þriðjudagur, september 28, 2010

Dagur 208 ár 6 (dagur 2400, færzla nr. 949):

Á morgun fer ég að ná í bókina mína. Sjáum hvernig það fer. Verður áhugavert að sjá hvernig þetta selst. Sem verður vonandi áður en núverandi Ríkisstjórn fælir alla hugsanlega kaupendur úr landi.

En hvað um það, kominn tími á þetta:

Treilerar:Samurai Princess.Geisha vs. Ninja

Það er á vissan hátt uppörvandi að vita af heilu landi þarna hinumegin á jörðinni þar sem er fullt af liði sem er ruglaðara en ég.Alien vs. Ninja

Og svo kvikmynd kvöldsins:

Þessi er frá Tævan. Heitir "Return of the Kung Fu Dragon," eða "Ju ma pao" ef maður vill vera smámunasamur.

Plott? Hver þarf plott? Þessi kvikmynd er 82 mínútur af slagsmálum, með nokkrum hléum á milli til að ná í meira popp. Það eru meira að segja slagsmál í kreditlistanum í byrjun. Ekki besta kung-fu mynd í heimi, en hugsanlega betri en TC-2000. AMK litríkari.

Aðal vondi kallinn er með 2 metra langt skegg. Alltaf þegar hann byrtist, þá stendur einhver við hlið hans með skeggið í fanginu svo það dragist ekki eftir jörðinni.

Sumar línurnar í þessari mynd eru alveg magnaðar... bara... hlustið bara:Ekki sulla miklu gosi niður á tölvuna.

föstudagur, september 24, 2010

Dagur 204 ár 6 (dagur 2396, færzla nr. 948):Þessi bíll var notaður til að bleyta göturnar hér í maí til að askan væri ekki fjúkandi út um allt.Önnur mynd síðan í maí. Jóna og Grétar í kaffi úti á bílastæði.Kaffi, frá öðru sjónarhorni.Voffi.Hann langar svo í þetta.

Klikkið á myndirnar ef þið viljið sjá þær í fullri stærð. (Og betri upplausn.)

mánudagur, september 20, 2010

Dagur 200 ár 6 (dagur 2392, færzla nr. 947):

Annar treiler:Wild Bunch.

Mér fannst rétt að hafa ekkert of langt á milli þessara: þessi var gerð, ja, kláruð, 9 september 1995. Fyrstu 8-10 mínúturnar voru gerðar fyrr. Í nokkrum hollum. Parturinn þar sem Gylfi & Leó eru hlaupandi myrðandi vegfarendur af handahófi var dagur 1. Parturinn með hinum ógurlega skotbardaga var dagur 2. (Sá hluti var sýndur í skólanum einhverntíma fyrir slysni, því það var einhver andskoti tekinn upp á efir þessu á sömu filmu.) Dagur 3 voru einhver hlaup þar sem nú er verið að grafa eftir húsum. Seinni helmingurinn var kláraður á einu kvöldi.

Hvað um það, plott:

Tveir skúrkar ganga um myrðandi í leit að Bambó, sem er ekki heima. Til að auka á leti sína ráða þeir marga morðingja til að drepa hann fyrir sig: meða annars ninja-múmíu, nokkra redneck-trukkabílstjóra og einhverja skæruliða. Ekki nauðsynlega í þessari röð.

Bambó drepur alla sem reyna að myrða hann, svo þeir í örvæntingu sinni tala þeir við sjálfan FFSL, Formann Fjölda-Samtaka Leigumorðingja, og ráða hann og allt hans hyski.

Hasar skeður. Með hugljúfu undirspili eftir Dvorak.

Quote:

"Cold steel!"
"Hot Iron!"
"Fitubolla!"
"Þið gætuð ekki hitt fíl í rassinn þótt þið hélduð í ranann á honum!"


Og hér er hún:

Bambo3 from asgrimur hartmannsson on Vimeo.Bambó III.

þriðjudagur, september 14, 2010

Dagur 194 ár 6 (dagur 2386, færzla nr. 946):Nokkrir bílar síðan fyrir 1990.Meira af því.Hérna er hinn gáfaði hundur að gelta á kött. Þetta stundaði hún lengi. Stóð bara og gelti á köttinn.

Vídeó:Ja hérna...

föstudagur, september 10, 2010

Dagur 190 ár 6 (dagur 2382, færzla nr. 945):

Treiler:Vá, $90. Eins gott að þetta sé epískt snilldarverk. Það kostaði mig minna að gera allar mínar kvikmyndir. Fleiri en 10 stykki. Ekki fáanlegar á VHS samt. Eða DVD. Ég held samt ég hafi útbúnað til að búa svoleiðis til.

Jæja:

Aftur að kvikmynd kvöldsins. Þessi var gerð fyrir 15 árum. Þetta er framhaldið af kvikmyndinni sem ég setti hér upp fyrir viku eða svo. Sú síðasta var gerð 9 september, þessi, þann 4, eða þann 5, nenni ekki að tékka hvort.

Aftur: sagaði af kreditlistana, til að stytta myndina. Þessi var svipað löng, ef ekki styttri, allavega var minna maus að láta hana passa inná jútúb. Ég stytti senuna þar sem hann er að vopnast. Ég held að allir séu sáttir við það.

Það var eitthvað aðeins gáfulegra plott í þessari, og hún er ögn skemmtilegri á að horfa, enda meira aksjón frá byrjun.

Leó er í þessari. Hann er mjög... ja, hann ofleikur rosalega. En það gerir Gylfi reyndar líka. Bjarki Týr var í þeirri þriðju, hann nær að toppa báða.

Bambó 2.

þriðjudagur, september 07, 2010

Dagur 187 ár 6 (dagur 2379, færzla nr. 944):

... þúsund þorskar... ehm... nei. Það er enginn fiskur í dag, ég get verið heima og slappað af.

Þetta djöfulsins rugl aftur, til að hafa eitthvað:Suemitsu & the suemith. Hljómar Finnskt. Þetta er seinna lokalagið úr Nodame Cantabile. Það eru þættir sem fjalla um hálf-vangefna stelpu sem er lamin eins og harðfiskur af tónlistamönnum.

Ja... jú. Segjum það bara. Live action útgáfan er jafnvel sadískari. Og teiknimyndalegri, af einhverjum ástæðum. Noda var aldrei kýld upp úr skónum í teiknimyndunum.Hér er upphafsstefið úr sömu þáttum.

AMV minis 9:Ef ekki væri fyrir Evangelion, þá væri miklu minna til þess að gera grín að... hmm... það væri þá helst Mari-mite.

föstudagur, september 03, 2010

Dagur 183 ár 6 (dagur 2375, færzla nr. 943):

Treiler:Og þá að kvikmynd kvöldsins:

Þessi mynd var gerð 3 september 1995, eða fyrir nákvæmlega 15 árum.

"Bambó." Fjallar um... Bambó, sem er einskonar einkaspæjari/málaliði. Og ofurmenni, augljóslega, þar sem hann er í ofurmennabókinni. Hann er ráðinn til að leita að rúbín eggi, sem aðal bófinn stal.

Það kom aldrei fram hvað hann ætlaði að gera við eggið, utan að hann sést í einu atriðinu dunda sér við að búa til leiser úr því.

Allir í myndinni ofleika. Þetta hefði verið ansi daufleg mynd ef svo hefði ekki verið. Framhöldin voru samt jafnvel meira ofleikin, ef eitthvað.

En hvað um það: Bambó er ráðinn til að finna þetta egg. Áður en hann fer í það, þá græjar hann sig upp, sem felst aðallega í því að hann bindur á sig þetta höfuðband á meðan hann sönglar forleikinn fyrir William Tell eftir Rossini.Big guns.

Þetta hljómar miklu asnalegra en það er. En það er samt mjög asnalegt atriði. Og eftir það heldur myndin bara áfram að verða súrari.

Í stystu máli: þjófurinn er yfirheyrður af Bambó alveg af handahófi, og kemst þá að því að það er verið að leita að honum. Svo þjófurinn ræður leigumorðingja, sem myrðir fyrst vörðinn sem réð Bambó, og ræður svo Contra skæruliða til að myrða Bambó.Eltur af Contra skæruliðum.

Eftir fyrsta bardagann fattar Bambó skyndilega hvers hann leitar, og þá kemur til annars bardaga. Afar hugljúf músík er spiluð undir öllum bardögum í þessu.Þannig er nú það.

Það sést alveg hverjar fyrirmyndirnar eru. Við fáum þarna senu sem er eins og klyppt úr kúrekamynd í lokin, bardagasenurnar eru alveg eins og úr gamalli stríðsmynd - merkilega líkar Commando, reyndar, og fram að því er allt plottið eins og treiler fyrir einhverja sixties gangstermynd. Með einkaspæjara sem er eins og sambland af Sam Spade og Harry Dunne.

Ég stytti hana aðeins, til þess að koma henni fyrir á jútúb. Það varð að ske, því myndin var heilar 15 mínútur, með kreditlistunum. Sá fyrri stóð yfir í heila mínútu, sá seinni, lengur.

Þannig stytti ég myndina um tvær og hálfa mínútu með því einu að fjarlægja kreditlistana. Önnur hálf mínúta fauk bara við að klippa burt senuna þar sem Helgi hnýtir skóþveng sinn. Að öðri leiti snyrti ég bara aðeins framan af senum sem vour of lengi að byrja, þannig að þeir sem eiga þetta á VHS ennþá sjá sennilega lítinn mun. Myndin er ekkert mikið öðruvísi, bara styttri. Nú hefði hún alveg komist óedituð, en satt að segja líkar mér hún betur svona.

Ég fann lagið sem við notuðum aftur. Við héldum að þetta væri eftir Mendelssohn, en Gylfi áttaði sig á því skömmu seinna að það var ekki rétt. Ég nennti ekki að stressa mig mikið yfir því þá. Það tók því ekki. En þetta lag er sem sagt 9. symfónía Dvoraks.

Og hér er myndin:Ég myrði vindmilluna þína!Bambó.