fimmtudagur, mars 25, 2004

Dagur 21:

Þarf að kíkja á moggann í dag út af hlutum sem ég vara að starfa í gær. Og í næstu viku líka, og sennilega vikulega fram á næsta vetur. Sem er ekki nýtt, hefi alltaf þurft að tékka á mogganum reglulega. Maður bara einfaldlega fær ekki allar upplýsingar sem maður þarf úr fréttablaðinu, þó það sé svosem ekki slæmt blað.

Það er svona með bíla líka: þegar maður þarf að setja í fjórhjóladrifið, er ekki nóg að vera á Hyundai Pony, því þó Pónýinn virki ágætlega sem bíll, hefur hann ekki fjórhjóladrif til að setja í.

Eins er það með fréttablaðið, það er ekki hægt að lesa í því það sem er ekki skrifað í það. Þetta vandamál plagar mörg blöð, hefi ég tekið eftir, og verður aðeins lagað með notkun psychadelískra efna. Þó væru kannski góð með kaffinu, en ég vil leyfa mér að efast um ágæti þeirra þegar út í umferðina er komið. Maður vill kannski halda þessu tvennu, psychadelíu og umferð aðskildu.

En nú er vegakerfi reykjavíkur byggt upp þannig, að maður heldur að maður sé með ofskynjanir þegar maður ferðast um göturnar. Svo kannski væri til bóta að hafa reykvíska ökumenn á LSD? Kannski myndi umferðarmenningin batna. Kannski voru göturnar gagngert lagðar með það fyrir augum að delerandi fólk æki um þær.

Hver veit?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli