laugardagur, maí 28, 2011

Dagur 83 ár 7 (dagur 2640, færzla nr. 1018):

Nokkrar myndir sem ég hef tekið síðan um áramót:



Fullt tungl yfir bænum.



Rafmagnslaust.



Myrkraverk.



Stundum kemur Jóna.



Bjarna líst ekkert á Jónu.





Krakkar í snjógöllum.



Bara venjulegur dagur.



Meira svona óvenjulegur dagur.



Og að lokum er hér mynd úr Hörpunni. Tekið rétt eftir fyllerí, en fyrir mat.

fimmtudagur, maí 26, 2011

Dagur 81 ár 7 (dagur 2638, færzla nr. 1017):

Það líður að ættarmóti. Ég þarf eitthvað að hugsa um það - hvernig á að koma mér þangað og slíkt.

Að fljúga kostar X mikið - og þá er flogið til AEY. Þá þarf annað hvort að sækja mig eða ég þarf að leigja bíl.

Ef ég leigi bíl, þá kostar það skv Herz lágmark 70.000, gefið að ég taki bíl með crúskontról - sem þarf, ef ég vil ekki vera böstaður af stormtrúperum fyrir eitthvað sem er ámóta móralskt rangt og að neyta C-vítamíns. Svo er ekkert víst að þessir bílar séu með krúskontról.

Svo: fokk.

Svo er Kristín eitthvað mótfallin því að borga 5-7000 kall fyrir gistingu. Aha. Hún er til í að punga út 30.000+ kr. fyrir farið, en vill svo ekki borga jafngildi 3/4 kassa af bjór fyrir gistingu. Svo heldur hún því fram að hún sé ekki aumingi.

Veit hún ekki að í sósíalísku hagkerfi eru peningar verðlausir?

Jæja... þetta kvenfólk.

Hvað um það: fyrir mig er þetta lítið mál. Jú - það gæti verið praktískara fyrir mig að hreinlega kaupa bíl til að þvælast um á, en hey, þarf bíl hvort eð er ef ég ætla að hitta frænda seinna.

Svo: ég get fengið Ford Exploder á 200.000. Með crúskontról. Það eru góðir ferðabílar. Einnota líka. Chrysler Cirrus/Dodge Stratus á 250K. Þeir eiga til að endast eitthvað. Benz á 300K. Eilífðareign. Lincoln/Buick/Cadillac á 500K.

Svo... vantar einhvern far norður?

sunnudagur, maí 22, 2011

Dagur 77 ár 7 (dagur 2634, færzla nr. 1016):

Hér er vídjó sem ég tók u síðustu helgi af krakkanum hennar Lilju:



Gaman gaman.



Myndirnar sem ég tók af þeim voru flestar hreyfðar. þetta fólk, getur aldrei verið kjurt.

Ég hef svosem nægar myndir af fyrirbærum sem bærðu ekki á sér:



Kofinn.



Kofinn að innan.



Það sem eftir er af jarðstöðinni.

miðvikudagur, maí 18, 2011

Dagur 73 ár 7 (dagur 2630, færzla nr. 1015):

Makríll eftir sjómannadag - ef hann finnst, sem er ekkert gefið. Þá verður meiri tími fyrir hljóðbækur.

Eins og er er ég búinn með Móbí Dikk, og svona helminginn af öllu eftir H.G Wells. Og Relativity, og Fu Manchu.

Hmm...

Jæja:

Ég fór og skoðaði krakkann hennar Lilju, hér er hann:



Betri mynd:



Því næst hitti ég Illuga & Co:



Þessi þarna í miðjunni er eitthvað tengdur Siggu. Veit ekki hvað hann heitir - Illugi veit það.

Svo fór ég að skoða kofann á Veðramótum:



Traktor:



Daginn eftir fór ég að skoða fornbíla:



Það var slatti af þeim:



Reynir & pabbi voru þar:



Svo var fyllerí. Kem að því seinna.

***

AMV minis:



Þessu þarf að fylgja MV:



Þetta er upphafslagið úr Ranma 1/2. Man ekki hvaða seríu - en ekki fyrstu. Fyrstu 50 þættirnir eru góðir, svo fer þeim hrakandi.

miðvikudagur, maí 11, 2011

Dagur 66 ár 7 (dagur 2624, færzla nr. 1014):

Meira af Vestmanneyicus, þangað sem ónýt myndbrot fara til að öðlast nýtt líf:

Sagan á bakvið þetta rugl, er að ég átti til korter af Bjarka Tý eitthvað að fífast. Þetta var ein af fjölmörgum kvikmyndum sem við kláruðum ekki af einni eða annarri ástæðu.

Plottið í þessari var, að mig minnir: ósýnilega geimvera gerir innrás, og stelur sláttuvélinni af manni.

Það er meira af þessari mynd - brot og partar - í þessari þáttaröð.

Hvað um það; ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við þetta bull. Svo var ég að horfa á þetta einn daginn, og velta þessu fyrir mér, hvað ég ætti eiginlega að gera við þetta, ef eitthvað, og þá rann upp fyrir mér að þetta sprikl allt í honum lýktist mikið einskonar dansi. Og ég átti einmitt fína músík undir það!

Sem ég stal hér, svo við höldum því til haga.

Þetta er allt úr einhverjum tölvuleik sem ég veit ekkert um annað en nafnið: Moji pittan. (Og nú vitiði af hverju sjálfsmorðstíðni í Japan er mjög há.)

Auðvitað er langt intró. Með meira af ónotuðu efni. Ekkert vitrænt frekar en fyrri daginn.

En hér er það þá: Bjarki Týr Gylfason, Lord of the Dance:



Ég vil meina að hann sé fyndnari en kattastelpurnar.

þriðjudagur, maí 10, 2011

Dagur 65 ár 7 (dagur 2623, færzla nr. 1013):

Þá er að koma að Vondulagakeppninni aftur. Svei, segja sumir. Jibbí, segja aðrir. Mér er slétt sama. Líkurnar á að við vinnum og þurfum að halda þetta eru jafn miklar og að tunglið breytist í halastjörnu og skelli á jörðinni.

Eða þar um bil.

Þar sem ég hlusta nær ekkert á útvarp lengur hefur þetta mest farið framhjá mér.

Við skulum láta hjá líða að fjalla meira um það, svo:



Músík fyrir fólk með ADHD. Nú jafnvel meira HD en áður.

Og hér er svo alvöru MV:



Fly me to the moon. Flutt af Frank Sinatra í þetta skifti. Hann samdi þetta svosem ekkert, né er hann fyrsti flytjandi. Er í endinum á Shin Seiki Evangelion, flutt af öðrum.

laugardagur, maí 07, 2011

Dagur 62 ár 7 (dagur 2620, færzla nr. 1012):

ÉG var að hugsa, hverskonar klúður það var að leyfa kananum að drepa Bin Laden. Það hefði nefnilega verið alveg tilvalið að skjóta í hann svona pílu, eins og þeir nota á ísbirnina í Kanada, og fara svo með hann beint í húsdýragarðinn.

Þeir hefðu geta lagað svona náttúrulegt umhverfi fyrir kallinn. Helli, með allskyns fítusum.

Fólk hefði alveg borgað 50 kall inn til þess að horfa á hann á meðan það borðaði ís, held ég.

***

Ég var að velta fyrir mér hvernig hlutir breytast úr teoríunni í praxís.

T.d Sósíalsimi. Teorían er, að allir borgi smá part af laununum sínum, r.d. 10% (virkaði vel fyrir katólsku kirkjuna) og fyrir það halda þeir uppá alla mongóana, sjá um sjúkrahúsin, kenna börnunum og hrófla upp fullt af infrastrúktúr.

Í praxís, amk hér á landi, þá er það þannig, að allir borga nær öll launin sín, halda eftir kannski 10%, og þurfa svo að greiða fullt verð fyrir læknisþjónustu, skóla og allskyns infrastrúktúr.

Kannski ættum við bara að fá katólsku kirkjuna aftur?



Betri en Samfylkingin.

sunnudagur, maí 01, 2011

Dagur 57 ár 7 (dagur 2615, færzla nr. 1011):

Líf:



Hún var orðin skökk og sporlöt:



Hún er í garðinum núna:



Hér er vídjó af henni að staulast um í snjónum: