miðvikudagur, desember 31, 2014

Dagur 301 ár 10 (dagur 3953, færzla nr. 1351

Samkvæmt kvikmynd sem ég sá einusinni, þá verður hægt að kaupa svifbretti á næsta ári.


Þetta er til.

fimmtudagur, desember 25, 2014

þriðjudagur, desember 16, 2014

Dagur 287 ár 10 (dagur 3938, færzla nr. 1349

Ég hef bent á þetta áður, en það er vert að rökstyðja þessa kenningu með myndum:


Þetta er skoti í skoska þjóðbúningnum.


Þetta er random kvenmaður í katólskum einkaskólabúningi.

Köflótt pils, hnésíður sokkar... þið vitið.  Sama sama.  Það sem mér finnst undarlegt er að heil þjóð skuli hafa gert með sér ráð um að hafa þetta svona.

Það er líka alveg merkilegt að það er ekki hægt að gúgla "catholic schoolgirl" án þess að fá síðu eftir síðu af kinky fetish stöffi.  Það gerir myndskreytingar með svona hugleiðingum miklu erfiðari en þær þurfa að vera.

laugardagur, desember 13, 2014

Dagur 284 ár 10 (dagur 3935, færzla nr. 1348

Kvikmynd kvöldsins:

...en fyrst, trailer:


Þessi treiler er hálf myndin.


Nú þurfiði ekki að sjá þessa.  Nei, í alvöru, það er ekkert meira.  Bara filler.


Já...

Og nú:

Greaser's palace, frá 1972.  Þetta er undarlegasti vestri sem ég hef séð.  Þetta er einskonar útgáfa af guðspjöllunum: það er jesú, það er draugur - veit ekki hversu helgur hann er - og það eru indíánar.

Svo er maður með geimhjálm.

Plott??

Veit eiginlega ekki.  Það er eins og eiturlyf hafi verið höfð við hönd eða eitthvað.

En hér er hún: stækkið nú skjáinn og takið fram poppið.  Og athugið, að þegar sólarlagið birtist, gerist ekkert meira.  Þið skiljið það þegar þið sjáið það.


þriðjudagur, desember 02, 2014

Dagur 273 ár 10 (dagur 3924, færzla nr. 1347

Einn kostur við tvíhleypur (og break-open haglabyssur) umfram sjálfvirkar og pumpaðar haglabyssur, er að þær eru áberandi styttri:


Á þessari mynd sést þetta vel.  Skeftið og hlaupið á báðum er nákvæmlega jafn langt.  Þið getið dánlódað myndinni og skoðað það í MSPaint ef þið nennið.

Þetta gerir tvíhleypur ögn léttari og meðfærilegri.

Hvort þetta vegur upp á móti færri skotum, er annað mál. 

laugardagur, nóvember 29, 2014

Dagur 270 ár 10 (dagur 3921, færzla nr. 1346

Vinnan minnir mig stundum á tölvuleik.  Sú var tíðin að svo var ekki.  Til dæmis var Fleytjanda-djobbið ekkert lýkt neinskonar tölvuleik.

Flugfélagið átti kannski sína spretti - sérstaklega þegar bílaleigan var enn.

En Ísfélagið...


Nú erum við að ýta kössum.  Alveg eins og Lolo.  Lolo gekk einmitt út á að ýta kössum á rétta staði.

Þetta varð aðeins súrara hinumegin, en þar var smá Spidey keimur af vinnunni oft.Þetta lítur reyndar út nokkuð svipað og neðri hæðin í frystihúsinu.

Svo ég útskýri: Spiderman gengur út á að ýta á takka, til að hlutir gerist.  Takkarnir eru langt frá því sem þeir stjórna.  Alveg eins og það er í frystihúsinu.


Fyrsta borðið í Spiderman súmmerar þetta upp.


Það eru aðeins færri múmíur í vinnunni.  Einni eða tveimur.

fimmtudagur, nóvember 20, 2014

Dagur 261 ár 10 (dagur 3912, færzla nr. 1345

Það skiftir máli hvaða ammó maður notar:


Þetta er af ~ 22-25 metra færi.

Best sýnist mér að nota bara American Eagle.

þriðjudagur, nóvember 11, 2014

Dagur 252 ár 10 (dagur 3903, færzla nr. 1344

Af hverju var þetta aldrei gert?


Þetta hefði verið mikil framför - fyrir suma.

Þetta líka hefði verið betra:


Ekki mikil breyting, en samt, framför.  Minnir aðeins á Opel Insignia svona.

sunnudagur, nóvember 09, 2014

Dagur 250 ár 10 (dagur 3901, færzla nr. 1343

Mercedes Benz voru einu sinni með LSD:


Benz LSD


Venjulegt LSD.

Einu sinni var hægt að fá Benz STD:


S: dýrasta týpa, T: skutbíll, D: díesel.

Þessi maður var með sýfilis:


Svo er enn til S-class bens.


1992 Benz 300 SEL.

Svo er náttúrlega class S...


Týpískt S-class.  Rómó.

Svo Benz hafa í gegnum tíðina verið bendlaðir við LSD, STD & S-class.  Tilviljun, eða einbeittur brotavilji?

mánudagur, nóvember 03, 2014

Dagur 244 ár 10 (dagur 3895, færzla nr. 1342

Af hverju var þetta aldrei flutt til íslands?


Framan


Aftan

Þetta er Toyota Majesta, sem er japönsk eftirlýking af Cadillac.  Þetta er með V8 - en, ólíkt Cadillac, eru þessir með drif á afturhjólunum.

Við voru að missa af einhverju allan þennan tíma.

Annað sem við misstum af er Nissan Gloria:


Gloria

Það er líka frekar kraftmikill afturhjóladrifinn bíll.  En nei... við ákvæðaum að kaupa Nissan Patrol í staðinn.  Af hverju?  Hve margir fóru í torfærur á þessum Patrol jeppum?

Ég hef séð tvo notaða sem traktor.  Sem er rétt notkun á þessum fjandans Patrol jeppum.

Það virðist nokkuð hátt undir þessa.  Það snjóar náttúrlega þarna úti líka.

þriðjudagur, október 28, 2014

Dagur 238 ár 10 (dagur 3889, færzla nr. 1341

Þetta er orðið meira en 20 ára gamalt núna:

Albert Lucas var lögreglufulltrúi hjá Scotland yard í London, honum var falin rannsókn þessa furðulega og ógnvekjandi máls. Hann hafði nýlokið rannsókn á einstaklega flóknu og vandmeðförnu sakamáli sem var í daglegu tali nefnt "Stóra Bókasafnsmálið". Forsaga málsins var sú að einhver óprúttinn bæði og bíræfinn glæpamaður eða hópur glæpamanna, jafnvel mafía, hafði tekið ófrjálsri glæpahendi nýjasta eintak hinnar margfrægu og annáluðu kvikmyndahandbókar Leonards Maltins. Varð af þessu uppi fótur og fit hjá aðstandendum alþjóðabókasafnsins í Oxford og þótti þessi atburður setja dökkan skammarblett á glæsta sögu þessa fornfræga safns. Eftir að hafa unnið hörðum höndum að rannsókn þessa máls í tvær vikur komst Albert Lucas á slóð grunnsamlegra einstaklinga. Og lagði á ráðin gegn þeim hægt en örugglega. Hann hafði samband við tæknideildina og lét festa nýtískuhátæknihlerunar-og-gervihnattastaðsetningarútbúnað í nýjasta tölublað Andrésar andar og félaga. Þessu kom hann svo fyrir á áberandi stað, hengdi á tilkynningartöflu fyrir framan bókasafnið. Með þessum hugvitsamlegu aðgerðum hugðist hann freista hinna hryllilegu óþokka og glæpamanna er höfðu verið að verki og grípa þá glóðvolga með illa fengið bókmenntastórvirkið í þjófakrumlunum. Ekki hafði hann beðið lengi er að dreif hóp ungmenna með blöðrur í annari hendinni og bjór í hinni loppunni. Þetta lið var augljóslega í glæpahugleiðingum, allir með hárið litað þannig að þeir voru sem sköllóttir væru. Foringi hópsins var sveipaður breska fánanum og virtist ekki hafa önnur klæði á sér. Aðrir meðlimir hópsins voru klæddir mexícanmussum og með skærgula mústafahatta milli eyrnanna. Fyrir utan einn sem var með derhúfu með mynd af aðstoðarkokkinum á Lanterna. Á fótunum höfðu þessir óþokkar svo handsmíðaða, loðfóðraða hollenska tréskó með blómamynstri. Auk þess voru þeir klæddir buxum úr bláu refskinni af rauðum heimskautaref og rauðbröndóttum silkiskyrtum með kraga sem spannaði tíu tommur og var alþakinn blómamynstri. Eitt þessara duglausu dusilmenna kom upp um gengið með því að nema á brott með sér hið mikla ritverk sem Albert hafði hengt upp á töfluna. Svo hafði hópurinn sig burt til síns heima og Albert elti í þyrlu bresku leyniþjónustunnar. Á jörðu niðri biðu tvö fylki sérþjálfaðra árásarsveita SAS skipana um að ráðast til atlögu við þessa fanta og fúlmenni sem um ræddi. Í ljós kom að fólin höfðu aðalbækistöðvar sínar í Haringay í kjallara blokkar nokkurrar. "Það er blokk þarna" æpti Albert Lucas í talstöðina og SAS gaurarnir voru ekki lengi á vetvang. Eftir að hafa hent nokkrum reyk- og handsprengjum inn um gluggana og dælt smá taugagasi inn í húsið æddu nokkrir sérþjálfaðir sérsveitarmenn inn í húsið og skutu á allt sem hreyfðist. En þá kom dulítil vindkviða sem feykti gufunum og reyknum á braut og urðu menn þá varir við að þeir höfðu beint athygli sinni að vitlausu húsi. Þegar Alberti varð það ljóst, að þeir höfðu í misgripum valdið óþægindum, og það á vitlausum bæ, varð honum að orði: "Helvítis vesen! Hvað drápuði annars marga?" Einn sérsveitarmann vatt sér innan tíðar að honum, og uppfræddi hann: "Nákvæmar tölur liggja enn ekki fyrir, en persónulega myndi ég giska á svona.. eh…svona 50-60….að minnsta kosti. En það voru sko engir merkilegir!!!" Ekki fór hjá því að Alberti létti nokkuð við þessar fréttir, og skimaði í allar áttir eftir hentugum blórabögglum. Þá kom hann auga á tvo blámenn sem sátu úti í horni og lásu Hómer og Dante. "Segjum bara að þeir hafi gert þetta!" mælti Lucas, og benti á blámennina. SAS mennirnir voru nú ekki lengi að hafa hendur í hári blámannanna og koma allri sökinni á þá. Nú vildi svo til að hinir raunverulegu gangsterar sáust á vappi, með þýfið í fórum sínum, fyrir utan híbýli sín. Þegar hér var komið við sögu voru allir opinberir starfsmenn á svæðinu búnir að fá sig fullsadda á þessum gæjum og voru þeir því umsvifalaust teknir úr umferð með smávægilegri skothríð. Að því loknu sneru allir ánægðir heim að bóna byssurnar sínar, utan sex ættingjar hinna nýdauðu glæpamanna sem héldu til myrkra afkima borgarinnar að brugga launráð og hugðu á hefndir.


Afsakið textavegginn, en svona kemur þetta beint úr kúnni, svo að segja.

þriðjudagur, október 21, 2014

Dagur 231 ár 10 (dagur 3882, færzla nr. 1340

Hellar:Páska hellar, nánar til getið.

fimmtudagur, október 16, 2014

Dagur 226 ár 10 (dagur 3877, færzla nr. 1339


Þetta er fyrsta mistrið sem varð vart frá forboðnu eldstöðinni


Ekkert spes.


Það er ekkert mistur á þessari mynd


Boltavöllur


HelgafellFíV


Eldfell


Okkar eigin AkrapolisBærinn


... og þetta er allt í dag.

mánudagur, október 13, 2014

Dagur 223 ár 10 (dagur 3874, færzla nr. 1338

Ekkert betra að egra í gær en að finna leiðir til að bæta útlitið á 2014 model Chevrolet Impala:


Mér finnst þetta skárra svona.

fimmtudagur, október 09, 2014

Dagur 219 ár 10 (dagur 3870, færzla nr. 1337

Myndir síðan fyrr í dag:


Það var talsvert flóð


Það mesta í 500 ár, segja sumir


Sjáið þettaÁ landi

Eitthvað að gerast