sunnudagur, mars 14, 2004

Dagur 10:

Lát oss sjá, bætti við enn öðrum link. Þessi er góður, fullt af... uhm... ja, sjáið bara. Svo er þetta líka trúarlegt. Gaman af þeim.

Nóg um það. Las um jólin...blaðaði í, reyndar, bók um vín. Þar kemur fram, að gæði víns telst meira ef meira alkóhól er í því. Auðvitað, segja sumir. En nú vilja margir drekka þetta sull með mat. Hafandi prófað, verð ég að segja að það er hreinræktaður viðbjóður. Drekkið kók, ekki vín. Þetta vínlið hefur ekki hundsvit á bragðgæðum hvorki eins né neins. Það hefir verið mín reynzla, að því meira alkóhól sem er í víninum, þeim mun bragðverra er það. Bjór yfir 6% veldur klígju, sérstaklega ef drukkinn volgur. Rauðvín yfir 13% brennir.

Smakkaði einusinni 11% hvítvín. Það var gott stöff. Torres eða eitthvað svoleiðis. Örugglega talið skólp af vínséníum, en ég segi að það sé svona líka helvíti gott.

Í hinni góðu bók var einnig fjallað um það hvernig vín ýmissa landa höfðu batnað stórlega við að sett höfðu verið sérstök "víngerðarlög". Bullshit. Að gera vín er eitt það einfaldasta sem hægt er að stunda, kannski að framleiðzlu kjarnorkuvopna undanskildu. Þú einfaldlega tekur vínberin af trénu, stilkur og allt, kremur það, og lætur það gerjast í mánuð eða svo. Svo síar maður kuskið úr, og þá er komið vín. Einfalt. Til að klúðra víngerð verður maður að vanda sig.

Hvað ætli þeim fyndist um rauðvín, blandað 50/50 með spritti? Hrein snilld örugglega. Ég held persónulega að hreint spritt sem slíkt færi betur í maga. Og væri bragðbetra.

Það er samt hægt að gera góðar blöndur úr sterku rauðvíni: 1/4 vín á móti 3/4 sprite er td mjög gott. (Upprunalega blandan hjá mér var 50/50, hún var... ferleg. Ekki jafn slæm og vínid streit, en nógu slæm samt.)
Mér skilst líka að á spáni sé vinsælt að drekka rauðvín útí kók. Sennilega svipað, bara öðruvísi á litinn.

Þið tékkið á þessu.






Engin ummæli:

Skrifa ummæli