sunnudagur, mars 21, 2004

Dagur 17:

Krossgáta Fréttablaðsins er uppspretta mikillar furðu hjá mér í dag. Það var í einu horninu orðið "sykur", fjórir stafir. Að því liggur "fyrrverandi þjóðhöfðingi", þrír stafir. Það er alltaf Maó, eins og í Maó formaður, foringi kínverska kommúnista flokksins, sá sem var jafnastur af öllum jöfnum í kína fyrir allnokkrum árum. Þá er "sykur", fjórir stafir, fyrsti stafurinn er M. Næst er "land", fjórir stafir. Datt í hug Kína, en það passar ekki, því það verður að enda á N. Íran passar. Nærst er "50", einn stafur, og þegar svoleiðis birtist í krossgátu, er verið að meina rómverska stafinn fyrir 50, en hann er, eins og allir vita, L. Síðasta orðið var 5 stafa orð fyrir "ofn". Arinn passaði, sem gefur okkur orðið "MÍLA", sem eins og allir vita þýðir sykur. Í X-víddinni, á tungumáli Nurgena, þjóð krabbafólksins á landinu Qwerty. Auðvitað. Sem meikar meira sens en orðið "GRB" sem þýðir "Illgjörn".

Þetta var ekki að gera góða hluti.

Hvað er annars með þessar krossgátur? Afhverju eru aldrei í þeim orð sem eru, eða hafa verið notuð í daglegu máli síðastliðin 10-20 ár? Afhverju þurfa alltaf að vera orð sem eru síðan áður en amma fæddist, sem voru í notkun einhverntíma á tertíer-tímabilinu? Afhverju eru alltaf undarleg orð eins og "bur" og "nafar", en aldrei "krakki" eða "sími"?

Jæja.

Eins og glöggir lesendur (báðir tveir) taka eftir, er ég búinn að hreinsa til línkana aðeins, og bæta við einum. Eins og þið takið eftir er skuggalega mikið af því heimsbókmenntir. Þið getið meira að segja nálgast þarna einu ensku þýðinguna á hinu fræga verki Cyrano de Bergerac L’Autre Monde eða The Other world. Geri aðrir betur. Redda Poe einhverntíma, kannski. Og þessum náunga sem líkist svo mikið Hannesi á fluginu. (4 mynd að neðan).

Skemmtið ykkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli