þriðjudagur, október 03, 2006

Dagur 209 ár 3 (dagur 939, færzla nr. 456):

Ég hef komið inná þetta áður: það kostar 4 milljónir á mánuði á mann að vera með her. Sem þýðir að 10.000 manna her mun kosta 40 milljarða, (á MÁNUÐI!) að ótöldum spjöllum sem það ylli á landsframleiðzlu að hafa menn í her í staðinn fyrir að láta þá vinna.

En mig grunar að þetta stöðvi ekki Björn Bjarna. Svo ég er með tillögu, sem ég held samt að verði litið framhjá sökum hoplopfóbíu:

Gerum öllum skylt að ganga um vopnaðir. Það hefur verið gert annarsstaðar með góðum árangri. (Var líka gert í einu af Balkan-löndunum fyrir fyrri heimsstyrrjöld. Ef ég man rétt í Svartfjallalandi eða Makedóníu.)

Það er ágætt, en ekki nauðsynlegt að hafa skilyrði fyrir þessu: láta alla gangast undir lyfjapróf, og tékka alltaf á því einusinni á ári hvort allt þetta lið getur hitt skotmark á stærð við mann af minnst 10 metra færi, halda grillveizlu alltaf einu sinni í mánuði svo það séu minni líkur á að menn freistist til að skjóta sig í hausinn.

Ég get lofað því að þetta er miklu ódýrara en að stofna her, þar sem ein byssa, til dæmis eins og þessi hér fyrir neðan:



Smith & Wesson Sigma, caliber .38 eða .40, kostar ekki nema svona $419, minna með magnafslætti.

Það er innan við 30.000 kall. Sem myndi kosta 4.4 milljarða til að vopna annan hvern Íslending. Það er svipað og kostar bara að reka her í 1 ár, og það þarf líklega bara að punga út þessum pening á 10 ára fresti.

Og merkilegt nokk, þá ber ég meira traust til landans en svo að ég haldi að menn muni almennt byrja að plaffa hver á annan um leið og þeir fá vopn í hönd. -þó það læðist að mér að sumir muni selja hólkana til að kaupa eiturlyf. Það verður bara að hafa það. Hvað getur maður annars fengið marga skammta af contal fyrir 30K?

Nú, meðan allir hafa vopn í vasa þá verður erfitt fyrir 200 manna hryðjuverkahópinn hans Hannesar Hólmsteins að gera sig heimankominn.

Pælið í þessu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli