miðvikudagur, mars 31, 2004

Dagur 27:

Ah. Fréttir af stríðinu í Írak voru að fara í taugarnar á mér eins og venjulega. Reyndar fara fréttir almennt yfirleitt í taugarnar á mér. Af þessum sömu orsökum alltaf: það er verið að segja eitthvað sem liggur í augum uppi, eða verið að mála skrattann á vegginn í einhverjum óljósum tilgangi.

Enn hækkar tala látinna segja þeir. Auðvitað. Ef tala látinna LÆKKAÐI skyndilega, þá myndi ég sko sperra eyrun. Svo ljúga gjörsamlega allir um þetta mál, þó hægt sé með minniháttar eftirtekt að sjá sannleikann bara nokkuð skýrt. En til þess þurfiði að nota þetta sem er á milli eyrnanna, so, don't try it at home.

Stríðið í Írak:

Ástæður:

Friðarsinnar vilja ljúga því að okkur að stríðið hafi verið háð í þeim tilgangi einum að drepa smábörn. Ég leyfi mér að draga það í efa, á þessum forsendum: Það svarar ekki kostnaði.

Þeir sem eru með stríði ljúga því að einhver furðufyrirbæri óþekkt mér, vopnaáhugamanninum, sem kallast gereyðingarvopn, hafi verið í fórum íraka. Ég leyfi mér að efast um það, á þessum forsendum: síðan hvenar hefir eign einhverrar tegundar af vopnum leitt af sér stríð? Það hefur komið í veg fyrir þau ef eitthvað er. Ég efast um að þeir hefðu gert innrás ef Saddam hefði haft aðgang að eins og einni atómbombu.

Lygi lygi lygi. En af hverju öll þessi lygi?

Jú, friðarsinnar þurfa að höfða til einstaklinga sem eru nánast algerlega heiladauðir, þessir einstaklingar kallast á íslensku almenningur, og eru þeir alveg tilbúnir að trúa því að kaninn nenni að gera sér ferð alla leið yfir atlantsála til að kála nokkrum íröskum smábörnum.

Stríðssinnar þurfa aftur á móti að höfða til einstaklinga sem eru nánast algerlega heiladauðir, þessir einstaklingar kallast á íslensku almenningur, og eru þeir alveg tilbúnir að trúa því að kaninn þori að pikka fæt við mann með aðgang að serious firepower.

Ekki þora þeir í N-Kóreu, en það er samt algert 4 heims ríki, bara vegna þess að þeir hafa bombuna.

En af hverju var þá stríð?

Vegna þess að evrópumenn, og þá sér í lagi UN er hópur af nánast algerlega heiladauðum einstaklingum.

Það var vitað mál að Saddam var að terrorisera alla sína nágranna síðan honum flaug í hug sú snilld að ráðast inn í Íran. Það var sko aldeilis gáfulegt. Það stóð yfir í fleiri ár og skilaði engu. Svo áhvað hann að ráðast inn í Kú-veit. Þá hækkaði verð á olíu, takk fyrir. Snilldar hugmynd. Hvað hefði fíflið gert ef það hefði svo verið látið óáreitt? Ráðist aftur inní Íran? Sádí Arabíu? Tyrkland?

Fyrra flóastríðið (þ.e. persaflóastríðð, eða gulf war, ekki flóastríðið, eða flea war) var háð til að koma gæjanum frá kú-veit. Svo voru herdeildirnar sendar inn í Írak, og svo... var hætt við allt saman. Gæinn var kominn út úr kú-veit. Það var nóg fyrir þá. Afhverju réðust þeir ekki inn í Bagðdad þá, og kláruðu dæmið? Því það var víst einhver almenn óánægja með stríðið í evrópu.

Og fyrst það var ekki klárað almennilega strax, þá varð að klára það núna. Hvað voru menn ekki að gera in the mean time? Jú, þeir voru að skjóta eldflaugum á pleisið allan tímann! Í meira en 10 ár, eldflaug eftir eldflaug. Og á meðan verið var að plaffa þessum eldflaugum á Írak, var Saddam að dunda sér við að drepa fleiri en fórust í báðum stríðunum samanlagt. Friðsamlega, að vísu, sem gerir allt í lagi.

Svo var á þessu viðskiftabann líka. Hve and-kapítalísk getur ein aðgerð verið? Ekki tapaði Saddam á því, það er ljóst. Við töpuðum á því. Viðskiftabannið drap líka helling af liði. Friðsamlega. Að drepa fólk friðsamlega er að drepa fólk á kvalafullan hátt, yfir langan tíma. Að vísu er ekki kveikt í neinum á meðan.

Ég er líka á móti viðskiftabanninu á Kúbu. (Því sem ef ég á að standa undir nafni sem hægri öfgamaður get ég ekki stutt svoleiðis vitleysu, sama hvað. Stríð hinsvegar, það eru peningar í því.)

Þetta er að pota í óvininn. Maður á ekki að pota í óvininn, eða snerta óvininn á annan hátt. Maður á að höggva óvininn almennilega strax. Svo má maður fara heim í kaffi eða eitthvað.

Svo var allan tímann á meðan hasarinn stóð yfir ritskoðað duglega hvernig gekk. Ég fékk ágætar upplýsingar í byrjun þó, og gat sirkað út innan mánaðar skekkjumarka hvenar stríðinu lyki. Sem það og gerði. Það mannfall sem er núna... nasistarnir lentu í þessu sama í Jógóslavíu (Bosníu Herzegovínu, Svartfjallalandi...), og að einhverju leiti í Frans, þó aðeins minna. Það var bara afslöppun að vera þar víst.

Svo eru þessi gereyðingarvopn sem þeir virðast ekki geta fundið. Ég fæ ekki séð annað en írakarnir hafi aðgang að fullt af drasli sem ég gæti alveg skilgreint sem gereyðingarvopn. Voru þeir ekki um daginn að sprengja yfir 100 manns með einu slíku? Hvað með olíubílinn þarna um daginn? Var hann ekki gereyðingarvopn? Hann gereyddi einhverju húsi, hvort það var hótel eða lögreglustöð eða e.h svoleiðis.

Helvítis kjaftæði, allt saman. Afhverju drullast öll þessi fífl ekki til að koma bara hreint fram? Það er einfaldara fyrir mig að ráða fram úr þeim svoleiðs.

þriðjudagur, mars 30, 2004

Dagur 26:

Mánuðurinn næstum búinn, og hvað hefi ég lært?

Nú, að brenni hefur mild kvalastillandi áhrif... hægt er að nálgast bækurnar sem fengu ekki að vera með í biblíunni á internetinu, og hugsanlega víðar (Gutenberg-project), já... hvað meira, já, samkvæmt krossgátu sunnudagsins er N á undan M. Gott að vita svona hluti.

Hvað svo? Hver veit?

mánudagur, mars 29, 2004

Dagur 25:

Helvíti er leiðinlegt að sitja og hugsa um tölvur. Og að tala um tölvur, það er líka leiðinlegt, og að tengja tölvur, og að kaupa tölvur, allt er þetta leiðinlegt.

En að spila í tölvum, sörfa netið og slíkt, það er ekki leiðinlegt.

Þá eru tölvur í raun aðeins 50% leiðinlegar.

Annars, ef maður þarf að vera að púkka eitthvað uppá þessa hluti umfram að bara spila í þeim kapal, þá eru þessir hlutir plága á mannkyninu.

Og á meðan menn eru að spila leiki í þessu eru þeir ekki að láta gott af sér leiða, og eru því ekki til neins. En þeir eru ekki að starfa við nein illvirki á meðan, er það?

Svo eru tölvur sem stjórna öllu mekkanóinu í bílum núorðið, sem veldur því að þeir eyða svona ámóta miklu eldsneyti og árið 1950, þegar allt var mekanískt. Þvííkar framfarir... *sigh*.

Ég veit að árið 1950 litu allir bílar út eins og baðkör á hvolfi, og komust 100 km á 15-25 lítrum af ferðavökva. Þá hétu þeir nöfnum einsog Buick, Chevy og Ford, voru 100 - 200 hestöfl, og fóru 0-100 á innan við hálftíma.

Nú, anno 2004, líta bílar út eins og baðkör á hvolfi, komast 100 km á 20-40 lítrum af ferðavökva, og heita nöfnum eins og Landcrúser og Patról, eru ca 100 hö, og fara 0-100 á svona viku eða svo.

Þvílíkar gífurlegar framfarir. En þetta mengar minna, segja þeir. Já, það er möndlulykt af útblæstrinum núna. Það þýðir að það er blásýrugas í honum. Já. Það er svo heilsusamlegt, blessað blásýrugasið. 6 milljón gyðingar geta vottað það.

Áður fyrr var bara kolmónoxíð.

Framfarir.

sunnudagur, mars 28, 2004

Dagur 24:

Hmm, næstum búinn að vera að þessu í mánuð...

Hefur þig ekki langað til að vera Foringinn? Vera með dýflissu og allar græjur? Ef svo, þá eru þetta einmitt linkarnir fyrir þig!

Svo var ég að komast að því að Lína Langsokkur er antíkristur. hehe! Okkur hefir svosem alltaf grunað það.

Já. Var að fylgjast með ættingja mínum fá fermingargjöf fyrir tímann. Vídeómyndavél. Hann fór strax inn í herbergi með nokkrum minni krökkum (2-10 ára) og sauð saman 15 sekúndna langa ofbeldismynd, complete með soundtrakki (sem minnti mig eilítið á soundtrakkið í "the thing"). Og við hlógum að því lengi lengi. Svo kíktum við á 2 tíma langa spólu síðan 1991. Ferming elsta bróður drengsins, meðal annars. Þetta annað hafði svo talsvert meira skemmtanagildi. Held við höfum horft á kallinn hann pabba hans sprengja sjálfan sig í loft upp svona 3 sinnum. Það var mjög fyndið.

Hvað meira ætli leynist í spólusafninu? Fleiri 5 mínútna samfelld skot af einhverjum ljósum í myrkrinu? 15 mínútna atriði með skríðandi krakka? (fjölskyldumyndir - ástæðan fyrir tilvist fast forward takkans) Hmm... kannski verða þau í fókus í þetta sinn.

laugardagur, mars 27, 2004

Dagur 23:

Er að búast við fólki í heimsókn. Veit ekki hve mikið er að búast við því, það gæti verið sofandi. Svoleiðis er það, löng ferðalög fara í fólk.

Ég þarf að fara í langt ferðalag. Ég sef alltaf svo vel í þeim. Ekki á leiðinni samt. Það er kannski ástæðan fyrir því hve vel ég sef. Seinast svaf ég uppí sófa. Þegar ég vaknaði svaf alltaf þessi köttur á mér. Afar hlýtt kvikindi.

Fer kannski í aðra átt næst. Austur. Hver veit?

En hvað um það. Var að pæla í að bæta við eins og einum link, úr því ég var að grafa hann upp. Á morgun, á morgun. Annars, er of mikið af heimsbókmenntum þarna? Ég held ekki. Það verður að vera úrval. Þetta er svolítið svipað plottinu í "the shining", er það ekki?

Jæja. Þarf að fara að reka út illa anda áður en ég fæ heimsókn...

föstudagur, mars 26, 2004

Dagur 22:

Enn bæti ég við linkum. Eins og sjá má hér til hægri er hægt að skoða örfáar en nokkuð snilldarlegar teiknimyndasögur, sé klikkað í vissa linka. En hvað eru teiknimyndasögur annað en (bókmenntir + myndlist) * 3.14 ?

Jæja.

Datt í hug að kenna dyggum lesanda bloggsins að elda spaghetti. Það fer þannig fram:

Maður sýður vatn. Á meðan er gott að hita smá kjöt. Ekki er æskilegt að hita of mikið kjöt. Gott er að kridda kjötið með hverju einasta kryddi sem fyrirfinnst í skápnum, arómati, steinselju, salti, pipar, msg... what sem er til. Svo þegar kjötið er orðið brúnt setur maður tómatmaukið útí. Tómatmauk fæst útí júróprís fyrir litlar 35 krónur ef ég man rétt, spaghetti kostar eitthvað innan við 100 kall, og kjötið sennilega 500, en það er ekki allt notað, svo mér reiknast til að máltíðin kosti svona, 150-200 krónur.

Þegar vatnið síður, á hvaða tímapunkti sem það svo gerir það skiftir engu, þá á að setja spaghettíið útí. Það á að geymast þar í svona 5-10 mínútur, eða þartil það tollir á veggnum eftir að hafa verið slengt þangað.

Þá hellir maður vatninu af, setur spaghettíið á disk, og hellir kjöthakkinu með tómatmaukinu yfir.

Gott er að rista smá brauð með þessu. Slæmt er að drekka með þessu rauðvín (það hefi ég prófað, og believe me, það var andstyggilegt.)

Svangur?

fimmtudagur, mars 25, 2004

Dagur 21:

Þarf að kíkja á moggann í dag út af hlutum sem ég vara að starfa í gær. Og í næstu viku líka, og sennilega vikulega fram á næsta vetur. Sem er ekki nýtt, hefi alltaf þurft að tékka á mogganum reglulega. Maður bara einfaldlega fær ekki allar upplýsingar sem maður þarf úr fréttablaðinu, þó það sé svosem ekki slæmt blað.

Það er svona með bíla líka: þegar maður þarf að setja í fjórhjóladrifið, er ekki nóg að vera á Hyundai Pony, því þó Pónýinn virki ágætlega sem bíll, hefur hann ekki fjórhjóladrif til að setja í.

Eins er það með fréttablaðið, það er ekki hægt að lesa í því það sem er ekki skrifað í það. Þetta vandamál plagar mörg blöð, hefi ég tekið eftir, og verður aðeins lagað með notkun psychadelískra efna. Þó væru kannski góð með kaffinu, en ég vil leyfa mér að efast um ágæti þeirra þegar út í umferðina er komið. Maður vill kannski halda þessu tvennu, psychadelíu og umferð aðskildu.

En nú er vegakerfi reykjavíkur byggt upp þannig, að maður heldur að maður sé með ofskynjanir þegar maður ferðast um göturnar. Svo kannski væri til bóta að hafa reykvíska ökumenn á LSD? Kannski myndi umferðarmenningin batna. Kannski voru göturnar gagngert lagðar með það fyrir augum að delerandi fólk æki um þær.

Hver veit?

miðvikudagur, mars 24, 2004

Dagur 20:

Ég er svangur. Og þegar ég er svangur íhuga ég oft hve gott það væri að fá sér að borða. Og ég hugsa líka: það er til matur heima, svo afhverju fer ég ekki þangað?

Góð hugmynd! Ég er til. Ég er farinn.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Dagur 19:

Enn einn dýrðardagur. Tek eftir því að allt spjall fer fram hér lengst fyrir neðan. Datt í hug að redda forumi fyrir þetta, ef það er ekki of mikil fyrirhöfn. Skoða það á eftir. Fólk vill of mikið rífast um hvað er hættulegt. Já, hvað er hættulegt? 9 stafa orð? Það er hættulegt sem þú gerir hættulegt, segi ég. Það er mitt mottó, þið hin verðið að finna ykkar eigið.

Hvað gerðist svo í dag? Fátt. Í gær talaði ég við Illuga. Það var athyglisvert, eins og svo oft. Drengurinn hefur sambönd víða, meðal bæði kjötiðnaðarmanna og kokka. Samt berst talið sjaldan til þessara hluta, einhvernvegin. Aðal-heilræðið er: kaupið annars flokks nautalundir, þær eru nýjar. Annað gott heilræði er: Aldrei, aldrei-aldrei-aldrei kaupa kjötfars, eða neitt sem heitir tilbúnir réttir. Það stöff er víst alveg deadly.

Hvað gerist á næstunni? Nú, ég man það eins og það hefði gerst á morgun: ég ét yfir mig af köldu kjöti og drekk yfir mig af volgu gosi í að minnsta kosti 2 fermingarveizlum. Ég held ég hafi bara einusinni fengið athugasemd vegna matarræðisins, frá einhverri vinkonu Kristínar. Henni þótti undrum sæta allt þetta kjöt sem ég lét ofaní mig, sérstaklega í hlutfalli við allt grænmetið sem ég lét ekki ofaní mig.

Líkaminn er sko hof, og í hofum skal alltaf brennt lifur, nýrum og lungum til að gera góða lykt fyrir Jahve. Þessvegna borða ég einungis það sem lyktar skikkanlega. Reynum öll að forðast baunir, OK?

Fyrir 2500 árum var bara til ein gerð af baunum við miðjarðarhafið, og sú tegund var eitruð ef hún var snædd hrá, þ.e.a.s. ó-matreidd. Þess vegna borðuðu Pýþagóringar aldrei baunir, þó þeir væru vissulega grænmetisætur. (Þeir hafa líklega þjáðst af bæði járn og B12 vítamínskorti fyrir vikið).

En ég nenni heldur ekki að vera hrein kjötæta. Það er líka of mikið vesen. Og ég skal segja ykkur af hverju:

það er vissulega C-vítamín í lífverum með heitt blóð, annars væru þær með skyrbjúg. Þða er í blóðinu og í lifrinni. Öll önnur vítamín eru til staðar í réttum hlutföllum, og ekki þarf að hafa áhyggjur af þeim.

C-vítamín skemmist við 65°C hita, og til að geta fengið það úr dýrinu, þarf að drekka blóðið eins og það kemur úr skepnunni. Ég mæli ekki með því að kæla það, það er skárra við 37°C. Gott er líka að borða lifrina hráa, eða í það minnst létt steikta. Hinsvegar skal hér farið að gát ef maður á ekki að fá A-vítamín eitrun. Sem þýðir, ekki borða alla lifrina. Beinin eru svo góð uppspretta kalks og annarra steinefna og trefja, og þannig er líka með hárið. Kettir fá ekki niðurgang ef þeir passa uppá að borða músina með húð og hári.

Með þessu er svo gott að fá sér einn kaldan, eða bara einfaldlega kók.

Og munið að kíkja á myndirnar.

mánudagur, mars 22, 2004

Dagur 18:

Te, einhver?

Te er ódrekkandi andskoti nema það sé í því einhver sykur og smá sítróna. Þar sker te sig frá kaffi, sem verður ódrekkandi ef það er sítróna í því. Einnig er gott að moka bara helling af sykri í kaffið, þannig verður það gott. Te hinsvegar, það verður ógeðslegt ef maður setur of mikinn sykur í það. En það verður samt að vera sykur. Sykurlaust te er óttalegur viðbjóður.

Aðal ókosturinn við þennan merkisdrykk er sá að ég verð svo þurr eitthvað á tungunni af að drekka þetta sull. Svo fannst mér vanta koffein í það. Ég tók nefnilega eftir því að mér tókst að sofna löngu fyrir klukkan 6 í nótt. Svoleiðis hendir ekki eftir nokkra almennilega kaffibolla. Ég man seinast þegar ég fékk gott kaffi, þá var ég glaðvakandi til 7:00, vaknaði um hádegi, en var samt hress allan daginn á eftir. Gott stöff.

Og afhverju var ég að stunda te drykk... þamb? Hvef. Og hálsbólga. Kannski lungnabólga, who knows? Hvað um það. Það stoppar mig ekki í að þvælast um bæinn til að skrifa á þessa heimasíðu mína. Um te, af öllum hugsanlegum umræðuefnum.

Er ekki eitthvað til sem heitir írskt te? Eða er það eitthvað sem á eftir að finna upp? Te með smá Jamieson útí. Eða Southern Comfort. Smá svoleiðis væri fínt um það bil núna.

sunnudagur, mars 21, 2004

Dagur 17:

Krossgáta Fréttablaðsins er uppspretta mikillar furðu hjá mér í dag. Það var í einu horninu orðið "sykur", fjórir stafir. Að því liggur "fyrrverandi þjóðhöfðingi", þrír stafir. Það er alltaf Maó, eins og í Maó formaður, foringi kínverska kommúnista flokksins, sá sem var jafnastur af öllum jöfnum í kína fyrir allnokkrum árum. Þá er "sykur", fjórir stafir, fyrsti stafurinn er M. Næst er "land", fjórir stafir. Datt í hug Kína, en það passar ekki, því það verður að enda á N. Íran passar. Nærst er "50", einn stafur, og þegar svoleiðis birtist í krossgátu, er verið að meina rómverska stafinn fyrir 50, en hann er, eins og allir vita, L. Síðasta orðið var 5 stafa orð fyrir "ofn". Arinn passaði, sem gefur okkur orðið "MÍLA", sem eins og allir vita þýðir sykur. Í X-víddinni, á tungumáli Nurgena, þjóð krabbafólksins á landinu Qwerty. Auðvitað. Sem meikar meira sens en orðið "GRB" sem þýðir "Illgjörn".

Þetta var ekki að gera góða hluti.

Hvað er annars með þessar krossgátur? Afhverju eru aldrei í þeim orð sem eru, eða hafa verið notuð í daglegu máli síðastliðin 10-20 ár? Afhverju þurfa alltaf að vera orð sem eru síðan áður en amma fæddist, sem voru í notkun einhverntíma á tertíer-tímabilinu? Afhverju eru alltaf undarleg orð eins og "bur" og "nafar", en aldrei "krakki" eða "sími"?

Jæja.

Eins og glöggir lesendur (báðir tveir) taka eftir, er ég búinn að hreinsa til línkana aðeins, og bæta við einum. Eins og þið takið eftir er skuggalega mikið af því heimsbókmenntir. Þið getið meira að segja nálgast þarna einu ensku þýðinguna á hinu fræga verki Cyrano de Bergerac L’Autre Monde eða The Other world. Geri aðrir betur. Redda Poe einhverntíma, kannski. Og þessum náunga sem líkist svo mikið Hannesi á fluginu. (4 mynd að neðan).

Skemmtið ykkur.

laugardagur, mars 20, 2004

Dagur 16:

Test, test, test. Fáránleg test. hefuru einhverntíma velt fyrir þér hvaða guð þú ert? En hvaða forni ofbeldismaður? (Þessi er mjög skrítin)

Og þessi er snilld: Kærleiksbirnir!

Nóg af þessu.

Hugvekja dagsins:
Það eru of margir sósíal-demókratar þarna úti. Passið að breytast ekki í einn.

föstudagur, mars 19, 2004

Dagur 15:

Enn um þessa illa uppöldu og þjófóttu krakka á Selfossi.

Þeir eru svo ótrúlega hysterískir þarna, að þegar húsvörðurinn í skólanum hjá þeim kumpánum fann skot (.22 cal) á einum þeirra, fór hann með það til lögreglunnar til eyðingar, eins og það væri eitthvert stórhættulegt biohazard. Fæ ég ekki séð hvaða hætta stafaði af einu .22 skoti, einu sér. Krakkinn hinsvegar, hann er hættulegur.

Og nú vilja þeir að menn skili inn öllum ólöglegum vopnum til lögreglunnar. Ég tek að mér að taka við þeim :).

Því skyldi nokkur skila inn ólöglega vopninu sínu til lögreglunnar? Eftir að hafa með herkjum og erfiðleikum komist yfir það? Ekki ég. Ég styð eigendur ólöglegra vopna heilshugar. Reyndar styð ég allan eignarrétt heilshugar. Ég vil mega eiga hluti, og ég vil að aðrir njóti þess réttar einnig!

Og afhverju eru vopn annars ólögleg, annars en að forða yfirvöldum frá mótþróa? Ekki stafar mér nein ógn af því þó Sigmar bé Haukson rjúpnaveiðar eigi byssu, þó ég viti að hann er fasisti. (Rök fyrir því: hann vill að allir skrái vopn sín, og skili inn ólöglegum vopnum - það eitt að eitthvað vopn sé ólöglegt er últra fasískt í sjálfu sér.)

Ég er mótfallinn afvopnun. Ég styð eignarréttinn. En þú?

fimmtudagur, mars 18, 2004

Dagur 14:

Það var einhver heimskur krakki að drepa annan heimskan krakka hér um daginn. Sem kom af stað sömu skuggalegu umræðunni og venjulega: byssur eru einskonar "evil presense" sem ríkið þarf að hafa auga með.

Hvenar virkaði seinast að ríkið hefði auga með einhverju? Hvenar virkaði seinast betur að ríkið stjórnaði? Hvenar hugsaði ríkið seinast heila hugsun til enda? Ég man ekki eftir einu tilviki.

Auðvitað á fólk sjálft að bera ábyrgð á gerðum sínum. Ríkið gerir það ekki, jafnvel þegar það hefur boðist til þess. Það er nefnilega ekki fyrir okkur fólkið, það er fyrir okkur fólkinu. Það vill peningana okkar (skatturinn, tollheimtan), það vill ráða hvenar við vökum og sofum, það vill ráða hvað við horfum á (RÚV), hvað við hugsum, hvað við borðum (manneldisráð), hvernig bíl við keyrum (tollar og vörugjöld). Og það hefur frá upphafi verið mótfallið því að við ættum skotvopn eða hefðum aðgang að slíkum.

Af hverju? Vegna þess að það er hrætt við okkur, því það vill okkur allt illt, og gerir þessvegna ráð fyrir því að við viljum allt illt líka.

Vilju við allt illt? Nei. það er nefnilega til fólk sem vill allt gott. Það hundsa td flesti manneldisráð og horfa á skjá 1. Flestir vildu líka svíkja undan skatti ef þess gæfist kostur - reyndar safna sumir skuldum til að geta notað til skattafrádráttar. Svo eru þeir örfáu einstaklingar sem setja nítró í bílana sína. Sniðugt.

Meira að segja brennivíni er stjórnað af ríkinu. Af hverju? Jú, hóflega drukkið vín vinnur gegn óhamingju, og á meðan við höfum ekki efni á að vera hálf-slompuð alla daga, erum við ekki jafn hamingjusöm. Sem hlýtur að þýða að ríkið vill ekki að við séum hamingjusöm. Reyndar er það ekki svo. Ríkinu er og hefur alltaf verið nákvæmlega sama um hamingju okkar og velferð, það vill bara peningana okkar, jafnvel eftir að við erum dauð (erfðafjárskattur og kirkjugarðsgjöld). Ástæðan fyrir vínbanninu er bara fáfræði og ótti við eitthvað sem ekki er til.

Og ríkið er hrætt við okkur, drulluhrætt, því annars myndi það leyfa okkur að nálgast skotvopn. Og ef það gerði það, þá myndu fleiri læra á þau, bara af sjálfu sér, og þannig yrðu færri slys. (Og þeir sem lentu í slysum ættu það skilið - þar erum við Darvin sammála).

Ert þú hræddur við eitthvað sem á sér enga stoð í raunveruleikanum?

miðvikudagur, mars 17, 2004

Dagur 13:

Ah, íslenskt furðu-veður heldur áfram! Sólríkt en kalt. Það er molla inní bíl. Andstyggilegt. Gott að hafa svona uppskrúfanlega lúgu á toppnum, einmitt fyrir þessi tækifæri, til að hleypa heita loftinu út, svo það kalda geti komið í staðinn.

Ég er að pæla í að bæta nýjum link við. Meiri heimsbókmenntir. Þegar ég pæli í því, vissara að hafa þá tvo. Þó svo ég efist um að nokkur lesi þetta, þá er það auðveldara fyrir mig. Þessi náungi líkist Bogga líka svolítið í útliti.

Svo datt mér í hug að grafast fyrir um frænda minn, en hann átti einu sinni athyglisverðan bíl, sama consept og þessi, bara minni.

En þá komst ég að því, að
fljúgandi bíllinn er kominn á markað! Hér sjáiði aðra útgáfu í flugtaki, og hér og hér eru tveir eftir lendingu. það þarf aðeins að mixa þetta meira, en það kemur.

En eftir mikla leit fann ég ekki kvikindið. Þetta var samt mjög athyglisverður bíll á sínum tíma. Þ.e, áður en við rifum hann í sundur. það var samt helvíti gaman.

Jæja.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Dagur 12:

Það er aftur gott veður. Kaldara en í gær, en milt. Svo var þessi svarta-þoka. Hvaðan í helvíti kom hún? Heyrði fleygt áðan að hún væri ættuð af Bretlandi, kölluð Lundúnaþoka.

Oh. Ég vildi að ég væru fullur. Núna. En, alas, má ekki vera að því.

mánudagur, mars 15, 2004

sunnudagur, mars 14, 2004

Dagur 10:

Lát oss sjá, bætti við enn öðrum link. Þessi er góður, fullt af... uhm... ja, sjáið bara. Svo er þetta líka trúarlegt. Gaman af þeim.

Nóg um það. Las um jólin...blaðaði í, reyndar, bók um vín. Þar kemur fram, að gæði víns telst meira ef meira alkóhól er í því. Auðvitað, segja sumir. En nú vilja margir drekka þetta sull með mat. Hafandi prófað, verð ég að segja að það er hreinræktaður viðbjóður. Drekkið kók, ekki vín. Þetta vínlið hefur ekki hundsvit á bragðgæðum hvorki eins né neins. Það hefir verið mín reynzla, að því meira alkóhól sem er í víninum, þeim mun bragðverra er það. Bjór yfir 6% veldur klígju, sérstaklega ef drukkinn volgur. Rauðvín yfir 13% brennir.

Smakkaði einusinni 11% hvítvín. Það var gott stöff. Torres eða eitthvað svoleiðis. Örugglega talið skólp af vínséníum, en ég segi að það sé svona líka helvíti gott.

Í hinni góðu bók var einnig fjallað um það hvernig vín ýmissa landa höfðu batnað stórlega við að sett höfðu verið sérstök "víngerðarlög". Bullshit. Að gera vín er eitt það einfaldasta sem hægt er að stunda, kannski að framleiðzlu kjarnorkuvopna undanskildu. Þú einfaldlega tekur vínberin af trénu, stilkur og allt, kremur það, og lætur það gerjast í mánuð eða svo. Svo síar maður kuskið úr, og þá er komið vín. Einfalt. Til að klúðra víngerð verður maður að vanda sig.

Hvað ætli þeim fyndist um rauðvín, blandað 50/50 með spritti? Hrein snilld örugglega. Ég held persónulega að hreint spritt sem slíkt færi betur í maga. Og væri bragðbetra.

Það er samt hægt að gera góðar blöndur úr sterku rauðvíni: 1/4 vín á móti 3/4 sprite er td mjög gott. (Upprunalega blandan hjá mér var 50/50, hún var... ferleg. Ekki jafn slæm og vínid streit, en nógu slæm samt.)
Mér skilst líka að á spáni sé vinsælt að drekka rauðvín útí kók. Sennilega svipað, bara öðruvísi á litinn.

Þið tékkið á þessu.


laugardagur, mars 13, 2004

Dagur 9:

Datt í hug að leyfa ykkur að skoða myndir í dag. Eftir Escher, sem mér virðist að hafi verið snillingur, þetta er t.d. ekki ljósmynd, og ekki þetta heldur. Svo er náttúrlega þetta, snilld. Þetta finniði hér. Hér er svo Dali ef einhver hefir áhuga.

Eða er ég kannski orðinn of menningarlegur? Nah. Ég hefi aldrei nokkurntíma heyrt á Escher mynnst í fjölmiðlum.

Já. Svo þarf ég að fara að huga að vinnu einn af þessum dögum. Eitthvað einfalt. En ég held ég komist aldrei á þing. Auðvitað. Auðveldasta djobbið er tekið að eilífu. Hvað þá? Hvað er svo einfalt, að það varla tekur því að mæta?
Tollurinn... hmm. kemur til greina. Svo er náttúrlega víkingasveitin. Hún gerir aldrei shit. Ekki einusinni þegar hún mætir á staðinn. Ég væri fínn þar, drekkandi kaffi, bíðandi eftir að einhver segðist vera með byssu, á fullum launum. Flott djobb, jafnvel einfaldara og tilgangslausara en að fara á þing. Svo fær maður að þvælast um með vélbyssu. Ég held samt að það væri meira gaman að plaffa á hina meðlimi víkingasveitarinnar með henni. Meira aksjón, meira adrenalínkikk, meira... challenge. Já það væri fjör. En þá yrði mér trúlega sagt upp.
En hvað með að gera eitthvað ólöglegt þá? Selja eiturlyf? nah. Þekki ekki mannskapinn sem er í því. Það er einsog með þingið, ef þú ert ekki í elítunni... reyndar er margt sameiginlegt með þinginu og undirheimum: báðir eru baggi á samfélaginu, ef þeir hyrfu yrði mikill uppgangur...
En vændi? En svo hugsa ég, hver væri tilbúin til að borga mér fyrir það? Ég gæti náttúrlega gerst pimp. Ég bara sel mönnum aðgang að einhverjum random kvenmönnum útí bæ, að þeim óforspurðum. það gengi upp svona einu sinni.
það er náttúrlega vonlaust að vera þjófur nema maður þekki menn. Eins og Þórarinn V. hjá landssímanum. Hann gerði allt það sama og Árni Johnsen, nema hann þekkti réttu mennina. Ég þekki enga rétta menn. Ég yrði að stela löglega og siðsamlega. það er snúið er ég hræddur um.

Verst að fá ekki borgað fyrir bloggið.

föstudagur, mars 12, 2004

dagur 8:

Dreymdi að ég væri kominn til helvítis. Helvíti leit út ekki ósvipað nýja hrauni, nema það var enginn mosi, og stórir pollar af glóandi hrauni lágu á víð og dreyf. Í helvíti var allt fullt af góðu fólki, svo ég nefni fáeina af handahófi: Ósama, Díana prinsessa, Bill Clinton og fleiri og fl.

Semsagt, ég var þarna í góðra vina hópi, og það voru púkar og hvaðeina. En ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti af mér að gera, svo ég vatt mér að einum pókanum, og sagði við hann að ég vildi hitta Satan sjálfan, drottnara myrkra-aflanna og vin litla mannsins. Púkinn sagði mér þá að hann væri í fríi á Benidorm, og væri ekki væntanlegur aftur fyrr en eftir viku. Andskotans!

Jæja, ég rölti af stað, hugsandi sem svo að ekkert lægi nú á, ég hefði eilífðina víst fyrir mér. Ég var einmitt að dást að loftræstikerfinu, þegar ég kom auga á Gunnar í Krossinum og Einar á Ómega, þar sem þeir stóðu og voru að fylgjast með hópi framliðinna páfa dansa á glóandi kolum þar skammt frá. Ég vatt mér auðvitað uppað þeim og spurði þá hvernig þeir fíluðu sig í helvíti.

Þeir vildu ekkert kannast við að vera í helvíti, sögðust báðir fullvissir um að þeir væru á himnum, báðir tveir, hafandi verið svo góðir, dygðum prýddir menn alla ævi.

Ég benti þeim á alla dansandi páfana, og spurði þá hvar annarsstaðar en í helvíti slíka hluti væri að sjá.

"Þetta eru engir páfar," sagði Gunnar, "þetta eru auðvitað hinir himnesku herskarar, á djamminu."

Mér leið öllu betur eftir að Gunnar í Krossinum hafði útskýrt þetta svo vel fyrir mér, að ég væri í raun á himnum. Þó var ekki laust við að það læddist að mér smá efi: Það var jú hópur af páfum þarna, dansandi á logandi kolum, og þeir líktust bara ekki neinum himneskum herskörum.

Ég vatt mér uppað öðrum púka, og spurði hann hvort ég gæti einhversstaðar fengið mér hamborgara. Púkinn benti mér á að til þess yrði ég að vakna, og keyra á Jolla. Þar væru mjög góðir hamborgarar. Í víti yrðu engir hamborgarar fyrr en þeir þýddu Disney. Það var vegna veðmáls sem Satan gerði við Jóakim Aðalönd. En hann sagði mér líka, að beztu hamborgararnir fengjust í friðarhafnarskálanum... En ég vissi sem var, að þaðan er langur vegur frá mínum svefnstað. Jolli yrði að duga.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Dagur 7:

Það er of mikið rok til að ég geti hugsað almennilega. Öll hugsun hreinlega fýkur burt nýhugsuð. Mér dettur ekki einusinni í hug neitt sniðugt eða afbrigðilegt til að linka inná. Og ég er búinn að linka á Þórönnu nógu oft. Ég hefi svo ekki í hyggju að linka á Helga fyrren hann er búinn að setja upp mekkanóið hjá sér.

Hvað er planið?

Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Bara bíða þartil ég sofna. Já. Það er gott plan.

Djöfullinn.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Dagur 6:

Það er eitthvert veður þarna úti. Og bílastæðið hefur breyst í stöðuvatn, complet með skrímsli.

Bætti líka við linkum. Geri það eftir því sem ég man eftir einhverju sniðugu. Eins og til dæmis þessu. En það verður allt að bíða betri tíma. Líkt og fljúgandi bíllinn. Svo er Helgi að koma sér upp bloggi líka. Línka inná hann þegar hann er kominn með svona kommenta system. Þetta var allt hálf hrátt þegar ég kíkti á þetta hjá honum.

En þangað til, getiði kíkt á þessar einstaklega sniðugu teiknimyndasögur: schlock & freefall.

Eða þið getið sleppt því. Það er nóg af vitleysu þarna á netinu. En þangað til, hafiði rigningu til að standa útí, rok til að fjúka í, og eitthvað til að gera grín að.

Já, það er fjör í rokinu og rigningunni. Ef maður er inni eða úti, það er að segja, og að gera eitthvað fjörugt.

þriðjudagur, mars 09, 2004

Dagur 5:

Var að velta fyrir mé þessari hurð þarna í háskólabyggingunni... þessari á milli X (222) og IX (223)... Hvað á hún að fyrirstilla? Opnaði hana um daginn, á lymskulegan hátt, og var engu nær. Kannski var það þarna sem þeir földu Hoffa. Svo urðu þeir að færa Hoffa til að koma Geirfinni fyrir. Já. Þessi hurð er eitt stórt samsæri.

Annað samsæri er vegir og gatnagerð Reykjavíkur og nágrennis. Ég vil meina, að vegakerfi RKV sé eina vegakerfi jarðarinnar, og reyndar hugsanlega eina vegakerfi alheims, sem er byggt samkvæmt ó-evklíðskri stærðfræði.

Reyndar er RKV hugsanlega eina borgin þarsem eitthvað er notast við þetta form stærðfræði í skipulaginu,með hugsanlega einni undantekningu.

Hvernig dettur mér þetta í hug?

Jú. Sumstaðar, ef maður beygir til hægri, þá fer maður til vinstri. Ef maður ekur á mið-akreininni nógu lengi, þá endar maður á þeirri vinstri á endanum, eða þeirri hægri, allt eftir því hvar í bænum maður er. Ef þetta væri eitthvað brenglaðara, þá þyrfti svona gervi-sjóndeildarrhing,líkt og eru í flugvélum, í alla bíla, bara til að hafa á hreinu hvað snýr upp og hvað niður.

Það er engin furða að ökumenn hérna hegði sér einkennilega. Heilar óæðri lífvera ráða ekki við að búa í ó-evklíðsku rými til lengri tíma, held ég. Eftir skamma stund brenglast þeir, fara og taka 100% bílalán til að kaupa Landcrusherjeppa, byrja að hafa gífurlegan áhuga á laxveiðum, og þorramataráti með áherzlu á hrútspunga, og fara á World-Class til að ná af sér öllum þorramatnum, og horfa á "Fólk með Sirrý" eða eitthvað þaðan af verra.

Já, ég segi það, að vegir í RKV eru ekki vænlegir geðheilsunni.

mánudagur, mars 08, 2004

Dagur 4:

Geimverurnar gerðu innrás í nótt. Hvernig veit ég það? Jú, þær áttu við bíl nágrannans. Hvernig? Jú, á 4 vegu: sígarettukveikjarinn er núna kjarnorkuknúinn, þeir skiftu um loft á dekkjunum; tóku súr-efnið úr og settu sæt-efni í staðinn, tæmdu rúðupissið og fylltu það af maltöli, og síðast en ekki síst,kveiktu þeir á flautunni svo hún vældi og vakti upp allt hverfið, klukkan 4 um nótt.

Ég náði þessari mynd af einni þeirra:

Geimvera

Jæja.

Svo kom ég hingað og fór að fikta. Flott huh? Bætti líka við nokkrum athyglisverðum linkum.

sunnudagur, mars 07, 2004

Dagur 3:

Fikterí fikterí.... svo springur eitthvað í loft upp.

Laga þetta til seinna. Örugglega. Þetta er fínt smáfikt til að leika sér að. Það verða fleiri linkar ef ég finn e.h. sniðugt. Sem ég geri. Kannski.

laugardagur, mars 06, 2004

Dagur tvö:

Bætti við teljara á þetta. Setti inn svona "Forum" í gær. Tók mig örugglega korter að finna útúr því.

Fikta kannski meira í þessu seinna. Sé að það stendur alveg til boða. Verst að vita ekkert hvað maður er að gera. Komst þó nokkuð langt miðað við ég kann þetta ekkert, og skil ekkert í þessu. Það hefst með fiktinu.

Svo er spurningin, ætti ég að segja eitthvað? Ég meina, eitthvað meira en: dagur tvö: bætti við... osfrv...?

Hmm.

Fjasa kannski um hve marga daga ég hefi lifað, eins og Boggi, eða tala um hor, eins og Þóranna? Einstaklega dömulegt, BTW, að tala um hor. Ég man þegar ég hitti hana að máli seinast, þá talaði hún um hve dásamlega kvalafullt það er að láta rífa af sér hin og þessi líkamshár. Hægt, og rólega. Hún sagði nú eitthvað meira, en þetta stendur úppúr. Svo fóru samræðurnar útí eitthvað annað minna athyglisvert.

Svo get ég bara röflað um daginn og veginn.

Hvað gerði ég í dag?

Nú, ég byrjaði á því að vakna. Svo fór þarna viss tími í að nenna ekki að fara á fætur alveg strax. Það er fastur liður.
Svo loksins drattaðist ég niður og fann þá Fréttablaðaðið. Það var ekkert í því. Jú annars, það voru örugglega þrjár opnur með bílaauglýsingum.
Ég kannaðist við margar frá síðastliðnum vikum. það eru alltaf til sölu, virðist mér, sömu Bensarnir og BMW-arnir, sami Audíinn, sömu landcrusherjepparnir.
það vill þetta enginn. A.M.K. ekki lesendur fréttablaðsins. Of dýrt.
Eftir morgunmat fór ég svo hingað, í bókhlöðuna til að skoða netið og fikta í blogginu.

Ég lifi hreint út sagt æsispennandi lífi, ekki satt?

Ég ætti kannski að segjast vera með byssu, og þá kæmu 50 þungvopnaðir þrjótar keyrandi til mín á skriðdrekum. Það væri kannski athyglisvert. Ef ég segðist vera með tvær, þá yrðu þeir að fá aðstoð varnarliðsins. En ef ég segist vera með sprengjuvörpu? Kannski væri ég þá talinn vera stórveldi, einsog USSR var forðum. Eða rómaveldi. En rómaveldi samanstóð vissulega af fleira fólki en ég. En þeir sögðust aldrei vera með byssu. Þess vegna áttu gotarnir svo auðvelt með að rústa þeim. Kannski hefðu rómverjar átt að segja gotunum að þeir hefðu byssu, þá hefðu gotarnir þurft að hringja í víkingasveitina.

Já.

föstudagur, mars 05, 2004

XXX


Magic!
Rússneski IKEA hákarlinn

Áfram:


Aliens!             XXX             Nú skulum við sjá hvernig þetta bölvaða drasl virkar...
             Ætli maður verði þá ekki að upphugsa eitthvað gáfulegt?
             Nei. Læt það bíða betri tíma.
             Á morgun.
             Í dag tel ég mig of illa haldinn af reykeitrun, eftir einhverja vitleysinga sem ég var á spjalli við í gær. Það framkallaði klígju í morgun, því það festist við úlpuna mína, og ég býst ekki við að það fari fyrr en að helmingunartíma eitursins loknum.
             Jæja.
             Þetta er nóg.