föstudagur, febrúar 27, 2009

Dagur 360 ár 4 (dagur 1820, færzla nr. 769):

Auðvitað fylgir bjórdagurinn á eftir sprengidegi. Og núna er það 20 bjórdagurinn, núna bara á eftir. Það meikar sens. Það er alltaf gott að skola öllu þessu saltkjöti niður með einhverju.

20 ár síðan Íslendingar tóku upp á því að drekka bjór í staðinn fyrir hreinan landa. Með tilheyrandi minni þynnku. Færri rúðubrotum. Og útlendingar bentu ekki jafn oft á okkur til að hlæja að okkur.

Það tók samt tímann sinn að fá úrval. Það var ekkert til í denn nema Lövenbrau. Það er bara ekkert gott stöff. Súrt og veldur klígju. Eða Budweiser. Og hér er ég ekki að tala um tékknesska bödvæser, heldur þann ameríska.

Þetta var bara ekkert gott stöff. Reyndar frekar erfitt að skilja hvernig fólk gat látið þetta stöff oní sig.

Ég spái ekki neinni sérstakri frjálshyggju á þessu sviði eða öðrum næstu 10 árin. Fólk er búið að bíta það í sig að kommúnismi virki, eftir að einhver glæpamennska (sem kommarnir kalla frjálshyggju) sprakk í andlitið á okkur. Það er þá heldur að bjórinn verði bannaður aftur. Á eftir internetinu, sykri og utanlandsferðum annarra en ráðamanna.

Jæja...



Drekki ekki of mikið um helgina.

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Dagur 357 ár 4 (dagur 1817, færzla nr. 768):

Bolludagurinn liðinn... sprengidagurinn eftir. Ég er á því að þessir hátíðisdagar séu ekki í réttri röð. Auðvitað ætti sprengidagurinn að vera fyrst, svo öskudagur, og loks ætti að koma bolludagur. Vegna þess að bollur eru meira svona desert.

Það er bara mitt álit á þessu. Hver vill ekki bollur eftir sprengidaginn?



Mynd dagsins kemur sprengideginum ekkert við. Eða bolludeginum. Og augljóslega ekki öskudeginum - því þær eru ekki í búningum...

laugardagur, febrúar 21, 2009

Dagur 354 ár 4 (dagur 1814, færzla nr. 767):

Höldum bara áfram að röfla um síðasta áratug. Það er svo fjandi langt síðan hann var, þó mér finnist stundum að hann hafi verið í síðasta mánuði. Allavega man ég ámóta vel/illa eftir síðasta mánuði - ef ekki verr.

Þetta var nokkurnvegin svona: kommúnisminn hrundi, svo kom stríð í Írak, svo kom stríð í Júgóslavíu og þjóðarmorð í Rwanda.

Feikna fjör.

Annað áhugavert: árið 1990 hætti nýsjálenski sjóherinn að skammta sjóurunum sínum daglega rommskammti. Áhugavert... Árið áður var bjórbannið numið úr gildi hér á Fróni, og í kjölfarið dró smám saman úr gífurlegum fylleríum niðri í bæ, sem oft höfðu haft í för með sér það að vel flestar rúður í reykjavík voru brotnar um hverja helgi. Sem hefur örugglega verið algjört mörder á sjötta áratugnum, því þá voru svo mikil höft að það mátti örugglega ekki skifta um rúðu nema annað hvert ár - með tilheyrandi kulda...

Á áratugnum var líka hætt að búa í síðasta torfbænum á Íslandi.

Árið 1990 hætti WHO að skilgreina samkynhneigð sem sjúkdóm.

Sjónvarpsþættir áratugarins eru the Simspons, Friends, Seinfeld, Star Trek TNG, The X-Files, Twin peaks & Beavis & Butthead.

***

Þar sem flest okkar gerðu mikið af því að fara í bíó og horfa á vídjó þá:

1990: aðalkvikmyndir ársins voru Home alone, Ghost & Dances with wolves. Sama ár kom Tremors, sem að mínu mati var miklu betri mynd. Og líka Total recall. Ef þið hafið ekki séð þá ræmu, tékkið þá á henni.

Árið 1991 kom út Terminator 2, sem var nokkuð góð ræma, Robin Hood, prince of thieves (með Kevin Kostner, ef einhver man sérlega eftir því...) & Beauty and the beast. Svo kom Silence of the lambs, sem allir muna eftir. Mér þótti sú mynd ekki lifa upp í hæpið.

Sama ár komu út Rocketeer, the taking of Beverly Hills (sem er snilldarræma sem enginn man eftir) og Delicatessen.

1992 var árið sem El Mariachi birtist fyrst. Og líka Hard Boiled, Innocent Blood & Universal Soldier. Auk þeirra kom út á árinu Reservoir Dogs, sem færði okkir Löööng Atriði með miklu af tali. Og var ripoff af Ariel frá 1988.

1993: Jurassic park, Cliffhanger - ein skásta Stallone myndin, Army Of Darkness, Falling Down, the Three Musketeers & Free Willy!

1994: The Lion King. Hugsum okkur alla brandarana sem við hefðu aldrei heryt án þeirrar myndar. Líka: true lies, the mask of Pulp fiction.

Killing Zoe er betri...

Það sama ár kom út Stargate, sem enn er verið að hekla við, The Shawshank Redemption, og fullt af öðru drasli.

1995 birtist okkur Toy Story, Dead man, judge dredd, screamers, Waterworld og the Usual suspects.

1996: ID4, Mission: impossible, The Rock, grínmyndin Romeo + Juliet & Beavis & butthead do america.

1997: Titanic. Sem var, og er held ég enn, dýrasta kvikmynd ever. Þar áður var það Waterworld. Sem aftur hljómar eins og nafn á skemmtigarði. Að auki sáum við Men in Balck, the fifth element, Alien Resurrectio, Con Air, face/off & hin sívinsæla Starship Troopers. Annað hvort er það frábær mynd, eða þú hefur lesið bókina.

1998: Saving Private Ryan - sem er uppspretta allra þessara medal of honour tölvuleikja, Dark City, Deep Rising, Lock stock and two smoking barrels & Ronin, sem inniheldur einn besta bílaeltingaleik áratugarins.

1999: The Matrix, Starwars ep 1, The Mummy, Blair Witch Project, Fight club, Galaxy Quest og B-myndin the boondock saints.

Hafiði ekki séð megnið af þessu?

Næst verður kannski eitthvað vitrænt. Meira klám og splatter. Kannski.

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Dagur 352 ár 4 (dagur 1812, færzla nr. 766):

1999



Ekki alveg það sem gerðist... kannski 2999.

Á þessu ári voru stofnaðar nokkrar hljómsveitir, ma: avenged sevenfold, Goldfrapp & a perfect circle.

En að draslinu... þeirri æðislegu músík sem kom út það árið:



Smash Mouth.



Chemical Brothers. 10 ára gamalt...



Slipknot.



Muse.



Red hot chili peppers.



In Flames.



Kreator. (Ég held að það sé hægt að gera drykkjuleik úr þessu. Komið ykkur saman í hóp, hlustið vel á textann á meðan þið horfið á þetta mjög svo ferlega vídjó og hver sem flissar þarf að drekka, og í hvert skifti.)

Auðvitað var fullt af öðru drasli, en ég nenni ekki að setja helminginn af því inn. Britney Spears var mikið dæmi þá, til dæmis. Ég er enn að bíða eftir að einhver þungarokkhljómsveitin fari að covera lögin hennar. Gæti til dæmis verið viðeigandi að heyra Rammstein taka "Baby one more time." Það kæmi vel út, hugsa ég.

Og íslenska lagið:



Þeir náðu að meika það lítillega.

sunnudagur, febrúar 15, 2009

Dagur 348 ár 4 (dagur 1808, færzla nr. 765):

666 X 3 = 1998

Eða svo var sagt.

Á þessu ári voru stofnaðar hljómsveitirnar Interpol, Eagles of death metal, the strokes og sugababes. Sem er auðvitað allt bráðnauðsynlegar upplýsingar sem við þurfum öl að vita - eins og upprunalegur háralitur Britney Spears og hvað París Hilton fékk sér seinast í morgunverð.

Jæja...



Beastie boys.

Alternative rock fyrir ykkur:



Placebo



Marcy Playground



Cake.



Mercury Rev



Cannibal corpse, með einkar hugljúft lag.

Til allrar hamingju virðist Ísland hafa verið bannað í Júróvisjón á árinu, svo það er engin leið að hafa upp á íslenska laginu þaðan.

Á sama tíma er ég fyrir löngu búinn að gleyma hvað var eiginlega að hafa íslenskt það árið, eins og ég man í sjálfu sér ekkert hvaða útlendu bönd gáfu út hvað. Mig grunar samt að það hafi verið eitthvað með einhverri sveitaballagrúppu.

Hvað gerir maður þá?



Heldur upp á 20 ára afmæli bjórdagsins auðvitað!

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Dagur 344 ár 4 (dagur 1804, færzla nr. 764):

1997.



Feh...

Hvað var svo stofnað á árinu: Kaiser Ciefs, Keane, Death cab for cutie, Atomic kitten, queens of the stona age, Coldplay og Finntroll, sem allir þekkja.



Daft Punk. Textann við þetta er að finna hér. Þetta var bráðnauðsynlegt.



Texas.



The Dandy Warhols.



The Verve. Þetta lag hefur síðan verið ofspilað allsvakalega - eins og þið hafið kannski tekið eftir.



Smash mouth.



GWAR. Alveg eins og Lordi... bara ekki finnskir.



Deftones. Og svo aðeins önnur útfærzla með Kittie. Hljómar eins og 78 átta snúninga plata á 45 snúningum, ekki satt?



Rammstein.



Prodigy.

Og að lokum íslenska lagið - enn og aftur stolið úr vondulagakeppninni:



Páll Óskar.

sunnudagur, febrúar 08, 2009

Dagur 341 ár 4 (dagur 1801, færzla nr. 763):

1996

Þið þekkið þetta:

Af leti fáiði bara músík af jútúb núna, í röð eftir hve líklegt er að þið kannist við það:



Nick Cave & Kylie Minogue. Allt í lagi, hvað eru margir sem átta sig á því nákvæmlega hve krípí textinn við þetta er?



The Cardigans.



Rage against the machine. Ef þú hefur aldrei heyrt þetta hefur þú verið ofaní holu undanfarin 14 ár.



Marylin Manson.



Cake. Veit ekki af hverju þetta heyrist ekki aðeins oftar.



Rusl.

Og... íslenska lagið:



Anna Mjöll í vondulagakeppninni. Ef þið getið horft á þetta allt án þess að flissa eigiði skilið að fá gúmmíbjörn.

Sökum vanþekkingar á hvenær hin og þessi músík var gefin út - og wikipedia gefur fátt upp, þá verður það bara að vera svona.

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Dagur 337 ár 4 (dagur 1797, færzla nr. 762):

Ég yrði nokkuð þakklátur fólki ef það hætti að röfla um frjálshyggju, eða það sem verra er ný-frjálshyggju. Þetta orð sem þetta fólk er að nota, ég held það vitit ekki hvað það þýðir. Okkar vandamál eru til komin út af svolitlu öðru: lénsræði. Þannig hefur landinu verið stjórnað síðan á 13 öld, og ég hef ekki séð það stjórnarfar enda.

En aftur að síðasta áratug:

1995.

Á árinu byrjuðu meðal annars hljómsveitirnar Limp Bizkit, Maroon 5, Evanescence og Fílharmóníuhljómsveit Massachusetts.

En að því sem kom út á árinu; byrjum að vanda á því venjulegasat, og förum svo út í meira exótískt stöff.



Radiohead.





Moby.



White Zombie. ""More human than human" is our motto." (Tyrell, úr Blade Runner.)



Jamiroquai.



Smashing pumpkins.



Rammstein.



KMFDM.



Morbid Angel.

Og Íslenska lagið:



Það var annað hvort þetta eða eitthvað úr vondulagakeppninni, og ég vil halda henni svolítið utan við þetta - eins og hægt er - það er ótrúlega erfitt að komast að því í gegnum netið hvað var gefið út hin og þessi ár, og að finna það á jútúb er ekkert spaug heldur.

Þetta er nóg í dag, held ég.