laugardagur, nóvember 29, 2014

Dagur 270 ár 10 (dagur 3921, færzla nr. 1346

Vinnan minnir mig stundum á tölvuleik.  Sú var tíðin að svo var ekki.  Til dæmis var Fleytjanda-djobbið ekkert lýkt neinskonar tölvuleik.

Flugfélagið átti kannski sína spretti - sérstaklega þegar bílaleigan var enn.

En Ísfélagið...


Nú erum við að ýta kössum.  Alveg eins og Lolo.  Lolo gekk einmitt út á að ýta kössum á rétta staði.

Þetta varð aðeins súrara hinumegin, en þar var smá Spidey keimur af vinnunni oft.



Þetta lítur reyndar út nokkuð svipað og neðri hæðin í frystihúsinu.

Svo ég útskýri: Spiderman gengur út á að ýta á takka, til að hlutir gerist.  Takkarnir eru langt frá því sem þeir stjórna.  Alveg eins og það er í frystihúsinu.


Fyrsta borðið í Spiderman súmmerar þetta upp.


Það eru aðeins færri múmíur í vinnunni.  Einni eða tveimur.

fimmtudagur, nóvember 20, 2014

Dagur 261 ár 10 (dagur 3912, færzla nr. 1345

Það skiftir máli hvaða ammó maður notar:


Þetta er af ~ 22-25 metra færi.

Best sýnist mér að nota bara American Eagle.

þriðjudagur, nóvember 11, 2014

Dagur 252 ár 10 (dagur 3903, færzla nr. 1344

Af hverju var þetta aldrei gert?


Þetta hefði verið mikil framför - fyrir suma.

Þetta líka hefði verið betra:


Ekki mikil breyting, en samt, framför.  Minnir aðeins á Opel Insignia svona.

sunnudagur, nóvember 09, 2014

Dagur 250 ár 10 (dagur 3901, færzla nr. 1343

Mercedes Benz voru einu sinni með LSD:


Benz LSD


Venjulegt LSD.

Einu sinni var hægt að fá Benz STD:


S: dýrasta týpa, T: skutbíll, D: díesel.

Þessi maður var með sýfilis:


Svo er enn til S-class bens.


1992 Benz 300 SEL.

Svo er náttúrlega class S...


Týpískt S-class.  Rómó.

Svo Benz hafa í gegnum tíðina verið bendlaðir við LSD, STD & S-class.  Tilviljun, eða einbeittur brotavilji?

mánudagur, nóvember 03, 2014

Dagur 244 ár 10 (dagur 3895, færzla nr. 1342

Af hverju var þetta aldrei flutt til íslands?


Framan


Aftan

Þetta er Toyota Majesta, sem er japönsk eftirlýking af Cadillac.  Þetta er með V8 - en, ólíkt Cadillac, eru þessir með drif á afturhjólunum.

Við voru að missa af einhverju allan þennan tíma.

Annað sem við misstum af er Nissan Gloria:


Gloria

Það er líka frekar kraftmikill afturhjóladrifinn bíll.  En nei... við ákvæðaum að kaupa Nissan Patrol í staðinn.  Af hverju?  Hve margir fóru í torfærur á þessum Patrol jeppum?

Ég hef séð tvo notaða sem traktor.  Sem er rétt notkun á þessum fjandans Patrol jeppum.

Það virðist nokkuð hátt undir þessa.  Það snjóar náttúrlega þarna úti líka.