föstudagur, mars 19, 2004

Dagur 15:

Enn um þessa illa uppöldu og þjófóttu krakka á Selfossi.

Þeir eru svo ótrúlega hysterískir þarna, að þegar húsvörðurinn í skólanum hjá þeim kumpánum fann skot (.22 cal) á einum þeirra, fór hann með það til lögreglunnar til eyðingar, eins og það væri eitthvert stórhættulegt biohazard. Fæ ég ekki séð hvaða hætta stafaði af einu .22 skoti, einu sér. Krakkinn hinsvegar, hann er hættulegur.

Og nú vilja þeir að menn skili inn öllum ólöglegum vopnum til lögreglunnar. Ég tek að mér að taka við þeim :).

Því skyldi nokkur skila inn ólöglega vopninu sínu til lögreglunnar? Eftir að hafa með herkjum og erfiðleikum komist yfir það? Ekki ég. Ég styð eigendur ólöglegra vopna heilshugar. Reyndar styð ég allan eignarrétt heilshugar. Ég vil mega eiga hluti, og ég vil að aðrir njóti þess réttar einnig!

Og afhverju eru vopn annars ólögleg, annars en að forða yfirvöldum frá mótþróa? Ekki stafar mér nein ógn af því þó Sigmar bé Haukson rjúpnaveiðar eigi byssu, þó ég viti að hann er fasisti. (Rök fyrir því: hann vill að allir skrái vopn sín, og skili inn ólöglegum vopnum - það eitt að eitthvað vopn sé ólöglegt er últra fasískt í sjálfu sér.)

Ég er mótfallinn afvopnun. Ég styð eignarréttinn. En þú?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli