laugardagur, maí 07, 2011

Dagur 62 ár 7 (dagur 2620, færzla nr. 1012):

ÉG var að hugsa, hverskonar klúður það var að leyfa kananum að drepa Bin Laden. Það hefði nefnilega verið alveg tilvalið að skjóta í hann svona pílu, eins og þeir nota á ísbirnina í Kanada, og fara svo með hann beint í húsdýragarðinn.

Þeir hefðu geta lagað svona náttúrulegt umhverfi fyrir kallinn. Helli, með allskyns fítusum.

Fólk hefði alveg borgað 50 kall inn til þess að horfa á hann á meðan það borðaði ís, held ég.

***

Ég var að velta fyrir mér hvernig hlutir breytast úr teoríunni í praxís.

T.d Sósíalsimi. Teorían er, að allir borgi smá part af laununum sínum, r.d. 10% (virkaði vel fyrir katólsku kirkjuna) og fyrir það halda þeir uppá alla mongóana, sjá um sjúkrahúsin, kenna börnunum og hrófla upp fullt af infrastrúktúr.

Í praxís, amk hér á landi, þá er það þannig, að allir borga nær öll launin sín, halda eftir kannski 10%, og þurfa svo að greiða fullt verð fyrir læknisþjónustu, skóla og allskyns infrastrúktúr.

Kannski ættum við bara að fá katólsku kirkjuna aftur?



Betri en Samfylkingin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli