mánudagur, desember 30, 2013

Dagur 300 ár 9 (dagur 3585, færzla nr. 1253)


Gömul en góð.  Þessi er síðan 1996-8.  Ekki alveg viss nákvæmlega.  Teiknuð með 4 kúlupennum.

laugardagur, desember 28, 2013

Dagur 298 ár 9 (dagur 3583, færzla nr. 1252)

Maður flytur kassafylli eftir kassafylli, en samt sér ekki högg á vatni hér inni.

Of litlir kassar.

Samt: þetta gengur.

Búinn að fela rifur á veggnum með listum.  Það var einfalt, og lítur betur út en ég bjóst við.  Það gæti verið flott múv að lakka aðra umferð á karmana.

Sé til.

þriðjudagur, desember 24, 2013

Dagur 294 ár 9 (dagur 3579, færzla nr. 1251)

Gleðileg jól.

Hvað þá?  Búinn að parketleggja, lakka dyrakarmana, negla listana aftur á sinn stað.  Skilaði afgangsparketinu.

Eftir jól... aðrir hlutir.

Ég get dundað mér við að flytja smáhluti fram að áramótum.  Mest tilgangslaust drasl sem er allstaðar fyrir - en sumt get ég hengt upp á vegg.  Ég á td nóg af glösum.

Vaskurinn á baðherberginu verður að bíða þar til á nýju ári.

En vegna þess að það eru jól:


Santa Claus conquers the martians.


Í tilefni af því að Mikhail Kalashnikov dó í gær, maður sem hefur haft meiri áhrif á poppmenninguna en Andy Warhol:  Kalashnikov song.  Þetta er eitthvert gamalt sígaunalag - textinn er á sígaunamállzku sem google translate ræður ekki við nema að litlu leiti.  Það er víst stafsett "Cigani."

laugardagur, desember 21, 2013

Dagur 291 ár 9 (dagur 3576, færzla nr. 1250)

Búinn að leggja parketið.  Næstum 5 kassar eftir - skila þeim.  Þetta var nú meira föndrið.

Á morgun er ég að spá í að lakka listana.  Ég tók þá af, það olli útlitsbreytingum á þeim, svo og þeir tolldu ekki almennilega á fyrr en ég var búinn að negla svona 20 nagla í hvern þeirra.  Lagaði eitthvað af því með sparsli, fel það svo með lakki.

Þetta á eftir að líta ágætlega út.

miðvikudagur, desember 18, 2013

Dagur 288 ár 9 (dagur 3573, færzla nr. 1249)

Ég á miklu meira en nóg parket.  Og undirlag - 40 fm af parketi & 50 af undirlagi... auðvitað.  Og undrum sætir hve lítið af þessu fer til spillis.

En ég kann náttúrlega á málband.

Þetta nær væntanlega út í vegg á morgun.  Klára svo eldhúsið daginn eftir.

Líklega.

sunnudagur, desember 15, 2013

Dagur 285 ár 9 (dagur 3570, færzla nr. 1248)

Þá náði ég að leggja smá parket.

Neyddist til að taka hurðina af svefnherberginu, til þess að trimma aðeins neðan af henni.  Það á eftir að taka smá stund.  Ef ég geri það ekki, þá heflar hún upp parketið.  Engin stemming fyrir því.

Ég held líka að ég sé með ~10 fermetrum of mikið af parketi.

Sjáum nú til hver lengi ég verð að þessu.  Viku, ef ég hef alltaf svona mikinn tíma.  Annars tvær.

Hérna, músík:


Franz Ferdinand & Marion Cotillard.  Þetta var samið fyrir auglýsingaherferð á vegum Dior, en enginn virðist hafa heyrt það annarsstaðar en í AMV hell 5.

mánudagur, desember 09, 2013

Dagur 279 ár 9 (dagur 3564, færzla nr. 1247)

Björn á afmæli.  Svo... til hamingju með það.

Hvað gerðist 1994?  Nú... kennaraverkfall, minnir mig.  Og allskyns ferleg músík var í útvarpinu.  2 unlimited, til dæmis.  Það... mátti missa sín.

Hér eru nokkur tóndæmi frá 1994:


NiN.  19 árum seinna er þessu gaur ennþá að.


Robot Unicorn Attack lagið. AKA "Alwasy" með Erasure.  Ég hélt alltaf að þetta væri cover af einhverju síðan 198X, en nei...


Og þetta er eitt af þessum lögum sem voru stundum á fleiri en einni útvarpsstöð á sama tíma, svo maður komst ekkert hjá því að heyra það.  Með hljómsveit sem fólk er smám saman að gleyma: Ace of Base.

Og hvaða kvikmyndir var varið í?


Killing Zoe.  Mæli með henni - hugsið ykkur ef það hefði verið eitthvað varið í "Reservoir dogs."


Stargate.

Og svo þessi:

 
Timecop.  Er nákvæmlega jafn frábær og hún segist vera.

Þá hefur drengurinn eitthvað að dunda sér við að leita að.

fimmtudagur, desember 05, 2013

Dagur 275 ár 9 (dagur 3560, færzla nr. 1246)

Ég er í óstuði í dag vegna malaríu.  Nenni þess vegna ekki að hreyfa mig, enda það með eindæmum skaðlegt, þegar svo er ástatt.  Í staðinn er ég hér með mynd af ísskápnum nmínum:


Og hér er kötturinn að vofa yfir mömmu, á meðan hún sörfar netið:

fimmtudagur, nóvember 28, 2013

Dagur 268 ár 9 (dagur 3553, færzla nr. 1245)

Sjáið þetta parket:


Sjáið þetta.


Og þetta, í hinu herberginu.  Hver gerir svona?  Ég hef aldrei séð parket lagt svona áður.

miðvikudagur, nóvember 27, 2013

Dagur 267 ár 9 (dagur 3552, færzla nr. 1244)

Ísskápurinn er fullur af bjór.  Háaloftið er fullt af málningu og parket afgöngum.

Gamal IKEA loftljósið virkar.

Það heyrist ekkert frá vinnunni, þannig að ég get líklega sett upp annað ljós á morgun.  Og reddað mér borvél.  Ég þarf eina slíka til þess að laga skápinn.

Hver var eiginlega að setja saman innréttinguna þarna uppi?  Sami gaur og lagði parketið, giska ég á.  Lamirnar eru minnst hálfan sentimetra frá því að passa.  Það gildir fyrir tvær hurðir.  Og enginn hefur nennt að laga þetta.

sunnudagur, nóvember 24, 2013

Dagur 264 ár 9 (dagur 3549, færzla nr. 1243)

Hef ansi lítinn tíma til að dútla í þessu, en:

Búinn að redda, ísskáp, sem ég þarf að ná í á morgun.
Þvottavél, hún var fokkin þung.
Hamri.
Fullt af öðrum verkfærum.
Loftljósi - en bara einu.  Fann það á háaloftinu, án peru.  Það er eitthvað IKEA dót, sem ég veit ekki hvort virkar ennþá.

Vantar enn:

Gardínur.
Parket - það ku vera ódýrara að leggja bara nýtt oná það gmala en að reyna að pússa það upp.
Nútímalegri vask í baðherbergið.
Rúm.  Held ég tékki bara á Reynistað.  Hef lúmskan grun um að það sé ekki þess virði á nokkurn hátt að vera að eltast við þetta rúm sem enginn kannast við að eiga.  Vinkona Jónu má þá bara eiga það.

Hugsunin er: það rúm er gamalt, það er vesen að ná í það, kostar 25.000 að flytja það yfir, á meðan gæti það tekið í sig dularfulla lykt, eins og diesel, fisk eða eitthvað þaðan af verra, og verður aldrei ásættanlegt.

Og...

Veit ekki hvort ég á að nenna að mála.

Svo hef ég verið að týna drasl úr herberginu, kassa á dag eða svo, og flytja í rólegheitunum uppá loft.  Það léttir á seinna.

laugardagur, nóvember 16, 2013

Dagur 256 ár 9 (dagur 3541, færzla nr. 1242)

Allt í lagi, búinn að skoða þetta betur.  Nú vantar bara nokkra hluti:

Ísskáp, vegna þess að ég hef ekki áhuga á að lifa á þurrmat eingöngu.
Þvottavél, vegna þess að ég nenni ekki að láta aðra þvo af mér.  Það er miklu meira vesen en það hljómar.
Gardínur.  Vegna þess að ég sef oft á daginn.
Hamar.  Allir þurfa einn.
Loftljós.
Nútímalegri vask í baðherbergið.  Vegna þess að ég er ekki alveg sáttur við heitt EÐA kalt vatn.

Sé til með parketið.  Allt parket í þessu húsi er rangt.  En það gæti verið að hægt sé að lappa uppá þetta sem er niðri.  Þetta sem er uppi... ég tek bara mynd af því við tækifæri og set upp hérna.

Já...

Ég á garðhúsgögn, og ónýtt grill.  Jibbý.

þriðjudagur, nóvember 12, 2013

Dagur 252 ár 9 (dagur 3537, færzla nr. 1241)

Ég held að síminn sé á síðasta snúning.  Hann hefur tekið uppá því að slökkva á sér alveg sjálfur.  Einmitt þegar mikilvægt fólk þarf að ná í mig.

Ef þetta væri bara liðið sem vill að ég kaupu hergögn fyrir Kamerún, eða vill að ég skifti um símafyrirtæki, þá væri þetta allt í lagi, en, það er ekki alltaf svo.

Ég hef grun um að hann sé einmitt að slökkva á sér við það að fá SMS.  Veit ekki af hverju hann ætti að gera það, en hann hefur gert það tvisvar núna, á einmitt þeim tíma sem ég bjóst við að fá SMS, svo mig grunar það.

Helvítis drasl, dugir ekki einu sinni í 10 ár.


Fæ annan í vikunni.  Sé til hvernig sá endist.  Nei, það er ekki hægt að fá nein öpp í hann.

fimmtudagur, nóvember 07, 2013

Dagur 247 ár 9 (dagur 3532, færzla nr. 1240)

Ég fæ víst afhent aðeins fyrr... hef frekar lítinn tíma fyrir það, reyndar. Vaktir.

Þá get ég farið að týna dót þangað á föstudag-laugardag. Get t.d losað mig við þetta sjónvarp. Jafnvel tvö. Og bókakassana. Fer ekki að þvælast með húsgögn fyrr en vaktirnar hætta.

Það er svo nóg af dóti hér uppi sem ég á ekki, og er þar af leiðandi ekki að fara að taka með mér. Þetta herbergi var háaloftið á meðan ég var í borg Óttans. Og hætti því aldrei.

Ég á þá tvö bílastæði. Sem er gott, því ég á bara einn bíl. Þarf að pæla í internetinu á næsta ári, sennilega. Til að geta sóað tíma í vitleysu.

þriðjudagur, október 29, 2013

Dagur 238 ár 9 (dagur 3523, færzla nr. 1239)

Gerum þetta almennilega núna:


A Field in England.  Voða artý mynd um menn á sveppum.


Sharknado.  Þetta er til.


Through the never.  Metallica kvikmyndin.  Virðis mjög undarleg.  Svolítið eins og Taking of Beverly Hills, nema meira metal.

Og hér er kvikmynd kvöldsins:

The Bird with the Crystal Plumage (L'uccello Dalle Piume di Cristallo), frá 1970.  Fjallar um náunga sem verður vitni að morðtilræði, og er í framhaldinu bannað að fara frá Ítalíu.  Nokkuð góð mynd, reyndar.  Sérlega góð senan með listmálaranum sem heldur ketti heima hjá sér.

Leikstjóri: Dario Argento, tónlist eftir Ennio Morricone.



Munið eftir poppinu.

föstudagur, október 25, 2013

Dagur 234 ár 9 (dagur 3519, færzla nr. 1238)

Treiler:


Sannsögull treiler, fyrir risa-vélmenna ópusinn Pacific Rim.

Hérna, stutt kvikmynd: Need for speed.


Það er nú nokkuð síðan ég sá þessa, en mig minnir nú að hún hafi ekki verið alveg glötuð.  Eini raunverulega pirrandi gallinn er shaky-camið.  Það er plága sem ég vona að deyi sem fyrst.

föstudagur, október 18, 2013

Dagur 227 ár 9 (dagur 3512, færzla nr. 1237)

Hlustum á smá músík:


Eyes of Mars - Marion Cotillard & Franz Ferdinand.  Þetta er hluti af einhverri auglýsingaherferð fyrir Dior, sem fór algerlega framhjá mér.  Og öðrum.  Reyndar hafa flestir heyrt þetta lag í AMV hell 5, en ekki herferðinni.

Spes.



Never dance again - Blue Stahli.  Þetta er síðan fyrr á þessu ári, merkilegt nokk.  Það hljómar bara eins og það sé síðan vei bakk in ðí eidís.  Sennilega besta lag um að keyra yfir fólk sem samið hefur verið.


Hallo Elskan Min - Voltaire.  Fann þetta um daginn, og þótti mjög spes.



Receptor ft. K.I.R.A. - Lullaby.  Rússneskt dubstep.  Skárra en þið haldið.

Merkilegt nokk, þá hef ég aldrei heyrt neitt af þessu í útvarpinu.

Segjum það þá í dag.


þriðjudagur, október 15, 2013

Dagur 224 ár 9 (dagur 3509, færzla nr. 1236)

Jæja, þá er ég búinn að skrifa undir samninginn minn, og á þá hús, amk á pappírunum.  Sjá mynd:


Þetta kostar einhverja formúgu, sem ég verð búinn að greiða upp eftir 38 ár - ef á fikta ekkert í lánunum.

Fullt af herbergjum.  Skápar hér og þar.  Örugglega löngu gleymd leynihólf.  Og grillpallur lengst úti í garði.  Garðurinn er í stærra lagi.

En já... hús.

þriðjudagur, október 08, 2013

Dagur 217 ár 9 (dagur 3502, færzla nr. 1235)

Þá er að koma vetur.  Þá er hæpið að það verði fleir bílasýningar, svo við skulum fara yfir það sem ég skoðaði á árinu:

Fyrst var Bifreiðar & Landbúnaðarvélar.


Landrover Discovery var mjög fínn bíll í alla staði - hafði heldur fleiri takka kannski en ég hafði eitthvað við að vera.  Var með sjálfskiftingu sem mér sýndist ættuð frá BMW.  Nóg útsýni - ólíkt venjulegum nýjum bílum.

Það var mjög kósý bíll, minnti mikið á Range Rover '92 módel.  Nema öflugri.

Díesel vélin var alveg eins og bensínvélin í þeim bíl.  Sem gerir hana að bestu díselvélinni á markaðnum.  Leið eins og þetta væri mjög þungur og mikill bíll.  Samt alveg snarpur, svona miðað við.


BMW X 1 var... ja, það var voða fín innrétting í þeim bíl.  Hann var hastur þegar hann fór hægt, og linur þegar hann fór hratt, sem gerði allan akstur ógnvekjandi.  Diesel vélin hljómaði eins og hún væri úr Farmall Cup.  Gaf fullt af power, það var aldrei vandi, en hún var bara mjög gróf á hægagangi, eins ólík Landrover og hugsast gat.

Ekki góður bíll.


Opel Insignia biturbo diesel var frekar slow og mjúkur bíll.  Líkt og gamall taxi.  Aldrei neitt sem ég myndi kaupa fyrir pening, en allt í lagi að leigja.  Það var þó pláss í honum.  Skutbíll, sko.

Næst kom Toyota.


Þar fann ég hjá mér hvöt til að prófa Prius.  Það eru verstu bílar sem framleiddir hafa verið:

Aksturseiginleikarnir eru eins og í einum af þessum bílum í Disneyworld sem eru á teinum, þannig að það skiftir engu hvernig þú snýrð stýrinu, bíllinn bara eltir teinana.

Hann var að auki hastur, og virkaði mjög ódýr, svona eins og kornflexkassi á hjólum.  Og hávaðinn!  Djöfulsins læti voru í þessari ljósavél sem á að knýja þetta áfram.  Ekki var snerpunni fyrir að fara heldur.  Og þetta var dýr bíll í ofanálag.


Toyota Landcruiser 150 varð næst fyrir valinu.  Það var nú meira báknið.  Eitthvað þóttu mér aksturseiginleikarnir í þeim bíl kunnuglegir eftir ekkert langa stund.  Svo rann upp fyrir mér af hverju það var:

 Landcruiserinn var alveg eins og GMC Jimmi jeppinn hans pabba.  Eftir áratuga þróun hefur japananum tekist að skapa hinn mest ideal jeppa, og það er  1988 módel Blazer.

Nema Landcruiserinn er fokkin slow.  Vegna þess að smá páver myndi hræða ellimennin sem venjulega kaupa þessa pramma.


Næst prófaði ég Hilux.  Hilux er torfærubíll.  Hann er brilljant allstaðar þar sem maður hefur enga vegi til að þvælast fyrir.  Glataður á malbiki, en samt skárri en Prius.  Þegar maður snýr stýrinu á Hilux gerist eitthvað.  Auðvitað fór ég uppá hraun á honum og ók þar þvert yfir allt.  Það er tilgangurinn með þessum bíl.  Langskemmtilegasti og mest traustvekjandi bíllinn, vegna þess að hann er svo hrár og einfaldur.  Ekkert sem getur bilað umfram þetta venjulega, það eina sem var að, var að hann var með óþarflega margar dyr og dísel.

Hvaða hálfvitar kaupa dísel viljandi?

Að lokum mætti Benni með Chevrolet.


Chevrolet Spark er alveg jafn skemmtilegur bíll og Hilux, nema þú þarft ekki vegaleysur til að það sé gaman.  Og hann er meira en helmingi ódýrari.  Mjög hrár og einfaldur bíll.  Sá ódýrasti á markaðnum, en engan vegin sá versti.  Sá versti er Prius.


Cruze er ... basically .að sama og Opel Vectra, nema ódýrari.  Base týpan af Cruze er með 1800 vél, á meðan Vectra er bara með 1400.  Þetta er mesti bíllinn sem hægt er að fá fyrir peninginn eins og er, sýnist mér.  Ekki góður bíll, miðað við Discovery, til dæmis, en það sama og Vectra, nema betri, og alveg sambærilegur við Yaris, Corollu eða Golf.

Cruze hefur allt sem maður þarf: nógu stórt skott til að koma fyrir líki, nóg vélarafl til að myrða mann ekki úr leiðindum, meiri öryggistilfinningu en Libresse og lægra verð en aðrir bjóða uppá.  Mest fyrir peninginn.

Hagkvæmt?  Já.


Trax var mjög sendibílalegur bíll.  Ekki jeppi í neinum skilningi, eða jepplingur.  Týpan sem ég skoðaði var ekki með drifi á öllum.  Sem gerir Trax að minni jeppa en Opel Insignia taxinn sem ég skoðaði fyr um sumarið.  En hann er ódýrari.  Á líka þann vafasama heiður að vera ljótasti bíll sumarsins.  Lítur út eins og lifrarpylsa.  (Sjá mynd hér að ofan.)

Samt afar einfaldur og þægilegur bíll, sennilega miklu betri kaup fyrir gamalmenni en Rav4.  Pláss, vélin hreyfir bílinn, ekkert meira, allt voða komfí.  Bakkmyndavélin er standard.


Chevrolet Malibu var svo aftur almennilegur bíll.  Kostar það sama og allt annað í sama flokki, FIAT diesel vélin sem knýr hann áfram hefur endalaust torque, engir óþarfa takkar að þvælast fyrir eða neitt svoleiðis bull.  Að auki var þetta best útlítandi bíllinn.  Var líka með bestu sætin.  Ég vil þessi sæti.  Allt við þennan bíl virkaði miklu meira solid og dýrara en en í Cruzenum, og var í alla staði magnaðari en Insignian.  Besti fólksbíllinn - en þú þarft að borga fyrir þetta.  Minna en fyrir Insigniuna samt.

Lokaorð:

Besti bíllinn óháð verði: Landrover Discovery
Besti bíll miðað við verð: Malibu.
Bestu kaup: Cruze.
Skemmtilegasti bíllinn: Spark.
Kom mest á óvart: Landcruiser (hélt þeir væru hættir að framleiða stóra Broncoinn.)
Mestu vonbrigðin: BMW X1.
Versti bíll: Prius.  (1995 Corollan mín er betri en nýr Prius, það er svo slæmt.  Ég er ekki að ýkja.)

föstudagur, október 04, 2013

Dagur 213 ár 9 (dagur 3498, færzla nr. 1234)

Það er kominn flöskudagur:


Ég á reyndar engan Heineken.  En ég á Portvín.  Það er ljúffengt.  Skál.

sunnudagur, september 29, 2013

Dagur 208 ár 9 (dagur 3493, færzla nr. 1233)

 Á hverju ári verður hver ríkisstofnun stærri um sig og dýrari í rekstri. Þetta þarf almenningur að borga einhvernvegin, og er það oft gert með því að búa til einhverjar reglugerðir sem fólk þarf að uppfylla með ærnum tilkostnaði.

 Við munum til dæmis eftir því hér í denn, að það að taka bílpróf var andskotans nógu dýrt þegar það kostaði 30-40.000 kall (sennilega um 80K að núvirði.) Nú hefur það hækkað uppí 200K +, og mun fara hækkandi, vegna þess að það er þannig sem ríkið virkar.

 Hugsum nú aðeins um þetta.

 Eftir 20 ár verður kostnaðurinn líklega kominn uppí 500K +, (núna, milljón kall þegar þar að kemur). Þetta veldur því að fátækasta fólkið mun ekkert hafa efni á bílprófi. Þetta hefur nokkrar augljósar afleiðingar, og nokkrar ekki svo augljósar.

 Skoðum fyrst þær augljósu: Það er ekki hálauna djobb að sendast með pizzur, svo í það velst fólk sem á ekkert of mikinn pening. Þeir sem eru orðnir eldri en 30 eru oftast komnir í ágætis djobb. Sem sagt, eftir 20 ár verður skortur á pizzusendlum. Og sendlum almennt. Svo mjög að horfir til vandræða.

 Þetta má að sjálfsögðu leysa með því að ráða fólk sem hefur ekki bílpróf. Og það verður gert.

 Þetta leiðir till minna augljóss máls, en fyrst verið er að ráða pizzusendla próflaust, af hverju ekki að ganga alla leið og ráða trukkabílstjóra með ekkert meirapróf? Þessi einfalda lausn mun spara mikinn pening. Að leysa málið ekki svona mun valda áhugaverðum og dýrum vandamálum.

 Eftir svona 40 ár verður enginn yfir fimmtugt með bílpróf. En það þýðir ekkert að það verði minni umferð. Þetta er bara praktískt atriði sem verður að leysa á þennan ódýra og skemmtilega hátt.

 Hvernig viðeigandi ráðuneyti bregst við veit ég ekki, en það verður mjög dýrt, og mjög skaðlegt íslendingum sem þjóð.

mánudagur, september 23, 2013

Dagur 202 ár 9 (dagur 3487, færzla nr. 1232)

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók seinast þegar ég var í RKV:


llugakofi


Illugi & kallinn að leggja hellur.


Ýmir.


Stelpan eitthvað að gretta sig.


Sigga.


Helga & Amma á spítalanum.


Hundur


Folda.


Svenni & einhver.


Krakkar & hundar.


Dúsana & einhver.


Afar mikilvægt umhverfislistaverk sem kostaði milljónir.


Einn af mörgum hundum sem vakta pleisið.


Tveir í viðbót.


Svennakrakki


Þarna eru þeir, kumpánar, við grillið.


Þarna var verið að mála.


Hundur


Ég var þarna.

föstudagur, september 20, 2013

Dagur 199 ár 9 (dagur 3484, færzla nr. 1231)

Nú er búið að skila inn undirskriftum þeirra sem vilja að flugvöllurinn verði kjur í Vatnsmýrinni, þessu mjög svo eftirsótta byggingarlandi þeirra í Borg Óttans.

Þetta mun vera fjölmennasta undirskriftarsöfnun frá upphafi. 69.000 manns tóku þátt.

Ég geri fastlega ráð fyrir að ekkert mark verði tekið á því, og flugvöllurinn verði rifinn, með þeim afleiðingum að vel yfir 200 manns missa vinnuna strax, innanlandsflug leggst að mestu niður, og efnahagur Reykjavíkur taki smá dýfi strax, en meiri dýfu þegar kemur á daginn að þeir voru að gera mistök, og sóuðu nokkrum milljörðum í að smíða stórt hverfi sem ansi fáir hafa efni á að búa í - eða hafa ástæðu til lengur.

Ég er enn að velta fyrir mér hvaða vitiringar það eru sem álíta svæðí sem heitir "Vatnsmýri" með rentu vera eitthvert ídeal byggingarland. En það verður gaman til þess að hugsa að þetta eru flest umhverfisverndarsinnar, og að vita af þeim ræsandi fram mýri er vissulega skemmtilegt.

Annars hefur mér nú sýnst borgaryfirvöld heldur fjandsamleg náttúrunni. Þeir hafa eitthvað á móti ösp. Þeir hafa eitthvað á móti máv, og sennilega öðru fuglalífi líka. Lúpína hefur lengi verið mikill óvinur þeirra, og hefur borgin kastað á glæ miklu fé til að reyna að uppræta þá plöntu. Nú seinast var einhver kryddjurt að abbast uppá þá.

Já, reykvíkingar eru óheppnir með stjórn, eins og landsmenn allir. Að hafa yfir sér náttúrufjandsamlega menn með ekkert vit á hagfræði yfir sér.

Hey, þið kusuð þetta. (Ekki að margt skárra hafi verið í boði.)

sunnudagur, september 15, 2013

Dagur 194 ár 9 (dagur 3479, færzla nr. 1230)

Kvikmynd kvöldsins, þið þekkið þetta:

Trailer1:


Ég hef ekki hugmynd... japanskt, eitthvað.


Frankenstein's army.


Pappírs Pési 2

Og hér er hið eilífa snilldarverk, Robot Monster.  Þetta er sígilt meistarastykki frá 1953.  Poppið, hafið gosið tilbúið, fáið ykkur sæti og njótið snilldarinnar:


"I can not, but I must.  But I cannot."

þriðjudagur, september 10, 2013

Dagur 190 ár 9 (dagur 3475, færzla nr. 1229)

Byrjar þriðja heimstyrrjöldin á morgun?  Við sjáum til.

En hvað um það:

Þennan dag fyrir 10 árum var Anna Lindh stungin til bana.  Fram að því vissi enginn hver hún var, og nú man enginn eftir henni lengur.  Tölfræðilega var kominn tími á það morð.

Mér reiknast til að næsti sænski þingmaðurinn verði myrtur árið 2020, eða þar um bil - ár til eða frá.

Fyrir 20 árum gerðist ekkert skv wiki.

Það þarf að fara til ársins 1963 til að finna merkilegan atburð, en þennan dag það ár var mafíuforinginn Bernardo Provenzano sakfelldur fyrir morð.  Sem hann var svo handtekinn fyrir 43 árum síðar.

10 sep er bara ekki dagur þegar hlutir gerast.

föstudagur, september 06, 2013

Dagur 186 ár 9 (dagur 3471, færzla nr. 1228)

Vá, langt síðan ég hef haft eitthvað annað að hér en ferðamyndir.  Ég er orðinn hálf-vanur því.  Svo, hér er eitthvað drasl sem ég keypti í Japan:


Þetta er nammi.  Frá vinstri.  Frá toppi og niður, 1: Tyggjó, 2: hnetu-súkkulaði, 3: súkkulaði af einhverju tagi, 4: karamellur af mest normal sort.
Þar við hliðina, græni kassinn: grænt súkkulaði.  Sá rauði: guð einn veit.
Þar við hliðina: súkkulaði, brjóstsykur, mentól brjóstsykur.  "No Do Ame" heitir hann.  
Þar við hliðina: Nammi af einhverju tagi.  Súkkulaði.  Hiroshima kökur (örugglega geislavirkar), og karamellur.
Lengst til hægri: "Megashaki."  Veit ekki meir.  Svo er kryddað þang.  Rauði kassinn: karamella með baunabragði.  Græni kassinnn: dularfullt magalyf.  


Þetta keypti ég fyrir vinnufélagana.  "Peace" eru með 21 gramm af tjöru.  Seven Stars segja þeir að sé allt í lagi.  Mevius - hægra megin, ku vera bestu sígarettur sem framleiddar hafa verið.  Hitt er allt frekar normalt.

Ég get ekki tjá mig um það.


Stafsetningin á boxinu fer svolítið eftir frá hvaða hlið maður sér það.

sunnudagur, september 01, 2013

Dagur 181 ár 9 (dagur 3466, færzla nr. 1227)


T-cat


Á leið úr Tokyo


Smá þoka


Vetrarhöllin.


Þetta minnir mig á eitthvað...


Enn í Tokyo.  Þetta er stór borg.


Joyful Honda.


Kominn út í sveit.


Þarna er verið að bæta við borgina.  Narita er klukkutíma akstur frá jaðri Tokyo. 


Kominn á völlinn.


Stytta afborðtennisspilara


Þetta er hunangsgosdrykkur.  Hann var allt í lagi, en ég held varla að það væri vit í að hafa umbúðirnar stærri.


Rútuferð á völlinn.

Þegar ég var á röltinu um Akihabara fékk ég helling af maid-cafe auglýsingum.  Svo mér datt í hug að skanna þær inn og setja þær hér:


Þetta er frá 2 mismunandi Maid-kaffifélögum.  Eitthvað sem ég veit ekki hvað er, annarsvegar, og Ninja-kaffið.  Útsendarar frá Maid-kaffi eru heilmikið og áberandi presence þarna, í öllum borgum.  Því meira eftir því sem það eru fleiri raftæki til sölu í grennd.


Þarna er "óþekkt," og Mononopu (ものの), sem er við hliðina á Ninja Kaffinu, og hefur sama mannskapinn.


Þetta er.... eitthvað.


Þetta er allt á japönsku.


Þarna sjáum við kort, sem sýnir hvar kaffi-búllan er staðsett.


Þetta er ein af fjölmörgum auglýsingum fyrir Maid Reamin.


Ég fékk nokkrar svona.  (Einhver segi Sigurgeir & Braga frá því að þetta séu ekki hóruhús, áður en þeir gera sig að fífli og verða jafnvel handteknir, landi og þjóð til ævarandi skammar.)

Dýrt kaffi, maður.  Súrrealísk þjónusta.