sunnudagur, október 29, 2006

Dagur 235 ár 3 (dagur 965, færzla nr. 471):

Ég var að tala við ömmu um daginn, og þá ryfjaðist aftur upp fyrir mér að amma var uppi á miðöldum. Það kemur nefnilega alltaf sá púntur í öllum okkar samtölum að amma segir með mikilli áherzlu að hún hafi verið af Alþýðufólki.

Eins og amma segir frá, þá fæ ég á tilfinninguna að þetta alþýðufólk hafi verið samansafn af slefandi mongólýtum. Já, þegar amma var ung rann einungis frosið vatn um bæjarlækinn. Þá var annar hver maður með kóleru, berkla og ginklofa, og hinir voru með sýfilis og mýrarköldu. Að vísu var krabbamein ekki til, en amma segir það hafi verið fundið upp af læknum einhverntíma eftir stríð. Þá var vistarbandið við lýði, og allir bjuggu í einu stóru torfhreysi, innanum kindur, og þetta hreysi döbblaði sem kamar, og er þaðan kominn málshátturinn að ganga í hægðum sínum. Og á hverju kvöldi barði húsbóndinn heimilsifólkið góða nótt.

Og þannig var það í Reykjavík árið 1930.

Ég man eftir fólkinu fyrir norðan, afa og ömmu, þeim Ásgrím nafna mínum og Helgu. Umgekkst þau svolítið. Samkvæmt þeim, þá var Ólafsfjörður anno 1930 ekkert svo slæmur staður. Þar bjó fólk í þokkalega einangruðum húsum, með kæli-aðstöðu í kjallaranum, umgekkst hvort annað án alls ofbeldis og var bara gott við hvort annað. Það var að skilja á þeim allavega.

Þau voru mjög rólegt fólk, og þau grettu sig aldrei og töluðu um hvað þau voru af mikilli alþýðu. Nei. Heimurinn sem þau lifðu í var bara ekkert svo frábrugðinn heiminum sem við lifum í núna - fyrir utan það að þá var ekkert sjónvarp, svo menn urðu að lesa bækur eða segja hvor öðrum sögur í staðinn, nú eða skrifa bréf. Í raun var þetta bara Viktoríutímabilið að renna sitt skeið, ekkert svo hræðilegt, alveg eins og allstaðar annarsstaðar í heiminum.

Nú skilst mér að þær báðar ömmur mínar séu frá Siglufyrði, báðar fæddar 1917. Hvernig stendur þá á því að önnur segir sífelldar hryllingssögur af undirokaðri alþýðu með slefið lafandi niður hálsmálið á sér, Á MIÐÖLDUM! Á meðan hin var bara ánægð með ástandið á einhverju rómantísku endurreisnartímabili? Allt var bara gott! Manneskjan var á bleiku skýi allan þann tíma sem ég þekkti hana.

Kannski koma þær ekki úr sömu vídd. Kannski. Mig grunar samt frekar að Hólmfríður Sölvadóttir sé að búa eitthvað til. Ýkja svolítið. Hvað fær mig til að halda það? Nú, það kemur ekki satt orð uppúr henni nema fyrir slysni, tóma tilviljun. Það er ástæðan.

Mynnir mig á það... hún reiknar ennþá með mér í mat, af einhverjum orsökum. Ég kemst ekki alltaf. Þarf að vinna. Farið endilega til hennar, þið sem getið og fáið ykkur kaffi og snúð. Hún á það til.

laugardagur, október 28, 2006

Dagur 234 ár 3 (dagur 964, færzla nr. 470):

Í fréttum er þessi gæi, sem heldur fram athyglisverðum hlutum: að kvenfólk sem sé ekki í kufli sem hylur þær frá hvirfli til ilja sé ins og óvarið kjöt.

Það var nú ágætt. Hann vill þá hafa sitt kjöt... ég meina kvenfólk í umbúðum. Allt í lagi, en það er svolítið heitt þarna í Arabalandi, sérstaklega undir svona svörtum kuflum. Mega þær ekki ráfa um naktar smá stund hvern dag?

Sennilega ekki, þar sem refsingin við því er nauðgun. Og hér er ég haldandi að nauðgun sé bara eitthvað sem menn skemmta sér við því þeir eru haldnir einhverjum kvalalosta, og séu kannski svolítið sósíópatískir með. Ég hef náttúrlega ekki á hreinu hvort nauðganir eru fleiri á nektarströndum, en skv þessum gæa þá hlýtur svo að vera.

Fyndið.

***

Þetta er sniðug síða: Í kanada eru að jafnaði framin 550 morð á ári, hér raðað eftir aðferð. Ég rakst einusinni á svipaða síðu annarsstaðar, tekið saman af einhverju dagblaði. Held það hafi verið 2004, eða 3. Hvað um það, þar var útlistað hvað þetta "other" þýðir. Það gat verið ansi skrautlegt.

Þar kom líka fram af meiri nákvæmni af hverju kanadamenn voru að kála hver öðrum, og það hafði í lang flestum tilfellum eitthvað með bar að gera. Tveir menn mætast á bar, fara að rífast, eitt leiðir að öðru, hnefar rekast óvart í nef, brotnar flöskur stingast óvart í augu... svo stíga menn fyrir slysni á bananahýði og reka einhvern á hol með hníf svo innyflin leka út og flæða út á götu.

(Ég þarf að orða svona hluti varlega, því íslendingar lesa þessa síðu, og hér tíðkast ekki að menn beri ábyrgð á gjörðum sínum. Það er einfaldlega of sjokkerandi.)

***

Fyndnustu síðustu orð?

Að þessum lestri loknum varð mér hugsað til framtíðar löggæzlu á íslandi: löggan fer að ganga um vopnuð, sem leiðir til þess að glæpamenn vopnast líka og byrja að plaffa á lögguna. Að auki eru altaf svona sadískar týpur sem hafa ekkert þroskast síðan í barnó og finna alltaf hjá sér þörf til að misþyrma fólki.

Það mun hér á fróni fara svona: misyndismaður eltir þig, svo þú hringir í lögguna. Misyndismaðurinn nær þér, lemur þig, sparkar í þig og nauðgar þér. Misyndismaðurinn fer í burtu. Víkingasveitin mætir á svæðið, og eftir að þeir hafa lokið við að miða á þig byssum, og kannski sparka í þig og handjárna þig við staur, þá munu þeir fatta að það varst þú sem hringdir í þá.

Eftir nokkra legu á spítala, munt þú frétta að vinur þinn hafi verið tekinn af lögreglu, yfirheyrður, kærður, rukkaður um 300.000 kall sem hann er enginn borgunarmaður fyrir, og ríkið hefur því greitt þér af þínu eigin skattfé áður en honum er sleppt aftur. Þetta atvik verður svo notað til að fara frammá eflingu löggæzlu og stofnun leyniþjónustu, sem verður til þess að síminn þinn verður hleraður meira.

Enginn er skotinn með vélbyssu, ekkert einusinni nálægt því siviliserað gerist.

fimmtudagur, október 26, 2006

Dagur 232 ár 3 (dagur 962, færzla nr. 469):

Versti bíll í heimi.

Sum okkar hafa væntanlega velt því fyrir sér hvaða bíll er sá versti í heimi. Ég ætla að benda á nokkra góða kandídata, í réttri röð:

1985 Cadillac dieselKostir: Flottur bíll, rúmgóður og þægilegur.
Gallar: Diesel vélin er allsekkert diesel, heldur venjuleg 350 vél sem hefur verið fittuð til að ganga á diesel olíu, með þeim afleiðingum að það kemur í hana þreyta og hún springur eftir svona 15-20.000 kílómetra.

Ástæða til að eiga: Cadillac er fínn bíll, og þú átt alvöru vél inni í bílskúr sem þú veist ekki hvað þú átt að gera við.
Ástæða til að gleyma þessu bara: Það kostar að skifta um mótor.

Kaldhæðni: GM framleyddi ágætis díselvélar á þessum tíma, en samt ákvað einhver snillingur að gera þetta svona.

Hvað skal gjöra: Fáið ykkur einn með 5.7 lítra bensínvél.

VW bjallan (nazistatímabil - 2004-5)Kostir: nettur, lítur þokkalega út, ódýr og einfaldur.
Gallar: Gæti verið nettari, eyðir miklu, ekkert virkar eins og það á að virka.

Ástæða til að eiga: Þú vilt aka um á Expressjónísku listaverki síðan á tímum Þriðja ríkisins. Listaverkið þitt er líka gott í snjó.
Ástæða til að gleyma því bara: Listaverkið þitt eyðir meira en Chevy bel Air.

Saga: Hitler lét framleiða þetta til að allir gætu átt bíl. Hann leit svo upp til Henry Ford, sko. Þetta var niðurstaðan. Bíll sem var svo ódýr að allir áttu að hafa efni á honum, og svo einfaldur að allir áttu að geta gert við hann.

En nú, 70 árum seinna?

Sjáið til, það er lífseig þjóðsaga að fólsvagen bjallan sé sparneytin. Vissulega eyðir hún minna en ýmsir amerískir bílar; til dæmis Kenwort, Freightliner og Greyhound... En staðreyndin er sú að 2006 módel Lincoln Town Car eyðir minna. Umhverfisverndarsinnar: gleymið þessu. Á ég að halda áfram að telja upp nýja bíla sem eyða minna? Cadillac Seville, Volvo S80, Chevrolet Suburban, Rolls Royce... etc...

Árið 1930 voru stigbretti á öllum bílum. Það eru því stigbretti á Bjöllum. Sem gerir þær svona feti breiðari en þær þurfa að vera miðað við innanmál. Annar slæmur galli er að miðstöðin blæs köldu á veturna en heitu á sumrin.

Hvað skal gjöra: Fáið ykkur 1985 Cadillac með 5.7 lítra bensínvél. Hann eyðir minna og bilar sjaldnar. Eða Aygo, sem kostar jafnmikið og heill gámur af gallabuxum.

YugoKostir: passar í flest stæði.
Gallar: þegar það er búið að leggja honum, er eins víst að það verði að draga hann í burtu.

Ástæða til að eiga: gott skotmark ef maður á byssu.
Ástæða til að gleyma því bara: Þó þessi bíll eyði ekki nema kannski 6 á hundraðið, þá koma vélarbilanir og almennt vesen til með að valda því að það mun kosta meira að eiga þennan bíl en nokkurn annan á veginum.

Að hugsa sér, en sama fyrirtæki framleiðir bara nokkuð góða riffla.

Hvað skal gjöra: Fáið ykkur frekar riffil frá sama fyrirtæki. Ég mæli með Zastava M-70. Notið hann til að skjóta bílinn.

ThomsensbíllinnKostir: Það er gaman að benda og hlæja.
Gallar: Slæm ergonomík, ótæk bilanatíðni, glötuð hönnun.

Ástæða til að eiga: Þú ert Þjóðmynjasafnið.
Ástæða til að gleyma því bara: Ford T er miklu betri bíll.

Stýrið á þessu er 90°. Er það þægilegt? Nei. Það er ekkert þak á þessum bíl. Sennilega engin miðstöð heldur. Öryggi? Ja, það er betra að aka bílnum en verða fyrir honum. Framsætið er ömurlegt. Aftursætið er hálf fáráðlegt líka, og hver er sagan á bakvið þessa blæju? Nær hún yfir allan bílinn? Sýnist ekki. Hvað á þá að gera ef rignir? Og hvar er framrúðan? Kannski er betra að það sé engin framrúða, því það eru þá engar rúðuþurrkur, sem er bara enn eitt tækið til að bila.

Sagan segir að þetta apparat hafi kostað 2000 kall. Sýnist mér það gott verð fyrir svona tæki - að núvirði. Ekki veit ég hvað hann eyddi, en mig grunar að það skifti ekki máli, þar sem hann hefur varla komist 100 km til að gera mælinguna marktæka.

Hvað skal gjöra: í gamla daga var vinsælt að taka Thomsensbílinn úr handbremsu og láta hann renna niður Laugarveginn. Mun það hafa verið hin besta skemmtun. Gerið það.

þriðjudagur, október 24, 2006

Dagur 230 ár 3 (dagur 960, færzla nr. 468):

Man einhver eftir gæjanum þarna í Texas sem var stungið í 10 ára fangelsi fyrir að snerta einhverja stelpu? Þessum 12 ára þarna? Böstaður fyrir nauðgun - eða hvað sem það var kallað, 12 ára.

Hvað um það, ég heyrði af honum í fréttum, og mér varð hugsað til annarrar fréttar sem kom um daginn, síðasta vor, ef ég man rétt. Málsatvik voru þau, að hópur krakka með vídjómyndavél lokkaði til sín nokkra fullorðna menn með því að telja þeim trú um að þeir væru að fara að hitta 12-13 ára gamla stelpu til að ... fá að nota hana.

Þetta vakti töluverða hneikslun.

Við skulum bera þessi 2 mál saman rökrétt: á Íslandi þykir ekki til siðs að leita kynferðislega á 12 ára stelpur. En í Texas?

Nú, í Texas má stinga 12 ára krökkum í steininn í 12 ár. Meikar sens, finnst mér. 12 ára krakki veit vel þegar hann hefur gert eitthvað af sér, eða a.m.k þeir 12 ára krakkar sem eru ekki vangefnir eða geðbilaðir á einhvern hátt. Samt er eitthvað undarlegt að setja 12 ára dreng í djeilið fyrir kynferðislega misnotkun. Skoðum það nánar:

Ef þú setur 12 ára krakka í steininn fyrir að misnote einvern kynferðislega ertu í raun að viðurkenna að 12 ára krakkar almenn, með sérstakri áherzlu á þennan 12 ára krakka, séu kynferðislega aktívir. Rétt? Ég meina, þú böstar ekki 5 ára barn fyrir innbrot ef hann læðist heim til þín þegar þú ert ekki að horfa, er það? Sumir muna ekki einusinni eftir því þegar þeir voru 5 ára. Svo það er rökrétt að áætla að í Texas sé "age of consent" 12 ár.

Komum nú aftur að þessum gaurum sem náðust á teip við Ægissíðuna þar sem þeir voru að bíða eftir að hitta þessa spólgröðu 12 ára stelpu. Hugsum okkur að þeir væru í Texas, og þeir hefðu tælt til sín þessa 12 ára stelpu. Á tölvunni þeirra væru þeir búnir að seiva samtalið frá A-Ö, svo það færi ekkert á millu mála hver ætlun þeirra var, og að þeir vissu fullkomlega að þessi stelpa var 12 ára.

Nú, ekki er hægt að setja þá í steininn fyrir þetta, og ég skal segja ykkur af hverju: ef 12 ára krakki er nógu gamall til að stunda kynlíf má hann stunda kynlíf með hverjum sem er, þar með talið fimmtugum perra. Og ef hægt er að stinga krakka sem er 12 ára í steininn fyrir að hegða sér kynferðislega er verið að viðurkenna að 12 ára krakki sé einmitt kynþroska og viti nákvæmlega hvað hann er að gera, svo ef þeir ætla að vera samkvæmir sjálfum sér mega þeir ekki bösta fullorðinn mann fyrir notkun á 12 ára krakka af neinu kyni.

Sem þýðir: þið perrakallar þarna úti: Texas er staðurinn fyrir ykkur.

(Auðvitað getur verið að í Texas séu menn ekkert samkvæmir sjálfum sér, heldur illgjörn lítil kryppildi - þá verðiði skotnir. En hey, ef þeir skjóta ekki, þá er ég með réttu rökfærzluna, og tilvitnun til fyrri dóms!)

mánudagur, október 23, 2006

Dagur 229 ár 3 (dagur 959, færzla nr. 467):

Þeir segja að áróður undanfarinna mánaða skili sér í því að menn aki almennt hægar. 5% aka hægar, segja þeir. Byggt á hverju? Mælingum sem vegagerðin stóð fyrir í 2 vikur áður en herferðin hófst, og 2 vikur á eftir.

Það var merkjanlegur munur. Ég er ekki hissa á því. En ég vil vita hvernig þetta var á þessum sömu 4 vikum undanfarin 10 ár. Ef þetta munstur kom ekki upp þá, þegar engin var herferðin, viðurkenni ég að hún hafi virkað, annars gæti eins verið um að kenna versnandi veðri.

Þetta er svipað og að vera með kynningu á nýjum drykk, Sigga Sulli, og byðja fólk að segja hvort Sigga Sull, sem það fær að smakka, er betra eða verra en Nektar Guðanna, sem ekki nokkur maður hefur smakkað og enginn hefur aðstöðu til að verða sér úti um. Hvað getur fólk sagt?

Það segir auðvitað það sama og Amma: bara það sem því dettur í hug.

Og enn er fólk að heimta harðari refsingar við umferðarlagabrotum, af stigvaxandi múgsefjun. Eins og það muni eitthvað hjálpa. Ég bendi á að harðari viðurlög gætu allt eins leitt til verri brota. Það verður lagt alvöru kapp á að stinga lögguna af ef menn halda að það sé þeim til framdráttar að gera það. Það er ljóst.

Og að skildu efni: síðustu 2 dauðsföll í umferðinni komu hinum illræmda hraðakstri ekkert við. Veður og vindar áttu mestan þátt í öðru, almennur klaufaskapur átti sök á hinu, að auki virtist hvorugum aðilanum hafa dottið í hug að spenna beltin.

Ekki hefur brjálað átak undanfarinna 15 ára til að fá alla til að spenna ólarnar haft nein áhrif á suma. Afhverju ætti undanfarið átak sem stóð yfir í 2 mánuði að hafa haft einhver áhrif?

Bara spyr. Þið eruð að einblýna á málið frá röngu sjónarhorni. Leitið að öðru.

laugardagur, október 21, 2006

Dagur 227 ár 3 (dagur 957, færzla nr. 466):

Hugsaðu þér að þú sér ferðamaður í flugvél sem er nýlent á Híþróv-flugvelli á Englandi. Þú bíður rólegur eftir að vélin leggi í stæðið sitt, eða eins rólegur og þú getur gert þig við þessar aðstæður, hafandi ekkert hreyft þig í nokkra klukkutíma, horft á lélega kvikmynd og hlustað á slæma tónlyst allan tímann, auk þess sem maturinn var ekkert spes.

Loksins er öllum hleypt út. Og þú labbar upp landganginn, og hvað blasir þá við þér: Sendinefnd Enska Greyfingjans auðvitað!

Þarna er Greifingja kórinn að syngja Greyfingja lagið, allir eru með Enska fánann á lofti, með Greyfingja húfur á höfðinu. Það labbar upp að þér kvenmaður, og hún er með greyfingja í höndunum, lifandi greyfingja sko, og hún miðar honum á þig og segir:

"Sjáðu! Þetta er Enski Greyfinginn! Finnst þér hann ekki sætur? Viltu ekki klappa honum?"
Og hún snýr sér að greyfingjanum sem hún heldur á og segir við hann:
"Þetta er Íslenskur ferðamaður; eigum við ekki að leyfa honum að klappa þér?"

Þér er nú nokkuð brugðið við þetta, enda þreyttur, og vilt helst fara beint á hótelið þitt til að týna úr töskunum eða sofa, en kvenpersónan fyrir framan þig lætur sig ekki, heldur nálgast þg með greyfingjann og heimtar að þú klappir honum:

"Svona, vertu ekki hræddur, hann bítur ekki - allavega ekki mikið - finnst þér hann ekki sætur?"

Og þú kreystir fram bros þegar þú flýtir þér í burtu, en ert eltur allan tímann, alveg þar til þú hættir að heyra kórinn syngja greyfingjalagið, alla leið í hinn enda flugstöðvarinnar, alla leið út í leigubíl - en þar hættir daman að elta þig og heimta að þú komir við dýrið sitt.

Í leigubílnum andar þú léttar, laus við Ensk meindýr um stund.

En þegar þú kemur á hótelið, þá bíður þín þar kassi. Í forvitni þinni opnar þú kassann, og finnur þar þér til mikillar gremju Enska Greyfingjann, með meðfylgjandi miða: Þetta er bona fide Enskur Greyfingi sem þú getur klappað, alveg frítt, í boði sendinefndar Enska greyfingjans.***

Í fyrra eða hitt í fyrra voru uppi hugmyndir um það í fullri alvöru að vera með sér pláss á Keflavíkurflugvellu undir eitthvað sem átti að heita "Sendinefnd Íslenska Hestsins", sem átti svo að draga fram þegar þjóðhöfðingjar kæmu, svo Íslenski Hesturinn gæti þefað af þeim. Það hefði orðið að veruleika ef hestamenn hefðu fengið sínu framgengt.

***

Sá í gær frétt þess efnis að þeir ætluðu að herða viðurlög gegn umferðarbrotum. Og mér datt í hug: var ekki hugmyndin að fá menn til að hegða sér vel í umferðinni? Afhverju ættu menn nú að vilja stoppa fyrir löggunni ef þeir mega búast við hærri sektum, jafnvel því að bíllinn þeirra verði gerður upptækur?

Bara hugmynd.

fimmtudagur, október 19, 2006

Dagur 225 ár 3 (dagur 955, færzla nr. 465):Sá þetta í blaðinu í morgun: Væntanlegur húsbyggjandi óskar eftir Lödu Station. Má vera: ógangfær, með mold í skottinu, brotinni skóflu og gömlum Byko-nótum. Kostur ef hún er með Lödubeyglu. Uppl. í síma 893 7310.


Lada eftir smá árekstur.

Áhugavert. Hvað ætlar maðurinn svo að gera við ónýta Lödu? Mig grunar að hér sé umhverfislistaverk í uppsiglingu. "Ryðguð Lada," eða "Boris Jeltsín" eru hugsanlegir titlar.Lada já, það voru mjög ódýrir bílar. Versnuðu svolítið í gæðum eftir að Sovétið féll. Nú vill enginn lengur aka um á 1970 módel FIAT lengur, (það er það sem Lada er) svo þeir verða að hætta að framleiða þetta.Ef þið prentið þetta út, þá getið þið með smá lagni búið til ykkar eigin Lödu til að hafa uppi í hillu.

þriðjudagur, október 17, 2006

Dagur 223 ár 3 (dagur 953, færzla nr. 464):

Mig var farið að gruna að ég væri sá eini, fyrir utan kannski Illuga sem héldi þessu fram. Jæja, það eru nú fleiri, en þeir skrifa ekki í blöðin.

Andmæli við hugmyndum mínum haldast í hendur við Bandaríkjahatur. Þeir sem það aðhyllast hafa mjög gaman af því að baknaga Bush Forseta, eins og hann hafi gert þeim eitthvað. Feh. Hafi þeir áhyggjur af þeim sem standa okkur nær.

***

Sá um daginn að ég hef lést um 6-8 kíló síðan ég kom hingað. Hvað kemur til? Sennilega matarræðið. 1 skál af hafragraut eða súpa með 2-3 sneiðum af brauði á morgnana og annað eins að kvöldi til skiftis yfir vikuna er víst ekki eitthvað sem ég get étið og ætlast til að viðhalda meðalþyngd.

Ekki það að ég hafi nokkurntíma náð meðalþyngd. Mér skylst á þeim að ég hafi verið svona eins og meðal-kvenmaður að þyngd þegar mest lét, eða 75 kíló.

Ég hef ekki efni á að finna út úr þessu.

***

200 cl glös eru ljóslega fullkomin stærð. Þessi Monster Huge Risa tröllaglös sem amma á, og taka 200 gallon hvert eru of mikið af því góða, að ég tali nú ekki um mjólkurbikarinn sem helga Sigríður er svo hrifin af - til að þamba kók úr.

Ekki finn ég hjá mér mikla hvöt til að drekka 1/2 lítra af mjólk í einu, þó glasið sé stórt. Ef ég vil meira, þá get ég fyllt á glasið aftur. Svo eru þau góð til að mæla með: 2 & 1/2 glas er 1/2 lítri. Ég þarf svo mikið í einn skammt af súpu. Sem er 1/2 pakki.

Þetta er auðvelt að sjá út.

***

Í gær sýndi Reynir mér hvaða víra ég þarf að ýta á ef þvottavélin er með stæla. Sem mynnir mig á bílinn. Í honum eru einhverjir vírar sem þarf stundum að pota aðeins í. Amerískt, sko, endist lengur, en það þarf að opna húddið oftar. Sem er kannski ástæða þess að það endist lengur...

Þvottavélin er frá undralandi, held ég. Einhverju sem endar á -istan, er ég viss um. Sett saman úr pörtum frá Tævan.

mánudagur, október 16, 2006

Dagur 222 ár 3 (dagur 952, færzla nr. 463):

Afbrotum fækkar hér og þar á borgarsvæðinu. Þar er um að kenna mikilli fækkun á eignaspjöllum og líkamsárásum, ef mark er takandi á þessari grein. Ekki virðast bófar vera að taka neitt minna af eiturlyfjum, meira ef eitthvað er, þrefalt meira skv. greininni. Og þeir brjótast 100% oftar inn.

Því er svo? Kannski eru þeir of dópaðir til að slást. Kannski er verðmætara góss í húsum nú en áður, sem veldur að þeir þurfa síður að drýgja tekjurnar með ránum á götum úti eða söluturnum.

Eða: þeir eru fluttir einhvert annað. Hvar eru þeir þá? Ekki hef ég enn heyrt af þeim úti á landi.

Mín kenning er: ef fíkniefni yrðu lögleg, myndi innbrotum fækka um 70-80%, ránum um svipað og ofbeldi líklega aðeins - vegna þess að þá yrðu efnin ódýrari. Mér reiknast til að Kókaín sé í raun ámóta verðmætt og hunang - sem kostar 1000 kall kílóið í Bónus. Þannig gætu nokkrir dópistar komið saman, keypt stóran sekk af því og verið í móki í nokkur ár fyrir vikið, í stað þess að vera hlaupandi um utandyra hrellandi fólk.

Ég geri ekki í alvöru ráð fyrir að neitt fleiri byrji að dópa. Þetta er einfaldlega ekki fyrir alla. Ekki frekar en fótbolti eða frjálsar íþróttir. (Reyndar grunar mig að fjölmargir boltamenn séu á ólöglegum örvandi efnum fyrir - þeir nota þau til að geta hlaupið lengur. Maradona gerði það alltaf.)

Sem fær mig aftur til að hugsa: EF - EF ríki og boltaáhugamönnum tækist það ætlunarverk sitt að gera alla að fótboltastundendum, þá er hætt við að fíkniefnaneyzla snaraukist. Til að bæta getuna sko. Þetta er afkasta-aukandi efni, Kókaín.

En hey, fleiri löggur þarf til að hafa hemil á auknum friði í heiminum. Sem fær mig til að hugsa: hvað ef ofbeldi og afglöp færast svo skyndilega í aukana aftur? Hvað þá? Fækka löggum? Eða er þetta svona anórexískur vítahringur: minni glæpir, fleiri löggur, fleiri glæpir: sko það þarf fleiri löggur svo fleiri löggur, þar til það er komin ein lögga á hvert heimili, allir peningar sem koma inn + erlend lán fara í að halda úti þessari löggæslu og ekkert verður eftir fyrir spítala og menntakerfi...

Framtíðin maður, framtíðin.

föstudagur, október 13, 2006

Dagur 219 ár 3 (dagur 949, færzla nr. 462):

Asnalega frétt dagsins: af hverju er Týr merktur á ensku?

Hmm. Ég er með tillögu, mjög vísindalega að sjálfsögðu: ég legg til að allt verði merkt á Latínu. Sko, hundur er Canis eitthvaðis, köttur er Felis Catus og rotta er rattus. Afhverju má þá ekki merkja aðra hluti þannig?

Löggan: mastigophorus
Sjúkrahús: brephotropheum
Alþingishús: Crapulam Magnus

og svo framvegis. Latína er málið. Sebosus er orðið. Mjög þjált og gott mál þarna á ferðinni.Horfið á þetta.

fimmtudagur, október 12, 2006

Dagur 218 ár 3 (dagur 948, færzla nr. 461):

Sá í blaðinu að þeir hyggist láta lögguna fá byssur. Hmm. Þá er hætt við að við verðum skotin. Sko: það eru fleiri löggur en eru stórhættulegir dópdílerar. Það eru fleiri stórhættulegir dópdílerar en stórhættulegir dópdílerar með byssur. Stórhættulegir dópdílerar umgangast mestmegnis dópista - eðli málsins samkvæmt.

Það er allt fullt af löggum, og fer fjölgandi. Sem mér finnst skrítið í ljósi þess að það er velmegun í gangi, og hún veldur minnkandi glæpatíðni - bófarnir eru allir uppteknir í vinnu einhversstaðar. Ef fram fer sem horfir verður fullt af vopnuðum löggum. Löggur umgangast allt fólk. Taugaveiklaðar löggur eru miklu fleiri en stórhættulegir vopnaðir dópdílerar.

Niðurstaða: ef löggan fær byssur aukast líkurnar töluvert á að einhvert okkar verði skotið "bara af því". Já. Það heitir víst öryggisgæsla nú til dags.

Og það versnar: dæmigerður dópdíler kann ekkert að skjóta, en löggurnar fá þjálfun, sem þýðir, að ef brjálaður dópdíler plaffar á þig, er eins víst að hann hitti ekki, á meðan allar líkur eru til þess að brjáluð lögga sem ákvæður að snöffa þig hitti. Líður ykkur ekki betur að vita þetta?

***

Svo er það ÍSLENSKI HESTURINN! Já. Íslenski hesturinn. Ég frétti það um daginn, fyrir kannski svona viku eða svo, að þá höfðu 13 manns stórslasað sig á Íslenska hestinum. Sumir alvarlega. 2 voru dauðir. Skilst mér að það sé bara venjulegt ár.

Aldrei heyrum við af slysum tengdum Íslenska hestinum. Það er, ekki fyrr en einhver deyr. Annars er um það mál þögn. Hugsið ykkur ef sama gilti um Japanska Bílinn.

Og ég fór að hugsa: nú er það svo, að ef eitthvað virðist hættulegt á Fróni, þá er það bannað. Er þá ekki kominn tími til að banna Íslenska hestinn? Ég meina, ljóst er að fjöldi fólks hlýtur af honum skaða með beinum hætti á hverju ári. Meira en einn á mánuði.

Hlutir hafa verið bannaðir fyrir minna. (Krókódílar).

Svo ég legg til að Íslenski hesturinn verði bannaður - með undanþágu til manneldis, þar sem ljóst er að Íslenski hesturinn er holl og góð neyzluvara, á meðan hann er alveg deadly sem farartæki.

miðvikudagur, október 11, 2006

Dagur 217 ár 3 (dagur 947, færzla nr. 460):

Hvar eru nú allir þessir mótmælendur þegar við þurfum á þeim að halda? Svo ég vitni í greinina: greiningadeild mun vinna þvert á öll svið, sem og aðgerðahópur,sem á að geta brugðist við aðkallandi vandamálum með hraði og var ofsaakstur, veggjakrot og fíkniefnamál nefnt í því sambandi.

Aha. Það er verið að skella á okkur leyniþjónustu til að passa að við krotum ekki eða keyrum of hratt. Kannski verður í laumi settur hraðamælir í alla bíla sem löggan getur skoðað úr fjarska og sent okkur svo sekt ef við laumumst óvart yfir takmarkið einhversstaðar uppi á heiði. Og símar allra unglinga verða hleraðir ef ske kynni að þeir hyggðust skipuleggja smá tagg saman.

Og hvað kostar þessi vitleysa?

Ef... nei, þegar þeir gera þetta, þá hafa hryðjuvverkamennirnir unnið. Takið efitr að það virðist enginn hafa beðið um "sérstaka greiningardeild innan lögreglunnar" til að hafa uppi á veggjakroturum? Hún bara birtist. Ekki bað ég um þetta. Ekki vantaði þetta. Tíðni glæpa - og ofbeldis og alls fjandans minnkar með auknum hag almennings. Hvað á svona lagað þá að fyrirstilla?

Fólk, veit ég, hefur sumt beðið um meira sýnilega lögreglu. Ég hélt alltaf að það þýddi áð þau vildu fleiri löggur. Ef glæpum fer fækkandi þá þarf þess ekki með. Samt fáum við aukna löggæslu - en ósýnilega. Þeir sjá okkur. Alveg eins og í Jólalaginu þarna:

"He's making a list and checking it twice
Gonna find out who's naughty and nice
Santa Claus is coming to town

He sees you when you're sleeping
He knows when you're awake
He knows if you've been bad or good
So be good for goodness sake"


Mig hefus svosem alltaf grunað að sá gæi væri eitthvað vafasamur.

Af hverju vill Björn Bjarna fylgjast með okkur?

Jæja. Við því veit ég ekki hvað skal gera. Hér er tilvitnun í skoðanabróður hans:

"This year will go down in history. For the first time, a civilized nation has full gun registration! Our streets will be safer, our police more efficient, and the rest of the world will follow our lead into the future!"--Adolf Hitler, April 15th, 1935 during his Berlin Day speech.

Og heimurinn er enn að reyna að verða eins og Hitler vildi hafa hann. Gleðilegt. Því að innst inni viljum við öll þóknast Hitler. Ef þú vilt ekki láta fylgjast með þér hlýtur það að vera vegna þess að þú ert glæpamaður, ekki satt?

þriðjudagur, október 10, 2006

Dagur 216 ár 3 (dagur 946, færzla nr. 459):

Rakst á þetta. Var að velta fyrir mér hvort það væri í alvöru markaður fyrir þetta? Ég meina... sem eitthvað annað en brandari?

Kannski ég ætti að taka að mér umboðið? Hey, ef spliff, donk og gengja seldust...

Svo er það þessi mjög svo sniðugi tölvuleikur.

Sá auglýsingu í blaðinu áðan. Notaðir bílar. BMW á 6.9 millur, Ádí á 8.eitthvað. og ég fór að hugsa: hver kaupir NOTAÐAN bíl á yfir 8 milljónir? Selst þetta? Það er hægt að fá 2-3 nýja bíla fyrir þetta verð. Það er hægt að fá nýjan Bens fyrir þetta verð.

Það er hægt að fá nýjan Lincoln Town Car fyrir þennan pening. Það er, nota bene, miklu betri bíll en einhver Ádí. Fer til dæmis miklu frekar í gang, er öruggari, mýkri... flottari. Eyðir minna. Kostar minna nýr en notaður Ádí. Lýkist Ádí ekki einusinni í útliti. Sem er alltaf plús. Þá bendir enginn á þig og kallar: "Hey maður, þú ert á einhverju evrópsku hommatrogi! Afhverju ertu ekki á Benz?"

8 milljónir fyrir notaðan Ádí... ef þú kaupir það, get ég þá líka selt þér tæki til að spóla DVD diska til baka?

mánudagur, október 09, 2006

Dagur 215 ár 3 (dagur 945, færzla nr. 458):

Hafragrautur fer undarlega í maga. Reyndar gerir Seríós það líka, sennilega af því að það er úr sömu efnum. Það er einhver klígja sem fylgir þessu. Get ekki alveg lýst þessari tilfinningu nánar.

Samt, verður að borða eitthvað.

***

Þessi bók sem ég hef verið að lesa er öll hin ferlegasta. Maður er að lesa þarna af einhverjum ógurlegum tilraunum, og svo kemur afsökunin: "auðvitað er nú langt síðan hætt var að gera svona", eða "við þetta er passað vel uppá að dýrin kveljist ekki", eða sá síðasti og besti: "auðvitað er er ekki hægt að gera grín að útrýmingarbúðum Hitlers eða nauðgunum, og öllum finnst það mjög ófyndið".

Jæja?

Afhverju voru 12 göt á sturtunum á Auschwitz? - Því gyðingar hafa 10 fingur.

Tvö gyðingabörn sátu uppi á þaki við hliðina á skorsteininum. Maður sem gekk framhjá spurði þau: "hvað eruði að gera þarna?"
"Bíða eftir foreldrum okkar."

Afhverju framdi Hitler sjálfsmorð? - Hann sá gas-reikninginn.

Don't make fun of the holocaust. My grandfather died at Auschwitz. He got drunk and fell out of a guardtower!

Why don't Jewish cannibals like eating Germans? Answer: They give them gas.

osfrv...

***

Múslimarnir aftur orðnir brjálaðir útí Danina. Þeir spila sig mjög geðveika. Ég legg til að þessi hópur verði gyrtur af, verði einfaldlega ekki hleypt út, svo þeir valdi ekki tjóni fyrir utan eigin svæði. Þar geti þeir hamast og vesenast eins og þeir vilja.

Best væri að eiga ekki við þá nein viðskifti heldur, en ég sé það bara ekki alveg gerast í bráð. Það er ekki raunsæ hugmynd að reyna eitthvað að tala þá til heldur. Það hefur aldrei virkað á æstan múg.

Að tengdu efni: afhverju eru þeir oft kallaðir "íslamistar"? Er það ekki svipað og að tala um Kaþólista eða Kristista? (Enn fremur myndu krististar skiftast í Babtista, votta jehóvista, betelista, hvítasynnista, kvekarista og Jesúítista.)

Þeir eru kallaðir "Múslimar". Múslimar aðhyllast Islam. Er þetta erfitt?

Næst fara þeir að tala um Reykvíkista og Akureyrista.

***

Norður Kóreumenn eru þá komnir með bombuna. (Eða eru þeir kallaðir Norður Kóre-istar núna?) Við gátum nú séð það fyrir. Eftir smá stund verður annar hver stórhættulegur bjáni með eina. Ayatolla er næstur. Hver svo? Einhver Afrískur stríðsherra? Það verður fallegt.

Datt engum í huga að hafa nánari gætur á þessum gaurum, og skemma fyrir þeim í skjóli nætur? Hvað í fjandanum var CIA að gera? Fylgjast með fólki sem var á leið milli borga? Hlera símann hjá Abdulla í horn-búðinni? Hvað? Eiga þeir ekki að sjá um að engir 3 heims pjakkar komi höndum yfir alvoru vopn?

Léleg atómbomba getur valdið umtalsverðu tjóni á borg, jafnvel þó hún lendi ekki alveg a henni miðri. Jafnvel þó hún springi ekki erum við að tala um fyrirbæri sem gæti valdið meiriháttar mengun til fleyri alda.

Og hve langt geta þessir vitleysingar svo skotið gripnum? Eins og staðan er ná þeir kannski til Suður Kóreu. Það væri svosem alveg nógu slæmt. Hafa ber í huga hvar þeir eru staðsettir: á milli allra helstu framleiðzluþjóða í heiminum: S-Kóreu, Japans og Kína. Bara það eitt að þeir hafa þetta veldur ákvaðnum vandræðum. gerum okkur aðeins grein fyrir hverjir þetta eru:

Samansafn af heilaþvegnum minionum, sem stjórnað er af fáeinum veruleikafyrrtum einstaklingum. Lofar góðu.

Hver ætlar nú að taka þetta mál að sér? Sameinuðu þjóðirnar? (Hmm... það er einn brandari enn, ég ætti kannski að færa hann ofar?)

föstudagur, október 06, 2006

Dagur 212 ár 3 (dagur 942, færzla nr. 457):Þessi mynd kom upp þegar ég skrifaði "243" inní google. Þetta mun vera .38 Colt frá því 1895. Pass.

Allskyns vitleysa hefur farið fram undanfarna daga, að venju. Það á að fara að rukka alla fyrir RÚV stóð í fréttablaðinu. Hver stendur fyrir því? Jú, auðvitað Þorgerður "Borgið Meira" Katrín. Eina ástæðan til að kjósa sjálfstæðisflokkinn núorðið er ánægjan af að stroka hana af listanum. Hvað varð um áform um að selja RÚV bara? Losa okkur við þetta batterí?

Hannes Hólmstein heldur áfram að bera í bætifláka fyrir persónunjósnir. Eitthvað í sambandi við Gúttóslaginn, þar sem fjöldi lögreglumanna varð fyrir barsmíðum.

Ég hefði látið þetta lið stúdera kendó. Í næsta bardaga hefðu þannig hinir orðið fyrir öllum höggunum. Kommarnir voru aldrei nema 20% af heildinni þegar allra mest var - ef þá svo mikið. Það er bara enginn grundvöllur fyrir einhverri leyniþjónustu útaf þeim. Og hvað með það þó þeir hefðu fengið smá þjálfun hjá sovjétinu? Þjálfið bara alla hina líka!

Hugleysingjar.Gular hænur.Álit mitt á þessum mönnum er:Og svo var það gæinn sem kom í sjónvarpinu í gær og sagði að rannsóknir vegna Kárahnjúkastíflu væru ekki nógu vel unnar. Já. Í þessari setningu hér á undan eru falinn öll hans rök með þeirri staðhæfingu. EKKERT! Og þeir töluðu við þennan mann í næstum korter, og hann gaf ENGAR upplýsingar! Argh! Ég var í allan tímann að bíða eftir að hann benti á nokkurn vegin hvað væri að; hvort nokkuð hefði gleymst að skoða ákveðið svæði, eða viss gerð af rannsóknum hefði ekki farið fram, eða einhver einn gæi í einhverjum kjallara hefið bara giskað á eitthvað, en nei. Hann sagði bara að þetta hefði verið illa unnið.

Þeir sýndu viðtal við þennan mann í sjónvarpinu. Svei.

þriðjudagur, október 03, 2006

Dagur 209 ár 3 (dagur 939, færzla nr. 456):

Ég hef komið inná þetta áður: það kostar 4 milljónir á mánuði á mann að vera með her. Sem þýðir að 10.000 manna her mun kosta 40 milljarða, (á MÁNUÐI!) að ótöldum spjöllum sem það ylli á landsframleiðzlu að hafa menn í her í staðinn fyrir að láta þá vinna.

En mig grunar að þetta stöðvi ekki Björn Bjarna. Svo ég er með tillögu, sem ég held samt að verði litið framhjá sökum hoplopfóbíu:

Gerum öllum skylt að ganga um vopnaðir. Það hefur verið gert annarsstaðar með góðum árangri. (Var líka gert í einu af Balkan-löndunum fyrir fyrri heimsstyrrjöld. Ef ég man rétt í Svartfjallalandi eða Makedóníu.)

Það er ágætt, en ekki nauðsynlegt að hafa skilyrði fyrir þessu: láta alla gangast undir lyfjapróf, og tékka alltaf á því einusinni á ári hvort allt þetta lið getur hitt skotmark á stærð við mann af minnst 10 metra færi, halda grillveizlu alltaf einu sinni í mánuði svo það séu minni líkur á að menn freistist til að skjóta sig í hausinn.

Ég get lofað því að þetta er miklu ódýrara en að stofna her, þar sem ein byssa, til dæmis eins og þessi hér fyrir neðan:Smith & Wesson Sigma, caliber .38 eða .40, kostar ekki nema svona $419, minna með magnafslætti.

Það er innan við 30.000 kall. Sem myndi kosta 4.4 milljarða til að vopna annan hvern Íslending. Það er svipað og kostar bara að reka her í 1 ár, og það þarf líklega bara að punga út þessum pening á 10 ára fresti.

Og merkilegt nokk, þá ber ég meira traust til landans en svo að ég haldi að menn muni almennt byrja að plaffa hver á annan um leið og þeir fá vopn í hönd. -þó það læðist að mér að sumir muni selja hólkana til að kaupa eiturlyf. Það verður bara að hafa það. Hvað getur maður annars fengið marga skammta af contal fyrir 30K?

Nú, meðan allir hafa vopn í vasa þá verður erfitt fyrir 200 manna hryðjuverkahópinn hans Hannesar Hólmsteins að gera sig heimankominn.

Pælið í þessu.