þriðjudagur, maí 10, 2011

Dagur 65 ár 7 (dagur 2623, færzla nr. 1013):

Þá er að koma að Vondulagakeppninni aftur. Svei, segja sumir. Jibbí, segja aðrir. Mér er slétt sama. Líkurnar á að við vinnum og þurfum að halda þetta eru jafn miklar og að tunglið breytist í halastjörnu og skelli á jörðinni.

Eða þar um bil.

Þar sem ég hlusta nær ekkert á útvarp lengur hefur þetta mest farið framhjá mér.

Við skulum láta hjá líða að fjalla meira um það, svo:



Músík fyrir fólk með ADHD. Nú jafnvel meira HD en áður.

Og hér er svo alvöru MV:



Fly me to the moon. Flutt af Frank Sinatra í þetta skifti. Hann samdi þetta svosem ekkert, né er hann fyrsti flytjandi. Er í endinum á Shin Seiki Evangelion, flutt af öðrum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli