera hungraður, fá poka af kartöflum og henda þeim því það er mold á þeim öllum.