þriðjudagur, október 29, 2013

Dagur 238 ár 9 (dagur 3523, færzla nr. 1239)

Gerum þetta almennilega núna:


A Field in England.  Voða artý mynd um menn á sveppum.


Sharknado.  Þetta er til.


Through the never.  Metallica kvikmyndin.  Virðis mjög undarleg.  Svolítið eins og Taking of Beverly Hills, nema meira metal.

Og hér er kvikmynd kvöldsins:

The Bird with the Crystal Plumage (L'uccello Dalle Piume di Cristallo), frá 1970.  Fjallar um náunga sem verður vitni að morðtilræði, og er í framhaldinu bannað að fara frá Ítalíu.  Nokkuð góð mynd, reyndar.  Sérlega góð senan með listmálaranum sem heldur ketti heima hjá sér.

Leikstjóri: Dario Argento, tónlist eftir Ennio Morricone.



Munið eftir poppinu.

föstudagur, október 25, 2013

Dagur 234 ár 9 (dagur 3519, færzla nr. 1238)

Treiler:


Sannsögull treiler, fyrir risa-vélmenna ópusinn Pacific Rim.

Hérna, stutt kvikmynd: Need for speed.


Það er nú nokkuð síðan ég sá þessa, en mig minnir nú að hún hafi ekki verið alveg glötuð.  Eini raunverulega pirrandi gallinn er shaky-camið.  Það er plága sem ég vona að deyi sem fyrst.

föstudagur, október 18, 2013

Dagur 227 ár 9 (dagur 3512, færzla nr. 1237)

Hlustum á smá músík:


Eyes of Mars - Marion Cotillard & Franz Ferdinand.  Þetta er hluti af einhverri auglýsingaherferð fyrir Dior, sem fór algerlega framhjá mér.  Og öðrum.  Reyndar hafa flestir heyrt þetta lag í AMV hell 5, en ekki herferðinni.

Spes.



Never dance again - Blue Stahli.  Þetta er síðan fyrr á þessu ári, merkilegt nokk.  Það hljómar bara eins og það sé síðan vei bakk in ðí eidís.  Sennilega besta lag um að keyra yfir fólk sem samið hefur verið.


Hallo Elskan Min - Voltaire.  Fann þetta um daginn, og þótti mjög spes.



Receptor ft. K.I.R.A. - Lullaby.  Rússneskt dubstep.  Skárra en þið haldið.

Merkilegt nokk, þá hef ég aldrei heyrt neitt af þessu í útvarpinu.

Segjum það þá í dag.


þriðjudagur, október 15, 2013

Dagur 224 ár 9 (dagur 3509, færzla nr. 1236)

Jæja, þá er ég búinn að skrifa undir samninginn minn, og á þá hús, amk á pappírunum.  Sjá mynd:


Þetta kostar einhverja formúgu, sem ég verð búinn að greiða upp eftir 38 ár - ef á fikta ekkert í lánunum.

Fullt af herbergjum.  Skápar hér og þar.  Örugglega löngu gleymd leynihólf.  Og grillpallur lengst úti í garði.  Garðurinn er í stærra lagi.

En já... hús.

þriðjudagur, október 08, 2013

Dagur 217 ár 9 (dagur 3502, færzla nr. 1235)

Þá er að koma vetur.  Þá er hæpið að það verði fleir bílasýningar, svo við skulum fara yfir það sem ég skoðaði á árinu:

Fyrst var Bifreiðar & Landbúnaðarvélar.


Landrover Discovery var mjög fínn bíll í alla staði - hafði heldur fleiri takka kannski en ég hafði eitthvað við að vera.  Var með sjálfskiftingu sem mér sýndist ættuð frá BMW.  Nóg útsýni - ólíkt venjulegum nýjum bílum.

Það var mjög kósý bíll, minnti mikið á Range Rover '92 módel.  Nema öflugri.

Díesel vélin var alveg eins og bensínvélin í þeim bíl.  Sem gerir hana að bestu díselvélinni á markaðnum.  Leið eins og þetta væri mjög þungur og mikill bíll.  Samt alveg snarpur, svona miðað við.


BMW X 1 var... ja, það var voða fín innrétting í þeim bíl.  Hann var hastur þegar hann fór hægt, og linur þegar hann fór hratt, sem gerði allan akstur ógnvekjandi.  Diesel vélin hljómaði eins og hún væri úr Farmall Cup.  Gaf fullt af power, það var aldrei vandi, en hún var bara mjög gróf á hægagangi, eins ólík Landrover og hugsast gat.

Ekki góður bíll.


Opel Insignia biturbo diesel var frekar slow og mjúkur bíll.  Líkt og gamall taxi.  Aldrei neitt sem ég myndi kaupa fyrir pening, en allt í lagi að leigja.  Það var þó pláss í honum.  Skutbíll, sko.

Næst kom Toyota.


Þar fann ég hjá mér hvöt til að prófa Prius.  Það eru verstu bílar sem framleiddir hafa verið:

Aksturseiginleikarnir eru eins og í einum af þessum bílum í Disneyworld sem eru á teinum, þannig að það skiftir engu hvernig þú snýrð stýrinu, bíllinn bara eltir teinana.

Hann var að auki hastur, og virkaði mjög ódýr, svona eins og kornflexkassi á hjólum.  Og hávaðinn!  Djöfulsins læti voru í þessari ljósavél sem á að knýja þetta áfram.  Ekki var snerpunni fyrir að fara heldur.  Og þetta var dýr bíll í ofanálag.


Toyota Landcruiser 150 varð næst fyrir valinu.  Það var nú meira báknið.  Eitthvað þóttu mér aksturseiginleikarnir í þeim bíl kunnuglegir eftir ekkert langa stund.  Svo rann upp fyrir mér af hverju það var:

 Landcruiserinn var alveg eins og GMC Jimmi jeppinn hans pabba.  Eftir áratuga þróun hefur japananum tekist að skapa hinn mest ideal jeppa, og það er  1988 módel Blazer.

Nema Landcruiserinn er fokkin slow.  Vegna þess að smá páver myndi hræða ellimennin sem venjulega kaupa þessa pramma.


Næst prófaði ég Hilux.  Hilux er torfærubíll.  Hann er brilljant allstaðar þar sem maður hefur enga vegi til að þvælast fyrir.  Glataður á malbiki, en samt skárri en Prius.  Þegar maður snýr stýrinu á Hilux gerist eitthvað.  Auðvitað fór ég uppá hraun á honum og ók þar þvert yfir allt.  Það er tilgangurinn með þessum bíl.  Langskemmtilegasti og mest traustvekjandi bíllinn, vegna þess að hann er svo hrár og einfaldur.  Ekkert sem getur bilað umfram þetta venjulega, það eina sem var að, var að hann var með óþarflega margar dyr og dísel.

Hvaða hálfvitar kaupa dísel viljandi?

Að lokum mætti Benni með Chevrolet.


Chevrolet Spark er alveg jafn skemmtilegur bíll og Hilux, nema þú þarft ekki vegaleysur til að það sé gaman.  Og hann er meira en helmingi ódýrari.  Mjög hrár og einfaldur bíll.  Sá ódýrasti á markaðnum, en engan vegin sá versti.  Sá versti er Prius.


Cruze er ... basically .að sama og Opel Vectra, nema ódýrari.  Base týpan af Cruze er með 1800 vél, á meðan Vectra er bara með 1400.  Þetta er mesti bíllinn sem hægt er að fá fyrir peninginn eins og er, sýnist mér.  Ekki góður bíll, miðað við Discovery, til dæmis, en það sama og Vectra, nema betri, og alveg sambærilegur við Yaris, Corollu eða Golf.

Cruze hefur allt sem maður þarf: nógu stórt skott til að koma fyrir líki, nóg vélarafl til að myrða mann ekki úr leiðindum, meiri öryggistilfinningu en Libresse og lægra verð en aðrir bjóða uppá.  Mest fyrir peninginn.

Hagkvæmt?  Já.


Trax var mjög sendibílalegur bíll.  Ekki jeppi í neinum skilningi, eða jepplingur.  Týpan sem ég skoðaði var ekki með drifi á öllum.  Sem gerir Trax að minni jeppa en Opel Insignia taxinn sem ég skoðaði fyr um sumarið.  En hann er ódýrari.  Á líka þann vafasama heiður að vera ljótasti bíll sumarsins.  Lítur út eins og lifrarpylsa.  (Sjá mynd hér að ofan.)

Samt afar einfaldur og þægilegur bíll, sennilega miklu betri kaup fyrir gamalmenni en Rav4.  Pláss, vélin hreyfir bílinn, ekkert meira, allt voða komfí.  Bakkmyndavélin er standard.


Chevrolet Malibu var svo aftur almennilegur bíll.  Kostar það sama og allt annað í sama flokki, FIAT diesel vélin sem knýr hann áfram hefur endalaust torque, engir óþarfa takkar að þvælast fyrir eða neitt svoleiðis bull.  Að auki var þetta best útlítandi bíllinn.  Var líka með bestu sætin.  Ég vil þessi sæti.  Allt við þennan bíl virkaði miklu meira solid og dýrara en en í Cruzenum, og var í alla staði magnaðari en Insignian.  Besti fólksbíllinn - en þú þarft að borga fyrir þetta.  Minna en fyrir Insigniuna samt.

Lokaorð:

Besti bíllinn óháð verði: Landrover Discovery
Besti bíll miðað við verð: Malibu.
Bestu kaup: Cruze.
Skemmtilegasti bíllinn: Spark.
Kom mest á óvart: Landcruiser (hélt þeir væru hættir að framleiða stóra Broncoinn.)
Mestu vonbrigðin: BMW X1.
Versti bíll: Prius.  (1995 Corollan mín er betri en nýr Prius, það er svo slæmt.  Ég er ekki að ýkja.)

föstudagur, október 04, 2013

Dagur 213 ár 9 (dagur 3498, færzla nr. 1234)

Það er kominn flöskudagur:


Ég á reyndar engan Heineken.  En ég á Portvín.  Það er ljúffengt.  Skál.