föstudagur, nóvember 30, 2012

Dagur 267 ár 8 (dagur 3188, færzla nr. 1155)

 Var að velta fyrir mér... hvað ætli ríkið kosti ríkið mikinn pening á ári?

 Ég meina þá, hve miklu fé verður ríkið sem slíkt af vegna eigin heimsku? Skoðum það aðeins: Bara á síðasta ári varð ríkið af næstum 5 milljörðum vegna þess að fólk flýði land. Það skrifast alfarið á verk ríkisins.

 Útlend lán voru í lok árs 2011 448 milljarðar. Þau voru tekin vegna þess að þessir bjánar eyddu umfram getu eins og venjulega. Vextir af því eru peningar sem við fáum aldrei aftur, og nýtast ekki í neitt.

 Árið 2011 voru 10 ráðuneyti, sem samanlagt kostuðu yfir 500 milljarða. Fljótt á litið eru þau 3-4 of mörg, og taka hvert og eitt yfir of stórt svið. Þar er strax hægt að spara lágmark 190 milljarða. Það verður aldrei gert.

 Sjáið til, hver einasti ríkisstarfsmaður er tapað fé, því hann framleiðir ekkert, og kemur þess vegna ekki með neitt inn í kerfið. Svo eftir því sem þeir eru færri, því betra er það.

 Svo eru flóknari lagalegir hlutir sem hafa verið við lýði lengi, eins og lög sem ýta undir kennitöluflakk. Ég efast nefnilega um að það hafi nokkurntíma verið landi, þjóð eða ríki til hagsbóta að sömu fyrirtækin væru að fara á hausinn með reglulegu millibili.

 Það eru 4 mismunandi skattar og gjöld á bensín. Þetta er ekki eina dæmið um of flókið kerfi, en þetta er það best þekkta. Það felst í því auka kostnaður að vera með hvert og eitt gjald, sem dregst frá nýtilegri upphæð, svona svipað eins og orkutap verður frá vél og út í hjól á bíl. Meira fengist inn ef bara væri eitt gjald, og það þó það væri talsvert lægra en hin 4 samanlagt. Að framkvæma slíkt kæmi sér vel fyrir alla, og verður þar af leiðandi aldrei gert.

 Margt svona stundar ríkið. Allt sem það gerir virkar annað hvort alveg öfugt, eða illa á einhvern alveg óvæntan hátt. þetta á við bæði um fjármál þess og annað sem því dettur í hug. Í reynd vinnur það eins og maraþonhlaupari, sem hefur ákveðið að keppa alltaf með fötu fulla af sementi á öðrum fætinum, og hefur tekið eftir því að það virkar ekki, of er þess vegna að hugsa um að setja aðra sementsfötu á hinn fótinn, til að komast hraðar. Og þetta virðist fólk vilja, því alltaf kýs það sama fólkið...

þriðjudagur, nóvember 27, 2012

Dagur 264 ár 8 (dagur 3185, færzla nr. 1154)

AMV:


Þetta var að megninu til óskyljanlegt.

Anime OP:


Upphafslagið úr Ergo Proxy.  Og fyrst þetta er ekki vídeo, höfum annað með:


Lokalagið úr Haibane Renmei.

Hafa ber í huga að ég er bara að  grafa upp skásta stöffið - megnið af þessu er eurovision quality.

fimmtudagur, nóvember 22, 2012

Dagur 259 ár 8 (dagur 3180, færzla nr. 1153) 

Dreymdi að það byrjaði að gjósa við Skansinn. Fjör.

Horfið á þetta:


Afmæli hjá Aroni Guðna, nafna bæði Elvis og ... Guðna.

Hérna, spilum smá músík:


Þetta er búið einmitt þegar það er að byrja að verða óþolandi.  Það væri ágætt ef öll tónlist væri þess eðlis.


Þetta stutta lag kennir okkur hvernig á að díla við uppvakninga.  Það er alltaf gott að læra nýja og nytsamlega hluti.

Og svo:


Sabaton.  "Ghost Division" - fjallar um bílaklúbbinn hans Rommels.

sunnudagur, nóvember 18, 2012

Dagur 255 ár 8 (dagur 3176, færzla nr. 1152)

Þá eru þeir aftir byrjaðir að berjast fyrir botni miðjarðarhafs.  Var ekki nóg að hafa bara borgarastyrrjöld í Sýrlandi?

Jæja, þetta verður bara eins og seinast, giska ég á.  Erjur í 1-2 mánuði með miklum grát og gnýstran tanna, svo fer allur vindur úr þessu aftur.

En til skemmtunar, förum yfir hvaða lið þetta eru:

Arabar vs Ísraelar.

Múslimar vs gyðingar.  Sömu guðirnir.  Ekki alveg sama dellan.  Annar trúflokkurinn er betri en hinn.  Fyrir alla.

Menn fjármagnaðir af vitleysingum í útlöndum vs menn fjármagnaðir af vitleysingum í útlöndum... og einhverju einkaframtaki.  Hér hafa Ísraelarnir smá yfirburði - þeir nefnilega eru ekki að öllu leiti staðráðnir í eyðingu eins eða neins, svo þeir starfa við aðra hluti svona í hjáverkum.  Til dæmis framleiða þeir Aloe vera gel, og töflur við eyrnasuði - þeir eru mjög framarlega á heyrnarlækningasviðinu, vegna þess að þeir eru svo hrifnir af byssum.

Helstu klappstýrur:

fyrir arabana: Arabar, anti-semitar, yfirlýstir sósíalistar; gamlir hippar; fólk með andúð á ameríkumönnum; fólk sem hefur augljóslega lítið vit á hernaði.  Fyrir Ísraelana: Omega gengið; zionistar; gyðingar; fólk sem finnst að þessir yfirlýstu sósíalistar, hippar og andstæðingar USA ættu að fá sér vinnu.

Hernaðaraðferðir:

Arabar: skjóta heimasmíðuðum eldflaugum af handahófi í átt að helstu byggðum ísraela.  Skotmörk: bara eitthvað.
Brynvörn: íbúðarhverfi.  Helst með nóg af smábörnum.
Þeir reiða sig á að ísraelarnir sprengi þessa krakka í loft upp (þess vegna eru þeir viðstaddir eldflaugaskotin) þá taka þeir myndir af líkunum - nú, eða hleypa alþjóðlegum fréttastofum að, til að skoða.  Þá verður til slæmt propaganda fyrri Ísraela.

Ísraelar: skjóta á þá staði þaðan sem þessar eldflaugar koma.
Brynvörn: Samofin keramik nikkel-stál málmblanda.  Þeir hafa ekkert efni á að missa fólk.
Þeir reyna að finna og sprengja í loft upp helstu forkólfa andstæðinganna, til að undirmennirnir fari þá að drepa hvern annan eins og venjulega.

Þannig er það,  Þetta verður búið bráðlega.  Svo byrjar það aftur eftir nokkur ár.  Þetta er krónískt þarna.

fimmtudagur, nóvember 08, 2012

Dagur 245 ár 8 (dagur 3166, færzla nr. 1151)

Ég hef verið að föndra í vinnunni.  Næst verða það nef.

sunnudagur, nóvember 04, 2012

Dagur 241 ár 8 (dagur 3162, færzla nr. 1150)

Og þá er tími fyrir kvikmynd, sem þýðir að það verða 3 treilerar, og svo einhver mikil snilld:


Another.  2012.  Teiknimyndaútgáfan er mikil snilld.


Pokemon.  Ekki halda niðri í ykkur andanum meðan þið bíðið eftir þessari.


Cutie Honey.  Þetta er til.  Ég hef séð þessa, hún er alveg jafn bjánaleg og treilerinn gefur í skyn.

Og þá er það kvikmynd kvöldsins:

Ninja Dragon, frá 1986.  Sem fjallar um einhverja bófa, sem eigast við, milli þess sem göldróttar ninjur berjast handahófskennt.  Plott?  Það veit ég ekkert um.  Það eina sem þið þurfið að vita er að það eru litskrúðugar ninjur í þessu með óreglulegu millibili.


fimmtudagur, nóvember 01, 2012

Dagur 238 ár 8 (dagur 3159, færzla nr. 1149)

Hafiði nokkurntíma pælt í hve geimverur eru mikilvægur hluti af poppmenningunni?

Sjáið til, allt er betra með geimverum.

1: Hugsið ykkur til dæmis hve ET hefði verið slök kvikmynd ef ekki hefði verið fyrir geimverur.  Já.  Þá hefði þetta bara verið einhver krakki, sem bara er þarna.  Og... ekkert.

2: Eða hvað með Star Trek?  Það væri lítið varið í Star Trek ef það væri bara eitthverjir gaurar á fljúgandi iPhone skoðandi auð himintungl.  Jú, vissulega eru gróðursnauðar auðnir voða VinstriGrænar og allt það, en við erum ekki komin til að sjá það.  Við viljum sjá Klingona!

Engir Klingonar = ekkert aksjón.

3: Kvikmyndin "Alien" hefði sökkað mjög innilega ef það hefði ekki verið í henni geimvera.  Þá hefði þetta bara verið eitthvað lið á einhverjum fraktara, siglandi um himingeiminn, drekkandi kaffi, kannski spilandi Ólsen Ólsen.

4: Dune er ekkert sérlega spennandi án sand-ormanna.

Á hinn bóginn er skortur á geimverum annarsstaðar.

Til dæmis, þá væri Anna í Grænuhlíð miklu betri með geimverum.  Ég sá einusinni nokkra þætti þar sem Anna í grænuhlíð var á tunglinu að berjast við eitthvað lið á risa-vélmennum, og það var nokkuð töff.  Hugsið ykkur bara Anna í Grænuhlíð + Star Wars, gert af Disney, og þá hafiði það.  Það eina sem hefði hugsanlega gert það betra væri geimverur.


Bara til að sýna að ég er ekki að búa þetta til.

James Bond hefur aldrei barist við geimverur.  Það þarf að ráða bót á því.  Hann fór út í geim einusinni... ég hugsa að ef Roger Moore hefði enst í 2-3 myndir í viðbót þá hefðu komið geimverur.

RoboCop barðist aldrei við eina einustu geimveru.  En - til þess að sjá hve töff það hefði verið þarf ekki annað en að horfa á Starship Troopers.  Sú mynd þurfti RoboCop.  Við þurfum að gauka þessari hugmynd að Verhoeven.

Conan the Barbarian og geimverur.  Það þarf að gerast.  Reyndar var He-Man svolítið í því.  Það er næstum  akkúrat það.  Og við sáum hve vel það gekk.  Brilljant alveg.

En samt, það sem mest þarfnast geimveruinnrásar: þessir ferlegu Pressu-þættir.  Ekkert nema leiðinlegir fréttamenn og leiðinlegir bófar og leiðinlegir útlendir sjoppukallar.  Þeir þurfa skemmtilegar geimverur til að hrista upp í hlutunum.  Það þarf sérstakan talent til að klúðra svoleiðis snilld.

Heimur án geimvera er hálf grár eitthvað og óspennandi.