föstudagur, apríl 30, 2010

Dagur 57 ár 6 (dagur 2249, færzla nr. 901):

Ekkert að segja, svo við skulum hafa svona:Úr Code Geass. Eitt af meira viðeigandi lögunum úr þeim þáttum. Þau voru ekkert alltaf of viðeigandi. Veit ekki hvaða þættir státa af minnst viðeigandi músíkinni, en Clannad after story kemst ansi nálægt því.

En hvað um það:AMV Hell deilt með 0, með engu klámi. Klámið var klippt burt. Án kláms er þetta 9 mínútur. Með klámi var þetta nær 40. Þið viljið ekki sjá allt hitt. En hvað um það, þetta er ágætt, því einhver hefur haft fyrir því að setja upp hvaða þætti er verið að stela úr og hvaða hljóðrás er undir.

þriðjudagur, apríl 27, 2010

Dagur 54 ár 6 (dagur 2246, færzla nr. 900):

Jæja. Mér datt í hug að prófa svolítið: þetta er morgunmaturinn áðan:Það er ekki auðveldast í heimi að gera þetta með annarri hendi.

Eins og gefur að skilja er hann frekar leiðinlegur, svona einn og sér, svo mér datt í hug að peppa hann aðeins upp, gera hann frábærari, því morgunmaturinn er jú einu sinni mikilvægasta máltíð dagsins. Það þarf að gefa það til kynna með rétta sándtrakkinu:Þetta var mjög EPÍSKT, og gefur VEL til kynna að ÞETTA var sko MIKILVÆG MÁLTÍÐ! En á sama hátt ekki nema í meðallagi spennandi. Þá er málið að setja Stravinský undir! Allt verður 85% meira spennandi með Stravinský! Sjáið bara:Þessar núðlur eru sko þær æsilegustu og mest spennandi núðlur sem fyrirfinnast. En kannski vill maður síður einhvern hasar þegar maður er nývaknaður og vill bara fá sér að borða. Við slík tækifæri er gott að notast við "Gollywogs cakewalk."Related videos eru alveg ferleg... en hvað um það. Og suma daga vaknar maður eftir tveggja klukkutíma svefn, aldrei verið hressari og ennþá blindfullur. Þá er þetta einstaklega viðeigandi:Japönsk popptónlist: þegar maður hefur ekki efni á bjór.

En hvað um það. Það er um að gera að hlusta alltaf á sem frábærasta tónlist. Ég mæli með því að þið finnið þetta sem hér kemur á eftir einhversstaðar, setjið það á æpotið, og spilið það alltaf þegar þið farið út með ruslið. Þá virðist það vera miklu mikilvægari atburður:Þetta undirspil gerir allt alveg frábært.

sunnudagur, apríl 25, 2010

Dagur 52 ár 6 (dagur 2244, færzla nr. 899):Hmm...

Ég las í blaðinu um daginn, ja, um páskana, grein eftir einhvern gaur sem kvaðst vera nemi í "Kynjafræði." Eftir lestur þeirrar greinar fer mig að gruna að kynjafræði sé vísindagrein á sama hátt og frenólógía. Klikkið á linkinn og lærið eitthvað.

Það sem helst kom mér á sporið var það sem hann sagði um klám. Hann sagði að fólk sem væri á kafi í slíku vendist því, og sækti sífellt í grófara klám.Hugsið ykkur að skoða þessa mynd. Hugsið ykkur nú að eftir að hafa dáðst að henni í mánuð, þá vilduð þið hafa hana aðeins grófari. Nó problem, fáum dömuna bara til að leggjast á bakið og glenna fæturna í sundur. Eftir mánuð af því... mér er ekki ljóst hvernig það getur verið mikið grófara. Ja, kannski sama mynd, nema með engu skinni.Og voila! Grófara klám.

Já, þetta er reduction ad absurdum, ég veit, og andstyggilegur hlutur að gera.

En þetta versnaði hjá blessuðum kynjafræðingnum: hann hélt því fram að hægt væri að hafa áhrif á kynferðislega preferensa fólks með klámi.

JÆJA?!?Stelpur. Þið eruð allar lesbíur núna!

Svo ég útskýri, þá voru rökin einhvernvegin þannig að allir sem skoða klám hneigist til grófara kláms, því fólk verður dofið fyrir því - svona eins og heróínneytendur verða smám saman vanir sístækkandi skömmtum af uppáhalds lyfinu sínu - sem reyndar kom mér til að velta fyrir mér hvort ekki væru takmörk fyrir hve gróft klám getur orðið. Sem aftur veldur vangaveltum um hvort preferensinn breytist þá ekki líka.

Ég meina, einn daginn er Jói klámhundur ánægður ef hann sér stelpu í bikiní, svo verður hann grófari, og vill sjá hana bera, svo verður hann grófari og vill sjá meira... en hvað svo? Það verður mikið turn off fyrir lang flesta um leið og holdinu er flett af. Það er alveg ný, mikið öðruvísi perversjón. Þetta:Ero-guro. Og nei, þú vilt ekki sjá neitt mikið meira kinky en þetta, og nei, þú getur ekki fundið það á google.

Þú ferð ekki úr þessu:yfir í Þetta:Að gera það væri að breyta preferensinum. Ef það væri mögulegt, væri ekkert mál að afhomma menn. Nú, eða homma þá ef stemming væri fyrir slíku. Á sama tíma væri ekkert mál að laga pedófílíu, eða koma inn hjá fólki erótískum löngunum til hluta. Það eina sem þyrfti er klám af réttu tagi og smá tími.Og nú eruði öll mikið fyrir kínverskar stelpur. Helst 4 í einu.Þið hafið aldrei séð neitt meira sexý en þennan stól.

Það er hægt að venja fólk við skrítið klám. Það er erfiðara að láta fólki finnast það örvandi. Ef þú ert fyrir lesbíur vafðar inn í gaddavír, þá varstu þannig þegar þú sást það fyrst. Ef þér finnst það ógeðslegt mun þér halda áfram að þykja það ógeðslegt þó þú venjist því.

Ég byrja að trúa öðru ef blessuðum kynjafræðingnum tekst að koma inn hjá sjálfum sér kynferðislegum löngunum til IKEA húsgagna. Það er létt verk að prófa vísindalega bæði fyrir og eftir.

fimmtudagur, apríl 22, 2010

Dagur 49 ár 6 (dagur 2241, færzla nr. 898):

Treiler:Þá er komið að annarri svona: Við gerðum þessa mynd árið 1993. Það er að segja, þessa fyrir neðan, ekki þessa fyrir ofan. Og eins og sjá má, þá hafði ég ekki fyrir að skifta út kreditlistanum í byrjuninni á þessari, svo þið sjáið hvers þið eruð að fara á mis við. Þarna heyrum við "Oh Carolina", með Shaggy, sem var mikið í útvarpinu í denn. Þetta var í þann tíð er tíðkaðist að hringja í krakka og spyrja þá hvaða ferlegu lög ættu að vera á topp 40. Það var áður en FM957 fór að ríða húsum. (Og örugglega leggjast á búfé líka, það væri eftir öllu.)

Næst set ég treiler sem er ekki úr einhverri yuri-ræmu sem enginn hefur heyrt um.

Það er reyndar sæmilegur slatti af músík í þessari mynd sem var vinsæl þá. Það er ekki að öllu leiti með vilja gert. Jimi Henrix er þarna viljandi, Chris Isaak hinsvegar hljómar þarna af slysni.

Jæja, plottið í þessari reynir að meika sens, ólíkt fyrri myndinni, sem var þó gerð á sama árinu.

Sem sagt: stórglæpamaðurinn Manúel Fókus reynir að ráða leigumorðingjann James Blond til að fremja sjálfsmorð. Eins og gefur að skilja fær sú hugmynd heldur dræmar undirtektir, svo Manúel ræður annan leigumorðingja. Sá reynist vera blindur, en samt afar áhugasamur í starfi.

Merkilegir hlutir sem sjást fyrst í þessari mynd: stop-motion effexar, plott sem meikar næstum því sens, (Næstum því segi ég, þessi mynd er lítillega vitrænni en Inferno, og svona ámóta súr.) og þarna er líka blandaður ógeðisdrykkur. Við vorum skrefi á undan 70 mínútum með það. Nokkrum, meira að segja.

Þessi mynd var alveg rosalega löng. Vel á hálftíma. Þessi útgáfa var snyrt til af mér, og er 17 mínútur núna, og er betri fyrir. Dæmi: senan með ógeðisdrykknum var eitt samfellt skot. Takið eftir hvað það eru margar klyppingar í henni núna?

Svo eru þessir eldsvoðar. Annar stóð yfir í hátt á þriðju mínútu, hinn vel yfir fjórar. Núna: miklu styttri. Ég fjarlægði þann seinni alveg. Ekkert sem mátti ekki missa sín. En hey, vilji einhver óklyppta útgáfu, með 4 mínútum af einstaklega afslappandi eldi, þá á ég það til einhversstaðar, held ég.

Já. Þessi mynd var (og er) með því súrrealískara sem til er:
Ástæða þess að Manúel Fókus vill myrða James Blond? Hver veit?
Kannski vegna þess að þeir virðast báðir búa í sama húsinu?
Hvernig er þetta hús annars í laginu? Menn koma og fara eftir engri sérstakri reglu.
Og hvaða fótur er þetta?
Hvaðan kom þetta sinnep? Skal ekki segja.
Af hverju vaknar gaurinn í öðrum fötum en hann fór að sofa í? Pass.
Af hverju er "Foxy Lady" með Henrix að ofsækja hann? Bara...

Hvað vorum við að hugsa þegar við gerðum þetta? Ja, það var fyrir 17 árum... Mig minnir að það hafi verið gaman. Þetta tók tvo daga, fyrri dagurinn fór allur í að kveikja í hlutum. Seinni dagurinn fór ekki í að láta plottið meika sens, eða hafa continuitíið á hreinu. Neibb. Það var óþarfi. það tekur enginn eftir neinu, því við vorum augljóslega snillingar.

Gerið svo vel: þetta er James Blond 2:

James Blond 2 from asgrimur hartmannsson on Vimeo.

þriðjudagur, apríl 20, 2010

Dagur 47 ár 6 (dagur 2239, færzla nr. 897):

Ég bað um að fá send til mín dekk sem ég átti inni í bílskúr. Ég vissi ekki að fleiri ættu þar dekk. En hvað um það, jú, þau hafa fyrir því að koma með dekk ... sem einhver annar á.

Það hefði verið rosalega flott múv að hringja í mig og spyrja hvernig þessi dekk þekktust frá öðrum dekkjum. Það hefði sparað fyrirhöfn.Nú er alltaf verið að röfla um ábyrgð. Hver ber ábyrgð á þessu og hinu. Ég hélt það væri öllum ljóst: þeir sem eru yfir, bera ábyrgð á því sem þeir ráða yfir. Það er alveg á hreinu hverjir voru yfir, svo hver er efinn? Svo segjast sumir þeirra axla ábyrgð. Ég er ekki viss um að þau viti hvað það þýðir.

Ég veit hver getur sagt þeim það: Bragi á fluginu. Hann ber ábyrgð, fullt af henni. Ef einhver veit eitthvað um ábyrgð, þá er það hann. Hann axlar ábyrgð á veðrinu. Og veðrið er ekkert honum að kenna - ekki mér vitanlega a.m.k.Nú geta þeir víst flogið aftur í evrópu. Sem þýðir bara eitt: okkur vantar stærra eldgos! Það þarf meiri ösku á þessi kvikyndi."Ash like snow" - til að halda áfram með ösku-þemað. Verst að þetta gat ekki gerst á ösku-daginn. það hefði verið flott... í einn dag.

laugardagur, apríl 17, 2010

Dagur 44 ár 6 (dagur 2236, færzla nr. 896):.44 Automag. Eitt af fáum skammbyssum sem eru ekki bara Browning. þetta er meira í lýkingu við M-16. Svipaður mekanismi, sjáið til. Það er hægt að skjóta kött af 200 metra færi með svona.

En að öðru. Eldgosi!

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég frétti af öskufallinu í evrópu var þetta:
Drown in ashes.
En, það er meira:
Ash.
Beneath the encasing of ashes
Shelter from the ash
Ash like snow - nú með sniper pöndum!

og svo framvegis.

En þá er það kvikmynd kvöldsins, með treilerum, nauðsynlega. Því ég ólst upp við VHS, sem þýðir treilerar. Sem eru stundum betri en myndin.Antikiller. Það er einhver Alarm für Cobra fílingur í þessu.Red Cliff. Romance of the three kingdoms, ef einhver hefur áhuga. Sannsögulegt, sko. Að sögn...Gymkata. Já...

Og hér er kvikmynd kvöldsins:King Solomon's mines. 1937.

Kelling með lélegan írskan hreim finnur kort sem vísar á námur Salómons konungs, og hún platar Allan Quatermain og fullt af öðru liði til að labba yfir eyðimörk með sér til að nálgast þær.

Með þeim er negri sem syngur. Smá viðvörun: þetta ferlega "mighty mountain" lag hans mun límast við heilann á ykkur og óma þar öðru hvoru næstu mánuðina. Svo þið vitið að hverju þið gangið.

Þessi kvikmynd er líka viðeigandi núna, þar sem hún endar með eldgosi.

Svo upp með poppið!

miðvikudagur, apríl 14, 2010

Dagur 41 ár 6 (dagur 2233, færzla nr. 895):

Kvikmynd kvöldsins var að rúlla yfir. Bæti henni við næst. Ég er með svona la-la pöblik dómein ræmu til. Með engum zombíum eða neinu slíku. Það verður næst.

Nú er það AMV.Þessi brandari er ekki lengur fyndinn. Ekki það að hann hafi nokkurntíma verið það. Jæja, þetta er úr Mnemosyne. Það er svolítið blóðug teiknimyndasería. Svolítið eins og sambland af Mike Hammer, Highlander og Hellraiser. Með persónu með grænt hár og allt of stór augu.

Og þetta er AMV hell 4:Satt að segja er þessi ekki jafn-góð og 3. 3 er betri vegna þess að brandararnir reiða sig ekki eins mikið á að þú hafir séð það sem er verið að skopast að. Þetta? Ja, ef þið fattið ekki brandarann, þá vitiði af hverju það er.

Ekki það að nokkur hafi fattað fyrsta brandarann í AMV hell 3. Ekki fattaði ég hann fyrr en ég sá hvað lagið heitir. Langsóttur húmor...

mánudagur, apríl 12, 2010

Dagur 39 ár 6 (dagur 2231, færzla nr. 894):

Ég bætti við linkum hér til hliðar. Nú er meðal annars hægt að finna þar þessa stórmerkilegu skýrzlu sem allir eru búnir að bíða svo lengi eftir. Ég veit ekki hvort það á að nenna að lesa hana, þar sem bestu (mikilvægustu) partarnir eru ritskoðaðir, og verða ekki sýndir almenningi fyrr en allt of seint.

En þarna er hún, og hér er innihald hennar í stuttu máli:Og hér er linkur inn á wikileaks, ef vera skyldi að við yrðum heppin.

sunnudagur, apríl 11, 2010

Dagur 38 ár 6 (dagur 2230, færzla nr. 893):

Tölvumúsík:Þetta er ekki rödd filteruð í gegnum tölvu. Þetta er vocaloid. Það er forrit búið til af Yamaha - í Bretlandi fyrst, skilst mér, til þess að geta búið til svona teknó músík.

Svo kemur á daginn að það er miklu auðveldara að láta tölvuna syngja á japönsku - því það mál státar af færri málhljóðum, meðal annars... og þá byrjar fjörið:Slammið við þetta! Shake it!

Þetta eru bara einhverjar raddir á forminu 11000110...osfrv, en einhverjum snillingum datt í hug að það ættu að vera karakterar á bakvið þetta. Sem skýrir fígúruna í myndbandinu hér að ofan.

En nú getur líka hvaða bjáni sem er gefið út tónlist: það eina sem þarf er rétta hardverið, eitt eða tvö vocaloid og músík. Sem útskýrir stöff eins og þetta:og þetta:Talandi um syngjandi vélmenni:Daft PunkLagið er... feh. En myndbandið er svolítið annað.Dir en GreyOg ljúkum þessu á teiknimynd.

Gaman gaman. Eitthvað annað næst.

fimmtudagur, apríl 08, 2010

Dagur 35 ár 6 (dagur 2227, færzla nr. 892):My fear is that, ah... the whole island will... uh... become so overly populated that it will tip over and... ah... capsize.

Grmbl...

Við fáum allskyns bölvaða imba líka, það er eitthvað af þeim á jútúb.VG er gróðrarstía imba...Þetta er líka mjög súrt... (fólk kaus þær báðar, athugið það)Hvað er þessi manneskja að segja? Einhver? (Þetta er auðvelt, maður finnur bara félagaskrá VG, og leitar að nafni á jútúb. Niðurstaðan er ALLTAF einhver að röfla eitthvað innihaldslaust rugl.)

Það væri athugandi að gefa þessu liði smá maríúana, til að ruglið í þeim verði í jafn háum gæðaflokki og hjá kananum hér að ofan. Eða spítt, til að þau tali hraðar, og sói þar með minni tíma.

Þingmenn á eiturlyfjum! Það væri málið, held ég. Lobbýum fyrir því. Þau geta ekki versnað. Smá sýra gerir þetta fólk bara betra. Lætur þau kannski sjá hlutina líkar því sem þeir eru.

Hérna, músík til þess að gleyma þessum sauðum:Oomph. MMM... earworm.Metallica.Mnemic.Machinae Supremacy.Kamelot.

Og róum þetta aðeins niður:Frou Frou.

mánudagur, apríl 05, 2010

Dagur 32 ár 6 (dagur 2224, færzla nr. 891):

Treiler:Sakura no Sono. Nei, ekki sama og seinast, þetta er 1990 útgáfan. Hin var 2008. Þetta er greinilega mjög mikilvægt verk, því skv imdb hefur þetta verið kvikmyndað þrisvar; 1936, 1990 og 2008.

Jæja, nóg um lesbíu rómans...

Þessi kvikmynd var gerð 1993, stuttu eftir að hitt epíska stórvirkið var fest á filmu. Og það eru engar lesbíur í henni... mér vitanlega. Í þetta skiftið ætluðum við að hafa alveg ógurlega elaborate plott. Það fór... öðruvísi.

Eins og venjulega fólst vandinn í mannskap sem... ja... ef hann hreinlega nennti þessu ekki var hann gjörsamlega vanhæfur. Sem er nokkuð eðlilegt miðað við 13 ára krakka svona venjulega. Ef eitthvað er hefði myndin orðið verri með betri mannskap.

Þetta fór svona fram: við skrifuðum titilinn á blað, kveiktum á útvarpinu og tókum það upp. Voila! creditlisti. Svo tókum við fyrsta atriðið. Svo var bílaeltingaleikur. Svo slagsmál. Og svo... meira stöff. Og loftsteinn. bara af því. Who cares?

Ég man ekki hvað plottið var, og að horfa á myndina ryfjar ekkert upp. Það sem ég man er að hann Arnar átti að ráða Bogga til að drepa einhvern... og... stöff gerist. Það er bílaeltingaleikur. Vegna þess að við... ja, ég... óverdósuðum á lélegum svertingjamyndum frá því 1969-1975, og í þeim var alltaf bílaeltingaleikur. Eins og gefur að skilja var okkar útgáfa af bílaeltingaleik nokkuð súrrealískari. Og ekki bara vegna þess að bílarnir voru það sem þeir voru.

Einhvernvegin held ég að með svona 30 milljón króna bödget hefði þessi mynd orðið alveg epísk. Það hefði allt farið í bílasenuna og sprengingar. Nema svona 100.000 kall, sem hefði farið í blóð.

Svo eru þarna slagsmál. Sko... ég gafst mjög fljótt upp á að hafa slagsmálaatriði í mínum myndum. Ef þið horfið á þessa, sérstaklega ef þið hafið kveikt á hljóðinu, þá vitið þið af hverju. ARGH! Já, það er fyndið NÚNA! (Arnar á eftir að elta mig alla leið út á Stórhöfða fyrir að setja þetta inn á jútúb. Með hníf.) Já, þið sem tókuð þátt í þessu og voruð æstir í slagsmála senu. Verið glaðir.

Ég klippti ekki mikið af þessari mynd. Bara kreditlistann að framan, nema titilinn, og alla kreditsenuna að aftan. Annars er mynin alveg original, og er með þeim minnst edituðu sem eru til á netinu. Sú mest editaða er sennilega enn geimverumyndin. Hún missti um 10 mínútur, og það var ekki bara kreditlistinn, en það mátti allt missa sig.

Hvað um það, hér er James Blond:

föstudagur, apríl 02, 2010

Dagur 29 ár 6 (dagur 2221, færzla nr. 890):

Hér er ein fyrir Þórgunni:Sjáið draslið sem kemur upp í "related videos." Airi & Meiri... það var og.

Hvað um það, þarna höfum við Helgu og Illuga og Kristínu... og þetta helsta fólk sem þið hafði svo gaman af að horfa á. Illugi sýnir þarna hve góður hann er að spila á harmonikku. Músíkin undir þessu er trioxin theme og mojipittan futari (eða hvað sem þetta heitir, er ekki viss...), þið getið dánlódað því síðarnefnda hér. Þið þekkið það á því að það er 3 mínútur og 5 sekúndur. Mér fannst þetta passa betur en klassíska músíkin sem ég hef verið að láta undir þetta hingað til.

Helga Sigríður... zombíumúsík... match made in heaven.